Mjölnir - 26.04.1950, Blaðsíða 2
MJÖLNIR
—VIKUBLAЗ
ntgpfvnM- SÖSÍALISTAFÉLAG SÍGLUFJARÐAR
: og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson
kemur út alla miðvikudaga
l kn 20,00 árg. — Af greiðsla Suðurgötu 10.
Súnar 194 og 210
Slglufjarðarprentsmiðja h/f.
1. maí í ár,
dagut baráttunnar fyrir friði
um allan heim
1. maá er í nánd, dagur verkarýðsins, dagur baráttunnar fyrir
friði, frellsi og farsæld alþýðunnar um lallan heim. Að þessu sinni
imun dagurinn mótaöt sérstaklega af hinni aiþjoðlegu friðarbar-
áttu, sem háð er gegn stríðsæsingamönnum heimsauðvaldsins,
lundir fbrystu ýmissa helztu forvagismanna yísinda, lista og verka-
lýðsmála í heiminum. Yfir hinn vestræna heim dynur látlaust ógn-
þrungin stríðsáróður hinna hemaðarsinnuðu auðhyggjumanna,
sem sjá allar friðiartíma-gróðakndir sínar vera að þorna upp og
skrælna í oflþurrki hinnar vasdandi auðvialdskreppu. Fyrir þá gildir
raú aðeins það, að geta æst svo til striðsundirbúnings, að vopna-
verksmiðjur þeirra fái nóg að starfa og að nógur markaður verði
f yrir f ramleiðslu þeirra. Og endanlegt takmark þeirra er auðvitað
pað ástand, að einhver not vérði fyrir þessa framleiðslu, að dráps-
tækin íái eitthvað að gera, að þau megi notast til að drepa menn
við friðs&imlega vinnu, ungbörn í vöggu og ömmur á ibæn. Það er
takmarkið, og þá er gróðafíkninni fullnægt í bili, og ef auðvalds-
heiminum tekst að lafa af strlíðið og halda völdum sínum, þá má
hefja sama leikinn aftur þegar kreppan kemur á ný.
1 eyrum okkar friðsamra íslendiniga hljómar stráðssónn hinna
vestrænu auðvaldsríikjia gegnum fréttirnar, sem útvarpið okkar
tekur frá London. Það er sagt frá óhemju birgðum af kjarnorku-
sprengjum, sem Bandaríkjamenn telji sig nú eiga auk vetnis-
sprengjunnar. Það er sagt frá sífelldum vopnasendingum til undir-
rtkja þeirra í Vestur-Evrópu; og það er sagt frá ráðstefnum hern-
aðarsérfræðinga auðvaldsríkjanna. Maður gæti jafnvel haldið
stundum að stríðið væri í þann veg að skella á, svo annt láta
jþessar stríðskempur sér um að hraða öllum undirbúningi og spara
ekki að láta heiminn vita hvað þeir séu sterkir, og ekki er heldur
Blegið af í áróðrinum til þess að haldia fólkinu striðshræddu'.
Friðarsamtökum alþýðunnar um allan heim er ætlað það hlut-
verk að vinna gegn stríðsáróðrinum, fylkja ölum hugsandi mönn-
um gegn honum og öllum stríðsundirbúningi, — gegn stríðsæsinga-
inönnum auðvaldsins. '
1. maá n. k. mun verða sóknardagur friðarins jafnhliða því að
hann er baráttudagur fyrir bættum kjörum í daglegu lífi alþýð-
unnar í hehni auðvaldsins.
Hér á landi verður hann eflaust fyrst og fremst helgaður
baráttu gegn hinu mnýju þrælalögium afturhaJdsins, sem virðast
stefna að því á markvissan hátt að gera vinnuafl verkamannsins
iverðlaust og óþarft. Og einnig mun verkalýðurinn enn árétfca öll
þau mörgu mál, sem staðið hafa á kröfuspjöldum hans 1. maí ár
eftir ár, en eru hvergi nalægt því að fá úrlausn.
Og íslenzki verkalýðurinn mun eflaust lika leggja sitt af mörk
um í friðarsókn verkalýðs annarra landa. Ménzk yfirstétt og þý
erlendrar hernaðarþjóðar hafa rekið land vort nauðugt í hernaðar-
samtök stórvelda. Því ber íslenzkum verkalýð, sem eins og verka-
lýður annarra landa er andvígur stríði og hernaðarsamtökum
auðvaldsins, að lýsa enn á ný andstöðu gegn Atlanzhafsbandalag-
inu og'þeim styrjaldarundirbúnmgi, sem fram fer á þess vegum.
Stríðsundirbúningur og styrjaldir eru stærstu gróðalindir
auðhringanna, og til þeirra er gripið þegar aJlt annað virðist ætla
að þr jóta.
Hinsvegar er styrjöid ein mesta hörmung, sem alþýðan þekkir
og er furðulegt hvað aJiþýðan hefur iítið látið sér að kenningu verða
jafn dýrkeypta reynslu, þannig, að hún mætti betur skilja sitt
hlutverk að þekkja sinn vitjunartíma. En alltaf miðar í áttina. —
Stærri og stærri hlutar heimsins ýmist nötra við af átökunum er
alþýðan hristir af sér hlekki auðvaldsins, eða lúta fyrr en varir
stjóm þeirra, se máður voru undirokaðir. 1 Austurlöndum kraum-
ar og sýður og hver dagurinn sem Mður færir nær þá stund, að
undirstéttin taki vóldin í sínar hendur í nýlendum hinna ört minnk-
andi heimsvelda auðvaldsins.
1. maí n. k. heldur stærri hluti mannkynsins en nokkru sinni
fyrr, daginn hátíðlegan í þeirri merkingu, að hann sé hátíðis- og
hvíldardagur, en ekki baráttudagur undirstéttar gegn yfirstétt og
við skulum vona að 1. maí að ári geti allar þær þjóðir, sem nú
heyja blóðugt stríð gegn kúgurum sínum, tekið þátt í hátiðis-
hialdi dagsins við hlið allra hinna, sem hrist hafa af sér auðvalds-
klafann.
Ðæ|arp05iunfiii
ic Sýuing á handavinnu nem-
enda Gagnfræðaskóians var s. 1.
sunnudag. Var hún að vanda
f jöllbreytt og vel úr garði gerð.
^! Sýning á teikningum niem-
enda Iðnskólans var s. 1. sunnu-
dag.
* Köld sumarheilsain. — Sumar
dagurinn fyrsti heilsaði okkur
Siglfirðingum nokkuð kuldalega
að þessu sinni ,eins og reyndar
oft áður. Var hér mikil snjó-
koma og hvassviðri allan dag-
inn svo menn jöfnuðu til verstu
bylja vetrarins, sem kvaddi dag-
inn áður. Kannske hefur hann
orðið heldur seinn að kveðja ög
sumardagurinn fyrsti goldið
iþess. Eftir því sem gamlir menn
segja er sunnudagurmn fyrsti í
sumri merkisdagur upp á sum-
arið, og nú var hann heiður og
bjartur, nokkuð kaldur að vísu,
en vierði veðurfar sumarsins
honum líkt, þá held ég að telja
megi góða tíð. Annars verður
iþað nú aflasæld suniarsins, sem
ræður því hvort það verður tal-
ið gott sumar eða ©kki, og við
skulum öll vona að það verði
Iþannig.
* Ferming. — Á sunnudaginn
kemur verður fermt í Siglu-
f jarðarkirkju. Er listi yfir ferm-
ingarbörnin birtur á öðrum stað
í blaðinu í dag.
* Þjóðleikhúsið. — Um fátt
hefur meira verið rætt síðustu
viku en opnun Þjóðleikhússins.
Og vissulega er það Umtaisverð-
ur atburður, þegar þjóðin loks-
ins eignast leikhús, sem fuiinæg-
ir kröfum tímans um útbúnað
allan og er auk þess falleg og
vönduð bygging. Og vissuiega
er hlutverk þess slílkt, að þjóð-
inni ber að f agna er það loksins
tekur til við að gegma því. Ýms-
ar raddir hafa þó heyrzt, er
draga í ef a að leikhúsinu muni
takast að gegna skyldu sinni við
Iþjóðina á þann hátt sem réttur
er, þ. e. að gera ekki upp á milli
einstaklinga hennar eftir efnum
þeirra að aðstöðu í þjóðfélaginu,
þegar um er að ræða réttinn tií
að sækja sýningar þess. Telja
raddir þessar ,að fyrstu spor
iþess sýni, að þeir menn, sem
veita því forstöðu nú, niuni
meta meir að taka hér upp
venjur yf irstéttarieikhúsa í öðr-
um löndum og að erfitt muni
síðar meir .að víkja af þeirri
ibraut, sem komið er inn' á. —
Engu skal hér slegið föstu um
það hvað verður í þessum efn-
um, en óneitaniega segir svo
hugur um, að íslenzk alþýða
Siglfirzk alþýða! Islenzk alr
(þýða! Mundu, að þú ert aðeins
ilítið brot af alþýðu alls heims-
ins.Á sama hátt og alþýðu hvers
lands er nauðsyn að standa sam
an í blíðu og stríðu, eins og ai-
þýðu allra landa er nauðsyn að
standa saman í öllum höfuð mái
um, — öEum sameiginlegum mál
um. Eining er f jöregg alþýðunn-
ar. Það veltur öll hennar gæfa
á því að henni takizt að varð-
veita þetta f jöregg sitt. 1. maí
n.k. mun íslenzk aiþýða eflaust
sýna, að hún hefur látið sér iær-
ast, að hún kann að meta þessa
dýrmætu eign sína og telur þess
vert að varðveita hana.
öreigar aUra landa sameinist!
Lifi verkalýðsstétt hcinisins!
Lifi ir iðar sam tö k a 11 >ý ð i u uiar!
muni í næstu framtíð lítið geta
eignað sér í þessu menningar-
taöki, nema þá þann ef nivið, sem
það stundum hefur með hönd-
um. Og þó við, sem út á landi
ibúum, höfum í hvert sinn, sem
við höfum farið á skemmtun,
greitt tiliag okkar til þessa
húiss, iþá mun okkar kostur að
sækja skemmtun þess oft verða
ærið þröngur. En ósk okkar er
samt sem áður sú, að þetta lang
iþráða og merka menningartæki
megi verða sameign allra Isiend-
inga án tillits til efna og að-
stæðna, stöðu og stéttar.
* Norrænafélagið. Þann 19.
marz s.l. hélt Norrænafélagið
laðalfund sinn. 1 stjórn voru
kosnir: Þ. Ragnar Jónasson, for
maður, Sigurður Gunnlaugsson,
varaform, Hjörieifur Magnús-
son, gjaldkeri, Guðrún Sigur-
hjartar ritari og Sveinn As-
mundsson, meðstjórnandi.
Síðastiiðið ár sendi Norræna-
félagið fulltrúa til danska vina-
bæjarins Herning. I ár er fyrir-
hugað vinabæjamót í UtajarVa
í Finnlandi. Það eru vinsamleg
tihnæli til þeirra, er vildu gefa
Ikost á sér sem fulitrúiar á þetta
f yrirhugaða mót í Finnlandi, að
Iþeir gefi sig fram . við stjórn
Norrænafélagsins fyrir 1. maá
n.k., svo hægt sé að taka ákvörð
un um, hve margir fultrúar
verða sendir.
ic Orðsending frá Náttúrulækn-
ingafélagi Siglufjarðar. Höfum
fengið eftirtaldar tegundir af
grænimetisf ræi: iSalat, spínat,
hreðkur, grænkál, næpur, gui-
rófur, gulrætur, blómkál, hvít-
kál. Það félagsfólk, sem kynni
að hiafa áhuga á að fá eitthvað
af þessu, snúi sér til Kristmars
Óiafssonar.
SÓSÍALIiSTAR !
Þingtíðindi 7. Iþmgs Sósíalista
flokksins eru komin og fást í
skrifstofu Sósíalistafélagsms,
Suðurgötu 10.
Ennfremur er komið marz
hefti Flokkstíðmda, og geta
flokksmenn eimnig fengið það í
félagsskrifstofunni.
Félagar! Kynnið ykkur mál-
efni flokksins.
a STARFSMABUR
LEIGUTILBOÐ
óskast í svokauaða Malmquist-stöð til eins árs, frá 1. júiií
1950 til 1. júní 1951. — 1 leigutilboðinu skal tilgreina leiguupphæð
og greiðslumöguleika. Eimnig óskast tilgreint hvort leigutaki geti
tryggt eitt skip til löndunar á bræðslusfld hjá sildarverksmiðju
Sigluf jarðarkaupstaðar, Bauðku.
Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir 14. marz n. k.
Siglufirði, 19. apríl 1950.
BÆJABSTJÓRI
HLKYNNING
nr. 8/1950 frá verðlagsstjóra
Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráos hefur ákveðið
eftirfarandi hámarksverð £, lýsi í smásölu:
Þorskalýsi 3/4 Itr............................. Ikr. 5,25
do. 7s itr............................. — 3,00
Ufsalýsi IA Itr....................:......... — 5,75
do. Vs ltr. ............................ — 3,25
Framangreint hámarlísverð er miðalð við innihald, en sé flask-
ani seld með, má verðið vera 0,50 hærra á minni flöskunum og kr.
0,75 á þeim stærri.
Söluskattur er in'nifglimii í verðihu.
Reykjavík, 15. aprái 1950
VERÐLAGSSTJÓRINN
nr. 9/J1950 frá verðlagsstjóra
lunflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið
eftirgreint hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum
kaff ibrennslum:
i
I heildsölu .................... kr. 20,93 hvert kító
1 smásölu .................... — 23,00 hvert kfó
Sé kaffið selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert
kíló. — Söluskattur er innií'alinii í |verðinu. i i
Reykjavík, 17. apríl 1950
VERDLAGSSTJÖRINN