Mjölnir


Mjölnir - 04.01.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 04.01.1950, Blaðsíða 2
z MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — Otgefandi: SÓSlALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Ritstjócj og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigui’ðsson Blaðið Remur út ®Ha miðvikudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Simar lð4 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. fjöregg verkapsins á Sigiufirði Verkamannafélagið Þróttur heldur aðalfund sinn síðla þessa mánaðar. Eru tillögur uppstilUnganefndar félagsins um menn í trúnaðarstöður birtar í blaðinu í dag. I stjórn er stillt þremur sömu mönnunum, sem setið hafa í stjórn undanfarið, en tveir af núverandi stjórnaimeðlimum, þeir Þóroddur Guðmundsson og Jóhannes Sigurðsson báðust tmdan endurkosningu. Tók uppstill- inganefnd það til greina og stHlir í þeirra stað þeim Jóni Jóhanns- syni og Óskari Garibaldasyni. Trúnaðarmannaráð er lítið breytt frá þvl sem nú er. Sýnilegt er því, að með kosningu þessara manna er félaginu tryggð sama, róttæka,happasæla forustan og verið hefur. Þróttur er eitt af þeim verkalýðsfélögum, sem bezt hefur verið stjórnað á öUu landinu, og nýtur mikils álits um allt land, enda hefur hann oft hlaupið imdir bagga með öðrum verkalýðsfé- lögum og jafnan haldið uppi hæsta kauptaxta á landinu. Það má með réttu segja um Þrótt, að hann sé fjöregg verkalýðsins á Siglu- firði. Hvernig væru kjör verkalýðsins hér án Þróttar ? Hvernig væri útlitið nú fyrir verkalýðinn til að mæta þeim árásum á kjör hans, sem hótað er, væri Þróttur ekki ? Þróttur er hið dýrmæta tæki verkalýðsins hér, sem vernda verður og efla. Ef ,til vih fara nú í hönd alvarlegri tímar, en marga órar fyrir í dag. Auðmanna- og atvinnurekendastéttin er hofmóðug yfir þvíi, hvað stéttarflökkur hennar, Sjálfstæðisflokkurinn, er sterkur og þá ekki síður yfir þvií, að henni hefur tekizt að leggja undir sigN^orustu Alþýðuflokksins, taka .foringja hans á mála hjá sér. Auðmönnum og atvinnurekendum finnst þv'i, að nú sé támi kominn til að þrengja kjör vinnustéttanna. Núverandi riíkisstjórn segist vera að undirbúa aUsherjar bjargráðatillögur fyrir at- vinnulif landsins, en þær tillögur eiga ekki að koma fram strax, heldur síðar. Með ö.o. tiUögurnar eru þannig, að ihaldið þorir ekki 'að leggja þær fram fyrr en eftir bæjarstjórnarkosningar. Alþýðan skilur vel hvað þetta þýðir og hinir greindari og fram- sýnni verkamenn sjá, að þessi staðreynd gefur tilefni tH að vera vel á verði. HyggHegasta gagnráðstöfunin gegn þessum yfirvof- andi árásum er efling verkalýðsfélaganna. Sjálfsagt mun Þróttur standast þá raun, sem nú kann að vera á vændum, en svo bezt er vel fyrir öUu séð, að forustan sé í'lagi. Það er ekki komið í ljós enn, hvort aðrir verða boðnir fram í trúnaðarstöður í Þrótti, en þeir sem uppstillinganefnd leggur til, en hitt er vitað, að Þróttur er fjölmennt félag og að sjálfsögðu eru ékki allir þar jafn einlægir og reyndir verkalýðssinnar. Meira að segja hafa jafnan í hörðustu átökum félagsins komið fram veilur hjá hópi manna, sleikjuskapur gagnvart atvinnurekendum, kjark- leysi, hégómaskapur og pólitískt ofstaéki. En það hefur verið gæia félagsins og félagsmanna, að sl'íkir menn hafa verið fáir og í miklum minnihluta. Ekki er ástæða til að ætla, að nú, þegar ef tU viH ríður mest á, verði félagið gæfusnauðara en vant er, þó ættu aUir góðir félagsmenn að gera sér ljóst hvílík ábyrgð hvílir á þeim hverjum fyrir sig. Ef menn hugleiða vel hve dýrmætur Þróttur er öHum verka'lýð, hve liífsnauðsynlegt það er nú að efla hann og styrkja, þá mun engin veila koma fram á næsta aðalfundi ielagsins. Heldur mun fundurinn sýna vaxandi styrk og eindrægni, sýna atvinnurekendum að þó þeir geti haft áhrif á nokkra menn í Þrótti, þá er yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna fastur, stétt- vlis flokkur, sem mun hiklaust beita félagssamtökunum til að verjast árásum, sem gerðar kunna að verða á Mfskjör verka- lýðsins. TRÉSMIÐIR Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir sundlaug Siglufjarðar: 11 stk. innihurðir með körmmn 6 — útihurðir með körmum úr furu. 1 — útidyrahurð, tvöföld, fyrir aðalinngang, með dyraútbúnaði úr harðvið. 140 — skápa með békkjmn í búningsherbergi og inn- réttingu í miðasöluherbergi. Allar upplýsingar ásamt teikningum er hægt aJð fá hjá bæjar- verkfræðingi. — Skrifleg tilboð mn afhendingu, verð og greiðslu- skilmála sendist imdirrituðum eigi síðar en 20. jan. næstkomandi. Bæjarstjórinn í Siglufirði, 20. des. 1949. JÓN KJARTANSSON ★ Gleðilegt nýár. Bæjarpóstur- inn sendir öllum lesendum sín- um beztu óslkir um gott og far- sælt nýár. VUl hann þakka þeim, sem á gamla árinu sendu hon- um bréf og fyrirspurnir til birt- ingar og viH um leið hvetja les- endur s'ína til að senda bæjar- póstinum smágreinar um áhuga mál sín og annað það, sem þeir vilja vekja máls á í blaðinu, en iþykir ekki taka að hafa sér- stakar greinar um. Sérstaklega vill hann beina þeim tilmælum til lesendanna, að þeir verði hon um hjálplegir við að safna ýms- um bæjarfréttmn, láti hann vita um merkisafmæli og tyUidaga, sem vert er um að geta í blað- inu o.s.ifrv. Er nægHegt að koma iþessum upplýsingum á af- greiðslu blaðsins og mun þeim iþar verða komið til skila. ★ Áramót. Það var rólegt hér í bænum um áramótin eins og oft áður. Veðrið var ágætt en nokkuð sleypt á götumun. Blys voru tendruð á Hvanneyrarskál arbrún eins og um nokkur ára- mót undanfarið og virðist svo sem hinir framtakssömu braut- ryðjendur á þessu sviði ætii að gera þetta að fastri reglu eða hefð á gamlárskvöld. Nokkuð var um flugeldaskot og ungling- ar höfðu brennur í hhðinni fyrir ofan bæinn. Á gamlárskvöld flutti for- sætisráðherra ávarp í útvarpið og forseti íslands á nýársdag, og á nýársdagskvold fluttu margir af forystumönnum ým- issa starfsstétta ávörp. Um ræð ur þessara herra má í stuttu máli segja, að þær hafi Htinn boðskap flutt þjóðinni um hvernig henni muni farnast á þessu nýja ári, en flestar áttu sammerkt í því efni að reyna að draga kjarkinn úr þjóðinni og mála ástandið dökkari litum en þörf er á. ★ Hjónaefni. Um jólin opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Alma Björnsdóttir símamsér og Stefán Ól. Stefánsson póstfulltrúi. — Ennfremur ungfrú Erna^ Sig- mundsdóttir símamær og Ófeig- ur Eirfksson stúdent frá Rvík. ★ Fertugsaímæli. Þann 18. des. s.l. áttí Þorlákur P. Schram verkamaður, Háveg 12, fertugs- afmæli. Þann sama dag átti einnig fertugsafmæli Jónas Jóns son málari, Hvanneyrarbraut 64. ★ Á vertíð. Um þessar mundir er á förum úr bænum mikiH fjöldi verkamanna, sem búinn er að vera atvinnuíaus í marga mánuði, en verða nú að yfirgefa heimili sín og fjölskyldur og fara í atvinnuleit tU verstöðv- anna á Suðurlandi. Atvinnuleys- ið, sem herjar hér á hverjum vetri, hrekur þessa menn á brott, en úrræði tU að sigrast á þessu ástandi láta aHtaf á sér standa og enn virðist langt í land, að á því verði unnin bót. En það skyldu þessir menn, sem nú eru að leggja upp í atvinnu- leit, athuga, að hinir virinandi ménn verða að standa vel sam- an og skipa sér einhuga um þær kröfur, sem stéttarfélögin gera á hverjum tíma, og þar á meðal kröfurnar um útrýmingu at- vinnuleysisins hér í bæ, sem og annarsstaðar. ★ Fertugsafmæli. Á jóladaginn þann 25. des. s.l. átti Indriði Friðbjarnarson, matsvfeinn, Tún götu 34, fertugsafmæli. ★ Hjónaband. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband í Reykja- viík ungfr. Bjarnveig Ólafsdótt- ir, Túngötu 28, Siglufirði og Sigurjón Jónsson skipstjóri frá Vestmannaeyjum. ★ Nýir borgarar. Við barna- guðsþjónuustu á annan dag jóla skiírði presturinn, séra Óskar J. Þorláksson, 21 barn, og er það að sögn prestsins mestur fjöldi ibarna, sem skírður hefur verið !í Siglufjarðarkirkju í einu. Hér fara á eftir nöfn bamanna, sem skírð voru á annan jóladag og foreldra þeirra: Theódóra, for- eldrar: Öli Geir Þorgeirsson, Ása Þórarinsdóttir, Örlygur, íor.: Kristfinnur Guðjónsson, Jóna G. Stefánsdóttir, Sigríður Jóna, for.: Sigurður Rögnvalds- son, Jóhanna Kr. Jónsdóttir; Matta Rósa, for.: Rögnvaldur Rögnvaldsson, ÁlfhUdur Frið- riksdóttir; Steingrímur Örn, for.: Jón Rögnvaldsson, Helga Pálmadóttir; Anina, for.: Rögn- valdur Rögnvaldsson,^ Guðrún Álbertsdóttir; Guðný Ásgerður, for.: Sigurður Þorkelsson, Kristrún Ásgeirsdóttir; Sólrún, for.: Magnús Guðjónsson, Sig- riíður Guðjónsdóttir; Svandís, for.: Guðmundur Gunnlaugsson, Guðlaug Stefánsdóttir; Ragn- heiður Ingibjörg, for.: Sigurður Sophusson, Viiborg Jónsdóttir; Guðfinna Sigríður, for.: Ingi- mar Þorláksson, Elsa Björns- dóttir; Sigurður, for.: Hlöðver Sigurð^son, Katrlín Pálsdóttir; Rúnar Hallgrímur, for.: Guð- mundur Jónasson, Una HaH- gTÍmsdóttir; Jóhann Sveinbjörn, for.: Tómas Jóhannsson,Brynja Gestsdóttir; Freyja Auður og Sigrún Helga, for.: Guðmundur Guðmundsson, Valgerður Þor- steinsdóttir; Anna Jólianna, for.: Gdsili Bjarnason, Sigríður Vagnsdóttir; Guðmundur Karl, for.: Stefán Guðmundsson, Guð ný Helgadóttir; Jónas, för.: Bjöm Hafliðason, Jónána Jónas- dóttir; Karl Haraldur, for.: Bjarni Sigurðsson, Þuríður Har aldsdóttir; Anna, for.: NUs Is- aksson, Steinunn Stefánsdóttir. TILKYNNING frá verkamannafélaginu Þrótti Tillögur uppstillingarnefndar Verkamannafélagsins Þróttar um' menn í trúnaðarstöður félagsins fyrir árið 1950. STJÓRN: Form.: Gunnar Jóhannsson, varaform: Jón Jóhannsson, ritari: Hreiðar Guðnason, gjaldk.: Óskar Garibaldason, meðstjórnandi: Gisli H. EHasson. VARASTJÓRN: Ritari: Tómas Sigurðsson, gjaldk.: Þórhallur Bjömsson, meðstjórnandi: PáH Ásgnímsson. Endurskoðendur: Kristmar Ölafsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Varaendursk.: Óskar Guðlaugsson og Bjarki Árnason. Trúnaðarmannaráð, auk stjórnar og fulltrúar frá deildum fél.: Þóroddur Guðmundsson, Jóliannes Sigurðsson, Guðjón Þórarinsson, Kristinn Guðmundsson, Jóhann G. Möller, Steingrámur Magnússon, Guðmundur Konráðsson, Jónas Stefánsson, Páll Ásgrímsson, Jóhann Malmqist, Einar Ásgnímsson, Hallur Garibaldason, Bjarni Þorsteinsson, Tómas Sigurðsson, Guðmundur Jóhannesson. Varamenn í Trúinaðarráð: Pétur Baldvinsson, Gunnar Guðbrandsson, Þorvaldur Þor- leifsson, NjáH Sigurðsson, Guðlaugur Sigurðsson, Erlendur Jónsson, Anton Ingimarsson, Jörgen Hólm, Þórhallur Bjömsson, Arnór Sigurðsson, Mikael Þórarinsson, Krist- inn Jóakimsson. Húsnefnd Alþýðuhússins: Jónas Jónasson, Gunnar Jóhannsson, Hreiðar Guðnason, Eggert Theódórsson, Kristmar Ólafsson. Varamemi: Páll Ásgrámsson og Steinn Skarphéðinsson. Fræðslunefnd: Þóroddur Guðmundsson, Gásli Sigurðsson, Pétur Baldvins- son, Trausti Reykdal, Einar Albertsson. Varamenn: Eggert Theódórsson og Jóhannes Hjálmarsson. Stjórn Hjálparsjóðs Þróttar: Þóroddur Guðmundsson, Guðjón Þórarinsson, Kristján Sigurðsson. Varamenn: Gunnar Jóhannsson og Jón Sigurðsson, Grundarg. 19. í uppstillingarnefnd Verkamannafélagsins Þróttar Siglufirði, 28. desember 1949. ! Jón Jóhannsson (sign.). Páll Ásgrímsson (sign). Kristinn Guðmundsson (sign).

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.