Mjölnir


Mjölnir - 05.04.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 05.04.1950, Blaðsíða 2
MJÖLNIR r -¥IKDB LIB- Qtgefandis aWhlJHTAgflflifl SfÖLDFJARÐAR Ritatjpii og áSzgrgfeamaður: Beraed&t Sigurðsson BtadH Braamrp út alb. núðc&udaga Askriftarg^ld kav SfiyW — ðfgreiðsta SHðiirgötn 3 0. SfenaB 3ðK og 210 h/f. A leid til fasisma Þegar nazistar voru að brjótast til valda í Þýzkalandi, komu þeir upp flokksher, sem notaður var til bverskonar óspekta og glæpaverka. Þegar nazistamir hrifsuðu völdin, kveiktu þeir í ríkis- þinghúsinu í Eerlín og kenndu kommúnistum, svömustu andstæð- ingum sínum, um verknaðinn. Var þinghúsbrennan síðan notuð sem átylla til ofsókna gegn flokknum og foringjum hans. Þýzka auðmannastéttin lagði nazistunum til peninga og áróðurstælki, vopn og einkennisbúninga. Nazistaflokkurinn var verkfæri hennar til að hneklkja valdi verkalýðsins. ★ Það er ebki vandi að sjá hvert auðstéttin á Islandi sótti fyrir- myndina að atferh sínu 30. marz í fyrra. íhaldið kemur sér upp flokksher, 927 manna hði að sögn Ólafs Thors, fær honum hjálma og einkennismerki og vopnar hann bareflum og fær amerískan majór th að þjálfa hann. Síðan er flokksher þessi settur imdir stjóm lögreglustjórans í Reykjavík, sem sjálfur er Heimdellingur og gamail nazisti. Vopnabirgðir lögreglunnar hafa að sjálfsögðu verið hafðar tíl taJks, ef á hefði þurft að halda. 30. marz eru miklar æsingar í Reykjavík. Sjálft Alþingi er að svíkja þjóðina inn í hemaðarbandalag, vaípa fyrir borð yfirlýstu hlutleysi landsins. Tilvahð tækifæri til að efna til óeirða. Þá boða formenn þriggja þingflökkanna þúsundir manna niður að Alþingis- húsi, þar sem mest bar á æsingunum. Þegar mimist varir, er svo flokksher íhaldsins sigað út úr fldkksherbergi Framsóknarflokks- ins og fyiirskipað að ráðast á mannf jöldann með kylfubarsmíð. Ef ætlunin hefði verið að dreifa mannfjöldanum, hefði hann fyrst verið beðinn að rýma Austurvöll. Ef það hefði misteikizt, hefði honum verið dreift með táragasi. En það var ahs ekki fyrirætlun nýfasistanna, sem skipulögðu ofbeldið. Fyrirætlun þeirra var að efna til óeirða, helzt alvarlegra blóðsúthehinga. Síðan átti að varpa ábyrgðinni á „kommúnista," eins og Hitler eftir þinghúsbrenmma 1933, handtaka forustumenn verkalýðsins og Sósíahstaflokksins og dæma þá til langvarandi fangelsisvistar. Þetta var ætlunin. Þess vegna var mannfjöldinn boðaður niður á Austurvöh, þessvegna var flokíksher íhaldsins látinn ráðast á mannfjöldann með kylfum, í stað þess að dreifa honum með gasi. En þessi þokkalega fyrirætlim íslenzkra nýfasista mistókst. Hún strandaði á skapstihingu Reykvikinga, sem ekki létu egnast tíl stórvandræða. Í * Dagana eftir 30. marz í fyrra var efnt th réttarhalda mikiha í Reykjavik út af óeirðunum. Ætlimin var að finna eitthvað sem nota ætti sem átyhu th ofsókna gegn Sósíalistaflokknum og verikalýðssamtökunum. Formenn þingflokkanna, sem boðuðu mann söfnuðinn niður á Austurvöll, og lögreglustjórinn, sem fyrirskipaði kylfuárásina, voru þó ekki yfiriheyrðir, heldur einvörðungu „kommúnistar“ og htt merkir íhaldsmenn, sem ihaldið hafði fyrir- fram ákveðið að nota sem vitni gegn „kommúnistum." Yfirheyrslumar báru# sárahtiim árangur. Almenningsálitið var með „kommúnistum,“ en á móti forsprökkum ofbeldisins. — Málarekstur út.iaf atburðunum var því látinn niður íalla um sinn. ★ Dómar þeir, sem nýlega voru kveðnir upp í Reykjavík yfir 20 mönmun, vegna atburðanna 30. marz í fyrra, eiga þó htið við þá atburði skylt nema nafnið,, þó undarlegt kunni að virðast. En þeir eru nýtt skref á leið auðstéttarinnar á íslandi th fasisma. Auðstéttin í hinum borgarlegu lýðræðisríkjmn stóð mjög höllum fæti í lok stríðsins. Með hjálp sósíaldemókrata og Banda- ríkjauðvaldsins, hefur henni þó tekizt að rétta sig verulega við aftur. Alþýðan hefur hka treyst samheldni sína, og stéttabaráttan hefur farið stöðugt harðnandi. Nú er svo komið, að auðstéttin virðist ekki eygja nein úrræði önnur en fasisma, enda gægist nú fasistasmettið undan lýðræðis- grímu hennar í hverju landinu á fætur öðru. I Bandar., Ástra- hu, ítahu, Frakiklandi og fleiri ríkjum hafa verið sett margskonar kúgunarlög imdanfarið og hver kúgunarráðstöfunin annarri verri framkvæmd; verkalýðsfélög verið sett undir ríkiseftirht, verkföh bönnuð, verkamenn verið kahaðir th herþjónustu fyrir verkfalls- tilraunir, herhð verið látið fremja verkfahsbrot, forystumenn kommúnista og róttækir verkalýðsleiðtogar verið fangelsaðir o.s.frv. I ljósi þessarar nýju herferðar auðstéttarinnar gegn verlka- ★ Verður stofnað samband fé- lagssamtaka hér í bænum th að vinna að fegrun bæjarins og verndun menningarverðmæta o.fl.? Kvenfélagið Von hefur sent frá sér bréf til allra félagssam- taka í bæmun, þar sem þess er spurt, hvort viðkomandi félag vilji gerast þátttakandi í stofn- un samjbands, sem hafi það tak- mark að fegra bæinn, koma upp almenningssvæðum og halda á lofti minningu þeirra m;anna, er ruddu brautina í menningarhfi bæjarins. Þessi hugmynd er að mörgu leyti ágæt, og finnst mér þessi tilhögun vera betri, heldur en ef farið væri að stofna „fegr- unarfélag“. Nafnið eitt á shku félagi minnir mann altof mikið á broddborgara eins og Gunnar Thoroddsen og Vilhjám Þ. ★ Hlutverk einstaklinganna. En hvað svo sem hður stofnun shks sambands, þá er það víst, að einstaklinganna hér í bænum ibíður mikið verkefni strax og snjóa leysir við að fegra um- hverfi sitt. Og auðvitað þarf bærinn sjálfur að ganga á undan með góðu eftirdæmi. Hann má ekki láta sínar skyldur vera van ræktar 1 því efni að láta hreinsa iburtu óhroða vetrarins af göt- um sínum og öðrum þeim stöð- um, sem beint heyra undir hann að halda hreinum. Fátækur maður, sem vhl th- einka sér þá menningu, sem hann hefur orðið aðnjótandi á æfinni, og hefur kennt honum að hreinlæti og þrifnaður séu stór menningarleg atriði, hann mun ekki láta fátæiktina hindra sig í því að halda hreinlætis- reglur sónar. Eins verður bærinn að gera. Þó nú sé hart í ári og algert tómahljóð í bæjarkass- anum, þá má ekki láta niður falla að fuhnægja hinum nauð- synlegu reglum um hreinlæti á almannafæri. Að vísu vildi verða misbrestur á þessu þau árin, sem betur blés í f járhagslegum efnum, — en þau árin var líka gert eitt og annað, sem menn munu nú reyna að forðast. ★ Skíðamót íslands 1950. — Á morgun hefst Skáðamót íslands 1950. Á öðrum stað í blaðinu er birt dagskrá mótsins. Það er von allra Siglfirðinga, ao mot þetta verði th yndis og ánægju bæði þátttakendum og áhorfend um, og ég er viss run, að Sigl- firðinga bjóða innilega vel- komna alla keppendur, sem mót- ið sækja, og óska þess, að þeim megi líða vel á meðan þeir dvelja hér. Einu sinni átti Siglufjörð- ur flesta a'f beztu skíðamönnum landsins í flestum greinum þess arar íþróttar, — og enn á ba.nn marga af beztu mönnum þess- arar ágætu íþróttar. Skáðamótið sem hefst á morgrm mun skera úr um það, hverjir eru þeir beztu í hverri grein, og ég óska sigurvegurunum th hamingju fyrirfram. ★ Alfons Jónsson heiðraður. — Forseti Finnlands, herra Paasi- kivi, hefur sæmt herra vicekon- súl Alfons Jónsson hér á Siglu- firði, riddara 1. gráðu finnsku Ljónsorðunni. Hr. Alfons Jóns- son hefur gegnt vicekonsúls- starfi fyrir Finnland í 20 ár. ★ Áhrif „pennastriksins“ — eða „skammarstriksins“ eins og Spegihinn kallar það, — eru farin að láta á sér bóla á ýmsa lund. Vöruverð fer nú smá hæklkandi þó enn sé komin á það sá skriður upp á við, sem hlýtur að koma áður en langt um líður. Það fólk, sem auðtrúa og hrekklaust lét telja sér trú um áhrifaleysi þessarar laga- setningar á hag, þess sjálfs, fær brátt að kenna á lygi yfirstéttar postulanna. ★ Frá 1. maí nefnd. — 1. maí nefnd verkalýðsf élaganna hér er nú tekin th starfa. Hefur verið haldinn einn fundur og þar lögð drög að undirbúningi baráttu- dagsins. Næsti fundur verður ákveðinn þriðjudaginn 11. aprál á skrifst. verkalýðsfélaganna í Suðurgötu 10, kl. 8,30 s.d. Oft hefur verið þörf á sam- heldni og einingu verkalýðsins á Islandi, en aldrei eins og nú. Það hafa sjaldan verið gerðar jafn skipulagðar og tíðar árásir á lífskjör hins vinnandi fólks og þessi hin síðustu ár, sem aftur- haldssamar og verkalýðsfjand- samlegar stjórnir hafa setið við völd í landinu. Barátta verka- lýðssamtakanna á næstu timum mun snúast gegn hinum mörgu ikjaraskerðingarlögum og taxta- Ibrjótalögum, og hinn 1. maí n.k. mun íslenzkur verkalýður undirstrika enn betur en hann hefur áður gert vilja sinn og taJkmark. Eining alþýðunnar 1. maí í ár verður að vera alger, að því verða allir verkalýðssinn ar að vinna. ★ Aðalfundur Náttúruiækningafélags Siglu- fjarðar var haldinn þriðjudag- inn 14. marz s.l. Taldi félagið 85 félaga og 17 gengu í félagið á fundinum. Er stjórnin þannig skipuð nú. Kristmar Ólafsson, formaður, Auður Jónsdóttir, ritari Jón Jó- hannsson, Lindargötu 26, gjald- keri. — Meðstjómendur: Ásta Bjamadóttir, Jónas Jónasson. Sigurður Gunnlaugsson, sem hefur verið formaður félagsins, baðst undan endurkosningu. T1LIÍVNWIW6 frá húsnefnd Alþýðuhússins, Siglufirði Tilboð óskast í leigu á Alþýðuhusinu í Siglufirði, frá 14. maí næstkomandi. Til mála getur komið leiga á húsinu með eða án bíó-vélanna. I tilboðinu sé tekið fram til hvað langs túna Óskað er eftir að fá húsið á leigu. — Til tryggingar skilvisri greiðslú verður að vera bankatrygging jeða önnur sú trygging, sem húsnéfndi:i tekur gilda. Tilboðum sé skilað á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Suður- götiu) 10, í Jokuðum kmslögum, auðkennt Alþýðuhúsið, fýrir 15. apríln. k. i Nánari upplýsingar um húsið og áhöld, sem því fylgja er hægt að fá á skrifstofu verkalýðsfélaganna. ; Siglufirði, 1. apríl 1950 Fyrir Ihönd húsnefndar Alþýuhússins, Siglufirði GUNNAR JÓHANNSSON TILKYNNINC Iunflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið að ólieimilt sé að selja kringlur í stykkjatali á hærra verði en sem samsvarar kr. 4,50 pr. kg. Reykjavlk, 22. marz 1950, VERÐLAGSSTJÓRINN TÆKIFÆRISKAUP Af sérstökum ástæðum eru til sölu ný olíukyndingartæki, með blásara. — Gamalt verð. í Afgreiðsla blaðsins víasr á lýðnum ber að skoða dómana, sem voru kveðnir upp yfir 20 sak- lausum mönnum hinn 25. marz s.l. með óeirðirnar 30. marz í fyrra að yfirskyni. Þeir eru ógnun, bending auðstéttarinnar til alþýðu um það, sem koma skuli, ef alþýðan hafi sig eikki hæga, sætti sig ekki möglunarlaust við það hlutskipti, sem auðstéttin ætlar henni. Gegn þessari ógnun á verkalýðurinn aðeins eitt svar: að fylkja sér enn fastar saman en áður. ÍBÚÐ ÓSKAS íbúð, tvö herbergi og e hús óskast til leigu sem fyrs i Afgr. vísar á.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.