Mjölnir


Mjölnir - 22.03.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 22.03.1950, Blaðsíða 4
MiSvikudagur 22. marz 1950. Skíðamót Siglufjardar 1950 S.l. laugardag hófst Skíðamót Siglufjarðar 1950 með keppni í svigi. Urðu úrslit þeirrar keppni sem hér segir: A-flokkur: 1. Sveinn Jakobsson, 2 mín. og 16.9 sek. 2. Haraldur Pálsson, 2 mín. og 23,4 sek. 3. Ásgrímur Stefánsson, 2 min. og 26,5 sek. 4. —5. Jónas Ásgeirsson og Guðm. Árnason 2 mín. og 31,7 seik. Voru jafnir í toáðum ferð- um, 1. m'in. 17,2 sek. í fyrri ferð og 1 mín. 14,5 sek. a seinni ferð. Gústaf Nílsson, sem er aðeins 15 ára, tók þátt í sviginu utan keppni í sömu braut. Var tími hans 2 mín. 37,3 sek. A-flokkur kvenna: 1. Áðalheiður Rögnvaldsdóttir, 1 min. og 25,1 sek. 2. Alfa Sigm-jónsdóttir, 1 mín. og 46,5 sek. C-flokkur: 1. Guðrún Alfonsdóttir, 2 mín. og 10,3 sek. Á sunnudaginn fór fram keppni í bruni. Lá brautin ofan af Hlviðrahnúk, sem er hæsta fjall hér um slóðir, niður í Skarðdal neðarlega. Lengd henn ar var um 4^ km., hæðarmis- munur um 850 metrar. A-flokkur karla: 1. Haraldur Páisson, 3 mín. og 38 sek. 2. Ásgrímur Stefánsson 3 mín. og 40 sek. 3. —4. Jónas Ásgeirsson og Guð mundur Ámason 3 m'in. og 54 sek. 5. Sveinn Jak., 3 mín og 57 sek. B-flokkur: 1. Ragnar Sveinsson, 4 mín. og 3' sek. V erkalýðsr áðstef nan (Framhald af 1. síðu) ur undirstöðu mannsæmandi lifs kjara. Með tilliti tU þessa, svo og fjölda þeirra ágaUa frumvarps- ins, er þegar hefir verið bent á hér að framan, lýsir verkalýðs- ráðstefna Alþýðusambands ís- lands haldin í Reykjavík dag- ana 12.—14. marz 1950, yfir því, um leið og hún ítrekar mót- mæli s'ðasta sainbandsþings gegn gengislækkun, að hún tel- ui’ frumvarp það tií laga um gengisskráningu, launabreyting ar o. fl., ef að lögum yrði, fela í sér svo freklega skerðingu á launum og lífskjörum alþýðu manna í landinu, að ekki verði við unað, og skorar ráðstefnan því á Alþingi að fella frumvarp- ið í þeirri eða líkri mynd, sem það er nú, e;i verði frumvarpið Rósm. Guðnason FIMMTUGUR Rósmimdur Guðnason, mat- sveinn, Túngötu 32 hér í ibæ átti fimmtugsafmæh þann 6. þ.m. Rósmundur er fæddur að1 Þrastastöðum í Skagafirði. — Tólf ára gamall -ffór hann að stunda sjómennsku og hefur iþað orðið hans ævistarf, ýmist sem háseti, stýrimaður eða mat sveinn. Matsveinn gerðist hann í byrjun síðasta stríðs og var í siglingum á mestu hættutímun- „Eg gerðist matsveinn á þess- um árum, því mér fannst ævin- týralönguninni helzt fullnægt með því móti.“ sagði Rósi og brosti við, þegar ég hitti hann stutta stund á heimili hans, — þegar hann var í höfn síðast. J>ar var f jöldi vina og gesta og ánægjan skein af andliti þessa lifsglaða manns, sem hefur fimm tugi ára að baki. Rósmundur er ákaflega lífs- glaður maður, og segjast þeir, sem verið hafa samverkamenn hans ekki hafa þekkt annan skemmtilegri og betri vinnufé- laga en hann. Hann er félags- lyndur maður og hefur verið traustur meðlimur verkalýðs- samtakanna hér og tekið þátt i félagsstörfum þegar ástæður hafa leyft. Hann er giftur Maríu Jó- hannsdóttur, ágætis konu og eiga þau. tvö myndarleg upp- komin börn. Ef tími hefði verið til, þá hefði verið igaman að rabba meira viö Rósa og láta hann leysa frá polkanum, sem hann geymir 1 allar hinar mörgu og eflaust skemmtilegu endurminn ingar frá sjómannsævi sinni. — En mér fannst ekki rétt að tef ja hann ffrá vinahópnum, því stund sú, sem sjómaðurinn er með fjölskyldu og vinum er fljót að líða, þó ekki sé henni spillt af óviðkomandi. Að síðustu vil ég svo árna Rósmundi allra heilla í tilefni þessa merka afmælis, og færa honum og fjölskyldu hans beztu framtíðaróskir. E. C-flokloir: 1. Geir Si^urjónsson 4 mín. og 5 sek. 2. Einar Þórarinsson, 4 mín. og 29 sek. 3. Hilmir Guðmimdsson, 4 m!in. og 34 sek. 4. Gunnar Finnsson, 4 mín. og 45 sek. 5. Þorfinnur Jóhannsson, 5 min og 12 sek. Gústaf Nílsson og Bragi Ein- arsson runnu brautina utan keppni. Var tími Gústafs 3 mín. 57 sek., en Braga 4 mín. 13 sek. 'l Brunkeppni kvenna: Lengd brautarinnar var um 2y2 km., fallhæð um 500 metrar A-flokkur: 1. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, 3 mín. og 21 sek. 2. Alfa Sigurjónsdóttir, 5 m'in. og 10 sek. Alfa varð fyrir því óhappi að detta o'an í g:I a leiðinn'. og tók það hana eVf ngan tímr. að komast upp á brautina aftur. C-flokkur: 1. Guðrún Alfonsdóttir, 5 min. og' 2,sek. Skíðamótið heldur áfram um næstu helgi. Keppni í 18 km. göngu fer fram á laugardaginn og stökkkeppni á sunnudag. NÍJA Bið Miðvikudaginn kl. 9: LJÚFIR ÓMAR Fimmtudaginn ikl. 9: LJÚFIR ÓMAR Sunnudaginn kl. 3: LJÚFIR ÓMAR Sunnudaginn kl. 5: A SPÖNSKUM SLÓÐUM Sunnudaginn kl. 9: — Ný mynd ALÞÝÐULEEÐTOGINN Tilkyimið vanskii Þeir kaupendur Mjölnis, sem verða fyrir vanskilum á blað- inu eru vinsamlega beðnir að tilkynna íþau strax til afgreiðsl- unnar í Suðurgötu 10, sími 194. Þá eru kaupendur beðnir að at- huga að um sinn ikemur blaðið út aðra hver ja viku. Afgreiðsla Mjölnis, Suðurg. 10, þannig samþykkt, eða Iiliðstæð- ar ráðstafanir gerðar, TELUR RÁÐSTEFNAN AÐ EKKI • VERcÐI KJA ÞVI KOMIZT AB VERKALÝÐSFÉLÖGIN GERI ALVARLEGAR GAGNRAÐ- STAFANIR. Hinsvegar lýsir ráðstefn- an yfir því, að hún telur að vandamál atvineiuveganna verði, eins og nú er komið málum, aðeins leyst með öfíun nýrra markaða, sem fjölbreyttastri vörufram- leiðslu, lækkim reksturs- kostnaðar, afnámi hins mikla gróða verzlunarstétt- arinnar, lækkun vaxta, auk- inni tækni, bættum vinmu- aðferðimi og með algerum niðurskurði á skriffinnsku og óþarfa nefndabákni ríkis valdsins.“ Ýmsar fleiri tillögur voru sam þykktar á ráðstefnunni, svo sem áskorun til valdhafanna um að gena ráðstafanir til iað draga úr óhóflegri álagningn á bátaút- veginn. IIVAÐ HLJÓP 1 „LÝÐRÆÐIS- SINNANA?“ Hermann Guðmundsson flutti á ráðstefnunni tillögu mn að ráðstefnan héldi áfram störfum, þar til viðræður við ríkisstjórn- ina hefðu farið fram, og Eðvarð Sigurðsson flutti aðra tillögu þess efnis að kosin yrði 5 manna nefnd til að ræða við stjórnina þá samdægurs, og yrði árangur þeirra viðræðna síðan lagður fyrir ráðstefnuna áður en hún hætti störfum. Virtust „lýðræð- issinnarnir" sem svo nefna sig, á ráðstefnunni, kunna þessum tillögum illa, og voru þær báðar felldar. / Þá fluttu sömu menn tillögur þess efnis, að ráðstefnan kysi sjö manna nefnd til að starfa með stjórn A.S.Í. að frarnkv. vamarráðstafana verkalýðsins gegn gengislækkuninni. Þetta máttu „lýðræðissinnarnir" ekki heyra nefnt, og var það s'íðan fellt. Loks flutti Guðgeir Jónsson tillögu um að ráðstefnan skoraði Ævintýri Stúkan Framsókn hefur enn- þá einu sinni gert sitt til að lífga ofurlítið upp skemmtana- líf bæjarins. Leikritið sjálft þarf ekki að kynna. Þessi gamli, danski gamanleikur er svo kunn ur öUum, áð ailir þekkja efni hans. Þótt ekki sé hann stór- brotið skálaverk, hefur hann þó skemmt mörgum með græzku- lausri glettni og glöðum söng og á vafalaust eftir að skemmta mörgum ennþá, þ.e.a.s. ef sæmiv lega er með hlutverkin ffarið. Það er af þessum leik að segja að telja verður að sæmilega sé með leikinn farið og heildar- svipur leiksins góður. Beztur fannst mér þó leiikur Péturs Baldvinssonar, en hann leikur Skrifta-Hans. Flest hin hlut- verkin eru sómasamlega leikin, en lakastur þó virtist Pétur bóndi, en hann er leikinn af Árna Jónassyni, en það spillti mjög fyrir leiknmn, þar sem hann kemur aðeins fram í fyrsta atriði og virtist hafa þau áhrif á mótleikara sinn, að hann náði alls ekki fullmn tilþrifum í leikn um fyrr en í öðru atriði. Leiktjöldin eru máluð af Her- bert Sigfússyni og hefur honum að vanda tekizt vel. Þó finnst mér hið glæsilega herrasetur Strandberg óhæfilega kotbæjar legt, en kannske, er þar um að kenna þrengslum á sviðinu. Stúban Framsókn og leikend- ur skulu hafa þökk fyrir leik- inn. Mér veitti hann ósvikna á Alþýðuflokkinn og Sósíalista- flokkinn að veita verkalýðssam tökunum allan þann stuðning er þeir mættu, í varnarbaráttu þeirra fyrir lífskjörum sínum, og tækju upp samvinnu rnn þetta sín á milli. Þetta vildu ,.lýðræðis“-hetjurnar ekki held- ur fallast á. Sérstaklega verkaði þessi tillaga illa á íhaldsmenn þá, sem á ráðstefnunni voru. Var hún síðan feHd með dag- skrártillögu. HVAi) GERA ÞEIR NÚ MENN SRNIR, SEM TÖLUÐU UM ,JPÖLITÍSK VERKFÖLL“ ’47? Engar fregnir hafa enn borizt frá stjórn Álþýðusambandsins um það, hvernig hún hugsar sér að verkalýðurinn hagi varnar- baráttu þeirri, sem hann á nú fyrir höndrnn að heyja við aftm haldsöflin í landinu, enda er enn skamrnt liðið frá samþykkt gengislækkunarinnar og lokum verkalýðsráðstefnunnar. Von- andi er, að þeir menn, sem skipa stjórn Alþýðusambandsins, séu ekki sama sinnir nú og þeir voru sumarið 1947, er verkalýðurinn háði harða varnarbaráttu fyrir lífskjörum sínum við nákvæm- lega samskonar aðstæður og nú eru fyrir hendi. Þá köHuðu þess- ir sömu menn kaupgjaldsbar- áttu verkamanna ,,kommúnist- ískar ofbeldisaðgerðir" og „póli- tísk verkföll" og fóru 1 yfirreiðir sem frægar hafa orðið. Vonandi hefur þeim snúist hugm síðan. 10. tölublað. 13. árgangur. á gönguför skemmtun og svo mun flestum fara sem sækja hann. Áhorfandi Orðsending frá Oarnaverndamefnd Að gefnu tilefni, viU Barna- verndarnefnd Sigluf jarðar vekja athygli foreldra og annarra, er hlut eiga að máli, á eftirfarandi atriðum úr lögreglusamþykkt bæjarins og reglugerð barna- verndarnefndar: 1. Unglingum innan 16 ára er bannaður aðgangur að al- mennum danssamkomum, að veitingahúsum, kafffistofum eða öðrum slí'kum veitinga- stofum, og almennum kvik- myndahúsum, sem eigi eru ætlaðar fyrir börn. 2. Börnum innan 12 ára er bann að að vera á almannafæri eftir kl. 8 að kvöldi á tíma- bihnu frá 15. sept. til 15. apr. 3. Börn 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 10 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept. til 15. apríl. Foreldrum barnanna eða húsbændum ber, að viðlögðum sektum, að sjá um, að ákvæðum þessum sé fylgt. BARNAVERNDARNEFND SIGLUFJARÐA/f Gengislækliuu (Frh. iaf 1. síðu) með 45% álagi í stað 65% áður. Þrátt fyrir það nemur verðtoH- urinn miklu hærri upphæð eftir gengisbreytinguna en fyrir. Fasteignamat verður sex- faldað 1 Reykjavík, fimmfialdað í öðrum kaupstöðum með yfir 4000 íbúa, fjórfaldað í kaup- stöðum með 2—4 þús. íbúa, og þrefaldað annarstaðar. Stór- eignaskatturinn verður lagður á eignir einstaklinga, Skatturinn er noikkuð hærri en upphaflega var gert ráð fyrir i frumvarpinu. Frekleg árás á laun- þega Lög þessi eru einhver sú hat- rammasta árás, sem nokkru sinni hefur verið gerð á launa- stéttirnar. ’Er tahð, að kjara- skerðingin muni nema eigi minna en 15%. Aðalvandamál íslenzku þjóð- arinnar eru nú markaðsmálin. Þessi lög íæra enga lausn á því máli, nema e.t.v. nokkrar fyrstu vikurnar eða mánuðina. , ,,Fórnirnar“ eru að langmestu leyti lagðar á launastéttirnar, þá fátækustu í landinu. Hins- vegar vottar hvergi í lögunum fyrir neinni viðleitni í þá átt að láta þá fóma, sem einir safna miklum gróða, sem sé verzlunar stéttina. Gróðaaðstaða þeirra er ekkert skert með þessum lögum nema síður sé. Heildsala- og braskarastéttin hefur mergsog- ið þjóðina nú um langt árabil, með þeim árangri, að aðalat- vinnuvegirnir eru á heljarþröm. Það eina, sem vit var í, var því það, að þjóðnýta hinn gífurlega verzlunargróða, og nota hann til að rétta atvinnuvegina við.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.