Mjölnir


Mjölnir - 19.04.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 19.04.1950, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 19. apríl 1950. 12. tölublað. 13. árgangur. Hannibal Valdemarsson um atburðina 30. marz í fyrra. Blaðið Þjóðvörn, málgagn Þjóðvamarfélagsins, kom út hinn 4. p.m. Er það aðallega helgað stéttardómuniun, sem Bjami Ben lét nýlega kveða upp í undirrétti í Reykjavik út af athurðunum fyrir framan Alþmgishúsið 30. marz í fyrra. M.a. er þar grein eftir Ilannihal Valdemarsson alþ.m., þar sem hann tekur ein- dregna afstöðu gegn landsölumönnunum, sem efndu til óeirðanna, og hinum s\ ívirðilegu stéttardómum, sem kveðnir voru upp 25. marz s.l. Vill Mjölnir hér með hvetja lesendur sína til að kaupa þetta Þjóðvarnarblað og kynna sér efni þess. — Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr grein Hannibals: Hversvegna var ekikert gert til að afstýra vandræðúnum? spyr Hannibal: „Hversvegna var t.d. ekkert gert til að afstýra skemmdum á þinghúsinu? Það hefði þó verið hægðarleikur með sterkri gæzlu þess takmarkaða svæðis íraman við það, sem var innan kastfæris. Hversvegna tilkynntu leiðtog ar flokkanna ekki strax er þing fundi lauk, að málið væri af- greitt, eftir engu að bíða og skoruðu á alla friðsama borgara að hverfa heim til sín ? Ef forráðamenn, t.d. Sósíal- istafloikksins hefðu neitað að áivarpa flokksmenn sína ásamt öðrum foringjum flokkanna — frá Alþingishúsinu og; hvetja þá til að hverfa af Austurvelli með friði og spekt, hefðu þeir rvissulega staðið illa að vígi. Hversvegna var eingöngu tal- að til boðsgesti Ólafs Thors og félaga hans með kylfum og tára gasi? — Hefði ekki verið kurt- eislegra og svo sem eins og ofur lítið þinglegra að reyna áhrifa- vald móðurmálsins hins mjúka og ríka, áður en kylfumun var beitt gegn konum og börnum — fylgjendum málsins og andstæð ingum — hverjum sem fyrir var? j ■ j j ! Þannig mætti spyrja í hið óendanlega“. Um hvítliðaútboðið farast Hannibal þapnig orð: „Tilburðir eggja'kastaranna á Austurvelli gátu ekki vakið skelfingu heilbrigðs ríkisvalds. Þeir réttlættu ekki með neinu móti, að vikið væri af grtmni laga og réttar og meðlimir póli- tískra samta'ka æfðir í vopna- burði gegn löndum sínum. Það tiltæki var afbrot gegn þjóðinni. Ofbeldisverknaður, sem mun seint gleymast. Kylfuhögg hvít- liðanna þann 30. marz verða aldrei metin sem löggjafarstarf. Þau hafa verið og verða dæmd af almenningsálitinu sem hver önnur árás friðsaman vegfar- anda á almannafæri. Alþýðusamtök allra landa telja sig standa í fullum rétti til að vopnast gegn hvítliða- sveitum, sem beitt er gegn þeim. — Vopnun borgarans víkur þannig öllu réttaröryggi til hliðar og mundi ríkis- Stjómum á íslandi vafalaust vera hollast að fara varlega út á slíkar brautir. —“ Um aðstöðu boðsgesta ríikis- stjórnarinnar á Austurvelli 30. marz segir Hannibal: „Getum við sett ok'kur í spor þeirra borgara, sem á Austur- velli stóðu, 30. mara; er hvít- liðasveitirnar runnu fram á völl- inn og börðu hvern sem fyrir varð ? Hefðir þú, lesari góður, t.d. getað horft upp á það aðgerða- laus, ef kylfuhöggin hefðu dans- að á konum og börmun í kring um þig? — Ef svo væri mættir iþú vera meira stillingarljósið. jEða þá meiri vesalingurinn. En þannig voru ýmsir settir á Austurvelli þemian dag. Þeir höfðu ekkert illt í huga. Ætl- uðu vissulega ekki að steypa ríkisstjórniimi af stóli. Ekki að gera árás á löggjafarsamkom- una. Höfðu ekki einu sinni látið leiðast út í þá flónsku að kasta grjóti í glugga eða veggi þing- hússins, en urðu þannig settir af einskærri tilviljmi, að þeir komust ekki hjá að bera högg af sér eða öðrum. En þetta hefði þó getað kost- að þig að vera dæmdur fyrir mótþróa við lögregluna eða eitt- hvað þválíkt. — Það hefði getað kostað þig fangelsisvist og missi borgarlegra réttinda lengri eða skemmri tíma. Eg tel, að þeir, sem nú hafa verið dæmdir vegna atburðanna 30. marz hafi flestir verið tekn- ir út úr hópi þúsundanna fyrir tilviljun eina —■ aðallega þá til- viljun, hvar þeir stóðu á Austur velli, þegar hvítliðasveitin þusti fram með kylfur sínar.“ 'Um þá, sem hlutu dómana: N „Lítið bara á byltingaseggr ina, sem nú hafa verið dæmdir í undirrétti. — Eru þeir ekki ægilegir? Eru þeir ekki talahdi sönnun þess, að hér hafi verið um vel undirbúið og þauhugsað samsæri að ræða. Hreint og beint banatilræði við hið unga íslenzka lýðveldi? „Vér Islands börn, vér erum vart of kát“, en geta menn samt varist brosi, — Þetta eru flest igóðmótlegir piltar af ýmsum stjórnmálaskoðunum viðsvegar að af landinu. Vestan af Snæ- fellsnesi, sunnan af Suðurnesj- um eða austan úr sveitum, og oss dylst ekki, að hv'itliðaárás- in úr Alþingishúsinu ein leiddi til þess, að þeir drógust inn í atburði dagsins ------“ „Eg á erfitt með að líta á grjótkastspiltana frá þrítug- asta marz öðruvísi en á hverja aðra illa uppalda pilta, sem brjóta rúður og kasta mold í hvaða hús sem er. Og svo mikið er víst, að engan li-nekki hefur álit eða heiður Alþingis beðið af þeirra völdum. Flesta þá, er sakaðir eru um mótþróa við lög- regluna, tel ég hafa verið í nauð vöm eins og á stóð í sjálfheldu múgsins. — En hina, sem hröktu hvitliðana sem háðuleg- ast, tel ég hafa verið í fullum rétti. — Svo mikið er víst, að þjóðfélagið var ek'ki í háska satt.“ Grein Hannibals lýkur þannig „Hjartabilun „höfðmgja“ leiddi til óspektanna á Austurvelli. Það er í hreinskilni sagt skoð- un míín, að þeir, sem buðuúthvít iliðasveitunum 30. marz, beri höfuðsök þeirra atburða, sem þá gerðust, og eigi amiað tveggja að afplána sekt sína í sjúkrahúsi eða betir.narhúsi. — Þó líklega öllu heldur í sjúkra- húsi, því að víst var miklu frem ur hjartveiki en illmennsku um að kenna, að svo fór sem fór. Hins vegar tel ég þjóðfélagið í engri hættu statt, þótt grjót- kasts- og skítkastspilt-arnir, sem nú hafa verið dæmdir harka- lega, verði annað hvort látnir igreiða sektir fyrir afglöp sín — dæmdir skilorðsbundið — eða sýknaðir með öllu, vegna málsatvika, sem að mörgu leyti gerðu viðbrögð þeirra skiljan- legri og afsakanlegri". m JðNSSON — MINNINGARORÐ — Laugardaginn 8. þ.m. var til moldar -borinn Jón Jónsson, Suðurgötu 40 hér í bæ. Jón var fæddur 27. apríl 1871 að Lundi í Fljótum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ti'l 21 árs aldurs, er hann reisti bú með Kristínu konu sinni að Bakka. Eignuðust þau hjón 6 börn, en Jón niissti konu sína frá börnum þeirra ungum. 1908 giftist hann eftinlifandi Ikonu sinni, Guðrúnu Erlends- dóttur frá Áma í Héðinsfirði og bjuggu þau i HéðinSfirði þar til 1917, ef ég man rétt, að þau fluttust hingað til Siglufjarðar. Bjuggu þau í Leyningi nokkur ár áður en þau fluttu hingað í ibæinn, eða til 1926. Eg býst við því, að enginn, sem Jóni kynntist, renni til -hans öðrum hug en hlýjum. — Hann var maður, sem ekki hafði sig mikið í frammi á mann- fundum, en hann hugsaði mál sín í kynþey, og tók sínar ákvarðanir með festu og fylgdi þeim þanni-g til sigurs. Hann var maður, ;sem ekki undi því að hafa ekki störf með höndum, enda varð honum vel til vinnu, iþar sem hann var með afbrigð- nm verktrúr, og vildi hvorki þar né í öðru vamm sitt vita; kátur samstarfi og oft mjög orð- heppinn, sem oft vakti létta lund samstarfsmanna hans. Bkki brosti lí-fið ávallt við Jóni, sem sjá má af því, að þá er hann missti fyrri konu sína, voru öll börnin 6 í ómegð, og hafa verið allmiklir örðugleikar framundan, og voru margir dapi'ir dagar-þar til hann giftist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu, sem með síntim dugnaði og framsýni barðist við h-lið hans við ýmsa örðugleika, og var það mikið starf, sem hún jafn ung, Siglfirðingi tekst illa upp að Ijúga. ★ Fyrir nokkru birti Morgun- blaðið lygafregn þess efnis, að Áki Jakobsson alþ.m. hefði á fundi í Reykjavík komist að orði á þá leið, að það væri barna- skapur að segja satt fyrir rétti, Fjárhagsáætl. (Frh. af 1. s'ðu) í fyrra var áætlað í þessu skyni kr. 10 þús., en aldrei greitt nema rúmur helmingur þeirrar upphæðar. Þá komu kratarnir með tillögu um að veita Karla- kórnum Vísi 5 þúsund króna styrk til söngfarar suður í Reykjav’ík. Engin tilmæli hÖfðu borizt frá kórnum um þetta. — Hinsvegar var umhyggja krat- anna fyrir Karlakórmrm Viísi mikil í fyi’ra, að 1000 króna framlag, sem kórnum var lofað 1948, sviku þeir hann um, en nú tók bæjarstjóm þessa upphæð upp á f járhagsáætlun. Allar breytingartillögur krat- anna við fjárhagsáætlun voru felldar, enda voru þessar tillög- ur vanhugsaðar og fluttar af ábyrgðarleysi því og hræsni, er þessi vesæli flokkur yfirleitt stjórnast af. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl unar rafveitunnar voru gjalda- og tekjumegin kr. 2.665.000,00, er þó í tekjunum reiknað með 645 þúsund króna lántöku. Hjá Hafnarsjóði eru niðurstöðutölur 1.150.800,00 og þar reiknað með lántöku, kr. 300 þús. Það vakti nokkra furðu á bæjarstjórnar- fundinum, að kratarnir virtust vera í hálfgerðri fýlu. Þeir sátu t.d. hjá við atkvæðagreiðslu um ýmsa liði, sem tæpast er hægt að ímynda sér, að þeir hafi verið andvígir, eins og afbórg- anir lána, greiðslu vaxta o.fl. En kannske eru mennirninr and vígir því, að bærinn borgi vexti og afborganir. Og þegar til at- ikvæðagreiðslu kom um f járhags áætlun rafveitunnar, sem samin var af rafveitustjórn og samþ. þar einróma, sátu kratamir hjá. Nú er Si-gurjón Sæmundsson for maður rafveitunefndar. Er þetta athæfi því einna skringilegast hvað hann snertir. Áætlun, sem haim semui’ og samþykkir í raf- veitunefnd, kemur til atkvæða- greiðslu í bæjarstjórn, en þar kvæði!! getur hann ekki greitt henni at- Á fundi þessum var samþykkt að ráða Þ. Ragnar Jónasson bæjargjaldlkera í stað Vilhjálms Sigurðssonar, er sagði starfinu lausu 1 vetur. tók að sér að annast uppeldi stjúpbama, sem*hún líka mat jafnt sem sín eigin börn, er þau hjónin áttu, sem voru þrjú og eru öll á lífi, en af þeim 6, sem Jón átti frá fyrra hjónabandi lifa nú aðeins tvö. Nokkur síðustu árin var Jón heilsubilaður, en ávallt var stanfsviljinn hinn sami, og fram á síðustu daga fór hann í föt, þó hann fyndi og fylgdist með að hverju stefndi. Nú hefur Jón lokið hér starfi og er horfinn yfir landamærin miklu, en minning hans lifir. Gamall samferðamaður. og.ráðIagt mönnum að forðast slílct. ; ★ Þessi lygafrétt Mbl. var lirak in í Þjóðviljanmn næsta dag. — Fór svo, að Mbl., sem ekld hikar við iað endurtaka sömu lygina dag eftir dag, ef það hefur von um, að einhver fáist til að trúa henni á endanum, neyddist til að draga í land, enda annað til- gangslaust, þar sem mörg liundr uð manna hlýddu á þá ræðu Álía, sem Mbl. sagði, að hann hefði viðhaft þessi ummæli I. ★ Litli íhaldsmaðurinn, sem rit stýrir Siglfirðingi, og gert hef- ur margar heimskulegar tilraun- ir til að ófrægja pólitíska and- stæðinga súia, tyggur þessa lygi Mbl. upp í siðasta Siglfirðings- blaði. Svo illa tekst til fyrir honum, að honum ber ekki sam- an við Mbl. um fundarstaðinn, þar sem Áki hélt áðumefnda ræðu, enda ber ljúgvitnum oft illa saman. Skal hér ekld lagður dómur á, hvort þetta stafar af því, að litli íhaldsritstjórinn liafi ekki nennt að lesa lygagrein Mbl. til enda, eða hvort hann hefur tekið það upp hjá sjálfum sér að ljúga til um fundarstað- inn til þess að koma að hinni dramatisku lýsingu sinni á Listamannaskálanum, sem hon- um -virðist vera eitthvað í nöp við. En hvort sem heldur er or- sökin, er þetta mjög klaufalegt af litla íhaldsritstjóraniun. ★ Litli íhaldsritstjórinn hefur oft áður orðið almenningi til at- hlægis fyrir kjánalegar lygar um pólitíska andstæðinga, og þar að auki fengið illa sundur rifinn bjór hjá þeim, sem liann hefur áreitt. Stundiun hafa yfir boðarar hans í fhaldsflokkniun jafnvel neyðst til að skamma hann fyrir ldunnaskapinn og heimskuna. Ætti hann að láta sér þetta að kenningu verða, — hætta nú algerlega að ljúga frá eigin brjóst, og láta sér nægja framvegis að Ijúga ekki öðru en því, sem Morgunblaðið Iýgur. Sániþykl:tin (Frh. af 1. síðu) kvæmlega eins og aðaltillagan, en munurinn er smávægileg orðalagsbreyting. Sósíalistar buðust því strax til að ganga inn á breytingartillöguna og greiddu henni atkvæði. Sjálfsagt virðist, að kratarnir, sem sam- þykktu aðaltillögu sósíalista í allsherjarnefnd, hefðu því átt að geta samþykkt breytingartillög- una í bæjarstjóm, þar sem hún efnislega var eins og aðaltillag- an, svo var þó ekki, hvort sem ráðið hefiur heimsikulegur þver- girðingsháttur, eða þá hitt, að einhver taugatitringur hafi ver- ið í mönnunum vegna eins sér- staks flokksbróður síns. Flestir starfsmenn bæjarins eiga að hafa góð laun, en þeir eiga ékki að hafa leyfi til að gegna umfangsmiklum auka- störfum og einkabraski, sem ikannske upptekur mestan tíma þeirra svo aðalstarfið verði að aukastarfi. — Vonandi verður þessi samþykkt bæjarstjórnar til að koma í ve gfyrir slíkt. ð

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.