Mjölnir


Mjölnir - 15.02.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 15.02.1950, Blaðsíða 1
MJÖLNIR kemur ekki út í næstu viku 7. tölublað. Miðvikudagur 15. febr. 1950 13. árgangur. Fellt að bæjar- og sveitarfélög hafi íorkaupsrétt að nýju togurunum Hinn- 3. þ.m. fór fram í neðri deild Alþingis atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um Ikaup þeirra 10 togara, sem verið er að smíða í Bretlandi. Kom þá til atkvæða tillaga Einars 01- geirssonar um, að bæjar- og sveitarf élög skyldu haf a for- kauþsrétt að togurum og 85% andvirðis þeirra, sem hluta af láni þvií, sem níkisstjórnin hefur þegar teikið í Bretlandi vegna togarakaupanna. Var tillagan felld með 12 atkv. gegn 7, og voru 8 f jarverandi en 8 sátu hjá, og er þetta talin ein ve sældarlegasta atkvæðagreiðsla, sem fram hefur farið á íslandi. VANJRU JHALDSINS á landinu og þjödinni I blaðinu „Siglfirðingi", sem út Ikom 9. febr. s.l. er mikið ibýsnast yfir því, að Mjölnir og Önnur blöð sósíalista skuli vera andvíg „Marshall-aðstoðinni" og að þau skuli benda á afleið- ingar hennar hjá þeim þjóðum, sem „notið" hafa hennar í hvað rlílkustum mæli. Bent hefur verið á atvinnuleysið, ssem farið hefur sívaxandi í þeim löndum, sem „Marshall-hjálpina" hafa þegið, — bent hefur verið á það, hvernig hið erlenda fjármagn og innflutta vörumagn hefur aukið öryggisleysið hjá vinnu- stéttum þessara landa og um leið grafið undan framtííðarör- yggi þjóðanna. Þetta eru stað- reyndir, sem í ljós eru komnar, og þýðir ekkert fyrir hinn pasturslitla ritstjóra áhalds- Iblaðsins að berja höf ð.i við sein- inn og neita þessum staðreynd- um. . , Þá telur íhaldsritstjórinn, að við sósíalistar séum að vinna gegn hagsmunum lands okkar og þjóðar, þegar við andmæl- um þessum kíæk jabrögðum Bandarákjamanna, sem foölluð eru Marshall-hjálp. Hann telur, að við séum á móti virkjun Sogsins, á móti því, að nýir togarar verði keyptir og s.frv. Segir hann, að slíkt sé í samræmi við hinar óþjóðhollu skoðanir okkár, við viljum köma öllu í strand og hugsum eingöngu um hagsmuni Rússa, — þessvegna séum við á móti , ,Mar shall-h jálpinni''. FORSENDA VANTRtJAR- INNAR Og þannig er haldið afram satt og stöðugt að veilkja trú þjóðarinnar á sinn eigin mátt, á möguleilka hennar til auk- innar hagnýtingar auðlinda landsins. Þáð á að berja því inn í höfuð þjóðar, sem á síðustu 8—10 árum hefur búið við meiri hagsæld en nokkur önnur þjóð, að henni sé ómögulegt að lifa í landi sínu og hagnýta gæði þess nema með tilstyrk erlends her- veldis. íslenzka þjóðin, sem á styrj- aldarárunum, iþegar • flestar aðrar þjóðir voru flakandi S sár- um eftir óargadýr auðvaldsins, nazismann, græddi miHjónir á milljónir ofan og hefur síðan hagnýtt sér þennan gróða að mestu til uppbyggingar at- vinnulífi landsmanna, hún á erfitt með að skilja hina tak- marlkalausu vantrú, sem íhaldið lýsir yfir á hana með slíku tali, og því, sem í Siglfirðing birtist s.'l. vilku. Og það er ekki nóg, að lýst sé yfir vantrausti á ís- lenzku þjóðinni, heldur liíka á Islandi. Séu aðgerðir forráðamanna íhaldsins, þeirra, sem mest hafa komið nálægt stjórn landsins á ' undanförnum árum, svo sem Bjarni Benediktsson, skoðaðar í ljósi þessarar vantrúar, þá er tíkki óeðlilegt þó sá grunur vakni hjá heiðarlegu fólki, að marlkaðsvandræði þau, og þar af leiðandi gjaldeyrisskortur, sem þjóðin á nú við að stríða, séu að meira eða minna leyti tilbúinn af þessum „vantrúar- postulum" og ætli þeir með þessum vandrseðum að finna forsendu vantrúar sinnar á þjóðinni og sanna síðan, að ógerlegt sé fyrir Islendinga að lifa á Islandi nema fyrir banda- rískt mútu- og gjafafé. Hér áður fyrr þótti það neyð- arúrræði, að taka lán erlendis, og stóð þjóðin þá mörgum þrep um neðar hvað tækni snerti, og þá var hún hka mörgum sinn- um fátækari að framleiðslutælkj um og verksmiðjum til að vinna úr hráefnum. En nú eru tekin dollaralán, tugir milljóna eftir (Framhald á 4. síðu) MINNINGARGREIN um Dýrleifu Einarsdóttur biður næsta blaðs. Þessi atkvæðagreiðsla var á dagskrá neðri deildar í hálfan mánuð áður en hún var fram- kvæmd, en var alltaf tekin út af dagskrá — vegna bæjar- stjórnarikosninganna. Við atkvæðagreiðsluna sögðu já aflir þingmenn sósáalista í deildinni og einn íhaldsmaður. Nei sögðu 6 framsóknarmenn og 6 íhaidsmenn. Hjá sátu 3 íhaldsmenn, 2 kratar og 3 fram sólknarmenn, og fjarverandi voru 3 kratar, 1 framsóknar- maður og 4 íhaldsmenn. Sérstaka athygli vakti hin kvígulega afstaða kratanna við þessa atkvæðagreiðslu, þar sem þeim ýmist sátu hjá eða voru f jarverandi, en þeir hafa notað nýju togarana mikið sem kosn- ingabeitu bæði fyrir aiþingis- kosningarnar í haust og bæjar- stjórnarkosningamar. „Nýsköp unartogara inn á hvert heim- ili" kvað hafa verið kjörorð Stefáns Jóhanns í Eyjafjarðar- sýslu í haust, og Emil Jónsson er talinn hafa ráðið skipshafnir á þrjá af þessum togurum í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnar kosningarnar, en alls munu frambjóðendur afturhaldsflokk anna þriggja hafa lofað bæjar- félögum úti á landi yfir 70 tog- urum samtals, fyrir alþingis- kosningarnar í haust. Alþýðuílokkunnn og íramtíð bans Alþýðuf lokksmenn gera mikið að þvi aö jaina ser við sösiial- d.emokrataiiOkka nagrannaa.and anna. Kaila þa bræöraíioiciia Ai- pyöuiioiiKsms, telja þeirra sigra sma sigra og kappkosta ynrieitt að teija fóJlki trú um, að her sé um aö ræða hliðstæða í(loklka, sem hafi sama hiut- verki að gegna. Sáðan draga Alþýðuílokksmenn þá ályktun af öliu saman, að iþar sem sósíaldemókrataflokkar ná- grannalandanna séu stórir og áhriíanílkir flokkar, hljóti Al- iþýðuflokkurinn að verða það iika. Ekki þarf langrar né ýtar- legrar athugunar við til að sjá hve fljótfærnisleg slík ályktun er, og hve langt er frá þvd, að Allþýðufloklkurinn geti jafnað sér við sósíaldemóikrataílokka nágrannalandanna. Að viísu hafa sósíaldemókrataflokkar nágrannalandanna komið í veg fyrir einingu alþýðunnar og hindrað að sósíalisminn kæm- ist á, og í þessu starfi haft nána samvinnu við atvinnurekendur og auðmenn, en þó beitt sér fyrir margvíslegum umbótum aiiþýðunni til handa. Hinsvegar hefur Alþýðuflokkurinn undan- farin þrjú ár, einbeitt allri sinni orku að þvi að berjast gegn um bótum, en fyrir kjaraskerðing- um aliþýðunnar. Þá er þess og að geta, að í nágrannalöndun- um er verkalýðshreyfingin um það bil hálfri öld eldri en verka- lýðshreyfingin á Islandi, í ná- grannalöndunum á verkalýðs- hreyfingin við að stríða erfða- venjur og hjátrú, sem þyngir allt hennar starf. Engu slíku er til að dreifa á Islandi. Hin unga venkalýðshreyfing á Islandi hef ur stigið yfir mörg þrep í þró- uninni og mun aldrei binda sér þann f jötur um fót, sem verka- Togararnir seldit fyrir 105 millj. kr. 1949. Samlkvæmt opinjberum heim- ildum seldu 46 íslenzkir togar- ar fiök fyrir um það bil 4 millj. sterlingspunda eða nærri 105 milljónir ísl. króna á árinu 1949, í 428 söluferðum til Bretlands og Þýzkalands. Söluhæstur var Röðull, sem seldi fyrir 136 þús. sterlings- • pund, í 12 ferðum, næst var Akurey, seldi fyrir rúml. 131 þús. pund, í 13 ferðum, og þriðji í röðinni var Jón forseti, sem fór 12 ferðir og seldi fyrir tæp 130 þús. sterlingspund. 10 togarar náðu 10 þús. punda sölu í ferð, að meðaltali, allt árið. Árið 1948 voru togamir 49. Fóm þeir alls 504 söluferðir og seldu fyrir- 4,8 milljónir sterl- ingspunda eða 127 milljónir ísl. króna. Sósíalistafélag Sigluf jarðar þakkar hér með öllum þeim mörgu, sem unnu fyrir C-listann í bæjarstjórnarkosn- ingunum, bæði f yrir kjördag og á kjördegi. Þá þakkar félagið öllum þeim, sem létu af hendi upphæðir í kosningasjóðinn. Kosninganefndin lýðshreyfing nágrannaland- anna hefur gert. , Alþýðuflokkurinn var mjög róttækur flokkur fyrsti árin, en fljótlega fór að hallast á ógæfu- hlið, um 1930 var svo komið, að hinum framsýnustu og alvar- legustu flokksmönnum ofbauð. Fomsta flokksins var mest- megnis skipuð þröngsýnum afturhaldsseggjum, sem skoð- uðu það sem sitt hlutverk að halda aftur af verlkalýðnum og sVeigja aUa póliták flokksins til samræmis við afturhaldið. Uai haustið 1930 stofnar svo rót- tækasti hluti floklksins komm- •únistaflokkinn. Viðbrögð hinna afturhaldssömu Allþýðuflokks- foringja voru næsta lærdóms- rik, ráðstafanir þeirra, við því, að hin pólitísku samtök allþýð- unnar vom 'klofnuð, vom ekki sáttaumleitanir, heldur nánara samstarf við afturhaldið og of- beldisráðstafanir gegn hinum nýja flokki. 1 verkalýðsfélögun- um, sem Alþýðuflolkksmenn stjórnuðu, hófust ógrímuklædd ar ofsóknir gegn kommúnistum og í Aliþýðusamibandinu var lög- leitt, að enginn mætti sitja Al- iþýðusambandsþing, nema að undirrita fyrst, að hann væri Alþýðuflokksmaður. Næstu ár- in unnu svo Allþýðuflokksmenn að því að kljúfa þau verkalýðs- félög, sem þeir yom í minni- hliita í, er þar skemmst að minnast, að bæði verkalýðsfé- lögin á Siglufirði vom klofin. Til þessara fólskuverlka naut Aiþýðuflokkurinn auðvitað stuðnings atvinnurekenda. Var það jafnan segin saga, að hve fámenn sem klofningsfélögin vom, viðurkenndu atvinnurek- endur þau strax, sem samnings- aðiija, enda vom klofningsfé- lögin óspör á að lækka kaup. — Saga Allþýðuflokksins árin 1930 til 1940, þegar margar vinnu- deilur og verkföll vom háð og floklkurinn skipulagði verkfalls- brjótastarfsemi í öllum hin- um stærri verkfölium, er saga svilkarans sem braut allar brýr að baki sér til heiðarlegs lífs. Árið 1938 er gerð tilraun til að sameina kommúnistaflokkinn og AJIþýðuflokkinn, sú tilraun endaði með þvi að Sósíalista- floikkurinn var stofnaður, með meðlimum kommiúnistaflokks- ins og því, sem til var af heiðar- legum verkalýðssinnum í Al- þýðuflokknum. Sósíalistaflokk- urinn setti sér rýmri stefnu- skrá en kommúnistaflokkurinn. Var það gert með þeirri hugs- |ui, að bæði sósíaldemókratar og kommúnistar gætu verið í flokknum og unnið saman. — Engin efi er á því, að þetta var mjög skynsamlegt, enda hefur reynslan sannað, að samstarf hefur orðið ágætt í Sósíalista- flokknum, milli kommúriista og sósíaldemókrata. Alþýðuflokkurinn leggur mikla áherzlu á, að breiða yfir þá staðreynd, að Sósíalista- (Framhald á 4. síðu). •;

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.