Mjölnir


Mjölnir - 11.08.1948, Blaðsíða 4

Mjölnir - 11.08.1948, Blaðsíða 4
32. tölublað. 11. árgangur. Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 Siglfirzkir íþróttamenn heimsækja íþróttamenn á Sauðárkróki Flokkur íþróttafólks úr K.S. fór s.l. sunnudag í heimsókn til U.M.F. Tindaistóls á Sauðár- króki. Var það handleiksflokkur kvenna og 1. fl. í knattspymu. Lagd; var af stað héðan 'kl. 7 árdegis á sunnudagsmorgun 'i stórum áætlunarbíl, venjulegri fólksbifreið og hálfkassabíi. — Komið var heim aftur kl. rúm- lega 4 á mánudagsmorgun. — Á Sauðárkróki var fyrst keppt í hand'knattleik kvenna, og sigr- uðu Sauðárkróksstúlkurnar með 7 :2. Þó að tapið sé töluvert fyrir K.S.-stúlkumar, geta þær og aðrir K.S.-ingar samt glaðst yfir iþeirri miklu framför, sem hjá liðinu hefur orðið siðan þær fóru að stunda æfingar fyxir um það bil mánuði. Og þegar þess er gætt, að Sauðárkróksstúlk- umar em mjög vel þjálfaðar og eflaust með þeim -beztu hér norð anlands, er óhætt að segja, að K.S.-stúlkumar hafi staðið sig sæmilega. Það sem K. S.- stúlkumar vantar aðallega er meiri flýtir, meiri skotharka, öruggari sendingar og hentugri búningur. Uthald og baráttu- þrek vrtist í góðu lagi. Knattspyrnuleikinn vann K.S. með 2 :0. Um kvöldið var K.S.-ingum svo haldið mjög skemmtilegt kaffisamsæti í Villa Nóva, og á eftir var þeim boðið á dans- leik. Voru móttökumar allar sér staklega góðar af hálfu U.M.F. Tindastóls og alúð og gestrisni Sauðkrækinga var aiveg einstök ^ /, Yfirleitt var ferð þessi öll hin ánægjulegasta, en þó komu fyrir tvö atvik, sem skyggðu dálítið á. Aimað var það, að K.S. hafði gert ráðstafanir til að fá kaffi fyrir flokkinn á leiðinni héðan í veitingaskálanum Vík í Haganes vík. En þegar þangað kom um níuleytið á simnudagsmorgunin var állt harðlæst og ekki komið til dýra þó fast væri barið. Urðu K.S.-ingamir frá að hverfa kaffilausir. Hitt atvi'kið skeði á leiðinni heim. Ens og áður er jgetið, voru fólksbifreið og hádf- kassabíll með í förinni. Eigandi þeirra og stjómandi annarrar var Gísli Sigurðsson fiá Sleitu- stöðum í Skagafirði. Hafði Páll Erlendsson á N. B. S. útvegað bíla þessa ásamt stóra áætlunar bdlnum. Þegar út að Sleitu kom á leiðinni heim, neitaði GIsli að láta fólksbílinn fara lengra, — kvað Pál ekki hafa samið við sig um annað og sagðist líka þurfa að fara með fólk til Reykjavíkur daginn eftir. Má nærri geta að farþegun- um í fólksbílnum brá í brún þegar það heyrði þetta, þvi litlu munaði að það yrði að standa á palli hálfkassabílsins það sem eftir var leiðarinnar. Sem betur fór gat þó fólkið í þeim bíl, þrengt svo að sér, að hitt komst fyrir. Þess má geta, að Sigurður hafði fengið fulla umsamda greiðslu fyrir aksturinn, og var hún auðvitað miðuð við báðar leiðir — fram og til baka. — Bæði iþessi atvik, og þó sérstak- lega það síðara, vöktu gremju K.S.-inganna, því hér voru aug- ljós svi'k höfð í frammi, og er ástæðulaust að láta þau óátalin. Bragi Magnússon Undirbúningur lieimstyrjaldar Framhald af 3. síðu Hinn 1. september það ár sendi Schwerin von Krosigk, sem þá var f jármálaráðherra, íleyniboð til Hitlers, þar sem hann segir, að innlenda fjármagnið sé að þrotum komið, rikiskassinn tóm ur, trú almennings á lániun fari síminnkandi, rikisskuldabréfum sé hrúgað á markaðinn í sívax- andi mæli. Varaði von Krosibk Hitler við yfirvofandi fjánhags- hruni. — Þetta gerðist á sama tima og Hitler hótaði stríði og heimtaði að Bretar og Frakkar samþykktu skiptingu Té'kkó- slóvakíu. Eins og kunnugt er, kom al- drei til þessa fjárhagshruns. Mánuði eftir að Hitler hafði hafði fengið boðin frá f jármála- ráðherra sínum, fékk hann í Miinchen óbundnar hendur um að hleypa af stað styrjöld. Bjargaði það Þýzkalandi frá fjármálakreppu. I þetta skipti voru það ekki dollarar, heldur pólitískur stuðningur, sem kom Hitler til hjálpar, þegar verst stóð á fyrir honum. Án fjárhagsaðstoðar frá Bandaríkjunum hefðu fjármál Þýzkalands komizt í öngþveiti löngu fyrir 1938. Til viðbótar f járhagsilegum stuðningi banda- rískra auðkónga, var Þýzkaland Akureyrarbær lætur verkalýðs- félögunum í té lóð imdir hús Framhald af 1. síðu firði eiga verkalýðsfélögin sitt myndarlega Alþýðiihús og hafa alla tíð notið velvildar bæjar- stjórnarinnar. Og nú hefur bæj- arstjórn A'kureyrar samþykkt að gefa verkalýðsfélögunum dýrmæta lóð. Afturhaldsflokkarnir treyst- ast ekki lengur til að f jandskap- ast opinberlega við verkalýðs- samtökin, a. m. 'k. finnst þeim hagkvæmast að reyna að gera þeim eitthvað til þægðar réttfyr ir ikosningar. Er áður minnst á aJfstöðu ShaMsmaimanna í bæjar stjórn Reyk javíkur fyrir síðustu kosningar. 1 haust eiga að fara fram kosningar á fulltrúum til Alþýðu sambandsþings. Munu borgara- flokkamir þá leggja mikla á- helzlu á að sannfæra verkafólk um velviid sína í þess garð. Er ebki ósennilegt, að það hafi átt sinn þátt í afgreiðslunni, sem erindi verkalýðsfélaganna á stutt pólitískt af brezkum og frönskum heimsveldissinnum. A að leika sama leikinn aftur? Nú, þegar þýzku heimsveldis- sinnarnir hafa verið gersigraðir í annað sinn, virðast amerískir auðhringar hafa ákveðið að leika aftur sama leikinn. Aftur hafa þeir lagt fram áætlun um endurreisn þýzkrar heimsveldis stefnu. Að vísu eru nú ráðstaf- anir gerðar til þess að koma i veg fyrir leiðinleg mistök, t. d. þann möguleika, að þýzkum vopnum verði aftur snúið gegn þeim sjálfum. Fyrir þýzka heimsveldissinna er ameríska viðreisnaráætlunin eina leiðin út úr ógöngunum. S.I.- sumar brti dr. Friedens- burg, forseti Berliner Institut fur Konjunkturforschung, grein í „Der Tagesspieger*, þar sem hann áætlar upphæð þá, er þyrfti til viðreisnar þýzka auð- valdinu milli ifimm og sex mi'llj- arða dollara. Það er eftirtektar- vert, hve upphæð þessi er svip- uð þeirri, sem Þjóðverjar fengu frá Wall Street eftir fyrri heims styrjöldina. Þýzkir heimsveldis- sinnar fara fram á hér um bil sömu upphæð til þess að undir- búa þriðju heimsstyrjöldina og eru þess albúnir að lofá því hátíðlega að verja þeim nákvæm lega samkvæmt skipunum hinna amerísku lánardrottna og með- eigenda. Bandalag þýzkra og amerískra heimsveldasinna — hinna alþjóð legulkaupmanna dauðans — ógn ar nú mannkyninu með nýjum skelfingum, sem lýðræðisöflin geta þó 'komið í veg fyrir og verða að koma í veg fyrir. Einungis sameinuð barátta allra friðelskandi þjóða gegn heimsvaldasinnunum getur kom ið í veg fyrir að amerísku auð- hringunum takist að hrinda í framkvæmd áformum sínum um endurreisn og vopnun þýzkra heimsvaldasinna. Akureyri, sem minnst var á í upphafi þessarar greinar, hlaut hjá bæjarstjórninni. — Þá er þess að minnast, að nú er farið að líða á seinni hluta kjörtíma- bilsins. Væri nú ekki reynandi fyrir verkalýðsfélögin hér að leggja nú fyrir bæjarstjórnina að nýju umsókn um áðurnefnda bygg- ingarlóð|við Gránugötu, í trausti þess, að kratarnir fáist nú til að fylgja henni. Ótrúlegt er, að þeir leyifi sér að fella slíka um- sókn eða sitja hjá, sömu dag- ana og þeir ganga milli verka- manna til að snikja atkvæði þeirra við kosningarnar á Al- þýðusambandsþingið. Og hæpið er, að þeir þori að treysta því, að slí'k afstaða yrði gleymd um næstu bæjarstjómarkosningar, sem fara fram eftir hálft annað ár. Eg sting upp á því, að verka- lýðsfélögin sæki nú á nýjan leik mn lóðina við Gránugötu og Lækjarg. Bæjarstjórnin stendur sig ekki við annað en að tryggja verkalýðsfélögunum lóð undir nýtt Alþýðuhús. Þróttarfélagi. 1 ÞAKKARÁVARP ÞÖklaim iimilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, Rósamundu Eyjólfsdóttur Sveinn Sigurðsson, börn og tengdasynir 1* RðSAMUNIA EYJOLfSIOTTIR Fædd 11. febrúar 1895 Það mun ekki ofmæli að með fráfalli Rósamundu Eyjólfsdótt- ur sé á bak að sjá einni ágæt- ustu konu þessa bæjar. Hún var glæsi- og snyrtikona hin mesta, enda bar hið ágæta heimili henn ar ljósan vott þessara eiginleka hennar. Sl'ík var hin næma hús- móðurhönd hinnar látnu, að - hvert sem hefði verið hennar hús, hefði manni virzt vítt til veggja og hátt til lofts. Sú, sem þessar línur ritar, átti þess kost að kynnast Rósa- mundu Eyólfsdóttur, þó einkum vegna starfa hennar í verka- kvennafélaginu Brynju, en hún var ein af stofnendum þess fé- lagsins og virkur meðlimur alla tíð — aðalmeðstjórnandi þrjú síðustu ár. Það sem einkum vakti athygli manns í fari þessarar látnu heið urskonu var hin prúða og vin- hlýja framkoma hennar sam- fara ríkri réttlætiskend, mörk- uðu þessir eiginleikar mjög stefnu hennar og störf í þágu fjöldans— hins vinnandi fólks — trú í orði og verki vantaði aldrei á sinn stað, þrátt fyrir Örfá orðtil „pabbadrengjanna" Eg nenni ekki að gera tilraun til að leiðrétta misskilning ykk- ar, birtan í síðasta laugardags- blaði Siglfirðings. Þið hafið ver- ið í efnishraki og þessvegna Ifyllt eyðuna með þessu blaðrí ykkar um borgarastéttina og hennar útlifaða auðskipulag. Setningu þá, sem þið vitnið í, úr grein minni, slítið þið þannig sundur að merkingjhennar rask- ast gjörsamlega, og það þykir ekki bera vott um vandaða blaðamennsku — enda kannske ekki til hennar ætlast af ykkur. En sé skoðun yk'kar sú, sem fram kemur 'í fyrirsögn og fyrri- hluta greinar ykkar, og þið vilj- ið að menn trúi þessu, þá ættuð þið að birta báðar greinarnar í heild, en slíta ekki úr samhengi hinar tilvitnuðu setningar, eins og þið gerðuð. Eg skora hér með á ykkur að birta báðar greinarnar í heild — ella verður að álítast, að sann færing ykkar sjálfra um rétt- mæti fullyrðinganna í áður- nefndri Siglifirðings-grein sé meir en lítið biluð, og trúin á það, að aðrir trúi þeim, fokin út í veður og vind. E.M. A. — Dáin 31. júlí 1948 að fáum dyldist að hún gekk ekki heil til skógar hin síðustu ár. Okkur Brynju-konum finnst að vonum skarð fyrir skildi við fráfall Rósamundu Eyólfsdótt- ur, því hún óx æ í starfi, lagði gott til allra mála. Mætti hlut- deild hennar 'i framgangi mála okkar vera okkur til eftir- breytni í því að sofna ekki á verðinum, en halda starfinu áfram sem aldrei fyrr. Það eitt væri verðug viðurkenning hinni látnu ifyrir störf hennar. Huggun má það vera eftirlif- ándi ástvinum Rósamundu Eyj- ólfsdóttur að þar sem hún fór, þar fór góð kona. Blessuð sé minning hennar. Brjmjukona Eyvindur iiusson FIMMTUGUR Þann 3. þ. m. varð fimmtug- ur Eyvindur Júlíusson, verka- maður. Ejwindur er öllum Siglfirð- ingum að góðu kunnur, dugnað- armaður og atorkusamur. Mörgum kann að finnast sú staðreynd, að hann sé fimmtug- ur, ótrúleg, en hún er samt sönn samkvæmt því sem kirkju- bækur segja. Eyvindur lætur ekki tímans tönn festa á sig umfram það, sem daglegt strit og erfiði setja sín merki, og Elh kerlingu ætl- ar hann að forðast í lengstu lög. Mjölnir sendir honum beztu árnaðaróskir í tilefni merkis- afmælisins. ORÐSENDING tíl meðlima Sósíalistafélags Sigluf jarðar og velunnara þess. Eins og undanfarin ár verður gengizt fyrir lilutaveltu tíl á- góða fyrir húsbyggingarsjóð félagsins. Hefur lilutaveltu- nefndin ákveðið að í síðari liluta ágúst verði lilutaveltan í ár Iialdin, og eru það því eindreg- intílmæli nefndarinnar, að fé- lagsmenn allir og þeir aðrir, sem styðja vilja liúsbyggingar- sjóðinn, safni muniun á veltuna og komi þeim sjálfir tíl skrif- stofunnar Suðurgötu 10, eða liafi þá tilbúna, þegar komið verður tíl þeirra. Verum samtaka um að gera þetta að glæsilegustu lilutaveltu ársins. Hlutaveltunefndin

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.