Mjölnir


Mjölnir - 01.03.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 01.03.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIE 3 A. MANUKYAN : síðahi hlutti Auðvalds í skugga fjárhagskreppunnar Mylnusteinn en ekki björgunarítringur Blöð auðvaldsins vörðu geysi miklu dálkarúmi undir lofgerðar rollur um hina „óeigingjörnu aðstoð“ Bandaríkjanna við Vest ur-Evrópu. Þau líktu Marsahll- áætluninni, þessari undirokun- araðferð Bandaníkjanna, við ibjörgunarhring, sem frelsandi hönd hefði varpað til hinnar nauðstöddu Evrópu handan yf- ir Atlantshafið. Reynslan er hinsvegar á þá lund, að Mars- hall-áætlunin hefur orðið Vest- ur-Evrópu mylnusteinn um háls oig dregur hana hægt en örugg- lega niður í djúpið. Hin gengdarlausa hervæðing Vestur-Evrópu, sem allt efna- hagslíf hennar miðast nú við, slíhækkándi hernaðarútgjöld og lömun iðnaðarins með sölu á amerískum iðnvarningi fyrir neðan framleiðsluverð, — allt hefur þetta flýtt fyrir kreppu- iþróuninni í Marshall-löndunum. Með hverjum degi sem líður verða kreppumerkin augljósari í auðvaldsríkjum Vestur-Ev- •tvw* - _ Dýrleif; Einarsdóttir Föstudaginn 10. febrúar var til moldar borin hér í Siglufirði, hin góðkunna kona Dýrleif Ein- arsdóttir frá Nöf, 79 ára að aidri. Ekki er það svo, þó að ég kenni hana við Nöf, að hún væri þar borin og barnfædd. Hún var fædd að Kletti í Borgarfirði 26. júní 1870. En að Nöf háði hún hörðustu fangbrögðin við erfiði lífsins, sem húsmóðir og móðir, og þar sá hún rætast siínar björtustu vonir: að geta sigrast á erfiðleikunum. Að vorinu 1907 fluttist hún frá Málmey á Skagafirði, að Nöf við Hofsós. Var húsakostur þár hinn lélegasti, svo vart er hægt fyrir þá, sem ekki sáu, að renna grun í, hvernig þar var um- horfs. Var þá eiginmaður henn- 'ar, Stefán Pétursson, búinn að tapa öllu vinnuþreki, en með þeim fluttust að Nöf, fjögur böm þeirra, og var Sikafti þeirra elztur, 11 ára. Þröngt var í búi, meira en í meðallagi, en engin vinnuvon fyrr en langt leið á vor, og til hreppsins var henni þungt um að leita, enda kaldar móttökur þar, þegar neyðin knúði hana til að leita þangað með beiðni um hey til að halda lifi í einu kúnni, sem þau áttu. En hjálp til þess barst úr öðrum stað, þaðan sem henni var létt- ara að veita henni móttöku, og endurgalt hún þá hjálp síðar að fuilu. Þegar vorið kom og vinna, sem þá var við saltfisk aðallega, var ekki á liði legið. Vann Dýr- leif þá á móti hverjum karl- manni, einnig við uppskipun á vörum, meðal annars ®á salti, sem var þá borið í pokum á bak inu af bryggju í hús. Gerðu það ekki nema hraustustu konur úr þorpinu. Þegar á vorið leið og fiskur fór að fást, hvarflaði hugur hennar að þvlí að koma eldri drengjunum á sjó, enda fullur áhugi hjá þeim til sjálfsbjargar viðleitni, en til þess vantaði bát inn. Fór hún þá til roskins manns, er Jakob hét, og bað hann að lána pramma, svo drengimir gæ.tu sótt fisk til bjargar heimilinu, en honum iþótti ekki varlegt að lána hann handa bömum. Ekki var hún sein til ákvörðunar þá, og svar- ið var: „Ja, ég fer með þeim.“ Var þá málið leyst. Gekk svo til alloft, en oft var það líka, að hún gerði að fiskinum og línu í landi með yngstu systkinun- um, en tveir eldri bræðurnir fóru á sjóinn. En það var hún sem réði hvenær farið var, enda mun fát'ítt að fyrirhitta jafn veðurglögga konu sem Dýrleif var. Hverjum áhyggjum það hefir valdið Dýrleifu að vita svo unga sonu sína eina á sjó, ásamt öðru, sem hún þurfti að láta hugann hvarfla að, er sjálfsagt ekki hægt að lýsa með orðum, enda var svefntími hénnar ekki lang- ur á þessum áram. En enginn skyldi á Dýrleifu sjá. Hún var ávallt glöð og fús til hjálpar, og var þ^ ekki klipið við nögl, þó af litlu væri að taka stundum. Ef ég man rétt, var það rópu og birtast fyrst og fremst í mynd vaxandi atvinnuleysis. Tala skráðra atvinnuleys- ingja á ftaiíu er venjulega frá 2 - 2,4 millj., og fer aldrei niður úr 1800 þús. Þetta þýðir, að stór hluti verkalýðsstéttarinnar er atvinnulaus og hefur enga möguleika á þvlí að fá atvinnu. Hve alvarlegt þetta ástand er, má ráða af þeirri staðreynd, að de Gasperi hefur neyðst til að játa, að „króniskt“ (ólæknandi) atvinuleysi væri í landinu og stungið upp á því að ráða fram úr vandræðunum á þann hátt að skipuleggja útflutning 350 þús- und manna úr landinu árlega. Ástandið á ítallíu er einkar glöggt dæmi um það, hve ger- samlega ófært auðvaldsskipulag ið er um að leysa sín eigin vandamál. í Belgíu og Vestur-Þýzkalandi er líka mikið atvinnuleysi. í hinu síðarnefnda voru 1 millj. 400 þús. atvinnuleysingjar í nóv emberlok, og í Vestur- Berlín þriðja árið, sem hún var á Nöf, sem hún gat eignast bát, lítinn en gott sjófar. Þótti það góður fengur, en til þess að hægt væri að fá hann, þurfti að selja eina af sex ám, sem til voru í búinu. Voru nú mestu örðugleikarnir yfirstignir, þó margir væm eft- ir. En uppfrá þessu fór að ræt- ast úr. En sú vinna, sem hún lagði á sig, er fátítt að konur afikasti, sérstaklega þá tóma, sem hún gekk með þau tvö börn sem hún ól eftir að hún kom að Nöf, en annað þeirra dó. Með- tímanum jókst starfs- iþrek bamanna. Samstarfið á heimilinu var hið ákjósanleg- asta. Efnahagurinn batnaði. — Það mun hafa verið um 1920, sem þessi fjölskylda eignaðist móturbát, og 1922 mun það hafa verið sem Dýrleif flutti til Siglu fjarðar með fjölskyldu sína, og var hún eftir það í allmörg ár ráðskona við útgerð sona sinna, sem þá var orðin all umfangs- mikil. Sýndi hún þar sem annarsstaðar, hinn mesta dugn- að og hagsýni. Öllum, sem henni kyntust þar, var óblandin ánægja að ræða við hana og minnast liðins tíma. Alhnörg síðustu ár æfi sinn- ar var Dýrleif hjá Guðveigu dóttur sinni, og undi sér þar vel, enda taldi hún sig njóta þar þeirrar beztu umhyggju, sem hún gat kosið sér í ellinni, enda mátu öll systkinin að verðleik- um hinn frábæra dugnað henn- ar og umhyggju fyrir þeim á uppvaxtarárum þeirra. En það erfiði fékk hún líka launað með ánægjunni af að sjá börn sín vaxia upp mannvænleg og mikils metin af ölliun sem þeim kynnt- ust. K. Ólafsson. voru 263 þús. atvinnuleysingj- ar um miðjan nóv. Atvinnuleysingjunum fer jafnt og þétt fjölgandi í öllum auð- valdsríkjum Evrópu. I bráðabirgðaskýrslu þeirri, sem tekin var saman fyrir nóv- emiber-ráðstefnu Mars'hail-Iand- anna 19, var viðurkennt, að at- vinnuleysi hefði aukist í öllum Marshall-löndunum án undan- tekningar. Tala atvinnulausra og háif-iatvinnulausra manna 'i auðvaldsheiminum nú er um eða yfir 40 millj. Eftir því sem kreppan áger- ist vera greiðslu- og gjaldeyris vandræði Vestur-Evrópu tilfinn anlegri. Gengislækkunin, sem Bandaníkin þvinguðu þessi ríiki til að framkvæma, hefur ekki fært þeim lausn á einu einasta vandamáli og ekki dregið vit- ‘und úr erfiðlekum þeirna á neinu sviði. Aðeins tveim eða þrem mánuðum eftir lögfest- ingu hins nýja gengis, gekk sterlingspimdið 12-36% neðan við skráð gengi þess á peninga- markaðinum 1 Sviss, franski frankinn 9%,líran ll%,sænska krónan 16%, danska krónan 21% og vesturþýska markið 34% neðan við skráð gengi. Slák vom viðbrögð peningamarkaðs- ins við hinni afar ótryggu gjald eyrisaðstöðu og f jármálaástandi í Vestur-Evrópu almennt. í stað hins aukna útflutnings, sem stjórnendur Marshall-landanna vonuðu að mundi leiða af geng- islækkuninni og leysa vand ikvæði þeirra, hafa flest þeirra uppskorið minnkandi útflutning og óhagstæðari verzlunarjöfnuð við önnur lönd. Annan fjórðung ársins 1949 var “verzlunarjöfnuður allra iMarshall-landanna samanlagt ó- hagstæður um 1600 milijónir dollara, eða 200 millj. dollurum óhagstæðari en fyrsta fjórðung ársins og 300 millj. dollurum ó- hagstæðari en síðasta ársf jórð- ung 1948. Af þessum halla vora 1000 millj. við Bandaníkin og 300 millj. við önnur lönd á vest urhveli jarðar. Sú var tíð, að auðvaldsríki Ev- rópu gátu þanið út framleiðslu kerfi sín án þess að hafa nokkr- ar áhyggjur út af mörkuðum. Þeir dagar era nú hðnir og koma aldrei aftur. Offram- leiðsla og útflutningsvandræði steðja nú ekki einungis að fram- leiðendum ýmiskonar minnihátt ar neyzluvarnings, heldur eru þessi fyrirbrigði nú einnig þrándur í götu framleiðslu- greina, eins og kolanáms, stál- vinnslu og iðnaðarvélasmíði. Öll Vestur-Evrópu-riíkin með tölu eiga nú við útflutningsörðug- leika að stríða. Fyrstu tíu mánuði ársins 1948 var verzlunarjöfnuður Norð- manna óhagstæður um 700 millj. króna, en um 940 millj. á sama tímabili 1949. Verzlunar jöfnuður Daiia yfir sjö iniánuði af árinu 1948 var óhagstæðui um 285 millj. kr., en um 615 millj. yfir sama tímabil 1949. — Útflutningur Frakka þriðja árs ársfjórðung 1949 nam 58.900 millj. franka, en 66.400 millj. næsta ársfjórðung á undan. — Útflutningur ítala yfir 8 mánuði ársins 1949 nam 125 millj. doll- uram lægri upphæð en yfir sam svarandi tímabil árið áður, og greiðsluhalli landsins jókst yfir þessa mánuði um 44 millj. doll- ara, þrátt fyrir minni innílutn- ing en áður. Greiðsluhalli Aust- urríkis jókst upp i 412 millj. schillings á fyrra árshelmingi 1949, en var 335 millj. sch. í lok fyrri helmings ársins 1948. — Jafnvel Belgía, sem náði hag- stæðum viðskiptajöfnuði fyrstu sjö mánuði ársins 1949, hefur haft óhagstæðan viðskiptajöfn- uð síðan þeim lauk. Mánuðina ág.—sept. var hann óhagstæður um 670 millj. belgiskra franka. Viðskiptajöfnuður Bretlands fer líka versnandi. Gengislækk- unin hefur bragðizt því ætlunar- verki að minnka greiðsluhalla þess. Iðnaðarframleiðsla V-Evrópu sem komst hæst 1948 og fyrstu mán. ársins ’49, hefur greinilega hneigzt til samdráttar síðan í marz—mai 1949. Offramleiðsl- unnar, sem s. 1. sumar tók að- eins til léttaiðnaðarins, er nú líka farið að gæta í þungaiðn- aðinum. 1 Italíu, þar sem ennþá er framleitt minna en 1938, minnk aði stálframleiðslan fyrstu níu mánuði ársins 1949 um 10,1% samanborið við meðaltalsfram- leiðslu 1948, og framleiðsla á til- búnum áburði um 42,8%, Sam- kvæmt opinberri skýrslu verka- lýðsmálaráðuneytisins stóðu 8% af verksmiðjum landsins ónot- aðar í sept.—o'kt. 1949, og enn- fremur allt að því 25% af nám- um landsins. Um það bil 22,6% af Venkalýð landsins hafði ekki 40 stimda vinnu á viku. Holland. í maí—júní 1949 var v'ísitala iðnaðarframleiðslu 125 stig (100 stig árið 1938). í ág. féll hún niður 1 114 stig, og er framleiðsluaukningin frá 3^948 þar með að engu orðin. Frakkland. Á þriðja fjórð- ungi ársins 1949 vora vörupant anir hjá stáliðnaðinum 29% minni en á fyrsta fjórðungi ðrs- ins. Vinnuvikan hefur verið stytt að mun í verksmiðjum, er framleiða vélar og áhöld. — Rákisjámbrautirnar hafa dregið úr pöntunum sínum á nýjum út- 'búnaði, og afturkallað sumar þeirra pantana, sem búið var að gera. Sala á dráttarvélum hefur dregizt saman. (Framhald í næsta blaði).

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.