Mjölnir


Mjölnir - 28.01.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 28.01.1950, Blaðsíða 1
^_^* 5. tölublað. Laugardagur 28. janúar 1950. 13. árgangur. Skírskotun til skynsemi Nú líður óðum að lokum kosn- ingabaráttunnar og nú nálgast sá dagur óðum, er þú skalt velja þér menn til að stjórna málum þínum næsta kjörtímabjl. i Á sunnudaginn kemur munt þú ganga að kjörborði og kjósa, og þeirrar athafnar munt þú njóta eða gjalda á ókomnum tímum, allt eftir því, hyort þú berð gæfu tii að velja menn að stjórnvelinum, er stjóina sam- kvæmt þínum hagsmunum, og eru þínir sönnu fulltrúar eða hinu, hvort þú velur afturhaldið og aðstoðarmenn þess, er ávaUt hafa beitt öllum sínum mætti gegn þér. Á kosningadaginn hef ir þú öll völd Iþessa bæjarfé'lags í hendi þér, og það er heilög skylda þin gagnvart sjálum pér og niðj- um þínum að ibeita þeim völd- um rétt. Og þú átt vopn, sem gerir iþér kleyft að beita þeim rétt, og það vopn er dómgreind þín. Dómgreind hins vinnandi f jölda er það ægivald, sem auð- vald allra tiíma óttast mest, og það veit að þegar hann beitir henni allur og óskiptur, þá eru dagar þess taldir. Þá lýkur Iþeirri ránsaðstöðu er það nú befir, og þá hefst blómaskeið hins vinnandi fjölda. Þess vegna sóar afturhaldið millj. og aftur milljónum árlega, hér í okkar fámenna og litla landi í áróður sirni. Það er hverjum hugsandi manni augljóst, að þessi iðja hins sameinaða auðvalds fhefir borið drjúgan ávöxt og því er nú ástandið svo í dag, sem raun Iber vitni. Siglfirzk alþýða! Á sunnu- daginn kemur byggja allir aftur haldsflokkarnir vonir sínar á því, sem hingað til, að þeim ihafi tekizt að blinda svo sjónir þlínar, að þú megir ekki greina rétt f rá röngu, að þú megir ekki sjá hverjir eru hinir sönnu full- trúar þínir, og hverjir þínir röngu fulltrúar, er ávallt hafa barizt g&gn þínum hagsmunum. Sigluf jörður, bærinn minn og ibærinn þinn ,er fyrst og fremst verkamannabær, og honum ber að stjórna samkvæmt því. Svo víðtækur er þessi skilningur nú orðinn meðal verkalýðsins hér, að hið þráeina afturhald Biglu- f jarðar sér nú enga möguleika á því, að stilla upp gegn full- trúum, sem siglfirzk alþýða treystir bezt til að halda kjara- málum sínum. Og ennfremur er siglfirzk alþýða það þroskuð, og gædd slkri dómgreind, að !hún sendir Áka Jakobsson, Ihinn skelegga málsvara sinn á iþing, þrátt fyrir aian áróður, sví- yirðingar og lygar andstæðing- anna um hann. Þessi tvö dæmi sýna, að dómgreind siglfirzkrar alþýðu hefir staðið af sér þær holskeflur lyga og áróðurs, er yfirhanabaf adunið ár ogeindaga En betur má ef duga skal. Sigl- f irzkri alþýðu verður að skiljast, að sú stofnun, er mest bein áihrif hefir á láfsafkomu hennar, er einmitt bæjarstjórn Siglu- fjarðarkaupstaðar. Þess vegna verður íhún að kosta 'kapps um að auka þar áihrif fulltrúa sinna sem allra mest, og 'helzt að sjá þehn fyrir (hreinni meirihlutaaðstöðu. — Þegar svo er komið, þá fyrst, óg ekki fyrr getur aliþýða þessa bæjar vænt sér góðrar lífsaf- komu og glæsilegrar framtóðar. Siglfirzk alþýða! Á sunnudag- inn kemur hefir þú tækifæri til þessa, og ég veit, að þú munt ekki bregðast skyldu þinni. Þú munt ekki bregðast sjálfri þér. Allir eitt á sunnudaginn kemur. Gerum sigur Sósíalistaf lokksins sem glæsilegastan. Vertu þess minnug, að hvert og eitt einasta atkvæði, sem fellur á einhvern af afturhaldsflokk- mium, er samþykki iá launarán- unum, vísitölubindinguimi, — tollaálögunum og hverskyns lífskjaraskerðingum alþýðunn- ar. Og vertu þess einnig minnug, að því öflugri, sem þessir flokk- ar koma út úr þessum íkosning- um, þeim mun harðari og ósvífn ari munu árásir þær, er nú eru fyrirhugaðar á lífskjör almenn- ings verða. Dæm þú ékki flokkana sam- kvæmt orðum þeirra f yrir kosn- ingar, því þá lofa allir gulli og grænum skógum. Dæm þú þá heldur samikvæmt eðli þeirra og athöfnum, og sá dómur mun falla í vil iSósiíalistaflokknum — þínum eiginn flokki — flokki hins vinnandi f jölda. 'Fulltrúar allra flokka segjast vera fylgjandi byggingu lýsis- herzlustöðvarinnar hér. En hvernig er um stjórn flokkanna. Sósíalistar hafa lagt fram skriflega yfirlýsingu frá miðstjórn flokksins um að hún sé enn sem fyrr fylgjandi því, að lýsisherzlustöðin verði byggð á Siglufirði og strax verði haf- izt handa um byggingu hennar. Frambjóðendur Sósa-listafélags Siglufjarðar skoruðu á fram- bjóðendúr hinna flokakanna á frámboðsfundinum i gærkveldi, að leggja fram samskonar yfir- lýsingu frá miðstjórn sinna flokka. i i . Þessu neita þeir. Ihaldið og kratar eru með tvískinnung í máli þessu, en Framsókn vill byggja verksmiðjuna á Akur- eyri. , | •¦ Siglfirðingar, munið þetta á morgun. €¦ listiMii heldur SKEMMTIFUND í kvöld (laugardag) í Nýja-Bíó og hefst kl. 8,30 stundvíslega. Ð a g s kr á: 1.. Skemmtunin sett: E. Elefsen 2. Kvikmynd (fræg músíkmynd) 3. Stutt ávörp: Jón Jóhannsson, Kristín Guð- mundsdóttir, Jón Hj. Gunnlaugsson, Erna Sigmundsdóttir, Stefán Skaftason, Ásta Ól- afsdóttir og Óskar Garibaldason. 4. Kvikmynd: „Land æskunnar", heimsfræg verðlaunamynd um íþróttahátíð í Sovétríkj- unum. Myndin er í hinum undurf ögru Agf a- • litum. ÖUum frjáls aðgangur. Aðgangseyrir kr. 2,00 i C-IÆTINN Um hverja er kosið 29. jan.? Tökum fyrst A-listann. Á þeim lista koma ekki til greina nema þrír menn, og er þriðja sætið þó baráttusæti listans. — Efstur er Kristján Sigurðsson, smiður og verkstjóri. Sá maður er með einn meiriháttar atvinnu rekstur hér á eigin reikningi. Á opinberum vettvangi er Krist- ján þekktur að meira siðleysi í málflutningi og fákunnáttu 4 meðferð mála, en þekkzt hefur hér ium langan tíma. 1 öðru sætinu er prentsmiðju- eigandinn Sigurjón Sæmunds- son. Hann er maður, sem eng- in afskipti ihefur baft af bæjar- málum Siglfirðinga á undan- förnum iárum og er því ekki mikils af honum að vænta á þeim vandasömu tímum, sem nú eru. I þriðja sætinu, baráttusæt- inu, er Haraldur Crunhlaugsson, maðurinn, sem ber varð að því á s.l. sumri að misnota aðstöðu s'ina og áhrif avald yf ir Gunnari Vagnssyni til ágóða fyrir hús- bónda sinn. Hjaraldur er auk þess persóna, sem litils áhts nýt- ur á meðal verkafólks í bænum, og hefur ekki haft afskipti af málum þess, nema þá til ills. Á B-listanum kemur ekki til greina nema einn maður. í fyrsta sætinu er forstjóri kjöt- búðarinnar Ragnar Jóhannes- son. Alþýða Siglufjarðar á 4 Ragnari engan ibandamann og væri þvi regin fyrra af verka- fólki að kjósa B-listann, þar sem sýnt ér að þeim atkvæðum er kastað á glæ. Á D-listanum hafa aðeins tveir menn möguleika að ná kosningu, hverjir svo sem það verða, sem kosningu ná. Efstur er á þeim lista fóget- inn Bjarni Bjarnason. Hann er tiltölulega nýr maður í bænum, og gjörsamlega ókunnur bæjar- málum. Fæstir Siglfirðingar bú- ast við því að Bjarni fógeti sýni af sér mikla röggsemi, iþótt hann komisjt í bæjarstjórn, og um þá hina, sem eru á íhalds- listanum veit enginn, hverjir verða aðalmenn eða varamenn, eða hverjir verða strikaðir al- gerlega út. Kjósandi þessa lista rennir því blint í sjó, þegar hann kýs. Hann veit ekkert um hverjir verða fulltrúar, kannske verða það menn, sem hann sízt vildi. C-listinn hefur mikla mögu- leika á að fá f jóra menn kjörna. það sýndu úrslit Alþingiskosn- inganna í haust, en skv. þeim var f jórði maður C-listans kjör- inn. Ef sti maður C-listans er Gunn ar Jóhannsson, starfsmaður og formaður Verkamannafélagsins Þróttar. Gunnar hefur umf jölda kjörtímabila verið foæjarfulltrúi hér á Siglufirði, og ávallt verið þar hinn traustasti fulltrúi verkalýðsins. Það er mesti óþarfi að vera að rekja feril Gunnars Jóhannssonar i starf- semi verkalýðshreyfingarinnar hér, hann er öllum það kunnur. — Jafnt andstæðingar hans sem samherjar viðurkenna störf hans iþar og verkalýður- inn veit, að þar sem Gunnar Jóhannsson er efsti maður C- listans þá verður hann áfram fulltrúi verkafólksins í bæjar- stjórninni. Annar maður C-listans er Þóroddur Guðmundsson, bæjar- fulltrúi. Þóroddur hefur að baki sér langan ibaráttuferil i verka- lýðshreyfingunni. Störf hans á síðari árum haf a verið á vegum hennar, bæði í bæjarstjórn og í stjórn S'íldarverksmiðja ríkis- ins. Hann hefur í öllum átökum verkalýðsins við stéttarand- stæðinginn verið einn harðasti og skeleggasti baráttumaðurinn og jafnan staðið þar sem bar- áttan hefur verið hörðust. — Siglfirzkur verkalýður mun áfram eiga Þórodd sem sinn full trúa í bæjarstjórn, harðsnúinn og ódeigan, þegar á þarf að halda. Þriðji maður C-listans er Kristmar Ólafsson. — Hann (Framhald á 4. síðu)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.