Mjölnir


Mjölnir - 26.04.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 26.04.1950, Blaðsíða 4
MiðVikudagur 26. apríl 1950. 13. tölublað. 13. árgangur. f Viðreisnin1 og bændurnir Gengislækkunin er rothögg á þá tækniþróun í » landbúnaðinum, sem hóist á valdatímum nýsköpunarstjórnarinnar „VE>RFJSN" bændailflkkanna thalds og Framsóknar kemur ekki síður hart niður á hænd- um en alþýðu bæjanna. Land búnaðuriiui útheúntir mikið af erlendum rekstrarvöriun tilbúnum áburðL fóðurvörum, véliun, varahlutum, oUum, benzíni o.fl. Innflutningsverð þessara vörutegunda hækkar nú um 74%. Flestar jþeirra hafa verið seldar með mjög lítilli álagningu, svo iverð- hækkúniim á þeim verður enn tilf innanlegri en ýmsar aðrar vérðhækhanir, sem gengis- lækkunin lciðir af sér., UNJ>AiNF. hefur alhnikið af ]andbún.vörum verið keypt inn fyrir dollara. Þessar vörur hækkuðu í verði um allt að 44% vegna MarshaU-geng- islældtunarinnar í f yrrahaust og hækka nú enn um allt að 74%. Nemur hækkunin á inn flutningsverði þeirra síðan í fyrra vegna „viðreisnarráð- stafana" því aUt að 150%! ÞA HÆKKUN, sem verður á rekstursvörum útgerðarinn- ar vegna gengislækkunarmn- ar, fær útgerðin bætta upp að nokkru, máske öllu leyti, með hækkuðu verði á afurðum á erlendum markaði — ef mark aðir fast fyrir þær. Landbúu- aðurinn fær enga slika upp- bót. Útflutningur á landbúnað araf urðum er ekM teljandi, og óhugsandi er að hann verði aukiim til neinna muna í ná- iiini framtíð, nenia með því að lækka kaup bænda og búa liðs meira en orðið er, eða þá með því að greiða stórkostl. styrki af opinberu fé méð þeim landbúnaðarafurðum, er seldar væru á erlendum mark aði. íslenzkur landbúnaður er sem sé lemgra f rá því að vera samkeppnisfær á erlendum markaði en flestar aðrar ís- lenzkar atvinnugreinar Orsök in er fyrst og fremst sú að hann er á eftír tæknilega og skipulagslega. Á VALDATlMA nýsköpunar- stjórnarmnar var hafizt handa um margháttaða ný- sköpun í landbúnaðinum, í þcim tilgangi að koma hon- um á hærra stig tæknilega. — auka ræktunina, létta störfin, auka vinnuafköstini, bæta skipulagið og gera þessa at- ivinnugrein hæfari en áður til samkeppni á erlendum og inn lendum markaði Hef ur þessi nýsköpun borið niikinn og heillarikan árangur. Með géngislækkuninni, „Við- reisn" Frams. og íhaldsins er bæudum gert ómögulegt að halda áf ram miklum ræktun- f ramkvæmdum, auka véla- kost sinn og aðra tækni og þar með framleiðsluafköstin. Flestir bændur neyðast til að draga stórlega saman seglin. A STRlÐSARUNUM jókst sala á landbúnaðaraf urðum innan lands geysimikið, vegna auk- imiar kaupgetu alþýðuiuiar í bæjunum, og hefur haldizt nokkurnveginni óbreytt síðan. Gengislækkunin og atvinnu- leysið, þessi tvö helztu „við- reisnaraf rek" afturhaldsflokk anna rýra svo kaupgetu bæja alþýðunnar, að neyzla hennar á hinum dýru landbúnaðaraf- urðum hlýtur að minnka veru lega,, Af leiðingin verður vax- andi söluerfiðleikar land- búnaðarins, sem aftur mun leiða til samdráttar í fram- leiðslunni, vaxandi fátæktar í sveitunum og aukinna niður greiðslna með þeim hluta framleiðslunnar, sem seldur verður til útlanda. FYRSTU VH)BRÖGB bænda við gengislækkunUini voru afturkallanir í stórum stíl á pöntunum á tílbúnum áburði o. fl. erlendum vörum. Næsta skrefið eru bændaf undir þeir sem haldnir hafa verið undan farið og enm er verið að halda víða um land, þar sem bænd- ur setja fram þá kröfu, að þeir f ái þetta ár reksturvörur við því verði, sem gjlti fyrir gengislækkunina. Hefur for- maður Stéttasambands bænda m.a. beitt sér fyrir slíkri samþykkt. Heyrzt hafa úr hópi bænda raddir um að heimta beri verðhækkanú* á af urðum þeirra, tíl að mæta gengis- lækkuuiiiui. Má telja víst, að slíkar kröfur verði bornar fram af samtökum þeirra á næstunni, og væri síður en svo óeðlilegt. Verðhækkanir á landbúnaðarafurðum, eins og nú standa sakir, mundu þó aðeins verða tíl þess að auka sölutregðuna innan- lands og eiga því tæpast rétt á sér nenia að undangengi'nni kauphækkun hjá launastétt- unum í bæjunum. EF TIL VELL er það of mælt, er haf t er ef tír bónda einum á Suðvesturlandi, að gengis- lældiimin, þessi aUrameuiabót íhaldsins og Framsóknar, muni leggja landbúnaðmn í rúst. En hún er að minnsta kosti aUharður snoppungur, sá harðastí, sem bæiitlastétt- Uini hefur verið réttur um langt árabil. Yi'irgnæfandi mebrilduti sveita- Bréfaskóli Sósíalista flokksins Athygli sósffalista og annarra venkalýðssinna, sem íkynna vilja sér ástand þjóðfélagsmála og iþróun auðvaldsþjóðfélagsins, er hér með vafein á því, að Sósíal- Maflokkurinn hefur komið á fót bréfaskóla, þar sem veitt er ibrétfleg fræðsla um ýmis höfuð- einkenni auðvaldsþjóðfélagsins, álhrif þeirra á efnahagslíf al- mennings og þjóðarheildarinnar, og úrræði, tllögur og leiðir sósáalista hér á landi og erlend- is varðandi hin kapitalisku þjóð félagsvandamál. Fyrsti námsflolklkurinn nefn- ist: Kreppur auðvaldsskipulags- ms og eru í honum 8 bréf með eftirfarandi efni: 1. Stutt sögulegt yfirUt lyfir kreppur auðvaldsins, þar með hina almennu kreppu þess. 2. Um breytíngar á skipan þjóðfélagsius. 3. Kreppur í auðvaldsþjóðfé- lagi og orsakir þeirra. 4. Leið sósíaUsmans. Yfirlit yfir þróun í lúnum sósíal- istisku rflgum. 5. Kreppan, sem nú er í upp- sigUngu og Uorf urnar í sam- bandi við Iiana. 6. Ahrif kreppunnar á fslandi. 7. Urræði og kenningar ís- lenzku borgarastéttarinnar. 8. Urræði og tíUögur SósíaUsta flokksins. Þátttaka í þessum bréfanám- skeiðum er öllum heimil. Náms- gjaldið er aðeins kr. 30,00 og iþarf að greiðast fyrirfram. Skóiastjóri er Haukur Helga- son, hagfræðingur. Utanáskriftin er: Bréfaskóli SósíalistaJfidkksins, Þórgötu 1, Reykjaviík. Þetta er mjög hentugt fyrir áJhugasamt fólk, sem vili kynna sér orsakir þess þjóðmálaöng- iþveitis, sem ísl .þjóðin og raun- ar þjóðir hins vestræna kapital- iska heims era komnar í. Og Ibréfaskólinn bendir á leiðina frá þessu öngþveiti. alþýðunnar hefur aUt fram á þennan dag hUtt pólitískri forustu ,viðrcisnarfloldcaniia' -> íhaldsiiis og Framsóknar. — Hin atvinnulega þróun í sveit uniiin Uefur gengið grátlega seint imdir póUtískri forustu þeirra. TU þess að skriður kæmist á þá þróun þyrfti sá stjórnmalaflokkur, sem mest Uef ur verið rægður við alþýðu . sveitanna, Sósíalistaflokkur- Um, að komast í ríkisstjórn og f á aðstöðu til nokkurra á- hriía á málefni hennar. Nú hef ur nýsköpunin í sveitun- um verið stöðvuð, a.m.k. í bUi. „BænáaflokkarnU-," flialdið og Framsókn, Uafa brugðið fæti fyrir hana. Væri nú ekM ráðlegt fyrh* al- þýðu sveitanua að endur- skoða afstöðu sína til þessara íloldía og atbuga um leið, í góðu tómi, hvað þeU* hafa haft fram að færa um mál- efni heiuiar? Góðar bækur Eg er nýlega ibúinn að fá iþrjár nýjustu félagslbækur Máls og menningar; tvær síðustu bækurnar 1949 og fyrstu ibók ársins 1950. fíáðustu bækur 1949 eru þrið ja Ibindið af Endurminningum Mart in Andersen Nexö, og slíðara bindið af Uífsjþorsta, sög^unni laf málaranum fræga, Vincent Van Gogh, eftir Irving Stone. Báðar eru iþessar bækur einkar hugljúfar til lesturs og hollar hverjum manni. Hér verður ekki um 'neinn ritdóm að ræða um (bækur þessar, heldur er ætlun Iþessara Mna, að vekja athygli bókavina, sem enn hafa ekki gerzt meðlimir Máls og menning, ar, á þeim og þá um leið á þekn kostakjörum, sem Mál og menn ing býður. Fyrsta bók 1950 er Hugsjónir og hindurvitni, eftir bandarísk- an prófessor, Barrow Dunham. Bók þessi er fróðleg og lyftir á skýran hátt ,blæjum af hinum ýmsu hindurvitnum, sém notuð eru á margtvíslegan hátt, til að hindra stéttir og jafnvel þjóðir í sókn til betra og bjartara lífs. Holt væri því fólki, sem komið hefur auga á ógöngur þær, sem þjóðskipulag auðvaldsins er kom ið í, en viH samt ekki viður- kenna að það sé komið á leiðar- enda, að skeið þess sé á enda runnið, — holt væri því fólki að lesa þessa bók og kynnast Iþví hvernig ýmis hindurvitni valda því, að það hefur ekki ikomið auga á ástandið eins og Iþað er, en aðeins bluta af því, sem sé ógöngurnar, en ékki leið ariokin. Alir aðrir hafa auðvit- að gott af að fesa þessa bók til fróðleiks. Hvað kosta þessar bækur? Já, hva,ð kostar að vera í Máh og menningu og hvað eru félags ibælkurnar margar á ári? ¦— Árgjaldið er núna kr. 50,00 og félagsbækurnar eru þrjár, og auk iþess Tímarit M. o. m., en (það eru þrjú hefti á ári, sem til samans eru á við eina meðaJbók að stærð ,en fjölbreyttari að efni. Bækurnar er hægt að ík, hvort menn vilja heldur í bandi eða óbundnar. Það er því augljóst, að miðað við bókaverð ahnennt, eru það kostakjör, sem menn njóta hjá Máli og menning^x, og þar að aulki fá félagsmenn afslátt a öðrum bókum, sem gefniar eru út á vegum félagsins. Mái og menning hefur jafnan kappkostað um að gefa út góð- ar og gagnlegar bækur, og tel eg að íslenzkir bókamenn ' og ís- lenzk alþýða standi í óbættri Iþaklkarskuld við félagið; þakkar skuld, sem bezt verður goldin á þann hátt að sem flestir ger- ist félagsmenn og nbtfæri sér um leið hin góðu kjör, sem félag ið býður. E Fermingarbörn 1950 sunnudaginn 30. apríl. DRENiGIR: Bergsveinn Sigurðsson, Suðurgötu 51 ' Brynjar Ó. Einarsson, Grundg. 9 Eiður H. Indriðason, Túng. 34 Einar G. Adólfsson, Aðalg. 15 Eiríkur Ólaf sson, HMðarveg 16 Friðrik H. Eggertsson, HvJbr. 62 Friðrik P. Gunnlaugsson, Túngötu 43. I Guðlaugur H. Henriksen, Aðalgötu 2. ! Gunnar Þ. Sveinbjörnsson, Aðalgötu 23. Hallgriímur G. Færsetfa, Norðurgötu 12B Hanaldur F. Þorvaldsson, Grundargötu 22 Harry Petersen, Suðurgötu 47. Haukur Jónasson, Hv.eyrJbr. 64 Héðinn Jónsson, Norðurgötu 13 Heiðar R. Ástvaldsson, ' Grundargötu 11. Hihnar L. B. Antonsson, Lækjargötu 16B Hjalti S. Guðmundsson, Hl'íðarveg 35. Hörður Bjarnason, Grund.g. 18 Jóhannes Helgason, Bakka. Pétur Pétursson, Túngötu 37. Reynir Þorgr'inisson, Túngötu 1 iSigurður B. H. Jóhannesson, Hliíðarveg 33. Sigurður S. Þorláksson, Háv. 10 Sveinn Sveinsson, Suðiu-g. 49. Sverrir Koibeinsson, Hv.br. 60. Sæmundur Emiisson, Túng. 31B Þórður Sigurðsson, Norðurg. 13 STÚLEUR: Agnes Egilsdóttir, Suðurg. 15. Anna S. Karlsdóttir, Aðalg. 23. Auður Björnsdóttir, Hafnarg. 6. Ástríður Jóhannsdóttir, ' Vetrarfaraut 10 Elfa Hólm, Hvanneyrarbraut 17 Erla Óskarsdóttir, Hv.lbr. 25. Geiriaug Egilsdóttir, Aðalg. 11 Gréta Jóhannsdóttir, Lækjarg. 9 Guðlbjörg A. Jóhannsdóttir, Eyrargötu 20. Guðbjörg O. Friðriksdóttir, Bákka. Guðný Á. Hifanarsdóttir, Eyrargötu 28. Halla Kr. Sigurðardóttir Dalabæ Helga Páhnadótir, Hvanneyri. Hjördas Vilhjáimsdóttir, Suðurgötu 54. Hrafnhildur L. Oddsdóttir, Hvanneyrarbraut 51. Indíana Sigrún Ólafsdóttir, Norðurgötu 5. Inga St. Ingvarsdóttir, Hólav. 10 Ingibjörg M. Kristjánsdóttir, iRáðfaústorgi 1. Koibrún Eggertsdóttir, Suðg. 43 Snjólaug J. Hallgrímsdóttir, Hólavegi 14. Sonja Guðlaugsdóttir, Hvjbr. 29 Svava Aðialsteinsdóttir, Laugarvegi 5. Þórunn Fr. Þorgeirsdóttir, ; Eyrargötu 15. KAUPUM Vi og Va flöskur hæsta verði FÉLAGSBAKARHÐ

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.