Mjölnir


Mjölnir - 26.04.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 26.04.1950, Blaðsíða 1
HIK JOtH ? ^^ 13. tölublað. Mðvikudagur 26. apríl 1950. 13. árgangur. r - Avarp til sigltirzkrar alþýðu frá 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna í Sigiufirði. Kæru stéttarsystkini! Hátíðis- og baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, hefur að þessu sinni alveg sérstaka og merka þý*- ingu. Undanfarið hafa kjör alþýðu stórversnað, og fara enn ört versnandi. Gemgislækkunin, hið hróplega ranglæti gagnvart launiþegum, Jiefir þegar valdið mikilli verðhækkun vara, enda þótt áhrifa hennar sé enn ekki farið að gæta nema að litlu leyti, hjá því, sem síðar verður. Á nokkrum vikum hafa ýmsar neyzluvörur hækkað í verði um helming, og meira til. Svo tekin séu dæmi hefur kaffi hækkað úr fcr. 16,60 kg. í kr. 24,00 kg„ er þá aðeins miðað við þá verðhækk- um, sem varð af síðari gengislækkuninni. Aðrar útlendar vörur munu hækka að sama skapi, jafn- óðum og þörfin krefst innflutnings þeirra. Verði því ekki, nú þegar, gripið til þróttmikilla og sam- stilltra gagnráðstafana, mun íslenzk alþýða í náinni framtíð sökkva niður í meiri fátækt og eymd, en þekkzt hefir hér á landi síðustu áratugi. Með þetta alvarlega ástand fyrir augum, hefir 1. maí alveg sérstaka þýðingu nú. 1. maí mótmælum við öll gengislækkuninni og vaxandi dýrtíð. Bæti valdhafarnir ekki úr þessu ófremdarástandi, heitum við í dag að grípa sjálf til gagnráð- stafana, sem duga. Með gengislækkuninni lofuðu valdhafarnir okkur atvinnuöryggi. Það loforð hefir verið efnt þannig, að atvinnuleysi fer sívaxandi. Hér á Siglufirði hefir atvinnuleysi verið mikið meira og til- finnanlegra en undaufarin ár, og ekki sýnilegt, að opinberar ráðstafanir hafiverið gerðar, eða sé verið að gera til úrbótar í jþví efni. 1. maí krefjumst við ráðstafana til aukinnar atvinnu. Við kref jumst, að ríkisstjórnin standi við loforð sín um atvinnuöryggi. Við kref jumst, að bæjarstjórnin hér hafi forgöngu um að auka atvinnu í bænum. Sérstaklega verði þa lögð áherzla á, að ríkisstjórnin látí ljúka nú þegar, við byggingu tunnuverksmiðjunnar, og tryggi nægilegt vinnzluefni til hennar. Að hafin verði byging lýsisheralustöðvar. Að ríkisstjórnin' aðstoði með fjárframlögum Sigiufjarðarbæ til að koma hér upp saltfiskþurrkunarstöð, og til kaupa á einum hinna nýju togara. Ennf remur, að aukin verði bátaútgerð í bænum. Við kref jumst þess, að ríliisstjórnin geri allt, sem í hennar valdi stendur til öflunar öruggari og hagkvæmari markaða á afurðum landsmanna, sein tvér teljum stóran áfanga að því marki að útrýma atvinnuleysinu í land- inu. ' i i i .. ' I ! 1. maí mótmælum við vöruyöntunog svartamarkaðsbraski, og heimtum, að valdhafarnir standi við loforð sín um hagkvæmara fyrirkomulag á verzlunar- málunum. Það er með dllu óþolandi, að skortur sé á helztu neyzluvörum, svo sem vinnufötum, vinnu- skóm og ýmsum öðrum aUra nauðsynlegustu hlutum. Það er óþolandi, að vörudreifing sé þannig, að meira og minna af vörunum komi aldrei í búðirnar, en sé ýmist selt bakdyramegin, eða í gegnum milliliði, á svörtum markaði, fyrir okurverð. Það er óþolandi, að í skjóli ráðstafana ríkisvaldsins, skuli svartamarkaðsbrask ,með gjaldeyri færast stöðugt í vöxt og gera hinn lága gjaldmiðil okkar að heita má alveg yerðlausan. Eina leiðin til að ráða bót á þessum og öðrum vandamálum okkar, er að styrkja og efla verka- lýðssaiiitökin. Einn og einn fáum við engu áorkað, en sameinaðir getum við gert kraftaverk. Undan- farið hafa illvígar deilur verið inann verkalýðshreyfingarinnar. Jafnvel sjálfan hátíðis- og baráttu- dag verkalýðsins, 1. maí, hefir verkalýðshreyfingin sumstaðar verið klofin um hátíðahöldin. Aftur- haldsöflin í landinu hafa af miklum áhuga fylgzt með og glaðzt yfir þessari óeiningu innan raða verkalýðssamtakanna. Hún hefur gefið stéttarandstæðingunum byr undir báða vængi til að hefja hinar hatrainlegustu árasir á Mfsafkomú alls ahnennings í landinu. Sem betur fer virðist alþýðan vera að vakna til frekari skilnings á skaðsemi sundrungariímar. Hún mun gera sér Ijost, að réttur hennar til að lifa frjálsu menningarlífi, verður að fullu troðlnn í svaðið, ef hún ekki nú þegar þjappar sér saman tíl öflugrar andstöðu og nýrrar sóknar fyrir hags- munamálum sínum. 1. maí í ár er skýrt tákn hins ört vaxandi sldlnings á nauðsyn sameiningar og samstarfs alþýðunnar í landinu, og fy™* undirbúningi að allsher jarsókn á hendur afturhaldinu. 1 dag er sótt að að samtökum alþýðunnar á Islandi. Þær réttarbætur, er unnizt hafa að undan- t'örmi, fyrir harðvituga baráttu fólksins sjálfs, eru í yfirvofandi hættu. Eina örugga leiðin, tíl varnar og sóknar verkalýðsins í yfirvofandi átökum, er að standa saman sem ein órofa heild. 1. maí er dagur hins vinnandi f ólks. Þann dag skulum við öll í sameiiúngu mótmæla því mikla ranglæti, sem framið hefir verið gagnvart okkur. Við skulum sýna valdhöfunum á íslandi, að við, þrátt fyrir allt, stöndum vörð um okkar hagsmunamál, og muuum öll í sameiningu, ekki eingöngu verjast frekri árásum, heldur hef ja markvissa sókn tíl betra og farsælla Ufs. Stjórnir og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Siglufirði, Þróttar og Brynju, svo og 1. maí-nöfnd- in, heitír á ykkur öll, hvern einasta meðlim verkal.samtakanna, að mæta til hátíðahaldanna 1. maí. Með því sýnum ivið £ verki, að við erum ein órjúf andi heild, tilbúin tíl varnar og sóknar fyrbr hags- munamálum liins vinuandi fólks til sjávar og sveita. t, j J i j , Verkalýðshreyfingin á Siglufirði vill á þessum baráttudegi fólksius, senda stéttarsystkinum sín- um um land allt smar beztu stéttarkveðjur, og óskar þess, að sem bezt samvinna getí tekizt um hagsmunamál f ólksins í þeim átökum, sem nú eru f ramundan. Verum öll samtaka í því að gera 1. maí í ár að sönnum hátíðar- og baráttudegi alþýðunnar. — Látum daginn verða tákn þess volduga afls, sem í verkalýðssamtökunum býr. F. h. 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna: (iiiimar Jóhannsson, Jónas Jónasson, Bjarni Þorstebis- son, tíísli Sigurðsson. — F. h. yerkam.fél. Þróttur: Jón Jóhannsson, Hreiðar Guðnason, Óskar Gari- baldason, Páll Ásgrímsson. — F. h. verkakv.fél. Brynju: Ásta Ólafsdóttír, Ilalldóra Eiríksdóttir, Ölíua Iljáhuarsdóttir, Guðrúu Sigiuhjarlardóttir, Hóhnfríðui' tíuðunuidsdóttir ^ -^ i, ^ -^i -|| n mií_ m*. *x ifc ^ii ¦ i >li 'í m «n "*i <fc 'i» ^fc "** "l" Hátíðahöld verkalýðsfélaganna í Sigiu W1. maí 1950. verða með líku sniði og undai?afarin ár. — Hátíðahöldin hefjast 30. ápríl nieð dansleik í Alþýðuhúsinu kl. 22. — 1. maí verður kröfk- ganga og útifundur, og kvöldskemmtun í Bíó. 1. MAÍ-NEFNDEV „VEDREISNIN" BER AVÖXT Ávöxturinn af „viðreisn" ihaldsins og Framsóknar lætur ekki á sér standa. í síðasta blaði var skýrt f rá verð- hækkunum, sem orðið hafa á kaftfi og hráolíu vegna gengis- lækkunarinnar. Hér fer á eftir skrá yfir nokkrar aðrar verð- hækkanir. Sumar þetrra munu Ivera afleiðmg af gengis- lækkun Alþýðuflokksstjórnarmnar í haust, ög eiga viðkom- andi vörutegundir þVí eftir að hækka enn meira í verði. Auk þess á 45% hækkunin á aðflutningsgjöldum eftir að koma f ram í stórhækkuðu vöruverði, t. d. á kolum, sementi og annarri þungavöru. , KOLAVERÐH> hefur hækkað um kr. 70,00 pr. tonn. SEMENT hefur hækkað um kr. 24,60 tunnan, úr kr. 50,00 í kr. 74,60. , BENZÍN hefur hækkað um 23 aura Utírmn. MOIASYKUR hefur hækkað um 65 aura kg. STRAUSYKUK hefur hækkað um 25 aura kg. ÞORSKALYSI (meðalalýsi) hefur hækkað um 50 aur. hátfflaskan, úr kr. 2,50 upp í kr. 3,00, og UFSALÍÝSI um 45 aur. hálffl., úr kr. 2,80 í kr. 3,25. Er þetta tvæntanlega gert vegna barnanna. OOCA-COLA, hinn westræni heilsudrykkur mennta- málaráðherrans, hefur hækkað í verði um 15 aura flaskan (Vi« lítri), væntamJega einnig vegna bamanna, þ.e. tíl þess að ráðh. geti haldið afram að framleiða drykkmn handa þeim. Þessi verðhækkun á menningardrykk ráðherrans mun vera fyrsta verðhækkunin, sem leyfð er á innlendri iðnaðar- framleiðslu vegna gengislækkunarmnar. TÓBAK hefur yftrleitt hækkað um 10%. SlMA- OG PÓSTGJÖLD tíl útl. hafa hækkað um 75.% FARGJÖLD með flugvélum og erlendum skipum hafa hækkað um 75%. FARMGJÖLD hafa hækkað um 45%. Allar ofantaldar verðhækkanir eru miðaðar við Reykja- vík. Líklegt er ,að verðhækkanir á sumum ofamtalinna vórutegunda verði meiri utan Reykjavíkur og Hafnarf jarð- ar, vegna meiri aðflutningskostnaðar. Sósíalistar ílytja frv. um 93 aura íiskverð Einar Olgeirsson og Áki Jak- obsson fluttu í gær á AJþingi frumvarp um að ríkisstjórnin ábyrgist - útgerðarmönnum 93 aura, lágmarksverð fyrir !kg. af nýjum fiski. Er iþetta það verð, sem gengislækkunarhagfræðing arnir, ,Ólaf.ur og Benjamín giera ráð fyrir að hægt verði að borga fyrir fiskinn. Séu útreikningar hágfræðmga iþessara réttir, mundi slík á- byrgð, sem hér er gert ráð f yrir, laldrei kosta ríkissjóð neitt, dkki einn eyri, þar sem þetta hátt eða hærra verð hlutfallslega mundi fást fyrír fiskinn á erlend um markaði. ' Sjómenn og, útvegsmenn víða um land hafa gert samþ., þar sem skorað er á ríkisstjórnina að tryggja þetta lágnnarksverð 93 aura, sem lofað var við sam- iþyikkt gengislækkuiiarínnar. Og þar eem það, ei'tir útreikningum sérfræðinga ríkisstjórnarinnar sjáilfrar, mundi ekki kosta ríkis- sjóð neitt, ætti stjórmaríilokkuii- um að vera bæði Ijúft og skylt að sanaþykkja frumvarp Einars og Áka. Sagt.var frá þVí í fréttum f yri rnokkrum dögum, að norsk- ir útgerðarmenn hefðu fengið 46—47 aura, norska, f yrir hvert kg. fiskjar í vetur, en það svar- ar til þess að ísl. útgerðarmenn fengju kr. 1,03—1,05 ísl. fyrir hvert kg. Þéss ber þó að gæta, að Norðm. hafa engan Bjarna Ben., eða Ólaf Thors til að selja afurðir sóinar, og selja þær yfir- leitt hæstbjóðendum, án tillits til stjórnmáliaskoðana þeirra. — aOfa Iþeir t. d. selt mikið af fiski og öðrum sjávarafurðum til Sovétríkjanna, Pólands og A- Þýzkalandis, j

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.