Mjölnir


Mjölnir - 15.02.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 15.02.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIR S Grein sú um kreppuþróun- ina í auðvaldsheiminum, er hér fer á eftir, er þýdd úr sovét-tímaritinu , „New Times,“ 1. tbl. þ. á. — Fjallar sá liluti greinarinn- ar, $em hirtist í þessu blaði, um efnahagsástandið í Bandaríkjunum. — Síðari hluti greinarinnar, \ sem f jallar um Evrópu, verður birtur í næsta blaði. Auðvaldsheimurinn byrjar árið 1950 í skugga aðsteðjandi kreppu, sem gætir stöðugt meira og meira í fjármálalífi Bandar'ikjanna og V-Evrópu. — Borgaralegir hagfræðingar hafa öðru hverju neitað þessari stað reynd, sem er húsbændum þeirra næsta ógeðfelld. Sjálft orðið ,kreppa‘ hefur verið bann- heilagt í auðvaldsblöðunum, sem í stað þess hafa notað önn- ur orð, sem ökki skera eins í eyru burgeisanna, til að lýsa fjármálaástandinu. En allar til- raunir seiðmanna hins kapítal- istíska hagkerfis til að særa kreppuna á burt hafa gersam- lega mistekizt. Hagfræðilegar sjónhverfingar og amerískar staðreyndir Frá októbermánuði 1948 til júlíbyrjunar 1949, lækkaði vísi- tala iðnaðarframleiðslu í Banda híkjunum úr 195 stigum niður í 162 stig (100 árið 1935). — Næstu mánuðina hækkaði hún ofurlítið; komst upp í 170 stig í ágúst og upp í 174 stig 'í sept. Fj ármálaspekingar auðvaldsins urðu bjartsýnir á ný. En í okt. dundi mótlætið yfir þá aftur. Vísitalan féll niður í 152 stig, samkvæmt útreiikningum hag- fræðinga hins opinberra. Þessi fregn kom óþægilega við almenning í Bandaríkjun- um. Hinar opinberu hagvísinda- stofnanir flýttu sér þá að til- kynna, að útreikningur þeirra á vísitölunni hefði ekki verið nákvæmur, og ,,sönnuðu,“ með því að víkja ofurlítið til tölum, að samdrátturinn í iðnaðinum hefði aðeins numið 6%, sumir sögðu jafnvel aðeins 4,6%. — Árangur þessarar klunnalegu lækningar á visitölunni varð þó ekki til annars en þess að opna augu manna fyrir því, hve kyn- 'legs eðlis amerísfc hagvísindi eru. Eins og menn muna, fullyrtu amerískir valdamenn á sínum tíma ,að með Marshall-áætlun- inni og framkvæmd hervæðing- aráætlunarinnar mundi þeim takast að afstýra kreppu í Bandaríkjunum. Þessar fullyrð- ingar hafa reynzt marklaust hjal, og það er bersýnilega ör- væntirigin yfir þvá að geta ekki breytt efnahagsþróuninni, sem hefur rekið Trumann-stjórnina ti'l að breyta li staðinn hágskýrsl unum, erida er það miklu auð- veldara. En fölsuð vísitala, hve há sem hún er, getur ekki kom- ið að sama haldi og blómlegt athafnalíf. Enda fór svo, að jafnvel hið afturhaldssama blað Journal of Commerce gat ekki stillt sig um að hafa orð á þessu snjallræði stjórnarinnar. Fór blaðið hinum háðulegustu orð- um imi „leiðréttinguna," og stakk upp á því hinn 14. nóv., að þessi lækning stjórnarvald- anna fengi nafngiftina „sniðug- asta hagvísindabragð ársins.“ Fyrir leiðréttinguna sýndi vísitalan (152 stig), að iðnaðar framleiðslan 1 olkt. var 22% minni en í sama mánuði 1948, og minni en i febrúar 1946, sem áður var minnsti iðnframleiðslu mánuður frá stríðslokum 1 Bandaríkjunum. Öll sú aukning sem hafði orðið á affcöstum iðn- aðarins frá stríðslokum var m. ö. o. að engu orðin 1949. — Bandaráskur iðnaður var kom- inn í sömu kröggurnar og hann var í fyrst eftir að styrjöldinni lauk. „Leiðrétting“ hagfræðinga hins opinbera á dktó'bersvásitöl- unni var í því fólgin, að þehn samdrætti, sem stafaði af verk- föl'lum kolanámmnanna og stál- iðnaðarmanna, var sleppt við útreikning hennar. En jafnvel þessi falsaða vísitala (166 stig) sýndi, að á 12 mánaða tímabili hafði iðnaðarframleiðsla Banda rilkjanna minnkað um 15%, eða jafnmikið og hún minnkaði fyrsta ár kreppunnar miklu 1929—1933. Eitt síkýrasta merkið um kreppulþróunina í Bandarjkjun- um er geysilegur samdráttur í fjárfestingarframkvæmdum. — Vorið og sumarið 1949 var farið að gæta allmiikillar tregðu til þéss að ráðast í nýjar fram- kvæmdir. Samt var mikið fé fest í byggingum og tækjum ýmiskonar á þessu tímabili, þvá haldið var áfram að vinna að þeim framkvæmdum, sem þegar höfðu verið hafnar. Nú fara þær fjárupphæðir, sem festar eru í nýbyggingum, óðfluga minnkandi, og virðist þessi sam dráttur vera óstöðvandi. Fjár- festingin síðasta fjórðung árs- ins 1949 var minni en nokkurn hinna f jórðuniga ársins, en sam- kvæmt sikýrslum er hún venju- lega mest síðasta ársfjórðung, — og 21,5% minni en hún var sama ársfjórðung 1948. Alveg sérstaklega athyglisvert er það, að f járfesting í iðnfyrirtækjum, J járnbrautum og fleiri undir- stöðugreinum athafnaMfsins hefur dregizt einna mest saman eða um 30—32%! Eftirspurn eftir samgöngu- tækjum, framleiðslutækjum o. þh. hefur minnkað stórum, eða um 26% á árinu 1949. Fyrir einu ári voru í pöntun hjá járn- brautavagnasmiðjum landsins 111 þús. vagnar, en í desember- byrjun 1949 áttu þær ekki óaf- greiddar pantanir á meira en 14100 vögnum. í okt. s. I. voru ekki pantaðir nerria 201 nýir vagnar, en 1947 og 1948 voru venjulega pantaðir 16—17 þús. vagnar á mánuði. Pantanir á eimvögnum fækkuðu um helm- ing — úr 1630 niður í 833. Annað áberandi kreppumerki er samdrátturinn í smásöluverzl uninni. Velta smásöluverzlana hefur minnkað mánaðarlega samaniborið við meðaltalsveltu 1948. Mestur varð samdráttur- inn í sept. og okt.. I hinni miklu iðnaðarborg Pittsburgh var smá sala um miðjan okt. 30% minni en hún var orðin á sama tíma árið áður, í Birmingham 27%, d Indianapolis 21%, í Detroit 16%, í Springfield 22%, í Akron 21% minni en sama tima árið áður. Þannig mætti lengi telja. Blaðið Bussiness Week sagði 29. okt. s. 1. í hugleiðingum um minnkandi kaupgetu almenn- ings, að þetta „gæti verið tákn um aðsteðjandi hættu fyrir at- hafnalífið almennt.“ Með vaxandi fátæfct og neyð almennings verður hið ægilega misrétti við Skiptingu auðsins enn meira áberandi en nokkrú sinni fyrr. Tölur, sem málgögn auðvaldsins sjálfs hafa birt, sýna mismuninn greinilega.- — I ágúst 1949 skýrði The Feder- al Reserve Bulletin frá því, að 40% þjóðarinnar ætti ekkert sparifé. Næst koma 30%, sem eiga alls 8% af sparifénu í pen- ingastofnunum landsins, 20% þjóðarinnar eiga 83% af öllu sparifé í landinu. Þar af á helm- ingurinn,| 10% þjóðarinnar, 66% af öllu sparifé í landinu, eða 8 sinnum meira en 70% þjóðarinnar. Afkoma bílaiðnaðarins í Bandaníkjunum þykir allglögg- ur mælifcvarði í efnahagsástand ið 1 landinu almennt. Þangað til í ágúst 1949 fór bilaframleiðsla heldur vaxandi en hitt. En í lok ársins var farið að gæta o:f- framleiðslu á bílum, sem sjá má á því, að þá lágu óseldir hjá verzlununum um 600 þús. bílar, og á hinu, að mörgum bílaverk- smiðjum var lokað í 2—4 vikur og kallað að það væri vegna „vörutalningar." Hin miklu iðju ver, sem kennd eru við Ford, Chrysler og Kaiser-Frazer, og nokkrar aðrar verksmiðjur hættu bílaframleiðslu í nóv. og des., og General Motors-verk- smiðjurnar tóku upp fjögurra daga vinnuviku. Bandarísku blöiðn, sem fyrir skömmu gerðu sér tíðrætt um „metin“ sem bílakóngarnir ætl- uðu að setja á árinu 1949, eru nú orðin áJhyggjufull yfir að- stöðu hans. Nations Business segir t. d. að samdrátturinn í bílaframleiðslunni merki minni atvinnu, minnkandi kaupgetu og minnkandi eftirspurn eftir hrá- efnum og hálfunnum vörum. „Hversu lítið, sem bílafram- leiðslan minnkar," segir blaðið orðrétt, „segir samdráttur henn ar til sín, ekki einungis í Detroit heldur einnig í bifreiðahluta- smiðjunum í Cleveland, stálverk smiðjum Pittsburgh og Chicago — námum Mið-vestur-níkjanna, gúmmíverksmiðjunum í Akron, glerverksmiðjunum í Toledo, vefnaðarverksmiðjunum í Nýja Englandi og í biílasamsetningar stöðvunum víðsvegar um Iandið.“ Þegar á árinu 1948 var orðið minna um byggingu nýrra verk smiðja í Bandaríkjunum en árið 1947, og 1949 dróst hún enn saman um 28%. Bygging við- skiptahúsa (sölubúða, veitinga- húisa o. s. frv.) minnkaði um nærri 23%. Mikil veðskulda- aukning (sem og annarra skulda), hefur fylgt þeim ný- sköpimarframkvæmdum, sem ráðist hefur verið í síðan styrj- öldinni lauk, enda hefur þessum nýhyggingum að mestu leyti verið komið upp fyrir lánsfé. Veðskuldir einstaklinga í borgum jukust frá árslokum 1945 til árslolka 1948, úr 27,800 millj. dollara upp í 46,400 millj. Samtals jukust skuldir einstakl inga á þessu tímabili úr 55.400 millj. dollara upp í 84.600 millj. dollara. Skuldbindingar fyrirtækja jukust á sama tíma úr 99.500 millj. dollara upp í 132.000 millj dollara. Sýnir þetta hvað þær staðhæfingar borgaralegra hag fræðinga, að engin útlánaþensla hafi orðið í Bandaríkjunum síð- an í stríðslok, og því engrar kreppu að vænta úr þeirri átt, eru haldlitlar. Vegna offramleiðsluhættunn- ar hefur framleiðsla á stáli og Ikolum minnkað verulega síð- ustu mánuðina. Sú staðhæfing, að samdrátturinn í þessum framleiðslugreinum sé eingöngu verkföllunum að kenna, hefur ekki við nein rök að styðjast. T. d. er ekki unnið nerna þrjá daga vikunnar í kolanámunum, og var sá háttur upp tekinn fyrir verkföllin, í þeim tilgangi að láta ganga á þann forða, sem safnast hafði og lá óseldur. — Stálfi-amleiðendurnir notuðu verk'föllin í þeim tilgangi að losna við nokkuð af birgðum rínum. Business Week viður- fcenndi blátt áfram að verkföll- in hefðu orðið þéim til gróða. Samdrátturinn í kolafram- leiðslunni er mjög einikennandi dæmi um yfirstandandi hrörn- un í efnahagslífi Bandaríkj- ánna. Kolaframleiðslan í tíma- bilinu frá jan. ti'l 12. nóv. 1949 var 158 millj. smálestmn minni en á sama tímabili árið áður, eða m.ö.o. 31% minni! Flutningar á unnmn vörum á járnbrautum, sem er glögg spegilmynd af vörunotkuninni, voru 20% minni í okt. 1949 en í sama mánuði árið áður. Þrátt fyrir talsverða viðieitni 'hefur ekki tekizt að leyna því í opinberum hagskýrslum í Bandarílkjunum, hve geigvæn- lega atvinnuleysið, þessi óað- skiljanlegi förunautur kreppu- ástands, vex í landinu. Samkv. opinbeinm skýrslum, sem ber-‘ sýnilega gera sízt of mikið úr atvinnuleysinu, voru 3 rnillj. 576 þús. manns algerlega at- vinnulausir í októberbyrjun ’49, eða 2 millj. fleiri en í ókt. 1948* Við þessa tölu má bæta þeim, sem hagskýrslurnar nefna „menn í atvinnu en ekki að starfi.“ I ágúst 1949 (þegar siíðast voru birtar tölur), voru 4 millj, 294 þús. iðnverkamenn og 228 þús. landbúnaðarverka- menn taldir undir þennan óá- kveðna og dularfulla hð. Síðast, en ekiki síst má syo minna á það, að í ágúst 1949, voru sam- kvæmt upplýsingum Montlily Lafoour Reviev, skráðar sex! og hálf millj. manna, sem höfðu innan við 35 klst. vinnu á viku. Samkvæmt opinberum heimild- um virðist þvi ekki óvarlegt aö gera ráð fyrir að um 15 millj. manna í Bandariíkjunum séu nú atvinnulausír eða atvinnulitlir. Amenísk blöð eru nú neydd til iþess að viðurikenna, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar stjórnar- valdanna, að 35 af helztu iðnað arsvæðmn landsins séu „dep- ressed areas“ (neyðarsvæði), • en það þýðir, á venjulegu máli, að þar sé atvinnuleysið sérstak- lega alvarlegt. *■ 22% minni iðnframleiðsla, 21,5% minni fjárfesting, 12— 14% minni neyzluvörusala, 31% minni kolaframleiðsla, 20% minni flutningur iðnvarnings, * Bandaríska verkalýðsmála- ráðuneytið tiikynnti fyrir sfcömmu, að atvinnuleysingjar ií landinu hafi verið 4,5 mil'lj. í lok janúar s. 1., og hafi fjölgað um tæpa milljón í þeim mánuði. Er þessi atvinnuleysingjatala helmingi hærri en hún var í jan. í fyrra. — Ritstj. Framhald á 4, síðu

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.