Mjölnir


Mjölnir - 08.03.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 08.03.1950, Blaðsíða 2
 M JÖLNIIt ....samninganefndin, sem ÁrsællSigurðsson var i... Síðasti „Siglfirðingur" gerir að umtalsefni grein um markaðs- málin, sem birtist hér í blaðinu s. 1. miðvikudag. Fullyrðir blaðið, að itrekaðar tilraunir hafi verið gerðar hin síðari ár til að koma íslenzkum afurðum á markað í Sovétríkjunum, en árangurslaust, því Rússar vilji ekki skipta við okkur. Vitnar blaðið, máli' sínu til sönnunar, í skýrslu samninganefndar, sem á sinni tíð var send til Moskvu, og Ársæll Sigurðsson átti sæti í. En í þeirri skýrslu var komizt að orði eitthvað á þá leið, að Rússar teldu verðið á afurðmn okkar alltof hátt og vildu sem góðir verzlunarmenn helzt skipta við þá, sem bezt byðu kjör. Ekki skal dregið i efa, að hinir rússnesku samningamenn hafi komizt að orði við íslenzku samninganefndina eins og þarna er frá skýrt. En hver urðu málalokin? 1 júní 1947, eftir að Rússar höfðu lýst yfir því, sem að framan greinir, var undirritaður af íslenzkum og rússneslaun aðiljum stærsti sölusamningur, sem íslendingar hafa nohliru sinni gert við nokkurt ríki, — samningur upp á nærri 15 milljónir dollara, eða 96^4 milljón íslenzkra króna. Þau ummæli rússnesku samninganefndarmannanna, að verðið á íslenzku afurðunum væri of hátt, voru sem sé ,bara venjuleg ummæli kaupenda, sem er að reyna að ná sem hagstæðustum k jörum! Þess ummæli voru látin falla áður en stærsti viðskiptasamn- ingur, sem Island hefur nokkru sinni gert, var gerður við Sovét- ríkin, hafa undanfarið verið aðalröksemd Marshall-agentanna fyrir því, að engin viðskipti geti tekizt milli Islands og Sovét- rákjanna. Sjá allir, hversu mikils virði sú röksemd er. Sannleikurinn er sá, að undanfarin ár hefur verið unnið að því markvisst og skipulega að slíta viðskiptasamböndunum, sem náðust við Sovétríkin á tímaJbili nýsköpunarstjórnarinnar. Ekki ein einasta alvarleg tilraun héfur verið gerð til að komast að samningum við þau. Sendiherra Islands í Sovétríkjummi hefur meira að segja ekki komið þangað í tvö ár, og þar á ofan verið gerður jafnframt að sendiherra á Franco-Spáni, sem vísvitandi móðgun við Sovét- ríkin, þar eð áður hafði verið um það samið milli ríkjanna, að sami maður yrði aldrei sendiherra Islands í iþessum tveimur ríkjum samtímis. Verzlunarfulltrúar Sovétrdkjanna, sem komið hafa hingað til lands, hafa verið heiðraðir með tignarheitum eins og „afskipunarmenn,‘‘ „umboðslausir sikrifstofumenn,“ „pakkhús- menn“ o. s. frv. Sjálfur utanríkisráðherra Islands hefúr lagt sig alveg sérstaklega í líma, bæði í ræðu og riti, við að móðga og sví- virða Sovétríkin og valdamenn þeirra. Jafnvel sendiráð Sovétríkj- anna hefur ekki verið látið í friði, heldur verið gefið í skyn, að það væri einskonar smyglarastöð. Þannig hefur verið unnið af hálfu Bjarna Benediktssonar og lagsbræðra hans að markaðsöflun í Sovétríkjunum. Enda er árangurinn eftir því. Valdhafarnir pissa í skó sinn Þegar Bjarni Ben. var að gylla Marshall-samvinnuna svo- nefndu fyrir íslendingum, sagði hann, að megintilgangurinn með þátttöku Islands í 'henni væri sá, að tryggja íslendingum örugga markaði fyrir fiskafurðirnar. Þetta leit vel út. Var það ekki eðli- legt, að sú „samvinnu“-þjóðin, sem hafði bezta- aðstöðuna til að framleiða fisk, aflaði hans handa hinum, sem verri aðstöðu höfðu til slíkrar framleiðslu, en þær beindu kröftum sínum aftur að öðrum verkefnum, sem þær hefðu betri aðstöðu til að vinna? í pésa, sem ber titilinn „Iceland, country Study,“ og géfinn var út af Marshall-stofnuninni á París í febrúar 5 fyrra, er kafii um markaðsmál Islendinga. Þar segir m. a. á bls. 22—23: að 1952—1953 kuirni offramleiðsla á fiski í Marshall-löndun- um að vera orðin allt að 200 þús. tonn. að ekki hafi verið fallizt á þau tilmæli Islendinga við önnur þátttökuríki, aið þau dragi úr áætlunum sínum um aukningu fiskveiðiflota síns, að vonlaust sé fyrir Islendinga að ætla sér að koma fiski á markað í Bandaríkjunum, að Efnahagssamvinnustofnunin hafi ráðlagt íslendingum að ★ Skemmtifundur. — Æsku- lýðsfylkingin heldur skemmti- fund í Suðurgötu 10, fimmtu- daginn 9. febr. kl. 9. e. h. DAGSKRÁ: 1. Skiftivist. Hafið spil með 2. Erindi: (Þ. Guðm.) 3. Dans. Fólagar, sækið vel og stund- víslega og hafið með ykkur gesti. STJÓRNIN ★ Um hvað er talað? —Siíðustu daga ihafa Ibæjarbúar rætt mikið um ráðningu bæjarstjórans og það samkomulag, sem 1 því sam bandi var gert milli þriggja flokkanna. Þykir mönnum margir krat- amir vera stúmir yfir þessum úrslitum, þegar hinir tveir „á- byrgu lýðræðisflokkar“ treystu sér ekki til að kaupa samstarf Aiþýðuflokksins svo dým verði að ganga inn á bæjarstjóraefni þeirra. Mun mörgum kratanum þykja l'ítill árangurinn alf allri tiibiðlan sumra foringja sinni til hinna „lýðræðisflokkanna" um ibandalag gegn „kommúnistum." Og það er enginn smáræðis hneysa í þeirra augum að „lýð- ræðisfiokkarnir“ skyldu fremur kjósa samstarf við „kommún- ista“ er hina „lýðræðissinnuðu" krata. ★ Gifta fylgi störfunum.---- Allir lieiðarlegir hugsandi menn óska þess nú og vona, að þess- um þrem flokkum, sem bundizt htafa samkomulagi um stjórn bæjarins iþetta kjörtímabil, og bæjarstjóra þeirra, takist að valda verkefni sínu, — takizt að ráða fram úr vandamálunum á þann veg, sem til mestra heilla má verða bæjarfélaginu. Og sömuleiðis vænta þeir, að full- trúar Alþýðuflokksins sýni þann þroska á starfi, að þeir reyni ekki að leggja stein í götu góðra mála þótt þau séu framborin af andstæðingum þeirra. ★ Vatnsskortur. — Eins og undanfarna vetur hefur vatns- skortur verið talsverður í þeim bæjarhverfum, sem hæst liggja. Hefur það ráð verið tekið til að bæta úr þessu að taka vatnið af eyrinni s'iðari hluta dags og yfir nóttina. Þeir bæjarbúar, sem helzt verða fjrrir iþessum vatnsskorti brjóta mikið heilann um það, hVað valdi þessu, hvort um raunverulegan skort á vatni sé að ræða í vatnsbólum vatnsveit- unnar, eða hvort leki eða gallar séu á leiðslunni. — Eg minnist þess ekki að hafa séð skýringu gefna á þessu opiniberlega, og hreyfi þessu því nú í von um að skýring birtist bráðlega frá við komandi aðilum. ★ Enn nýjar verðhækkanir — Um mánaðamótin síðustu urðu allmiklar verðhækkanir á brauð um ýmiskonar, bensáni og, olíum ig kjöti og kartöflum. Kjötið og endurskoða ákvörðun siína inn kaup á tíu nýju togurunum í Bretlandi, og loks er svo viðleitni Islendinga til að aúka fiskframleiðslu sína likt við „fjárliættuspil,“ þar sem þeir hafi alls enga tryggingu fyrir því að geta selt framleiðslu- aukninguna! Þannig hljóðar sannleikurinn um „markaðsöryggið,“ sem Bjarni Ben. og aðrir Marshail-dindlar þóttust vera að tryggja Islendingum með „efnahagssamvinnuimi.“ Nú er svo komið, að Islendingar geta ekki selt fiskafurðir sínar svo neinu nemi í Vestur-Evrópu. Vestur-Evrópu-löndin eru að mestu leyti orðin sjálfum sér nóg á sviði fiskframleiðslu. Hvað ætla valdhafarnir á Islandi að taka til ibragðs? Ætla þeir ekki að leita fyrir sér um nýja markaði annars staðar? Nei, það er alls ekki ætlunin. Ráð þeirra til að komast yfir markaðsvandræðin er það, að pína niður lífskjör almennings á Islandi í því skyni að lækka framleiðslukostnaðinn á útflutnings- afurðunum, og undirbjóða síðan keppinautana á mörkuðunum í Vestur-Evrópu. Gengislækkunarfyrirætlanir þeirra miða að því marki. Vera má, að hin fyriihugaða gengislækkun geri kleift að selja eitthvað af fislkafiu'ðum í Vestur-Evrópu næstu mánuði og e.t.v. allt þetta ár. En hún er ekki það ráð, sem ikemur að notum til lengdar. Eða dettur valdhöfunum á Islandi virkilega í 'hug, að t. d. Bretar og Þjóðverjar fari að leggja togurum sánum og. fiski- bátum þó Isl. geti selt þeim fisk sinn á eitthvað lægra verði en það kostar þá að afla hans sjálfir? Nei, það gera þeir vitanlega ekki. Það mætti alveg eins láta sér detta í hug, að Islendingar legðu sínum skipastól og færu að kaupa fisk til neyzlu innaniands t. d. frá Bretlandi og Þýzkalandi ef þeir gætu fengið hann þaðan við lægra verði en kostar að afla hans hér. Vandamálið er sem sé ekki það, að verðið á íslenzka fiskinum sé alltof hátt, heldur Iiitt, að þær þjóðir, sem ríldsstjórnin vill endilega að kaupi fiskinn af okkur, fyrst og fremst Bretar og Þjóðverjar, hafa hans sáralitla þörf lengur, þar sem þær eru farnar að framleiða sjálfar nokkumveginn nóg fyrir sig af þessari vörutegund. Það sem nú þarf að gera, er því fyrst og fremst það, að afla nýrra markaða fyrir útflutningsafurðir okkar. Það hefur löngum verið talinn skammgóður vermir að pissa í skó sinn. Viðbrögð valdhafanna á Islandi við fisksölukreppunni í Marshall-löndunum eru hliðstæð. Þeir áforma nú gengislækkun, sem í mesta lagi getur áorkað því að halda hinum hrynjandi fisk- mörkuðum í Marshall-löndunum eitthvað örlítið lengur opnum en ella mundi. Þeim fer eins og manni, sem hefur verið úthýst, en reynir ekki að leita athvarfs annars staðar, heldur norpir við dyrnar og reynir að halda á sér hita með því að pissa í skó sinn. kartöflumar hækka vegna geymslukostnaðar og kemur það sumum spánskt fyrir sjónir að því er kartöflurnar snertir. — Þessar verkhækkanir má að nokkru skrifa á reikning krata- stjórnar Stefáns Jóhanns. Enn eru syndir hennar að koma fram á þjóðinni og munu gera það lengi. Það verður vonandi ekki hlutskipti þessarar og næstu kynslóðar að hafa yfir sér því- líka rlíkisstjóm, sem hún var! Lafskjör alþýðunnar jþola ekki slíkrar óstjórnar hverja eftir aðra. Þó nú séu síður en svo bjartar horfur um myndun heillavænlegrar ríkisstjómar, — iþá er svo langt jafnað til krata- stjómarinnar, að óhugsandi er að önnur eins geti sezt að völd- um svo fljótt. ★ Jarðarför Hallgráms Guð- mundssonar, cand. med., sem lézt á New York 10. febr., fór fram frá Fossvogskapellu í Reykjavik, föstud. 3. marz s.l. NÍJA BlÚ ÍMiðvikudaginn kl. 9: Tarzan Fimmtudaginn kl. 9: Tarzan Laugardaginn kl. 3: Tarzam Sunnud. kl. 3: Smámyndir o.fl. Kl. 5: Kúrekinn og hesturinn hans Kl. 9: NÝ MYND Nallgrínir Jónsson SEXTUGUR Hallgrímur Jónsson, Hólaveg 14, átti séxtugsafmæli 4. marz s. 1. Hallgrímur Jónsson hefur átt heima í Siglufirði í fjölda mörg ár og lagt stund á marg- vísleg störf. Hann hefur verið starfsmaður við Síldarverksm. ríkisins frá fyrstu og þar til s. I. sumar. Hallgrímur er drengur góður og hefur aflað sér mikilla vin- sælda meðal vinnufélaga sinna og nágranna. Hann er traustur meðlimur í Verkamannafélag- inu Þrótti og hefur ætíð í ö'llum átökum, sem" verkalýðshreyfing in hefur átt við atvinnúrekénd- ur, stútt að sigursælli lausn mál- anna, og aldrei lagt lið neinum þeirra, sem hafa brugðizt mál stað fólksins á hættulegum augnablikum. Hallgrímur Jóns- son er einn þeirra ágætu verka- manna, sem ekki hörfa undan erfiðleikunum að óreyndu. Hallgrímur er traustur fylgj- andi Sósíalistaflokksins og hef- ur aldrei farið dult með skoð- anir sánar í þeim efnum. Á afmælisdaginn heimsóttu hann og konu hans, Sólveigu Halldórsdóttur, margir vinir og kunningjar og dvöldu þar langt fram á nótt. Voru þar rausnar- legar veitingar fram bornar af húsmóðurinni á Hólaveg 14. Mjölnir vill fyrir hönd hinna mörgu vina og kimningja Hall- gríms færa honum, konu hans og ibörhum, hinar beztu árnað- aróskir í tilefni af 60 ára af- mælinu. i AUDVALDSKREPPAN (Framliald af 3. síðu) f jölda við hið gjaldþrota stjórn- arfar auðvaldsins, án enn ákaf- ari baráttu þjóðanna en áður fyrir friði, baráttu gegn hinum glæpsamlegu fyrirætlunum strlðsæsingaseggjanna, sem sjá enga aðra leið út úr kreppunni en nýtt blóðbað.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.