Mjölnir - 08.03.1950, Blaðsíða 1
^> ^
9. tölublað.
Miðvikudagur 8. marz 1950
13. árgangur.
Jón Kjartansson ráðinn foæjarstj.
Sósíalistafélag Siglufjarðar, Framsóknarílokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn gera málefnasamning um stjórn Siglufjarðar-
kaupstaðar næstu f jögur ár og ráða Jón Kjartanssom bæjarstjóra.
— Alþýðuf lokknum var boðin aðild að samkomulaginu en hann
neitaði.
Á fundi í bæjarstjórn Siglu-
fjarðar þann 3. þ. m. var Jón
Kjartansson ráðinn bæjarstjóri
með 6 atkvæðum, Sigurjón Sæ^
mundsson hlaut 3 atkv.
Það voru sósíalistarnir þrír,
sjálfstæðismennirnir tveir og
framsóknarmaðurinn, er stóðu
að ráðningu Jóns Kjartansson-
ar, en alþýðuflokksmenn, sem
kusu Sigurjón Sæmundsson. —
Áður en samkomulag* var gert
um ráðningu Jóns Kjartansson-
ar höfðu þeir þrír flokkar, sem
að ráðningu bans stóðu, gert
með sér málefnasamning um
stjórn bæjarins yfirstandandi
kjörtímabil.
Það er engin launung að
sósíalistar eru ekki allskostar
lánægðir með þennan málefna-
samning, en þegar þrír flokkar,
með mismunandi sjónarmið f ara
að semja ér þess tæplega að
vænta að hver og einn fái sitt
allt fram.
Það voru fyrst og fremst at-
vinnumálin sem á milh bar um.
Sósíalistar vildu láta það vera
fortakslaust að allt sem hægt
væri skyldi gert til að f á einn
hinna nýju togara til bæjarins
og það væri bæjarútgerðin sem
ræki hann. Þá vildu sósíalistar
að ákveðið væri að (bærinn
keypti tvo góða fiskibáta til
bæjarins, fengust ekki að þeim
kaupendur, sem vildu reka þá
héðan, ræki bærinn bátana.
Þetta gátu hvorki sjálfstæðis
né framsóknarmenn falhst á.
Ákvæðin um þessi útgerðarmál
í málefnasamningnum eru þvd
mjög á annan veg en sósíalistar
t^ldu æskilegast. Allar greinar
samningsins um viðreisn fjár-
hags bæjarins var um fullt sam-
komulag, og verði samningnum,
hvað það snertir, f ramf ylgt, sem
ekki skal dregið í efa, þá er ger-
samlega horfið frá Gunnars
Vagnssonar-stefnunni með öllu
hennar fyrirhyggjuleysi ög full
ástæða til að vona, að f járhagur
bæjarins komist í sæmilegt horf
áður en langt um líður Með mál-
efnasamningi þeim, sem nú hef-
ur verið gerður, er samið um
eitt mál, sem lengi hefur verið
á döfinni. En það er um 'lóð
undir samkomuhús verkalýðs-
félaganna. 1 tvö ár hefur bæjar-
stjórn þvælt þessu máli fram
og aftur, oft hafa setið á bæjar-
stjórnarfundum 5 og 6 bæjar-*
fulltrúar, sem jafnframt eru
meðlimir Þrótar og þó hefur
engin jákvf1* l------fengizt, —
Aðeins sósíalistarnir þriír hafa
f ylgt málinu f ram en hinir f lokk
arnir allir þvælst fyrir. Er það
meira en í meðallagi vesælmann-
leg og sviksamleg framkoma af
Alþýðufl. í þessu máli, eins og
raunar svo mörgum öðrum mál-
um varðandi veraklýðsíélögin.
;Nú er um samið, að verkalýðs-
félögunum skuli í té látin lóð á
góðum stað í bænum, og er það
verkalýðsfélaganna að reka á
eftir að frá þessu verði gengið
nú endanlega hið fyr«ta.
Það er vel þess vert að at-
huga hvað við hefði tekið, hefði
ekkert samkomulag náðst um
bæjarstjóra. Þá hefði orðið að
stofna til nýrra kosninga, en
tíminn, sem til þess hefði farið
hefði sennilega orðið bæjarfélag
inu of langur og að öllum Mkind
um ekki verið hægt að umflýja
bæjargjaldþrot. Þá er og hins að
gæta, að tæplega var hægt að
vænta þess að sósíalistar fengju
hreinan meirihluta í bæjarstjórn
við nýjar kosningar, en það var
sú eina breyting í bæajrstjórn-
inni, sem verulega skipti máli.
Þetta verður að hafa í huga,
þegar dæmt er um þessi mál.
Maður sá, sem nú er ráðinn
í hið erviða og vanþakkláta bæj
arstjórastarf, hefur gegnt starf
inu síðan nokkru eftir að Gunn-
ar Vagnsson flosnaði upp úr því.
Þennan tíma virðist Jón Kjart-
ansson hafa lagt sig fram um
að standa í stöðunni og þó ekki
sé fenginn löng reynsla af hon-
um, blandast þó engum, sém
til þekkja, hugur um að hann
hefur tekið störfin fyrirhyggju-
samari tökum og af meiri dugn-
aði en sá sem á undan honum
var. Lofar þetta strax góðu, þó
ofsnemmt sé nú að fullyrða
nokkuð um hvernig honum muni
takast.
Þáttur Aliþýðuflokksins í þess
um samningaumleitunum undan
farið, er saga út af fyrir sig, og
með heldur litlum „glansi." —
Fyrst tekur Alþýðuflokkur-
inn tilboði sósíalista um viðræð-
ur, ,um fjögra fiokka samstarf.
Meðan á þeim viðræðum stóð,
byrjar hann svo með undirferli
og baktjaldamakki að reyna að
koma saman meirihluta gegn
sósíalistum. Þetta athæfi þótti
Sjálfstæðism. og Framsóknarfl.
heldur luþbalegt og neituðu, —
enda heldur klunnalega að öllu
farið. -— Alþýðuflokknum var
sama um bæjarfélagið, og sú
staðreynd, að það er fyrst og
fremst Alþýðufl., sem ber á-
byrgð á hvernig f járhag Siglu-
fjarðarbæjar er komið, var
heldur ekkert atriði. Það var
hatrið til SósíahstafI. sem stjórn
ast var af. Alþýðufl. leit svo á,
að ef hann gæti komið saman
meirihluta gegn Sósíalistafl.,
myndi hann einn í andstöðu
einangrast. Og til að koma þessu
fram, er svo beitt „japönskum"
aðferðum; — samningum um
íjögra flokka samstarf ekki
slitið, en bak við tjöldin reynt
að semja við Sjálfst.fl. og Fram
sókn. Minnir þetta mjög á samn
ingagerðir Japana, meðan þeir
undirbjuggu árás s'ína á Pearl
Harbour.
Hitt er svo annað mál, a*
sniðugheit Alþýðufl. í þessum
laumusamningum voru mikið
minni en illkvittnin í garð sósíal
ista, eins og raun ber vitni. —
Eftir að samkomulag er orðið
með þremur flokkunum um mál
efnasamning og. ráðningu Jóns
Kjartanssonar, var Alþýðufl.
boðin aðild að samkomulaginu,
en hann skrifaði dólgslegt bréf
til baka og neitaði og fór í fýlu,
en eitthvað mun hafa síast inn
í söfnuðinn, að ekki sé nú hlutur
flokksins eða öllu heldur for-
ingja hans, sem beztur í öllu
þessu máh, má þó ef til vill svo
fara, að þetta komi betur í Ijós
síðar.
Málefnasamningur flokkanna
er birtur hér á eftir orðréttur,
og geta lesendur þa sjálfir
dæmt um hann betur heldur en
ef aðeins er sagt frá innihaldi
hans.
Undirritaðir fulltrúar Framsóknarflokksins, Sósíalistafél. Siglu-
f jarðar og Sjalfst.fl. í bæjarstjórn Sigluf járðar gera svofelldan
BÆJARMALASAMNING
1. FJÁRMÁL:
A. Fjárhagsáætlanir bæjar- og hafnarsjóðs og rafveitu verði
samdar með sérstakri varúð og án tekjuhalla, ef unnt er.
Þess verði gætt, að álagning útsvara sé miðuð við greiðslu
getu almennings.
Áfallnar, umsamdar skuldir séu ailar teknar á f járh.áætlun
(Framhald á 4. síðu).
Hvað þýðir hin fyrirfio
if turlialdsins ?
Ef krónan verður felld um 42,6%, eins og
íhaldið leggur nú til, og Framsóknarflokk-
urinn virðist vera samþykkur, verða af-
leiðingarnar meðal annars þessar:
© Allar erlendar vörur hækka í verði um 74,3%. —
S. 1. ár voru fluttar inn vörur fyrií ca. 300 miDj. kr.
Samsvarandi vörumagn myndi eftl? gengislækkunúna
kosta um 523 milljónir kr. — Þetta svarar til 1700 kr.
skatts á hvert manasbarn í landinu, eða 8500 króna
skatts á hverja 5 manna fjölskyldu.
© Erlendar vörui-, sem áður þurfti að vinna fyrir í átta
stundir, kosta 14 stunda vinnu. Dollaravörur, sem
kostuðu átta stunda vinnu fyrir gengisfellinguna í
haust, kosta 20 stunda vinnu,
® Gullsgengi krónunnar kemst niður í 1314 eyri, ©ða
ca. einn áttimda af upphaf legu gengi hennar.
® Fastaskuldir ríkisins erlendis hækka úr ca. 70 millj. kr.
í ca. 122 millj. kr. Lausaskuldir hækka samsvarandi.
@ ^pogararnir, sem verið er að smíða í Bretlandi, hækka
í verði úr tæpum 5 milljónum kr. í ca. 8 millj. kr.
© Erlendur kostnaður við hina fyrirhuguðu Sogsvirkjun
hælíkar úr 48 millj. kr. upp í ca. 83 millj. kr.
© Vélasamstæðan í Skeiðsfoss, sem búið er að panta, en
eftir er að greiða að mestu leyti, hækkar úr ca. 800
þús. kr. upp í ca. 1400 þús. kr.
© Hæringur hækkar í verði um ca. 16 millj. kr. Ujpphaf-
lega kostaði hann 2,3 niillj. dollara, eða um 15 millj.
kr. Við igengislækkunina í haust hækkaði hann upp
í 2114 milljón. Nú kemst hann upp í 37% milljón,
eða ca. 15 millj. kr. meira en SR'46 kostaði.
® Földu f jársjóðirnir heildsalanna og annarra braskara
erlendis, sem talið er að hafi mumið hundruðiun millj.
króna fyrir gengislækkunina í haust, hækka nú að
verðmæti um 74,3%.
Ný verðbólguskriða rennur af stað. Auk erlendu varanna
hækka innlendar iðnaðarvörur úr erlendum hráefnum stór-
lega. Síðar koma svo óbeinar hækkanir vegna hækíkunar á
rekstrarvörum, svo sem benzíni, olíum, varahlutum o.s.frv.
T. d. er talið, að fiskverð muni hækka um þriðjung, til jafns
við það sem það hæklsar á erlendum markaði.
Kostnaður við húsabyggingar hækkar að miklum mun,
vegna hækkunar á erlendu byggingarefni, sementi, timbri,
miðstöðvarefni, raflagnaefni, þakplötum, klæðnimgarpl. o.fl.
PENNASTRIKIÐ
Fæstir munu hafa búist við
góðu af bjargráðum ríkisstjórn-
arinnar. Að minnsta kosti var
flestum ljóst, að enn á ný
mundi verða ráðist á kjör laun-
þeganna í landinu, enda vitan-
legt; að gengislækkun krónunn-
ar mundi alltaf koma harðast
niður á verkamönnum og öðr-
um láglaunamönnum.
Fáir munu þó hafa gert ráð
fyrir, að bjargráðafrumvarpið
mundi verða svo einhliða árás
á launastéttirnar, sem nú er
komið í ljós, án þess, að nokkur
tilraun væri gerð til að taka
féðjDaðan sem nógu var af að
taka, hjá verzluninni og öðrum
þeim, sem áttu stóreignir, og
án þess einu sinni væri nokkur
raunveruleg trygging fyrir því,
að „bjargráðin" bjargi sjávar-
útveginum og öðrum fram-
leiðsluatvinnuvegum. — Frum-
varp þetta er alveg einhliða
árás á launastéttirnar, og sú
svikamylla, sem stöðugt á að
halda áfram að mala auðmönn-
unum meiri auð og alþýðu æ
sárari örbirgð og skort.
Jafnvel þótt gripið hefði
verið til þess óyndisúrræðis að
lækka gengi krónunnar, hefði
|þó verið hægt að gera þær hhð-
arráðstaf anir, sem eitthvað
hefðu dregið úr þeim þunga,
sem þetta leggur á launþeganna
og jafnframt að leggja að ein-
hverju leyti byrðar á þá, sem
eitthvað gátu borið. Það er ekki
rúm til þess að færa hér þau
rök að þessu máli en vísast til
umræðu hagfræðinga þeirra, ér
töluðu á stúdentafundinum, er
útvarpað var s.l. sunnudag, þar
sem þeir Haukur Helgason,
Jónas Haralz, Klemenz Tryggva
son og Gylfi Þ. Gíslason héldu
hver öðrum betri ræður gegn
frumvarpinu. En hér mun gerð
tilraun til að skýra hversvegna
frumvarpið er einmitt einhliða
árás á launþegana. Islenzku
borgaraflokkarnir eru einka-
fyrirtæki íslenzka auðvaldsins.
(Framhald á 4. síðu).