Mjölnir


Mjölnir - 10.05.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 10.05.1950, Blaðsíða 2
* MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — ÚtgefandU SÓSÍALISTAFÉLAG SíGLUFJARÐAR Ritstjpii og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Biaðið kemur út alla miðvikudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 I Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Loddarakúnstir Alþýðuflokksins Nú er embættismannaflokkurinn í stjómarandstöðu, svo sem kunnugt er. Þeir, sem þekkja Aiþýðuflokkinn, 'foringja hans og feril undanf arinn áratug, láta sér þó ekki detta í huig, að andstaða hans gegn núverandi ríkisstjóm og aðgerðum hennar, sc sprottin af málefnategum ágreiningi við hina íha'ldsflokkana. Þeir vita sem er, að forstjóraklíkunni, sem hefur sölsað undir sigöll vöid i fiLokkn- um, mótar stefnu hans ein oig ræður yfir aðalmálgagni hans, er sama um hag almennings, og notar kjósendafylgi flofcksins, sem að verulegu leyti er sótt til aiþýðunnar, til þess eins að viðhalda auði og valdaaðstöðu foringjíakiíkunnar. Þeir vita að þessi kílíka hefur undanfarin ár setið í ríkisstjóm með íhaidinu og Framsókn og tekið með beztu lyst ,þátt 1 sams'konar aðgerðum og hún þykist nú alf eintómri hræsni vera að iberjast gegn. Forstjórakiíkan hefur tekið þátt í að leggja á aimenning tugmilljóna álögur í toilum og sköttum, lögbinda vísitölunaj vernda gróða braskaralýðsins, stöðva nýsköpunina, binda þjóðina, sem þeir þykjast ætia að leiða ti'l sósíaOisma, aftan í rófuna á öflugustu auðmannastétt verandar- innar, eyðileggja markaði fyrir útflutningsafurðirnar ,iækka gengið, auka dýrt'íðina o.s.frv. í það óendanlega. Það er því ekki að þurða, þótt þeim, sem þekkja Aiþýðuflokkinn og fortíð hans, þyki afstaða hans nú ærið kyndug. Er hún m. a. nýleiga gerð að um- talsefni í leiðara í Tímanum, aðalmálgagni þess flokks, sem þekkir Alþýðuflokkinn alira flokfca bezt, eftir ianga og oft kær- leiksríka sambúð. Byrjar iblaðið á því að lýsa undrun sinni yífir því, „að það sem flokkurinn taldi áður hvítt, er nú svart í augum hans, eilegar öfugt,“ og bendir isíðan á nokkur alkunn atriði máli sínu til sönnunar. Er nánar skýrt frá igrein Tímans á öðrum stað í blaðinu í dag. Já, það er sannarlega engin furða, þótt Tíminn þykist vera hissa á hamskiptum Alþýðuflok'ksins. „Öðruvísi mér áður brá.“ — Stjómarstefna núverandi stjórnar og verk hennar, sem Alþýðu- floikkurinn þykist nú í hræsni sinni vera að berjast gegn, em rök- rétt áframhald af stefnu „fyrstu ríkisstjómar Alþýðuflokksins.‘‘ I stjórnartíð ALþýðuflokksstjómarinnar var tagihnýtingurinn aft- an í bandaríska auðvaidið hafinn, markaðimir í Austur-Evrópu eyðilaigðir, nýsköpunin stöðvuð, Marshail-krappan leidd ylxir þjóð- ina. Gengislækkunin, sem framkvæmd var nýlega, er ekkert annað en það sem koma hlaut í kjölfar þeirrar stefnu, ekkert annað en rökrétt áframhald af því, sem áður var búið að gera. Stjómarandstaða Alþýðuflokksins inú er því ek'kert annað en andstaða gegn afleiðingunum af iþeim verkum, sem hann hefur sjálfur haft forustu um að vinna. Væri sú barátta að vísu virðing- arverð, ef hugur fylgi máii; ef Alþýðufiokkurinn hefði séð að sér og vildi nú að horfið yrði af óheiilabrautinni, sem ;,fyrsta stjórn AIþýðuflokksins“ markaði. En Aiþýðuflókkurinn viil ekki að horfið verði af óheiiiabraut- inni. Þegar Stefán Jóhann lýsti yfir andstöðu Alþýðufl. gegn nú- varandi stjórn, tók hann eimitt skýrt fram, að ALþýðufl. væri hjartanlega sammála stjórnarlflokkunum í utanríkismálum þ.á.m. markaðs- og afurðasölumáiunum ,og tryði Bjarna Ben. manna bezt fyrir þeim, m.ö.o. að hann væri samþykkur Marsha'll-pólitík- inni, kreppupólitíkinni, og vildi framhaid á henni. 1. maí notaði svo annar krataforingi, Helgi Hannesson, erindreki Eggerts Classens, tækifærið tii að gefa í útvarpinu yfirlýsingar, sem hnigu í sömu átt. Ennfremur 'hafa þessir menn og Ailþýðublaðið, ekkert tækifæri látið ónotað til að lýsa yfir því, að Alþýðufllokkurmn viidi ek'kert’ samstarf hafa við sósíalista, sem ailtalf hafa barizt oig berjast enn gegn kreppustefnunni. Kratarnir hafa heldur ekki bent á neinar leiðir út af óheilla- brautinni, sem „fyrsta Alþýðuflokksstjórnin' ‘ markaði, og fylgt hefur verið undanfarin þrjú ár. Hver er skýringin á þessari undarlegu baráttu Aiþýðuflokks- ins, baráttu hans FYRIR áframhaldandi kreppupólitík, en á MÓTI afleiðingum hennar?i Hún er ósköp nærtæk. Aiþýðuflokkurinn tapaði nok'kru kjör- fylgi og einum þingmanni í kiosningunum í haust, með þeim afleið- ingum, að hvorugur fyrrverandi samstarfsfldkka hans gat að kosningunum loknum notað hann til að skáka hinum með. — Flokkurinn var m.ö.o. ekki orðinn söluhæfur iengur. Kratafor- ingjarnir sáu, að vegtyllur iþeirra, auður og bitlingar, sem þ#ir höfðu aflað sér með' því að selja sig hinum afturhaíddlilokkunum til skiptis, voru í hættu, ef áfram yrði haldið á sömu braut. Alþýðufl. ákvað því að fara nú í stjómarandstöðu, reyna að fitna af illum verkum fyrrverandi samstarfsflokka sinna, likt og púkinn ★ „Nú hlýnar um strönd og dal.“ — Síðustu dagana hefur veðrið verið miit og gott og snjóinn tekið ört upp. Hér niðri í bænum stækka óðum auðu 'blettirnir oig klakann leysir af götunum. En þá kemur í ijós, eins og alitaf á vorin, að þörf er mikillar hreinsunar á götum lóðum og öðrum þeim svæðum, sem almenningur ýmist gengur um eða helfur fyrir augum. — Sigifirðingar og þá fyrst og fremst forráðamenn bæjarins, ættu nú að bregða við strax og snjóa hefur leyst, að láta fara fram gagngerða hreinsun á göt- uni bæjarins og lóðum. Það þarf að lagfæra girðinigiar, sem brotn að hafa undan snjónum o.fl. o.fl. Menn ættu að nota tímann vel á meðan atvinna er lítil og hafa lokið þessum nauðsynlegu verk- um áður en athafnatíminn hefst ef þá skyldi verða einliverja vinnu af hafa. ★ Sextugsafmæli. — Þann 5. maí s. 1. átti sextugsafmæh Guðni Guðnason, Túngötu 18.— 'Guðni er mætur maður og veL kynntur hjá öhum, sem þekikja hann og nýtur virðingar sam- borgara sinna. Mjölnir árnar Guðna alira heilla í tilefni þessa merkisafmælis. ★ Nemendur Iðnskólans héldu skemmtun sína laugard. 29. apr. að Hótel Höfn. Ýmis skemmti- atriði og ræðuhöld fóru fram á meðan setið var að kaffi- drykkju. Síðan var stigin dans. ★ Sjósókn. — Aflabrögð hafa verið heldur léleg í vetur, en núna fyrir og um helgina fengu nokkrum legum, og sæmilegur Mummi og Særún góðan afla i af'U var einnig hjá smærri bát- unum. Togbátar frá Ólafsfirði hafa fiskað prýðhega í vikunni sem ieið. Skjöldur lagði hér upp afla sinn fyrir helgina, 30—40 tonn og hefur hann verið sait- aður. Er vonandi að vel aflist nú á bátana hér þegar veður batn- ar og hægt verður að stunda sjó inn 'betur, sækja lengra og hafa lengri línu. ★ Vertíðarlok. — Það er kom- ið að vertíðarlokum á suður- landi. Margir bátar eru nú þeg- ar hættir og sjómenn, sem héðan fóru suður, eru farnir að koma heim. Einnig er verkafólk, sem unnið héfur i frysihúsum syðra farið að koma heim þótt ekki bíði þess hér atvinna. Verkefn- in eru að visu nóg þó hinar starfsfúsu hendur fái ekki að vinna við að leysa þau. ★ Sextugsafmæli átti Magnús Vagnsson síldarmatstjóri hinn 3. þ. m. Magnús er einn af kunn- ustu borgurum þessa bæjar, vel látinn í starfi sínu og vinsæh af öllum, sem til hans þekkja. — Mjölnir 'óskar Maignúsi til ham- ingju með merkisafmælið. ★ Aðalfundir deilda K.F.S. hef j ast um næstu helgi. Er augl. um þá á öðrum stað í blaðinu. ★ Handavinnu- og teiknisýning bamaskólans verður í ieikfimi- sal sfcólans, n. k. sunnudag. — Próf í skólanum hefjast á morgun. „Þunnur í dag eins og vana- lega,“ sagði ég af g ö m 1 u m vana við sjálf- an mig um daginn, þegar F r a n z rétti mér „Siglfirð- ings“-b 1 a ð i ð mitt, en svo las ég yfirlýsinguna frá ritnefnd blaðsins um að hún hefði aldrei skammað ritstj. fyrir heimsku og klunnaskap. Það var frétt, sem mér kom á óvart. Miklu langlundargeði mega þeir menn vera gæddir. Mér varð á að hugsa,.hvort útgerð íhaldsins á Stebba myndi ekki gefa eitthvað svipaðan arð og útgerðin á Hæring, og kannske enda á svipaðan hátt og útgerðin hjá Björgvin. Annars finnst mér það sitja illa á kominúnistum, að vera að lmýta í Stefán fyrir ritstjórn lians á „Siglfirðingi.“ Mér finsist að þeir megi vera þakklátir fyrir að blaðið er eins og það er.“ Kaupfélag Siglfirðinga tlynnir: Aðalfundir deilda verða þannig: 1. DEILD sunnudaginn 14. mr í kl. 3,30 2. — sunnudaginn 14. maí kl. 8.30 3. — mánudaginn 15. maí kl. 8,30 4. — þriðjudaginn 16, maí kl. 8,30 Allir fundirnir verða í GILDASKÁLA K.B.S. Aðalfundur félagsins verður í Sjómanna- heimilinu, f immtudaginn 18. maí kl. 4 e. h. Sjá nánar auglýsingar í búöum félagsins. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA (BDD TIL SÖLll Neðri hæð liússins, Hólavegur 18, Siglufirði er til sölu og laus til íbúðar 14. maí. — Góðir greiðsluskilmálar. MATTHÍAS HELGASON, Hólaveg 18. Þeir, sem vilja fá úðaða trjágarða sína með Bordeuax-völsva í vor, tali við undirritaðan eða Giurnar Jóhannsson, skrifstofu Þróttar, — sem fyrst. JÓHANN MALMQUIST ►♦♦♦♦♦♦♦ BARNAVASN Til sölu er lítið notaður barnavagn. Verð kr. 350,00. AFGR. ÍBLAÐSINS VÍSAR Á. ★ Eldhúsumræður fara fram 1 kvöld og annað kvöld, og verður þeim útvarpað svo sem venja er. Umræðurnar hefjast kl. 20,15 ibæði kvöldin. ★ Jarðarför Jóns Jónssonar, málara fór fram frá Siglufjarð- arkirikju í gær. Bókasafnsnotendur! Munið að frestur til að skila bóloun til Bókasafnsins rennur út i dag. BÓKAVÖRÐUR í f jósinu hjá Sœmundi fróða fitnaði á biótsyrðum f jósamannsins, feyna að vera orðinn svo feitur að afstöðnum næstu kosningum að hann yrði þá söluhæfur á ný. Sem betur fer eru þó ekki mifclar iíkur til þess að Alþýðu- fiokknum takizt þessi fyrirætlun. Aiþýðan er svo oft búin að reyna hann að svi'kum, hræsni og ibeinum fjandskap, að'þess er tæplega að vænta að margir láti blefckjast af honum einu sinni enn. Alþýðan veit líka af reynslunni, að hún getur óhrædd treyst Sósíalistajflokknum, sem nú er hennar eini stjórnmálajflokkur. Um hann mun hún fylkja sér. Stúika eða unglingur óskast til starfa á heimili hálfan eða allan daginn. HJÖRTUR HJARTAR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.