Mjölnir


Mjölnir - 22.03.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 22.03.1950, Blaðsíða 1
Cen^islækkunarlu: samþykkt Stjórnarflokkarnir heyktust á ákvæðinu um heimild handa ríkisstjórninni og Landsbank- anum til að fella gengið upp á sitt eindæmi. Verka srádstef mótmælti harðlega gengislækkuninni og taldi, ú verkalýðsfél. bærí að gera alvarlegar gagnráðstafanir til Áleit að vandamál atvinnuveganna yrðu aðeins leyst með öflun nýrra markaða, — afnámi ofsa- gróða verzlunarstéttarinnar, lækkun reksturs- kostnaðar og fleiri svipaðra ráðstafana. Á ráðstefnu verkalýðsfélag- anna, sem haldin var í Reykja- vík 12.—14. |þ. m. var samþykkt einróma löng ályktun um dýr- tíðar- ©g kaupgjialdsmál. Er þar mótmælt gengislækkun iþeirri er Alþingi hefur nú ákveðið, — og ályktað, að verkaJýðsfélögin verði að gera alvarlegar ráðstaf anir til að mæta þeirri kjara- rýrnun, sem óhjákvæmilega leið ir af henni fyrir launiþegana. — Fara hér á eftir nokkrir þýð- ingarmestu kaflar ályfctunarinn ar: (Allar leturbreytingar eru Mjölnis). „Frumvarp þetta (þ.e. géngis lækkunarfrumvarpið) er til örð- ið án þess nokkurt samráð hafi verið haft af ríkisstjórn þeirri. er frumvarpið flutti, við launa- stéttir landsins eða samtök þeirra um úrræði til að koma rekstri framleiðslutækjanna á þann grundvöll, að þau geti sem mest staðið á eigin fótum, og verður slíkt að vítast af alþýðu samtökunum. Efcki sízt iþegar vitað var að stefna aliþýðusam- takanna hefir, frá jþví aukinnar verðbólgu fór að gæta, verið sú, að stöðva Ibæri dýrtíðina. Nefndu frumvarpi er að sögn ætlað að skapa útflutnings- framl. heilbrigðan starfsgrund- völl. I þessu skyni telja höfund- ar f rumvarpsins nauðsynlegt að tilflutningur tekna eigi sér stað innan hagkerfisins um ca. 120 milljónir króna, þ.e. að til sjávar útvegsins skal veita upphæð ***s#s#srt**s*s#s#tr«s#\#*s#*t#*vr>***s#sr*s#sr*#s#sri Neitað um fjár- festingarleyfi Á bæjarstjómarfundi 28. febrúar s.l. las bæjarstjóri upp tilkymningu frá Fjár- hagsráði, bar sem Siglu- f jarðarkaupstað er neitað um endurnýjun á fjárfest- ingarleyfi fyrir gagnfræða- skólabyggingu og sjúkra- húsbygginu hér. þessari frá einhverjum öðrum aðilum 1 hagkerfinu, og samkv. frumvarpinu er svo ráð fyrir gert, að upphæð þessi, ekki lægri en hún er skuli að mest öllu leyti tekin af alþýðu manna, þ.e. þeim þegnum þjóðfélagsins, sem erfið ust fcjör eiga við að búa." ,yFrumvarpið gerir ráð fyrir í 4. grein að breyta útreikningi vísitölu framleiðslukostnaðar launþegum til mikillar óþurftar. Þá er sá háttur, sem er í 7. grein frumvarpsins er ætlaður að á verði hafður um launabreyting- ar samfcv. hinni nýju vísitölu á þann veg, að launþega-samtökin geta ekki við unað. Gæti svo far- ið í höndum ófyrirleitinna stjórnarvalda, að uppbót sú, er frumvarpið gerir þó ráð fyrir, að launþegar fái til að mæta hækkuðu verðlagi, er leiðir af gengislælkkuninni verði að engu gerð. Ákvæði 9. gr. frumvarps- ins þess efnis að ekki skuli verzl unum leyft að leggja á þá krónu töíu, sem vörurnar hækka um, vegna gengislækkunarinnar, er greinilega ætlað til þess eins að sýnast svo og áJkvæði 10. gr. um verðtollinn. Fengin reynsla af hinu gjör- samlega máttvana verðlagseftir- liti, svo og sú staðreynd, að verð tollurinn eftir breytinguna, mun gefa meiri tekjur en áður, miðað við sama innflutningsmagn, sannar bezt, að hvorugt um- ræddra ákvæða mun ekki hefta dýrtíðina, heldur þvert á móti auka bana. Ákvæði 11. gr. um framleiðslugjald og ákvæði 12. gr. um sérstakan eignaskatt, eru ekki þess eðlis, að leggjandi sé mikið upp úr þeim sem tekju- stofnum, og mun því eins og áð- ur er að vikið, að sú tekjutil- f ærsla, sem þarf að eiga sér stað innan hagkerf isins og veita á til útflutningsframleiðsl. fyrst og f remst tekin af iaunþegunum — allri alþýðu manna, sem þegar hefir á sínum herðum þungar byrgðar að bera, byrgðar, sem dýrtíð og verðbólga á megin sök á. Hinsvegar er þeim sem breið- ust hafa bökin efnahagslega, vægt, svo að algjört ranglæti verður úr. Ráðstefnan lítur svo á, að frumvarpið tryggi ekki lausn þeirra vandamála sem íslenzkt atvinnulíf á nú við að búa, né veiti alþýðu manna þá atvinnu og afkomuöryggi sem telja verð Framhald á 4. siðu Atvinnuleysis skránin Atvinnuleysisskráning f ór hér fram dagana 13., 14. og 15. marz s.l. Komu alls 80 menn til skráningar. Af þessum 80 mönnum eru 26 einhleypir. 20 eru kvæntir en hafa ekkert íbarn á framfæri. 34 eru kvæntir, og hafa sam- tals 95 börn á framfæri. Meðalatvinnuleysistími þeirra sem til skráningar Ikomu, var 18 vikur. Þessi atvinnuleysingja tala er mjög há, þegar tekið er tUlit til þess, að allt að 200 manns mun >vera f jarverandi úr bænum í atvinnuleit. Gengislækkunin Eins og kunnugt er nemur gengislækkunin 42,6%, en þýðir hvorki meira né minna 'en 74,3% hækkun á öllum erlendum gjald eyri, 74,3% á innkaupsverði allrar erlendrar vöru, sem keypt er til landsins. Þessi gífurlega gengislækkun samsvarar ca. 220 milljóna króna skatti á þjóðina, eða um 8500 króna skatti á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Nýja vísitalan Annað aðalatriði laganna er ákvæðið um útreikning nýs vísi- tölugrundvallar, sem miðast skal eftirleiðis við vísitöluupp- bætur á kaupgjaldi. Verður nú- gildandi vísitölugrundvelli þann ig breytt, að reiknað verður með húsaleigu í húsum, sem fullgerð hafa verið eftir 1945 og útsöluverð á kjöti án kjötupp- bótar. Er búizt við að þetta hækki núgildandi vísitölu upp í allt að 450 stig. En þrátt fyrir það eiga lauqþegar ekki að fá neina uppbót fyrir þau 150 stig sem verða fram yfir hina lög- bundnu 300 stiga kaupgjalds- vísitölu, heldur á að kalla þessi 450 stiga vísitölu 100, og nú- gildandi fcaupgjald á að kallast ELLIDI seldi 2941 kit fyrir 7068 sterl- ingspund í Grimsby 14. þ.m. — Togarinn kom Mngað á mánu- dagsnótt imeð saltfarm, og fer að líkindum út á veiðar í kvöld. Veiðir hann í salt í þetta sinn. FjárhagsáætlunSiglufjarðarkaupstaðar Ulndanfarið hefur bæjarstjóri unnið að samningu fjárhags- áætlunar. Mun áætlunin verða tekin fyrir í allsherjarnefnd í dag eða á morgun. Eitthvað mun ganga erfiðlega að koma áætluninni saman að þessu sinni; veldur því hin gálauslega stjórn kratanna á fjármálum fcaupstaðarins undanfarin þrjú ár. Arfurinn eftir þá óþurftar- stjórn eru óreiðuskuldir og aftur óreiðuskuldir. Að þessu sinni mun þurfa að taka upp á fjárhagsáætlun um 1 milljón króna óreiðuskuldir eftir Ikrat- ana. Þetta kemur þungt niður á bæjarbúum nú, eins og atvinnu- ástandið er á bænum. En það er ekki nóg með að bæjarbúar þurfi nú að jafna niður á sig um einni milljón króna í útsvör á þessu ári, til að kvitta fyrir óstjórn krat- anna, heldur verður þetta til þess að svo að segja aliar verk- legar framkvæmdir hljóta að falla niður þetta ár. Síðastliðið ár voru' álögð útsvör um 2,3 milljónir króna. Tæpast er hægt að hugsa sér að svo háa upphæð sé hægt að leggja á nú á þessu ári. Það verður því elkki miklu úr að spila hjá bæjarstjórn, — þegar búið er að taka frá fyrir óreiðuskuldum fyrra árs. Það vita allir bæjarbúar, hve atvinnu ástand hefur verið slæmt hér á Siglufirði undanfarið og að útlit með atvinnu í vetur og vor er síður en svo gott. Það hefði því verið full þörf á því að bæjarstjórn léti vinna óvenju- lega mikið. Ekki vantar heldur verkefnin, innri höfnin bíður, mikil þörf er á að gera við hina slæmu vegi bæjarins, og brýna nauðsyn ber til að byggja nýja vegarspotta, gangstéttir og hol- ræsi. En tæplega verður mikið að þessu gert, óreiðuf jötrar þeir sem Gunnar Vagnsson og Ikrat- arnir bundu á Siglufjarðarbæ, eru ekki enn leystir. Enn um nokkurra mánaða skeið eiga Siglfirðingar því eftir að súpa seyðið af hinni happasnauðu kratastjórn bæjarmálanna. Enn um skeið eiga Siglfirðingar eftir að gjalda dýru verði þetta krata stjómartímabil. Þegar f jáxbagsáætlun kemur "kaupgjaldsvísitala 100, og hald- ast óbreytt, nema hin nýja vísi- tala breytist um 5% — ekki 5 vísitölustig ¦-- eða meira frá því lögin tóku gildi eða vísitalan var síðast reiknuð út. Tilgangurinn með vísi- tölubreytingunni Tilgangurinn með þessum vísi tölubreytingum er sá, að gera erlendu vörurnar, sem stór- hækka í verði, vegna igengis- lækkunarinnar, sem óveruleg- astan hluta &f vísitölugrundvell- inum. Ef launþegar hækka kaup sitt með samningum við atvinnurek endur, fá þeir enga vísitölu- uppbót! Vísitöluuppbætur á laun skulu aðeins greiðast fimm sinnum, í maí, júní og júlí 1950 og janú- ar og júlí 1951, en síðan ekki meir. Ekkert verður auðveldara fyr ir ríkisstjórnina en að koma í veg fyrir að nokkur hækkun verði á kaupgjaldi vegna vísitöi- unnar. Hún þarf ekki annað en greiða niður nokkrar vöruteg- undir eða „lækka" húsaleigu mánuðinn sem vísitalan er reikn uð út, því aðeins er miðað við yerðlag bann eina mánuð við útreikning hennar. Hún getur líka flutt inn slatta af útlendu smjöri ©g feartöflum (jafnvel fcjöti) og haft í búðunum í Reykjavík í nokkra daga fyrir mánaðamótin. Hún verður áreið lanlega efcki í neinum vandræð- um með að falsa vísitöluna þannig, að aldrei komi til kaup- hækkana vegna hennar fram á mitt ár 1950. Önnur ákvæði laganna Þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu frá upph'af- legri mynd þess eru flestar næsta lítilf jörlegar. Gengishagn aður sá, sem myndast við sölu á núgildandi gjaldeyriseign bankanna, skal skipt milli.ým- issa byggingarsjóða og ÍRæktun arsjóðs, sem lánum. Meginhluti gengishagnaðarins rennur til sveitanna, en er lánin endur- greiðast, sfcal þeim varið til greiðslu á lausaskuldum ríkis- sjóðs við Landsbankann. Verðtollur skal innheimtur (Framhald á 4. síðu). á dagslkrá, mun Mjölnir gera sitt ítrasta til að kynna bæjar- búum hana. Við afgreiðslu á f járhagsáætl un, eru jafnan gefnar all ná- kvæmar upplýsingar um fjármál og hag bæjarins, að þessu sinni mun ýmislegt koma fram um stjórn bæjarmálanna síðustu þrjú árin, sem bæjarbúum hef- ur ekki verið almennt ljóst. — Enda er ekki við að búast, að bæjarbúar hafi enn getað áttað sig til fulls á, hve vesæl, dáðlaus og fyrirhyggjusnauð stjórn bæj- .armálanna var s. 1. þrjú árin.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.