Mjölnir


Mjölnir - 26.04.1950, Side 1

Mjölnir - 26.04.1950, Side 1
aivi jOiu 13. tölublað. Miðvikudagur 26. apríl 1950. 13. árgangur. e Avarp til sigltirzkrar alþýðu frá 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna í Siglufirði. Kæru stéttarsystkini! Hátíðis- og baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, hefur að þessu sinni alveg sérstaka og merlca þýí- ingu. Undanfarið Iiafa kjör alþýðu stórversnað, og fara enn ört versnandi. Gemgislækkmiin, hið hróplega ranglæti gagnvart launþegiun, hefir þegar valdið mikilli verðliækkun vara, enda þótt áhrifa liennar sé enn ekki farið að gæta nema að litlu leyti, hjá því, sem síðar verður. Á nokkrum vikum hafa ýmsar neyzluvörur hækkað í verði um helming, og meira til. Svo tekin séu dæmi hefur kaffi hækkað úr kr. 16,60 kg. í kr. 24,00 kg., er þá aðeins miðað við þá verðliækk- un, sem varð af síðari gengislækkuninni. Aðrar útlendar vörur munu hækka að sama skapi, jafn- óðum og þörfin krefst innflutnings þeirra. Verði því ekki, nú þegar, gripið til þróttmikilla og sam- stilltra gagnráðstafana, mun íslenzk alþýða í náinni framtíð sökkva niðrn- í meiri fátækt og eymd, en þekkzt hefir hér á landi síðustu áratugi. Með þetta alvM-Iega ástand fyrir augiun, hefir 1. maí alveg sérstaka þýðingu nú. 1. maí mótmælum við öll gengislækkuninni og vaxandi dýrtíð. Bæti valdhafarnir ekki úr þessu ófremdarástandi, heitum við í dag að grípa sjálf til gagnráð- stafana, sem duga. Með gengislækkuninni lofuðu valdhafamir okluu* atvinnuöryggi. Það Ioforð hefir verið efnt þannig, að atvinnuleysi fer sívaxandi. Hér á Siglufirði hefir atvinnuleysi verið mikið meira og til- finnanlegra ea undanfarin ár, og ekki sýnilegt, að opinberar ráðstafanir hafi verið gerðar, eða sé verið að gera til úrbótar í því efni. 1. mai kref jumst við ráðstafana til aukinnar atvinnu. Við kref jumst, að ríkisstjórnin standi við loforð sín um atvinnuöryggi. Við krefjumst, að bæjarstjómin hér hafi forgöngu um að auka atvinnu í bænum. Sérstaklega verði þá lögð áherzla á, að ríkisstjómin láti ljúka nú þegar, við byggingu tunnuverksmiðjimnar, og tryggi nægilegt vinnzluefni til hennar. Að hafin verði byging lýsisherzlustöðvar. Að ríkisstjórnin aðstoði með f járframlögum Sigluf jarðarbæ til að koma hér upp saltfiskþurrkunarstöð, og til kaupa á einum hinna nýju togara. Ennfremur, að aukin verði bátaútgerð í bæmun. Við kref jumst þess, að rfldsstjómán geri allt, sem í hennar valdi stendur til öflunar öruggari og hagkvæmari markaða á afurðum laandstna.nna,, sem vér teljum stóran áfanga að því marki að útrýma atvinnuleysinu í land- inu. ' j. i j . 1 i 1. maí mótmælum við vöruvöntunog svartamarkaðsbraski, og heimtum, að valdhafamir standi við loforð sín um hagkvæmara fyrirkomulag á verzlunar- má.lnmim. Það er með öllu óþolandi, að sltortur sé á helztu neyzluvörum, svo sem vinnufötum, vinnu- skóm og ýmsum öðrum allra nauðsynlegustu hlutum. I>að er óþolandi, að vörudreifing sé þannig, að meira og minnfl af vöranum komi aldrei í búðimar, en sé ýmist selt bakdyramegin, eða í gegnum milliliði, á svörtum markaði, fyrir okurverð. Það er óþolandi, að í skjóli ráðstafana ríkisvaldsins, skuli svartamarkaðsbrask ,með gjaldeyri færast stöðugt í vöxt og gera hinn lága gjaldmiðil okkar að heita má alveg verðlausan. Eina leiðin til að ráða bót á þessum og öðrum vandamálum okkar, er að styrkja og efla verka- Iýðssamtökin. Einn og einn fárnn við engu áorkað, en sam^inaðir getum við gert kraftaverk. Undan- farið hafa illvígar deilur verið inann verkalýðshreyfingarinnar. Jafnvel sjálfan hátíðis- og baráttu- dag verkalýðsins, 1. maí, hefir verkalýðshreyfingin sumstaðar verið klofin um hátíðahöldin. Aftur- haldsöflin í landinu hafa af miklum áhuga fylgzt með og glaðzt yfir þessari óeiningu innan raða verkalýðssamtakanna. Hún hefur gefið stéttarandstæðingunnm byr undir báða vængi til að hef ja hinar hatramlegustu árásir á lífsafkomu alls almennings í landinu. Sem betur fer virðist alþýðan vera að vakna til frekari skilnings á skaðsemi sundrungarmnar. Hún mim gera sér ljóst, að réttur hennar til að lifa frjálsu menningarlífi, verður að fuilu troölnn í svaðið, ef hún ekld nú þegar þjappar sér saman tíl öflugrar andstöðu og nýrrar sóknar fyrir liags- munamálum sínum. 1. mai í ár er skýrt tákn liins ört vaxandi skilnings á nauðsyn sameiningar og samstarfs alþýðunnar í landinu, og fyrir undirbúningi að allsherjarsókn á hendur afturhaldinu. I dag er sótt að að samtökum alþýðunnar á íslandi. Þær réttarbætiu-, er unnizt liafa að undan- förnu, fyrir harðvítuga baráttu fólksins sjálfs, eru í yfirvofandi liættu. Eina örugga leiðin, til varnar og sóknar verkalýðsins í yfirvofandi átökum, er að standa saman sem ein órofa heild. 1. maí er dagur hins vinnandi fólks. Þann dag skulum við öll í sameiningu mótmæla því mikla ranglæti, sem framið hefir verið gagnvart okkur. Við skuliun sýna valdhöfunum á íslandi, að við, þrátt fyrir allt, stöndum vörð um okkar liagsmunamál, og munrnn öll í sameiningu, ekki eingöngu verjast frekri árásum, heldur hef ja markvissa sókn tíl betra og farsælla lífs. Stjórnir og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Siglufirði, Þróttar og Brynju, svo og 1. maí-nefnd- in, heitir á ykkur öll, hvern einasta meðlim verkal.samtakanna, að mæta til hátíðahaldanna 1. maí. Með því sýnum við í verld, að við erum ein órjúfandi lieild, tilbúin til varnar og sóknar fyrir hags- munamálum hins vinnandi fólks til sjávar og sveita. j j \ Verkalýðslireyfingin á Siglufirði vill á þessum baráttudegi fólksins, senda stéttarsystkinum sín- um um land allt sínar beztu stéttarkveðjur, og óskar þess, að sem bezt samvinna geti tekizt um liagsmunamál fólksins í þeim átökum, sem nú eru framundan. Verum öll samtaka í því að gera 1. maí í ár að sönmnn hátíðar- og baráttudegi alþýðunnar. — Látum daginn verða tákn þess volduga afls, sem í verkalýðssamtökunum býr. F. h. 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna: Gunnar Jóliannsson, Jónas Jónasson, Bjarni Þorsteins- son, Gísli Sigurðsson. — F. h. verkam.fél. Þróttur: Jón Jóhannsson, Hreiðar Guðnason, Óskar Gari- baldason, Páll Ásgrímsson. — F. h. verkakv.fél. Brynju: Ásta Ólafsdóttir, Ilalldóra Eiríksdóttir, Ólína Hjálmarsdóttír? Guðrún Sigurhja rtardóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttír Hátíðahöld verkaiýðsf élaganna í Siglu- firði 1. maí 1950, verða með líku sniði o'g undanafarin ár. — Hátíðahöldin hef jast 30. apríl með dansleik í Alþýðuhúsinu kl. 22. — Í. maí verður kröfú- ganga og útifundur, og kvöldskemmtun í Bíó. 1. MAÍ-NEFNBIN .VMEISNir BEK MtXT Ávöxturinn af „viðreisn“ íhaldsins og Framsóknar lætur ekki á sér standa. í síðasta blaði var skýrt frá verð- hækkunum, sem orðið liafa á kaffi og hráolíu Vegna gengis- lækkunarinnar. Hér fer á eftir skrá yfir nokkrar aðrar verð- hækkanir. Sumar þeirra munu Vera afleiðing af gengis- læhkun Alþýðuflokksstjórnarinnar í liaust, ög eiga viðkom- andi vörutegundir því eftír að liækka enn meira í verði. Auk þess á 45% liækkunin á aðflutningsgjöldum eftir að koma f ram í stórhækkuðu vöraverði, t. d. á kolum, sementi og annarri þimgavöru. KOLAVERÐH) hefur hækkað um kr. 70,00 pr. tonn. SEMENT hefur hækkað um kr. 24,60 tunnan, úr kr. 50,00 í kr. 74,60. ; , BENZtN hefur hækkað mn 23 aura lítirinn. MOÍLASYKUR hefur hækkað um 65 aura 'kg. STRAUSYKUR hefur hækkað um 25 aura kg. ÞORSKALYSI (meðalalýsi) hefur hækkað um 50 aur. hálfflaskan, úr kr. 2,50 upp í kr. 3,00, og UFSALÍÝSI um 45 aur. hálffl., úr kr. 2,80 í kr. 3,25. Er þetta Væntanlega gex-t vegna barnanna. COCA-COLA, hinn westræni heilsudrykkur mennta- málaráðherrans, liefur hækkað í verði um 15 aura flaskan (s/16 lítri), væntanlega einnig vegna barnanna, þ.e. til þess að ráðh. geti haldið áfram að framleiða drykkinn handa þeim. Þessi verðliækkim á menningardrykk ráðherrans mim vera fyrsta verðhækkunin, sem leyfð er á innlendri iðnaðar- framleiðslu vegna gengislækkunarinnar. TÓBAIÍ hefur yfirleitt hækkað mn 10%. SÍMA- OG PÓSTGJÖLD tíl útl. liafa hækkað um 75.% FARGJÖLD með flugvélum og erlendum skipum hafa hækkað um 75%. FARMGJÖLD hafa hækkað imi 45%. Allar ofantaldar verðhækkanir eru miðaðar við Reykja- vík. Láldegt er ,að verðhækkanir á sumum ofantalinna vörutegunda verði meiri utan Reykjavíkur og Hafnarf jarð- ar, vegna meiri aðílutningskostnaðar. Sósíaiistar ílytja frv. um 93 aura íiskverð Einar Olgeirsson og Áki Jak- obsson fluttu 1 gær á Alþingi frumvarp uim að ríkisstjórnin ábyrgist útgerðarmömnun 93 aura lágmarksverð fyrir !kg. af nýjum fiski. Er þetta það verð, sem gengislækkunarhagfræðing amir, ,Ólafur og Benjamín gera ráð fyrir að hægt verði að borga fyrir fiskinn. Séu útreikningar hagfræðinga þessara réttir, mundi slk á- toyrgð, sem hér er gert ráð fyrir, aldrei kosta ríkissjóð neitt, ékki einn eyri, þar sem þetta hátt eða hærra verð hlutfallslega mundi fást fyrir fiskinn á erlend um markaði. 1 “Sjómenn og útvegsmeim víða um land hafa gert samþ., þar sem skorað er á ríkisstjórnina að tryggja þetta lágmarksverð 93 aura, sem lofað var við sam- þykkt gengislækkunarinnar. Og þar sem það; eftir útreikningum sérfræðinga ríkisstjóraarinnar sjáifrar, mundi ekki kosta ríkis- sjóð neitt, ætti stjómarflokkun- um að vera bæði ljúft og skylt að samiþýkkja frumvarp Einars og Áka. ★ Sagt var frá því í fréttum fyri rnokkrum dögum, að norsk- ir útgerðarmenn hefðu fengið 46—47 aura, norska, fyrir hvert kg. fiskjar í vetur, en það svar- ar til þess að 5sl. útgerðarmenn fengju kr. 1,03—1,05 ísl. fyrir hvert kg. Þéss ber þó að gæta, að Norðm. hafa engan Bjama Ben., eða Ólaf Thors til að selja afurðir sfnar, og selja þær yfir- leitt hæsttojóðendum, án tillits til stjórnmáliaskoðana þeirra. — aHfa Iþeir t. d. selt mikið af fiski og öðrum sjávarafurðum til Sovétríkjanna, Póllands og A- Þýzkalands.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.