Mjölnir


Mjölnir - 24.05.1950, Qupperneq 2

Mjölnir - 24.05.1950, Qupperneq 2
MJÖLNIR — VIKUBtlÐ — Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SíGLUFJAKÐAK Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigui'ðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. •— Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Form. F.U.S. svívirðfr siglfirzkan verkalýð ★ I blaðinu „Siglfirðingi, sem kom út 11. maí s. I. er greirn eftir Óla Blöndal, formann F.U.S. hér í bæ. Grein jtessi á að vera afmælisgrein, en verð ur í liöndum höfundarins að slitróttu raupi og aurkasti til andstæðinga þessa félags. — Og Jtað út af fyrir sig hefði mátt láta óátalið, Jtví hver heiðrar minningu síns félags á merkmn tímamótum, svo sem hugur og hjartalag stend ur til. ★ En það er eitt atriði í þessari afmælisgrein, sem enginn heiðarlegur verkalýðssinni lætur ,ómótmælt, og skal það því gert liér að umtalsefni, þó í stuttu máli verði. ★ Óli Blöndal ræðir í upphafi|| greinar sinnar um árin kringy um 1930 og telur að þá hafiil borizt hingað til lands „ýms-j ar öfgastefnur,“ sem óskyíd-jl ar væru íslenzkum hugsunar-|i hætti og ven jmn. Hann talar | um austanvind, sem andað | hafi hér köldu um þær mund-sfj ir, og að „íiverskyns dindil-i| menni“ hafi risið hér upp ogj| barið sér á brjóst og boðað|| hið „austræna fagnaðarer-1 indi“ en aðalinntak þess hafi l verið „lítil vinna, miklir pen-jjj ingar.“ Og síðan segir hannlí orðrétt: „Trúgjarn almenn-j ingur lagði við Iilustirnar, —' LETINGJAR OG ÖNNLK/ SNÝKJUDÝK l»JÖDFÉ--i LAGSINS hlupu allshugar- *' fegnir inn í raðir kommúnista og sleiktu út um.“ (let.br. míín ★ 'Nú liljóta menn að spyrja: Hvaða menn eru það, sem Ól. Bl. kallar „letingja og snýkjudýr þjóðfélagsins“ ? — Hvaða stétt manna var það, sem á árunum fyrir 1930 lifði við atvinnuleysi og skort, og þurfti að ber jast við liarðvít- ugt atvinnurekendavald fyrir liverri einustu kjarabót, sem hún hlaut? Og livað er það, sem Ól. Bl. kallar „öfgastefn ur,“ „austanvind" og ,,aust- rænt fagnaðarerindi“ ? ★ Öfgastefnan og austanvind- urinn, sem hann talar um er hugsjón jafnaðarstefnunnar, sem farin var að ná talsverð- um álirifiun hér á landi þá, var leiðarljós verkafólksins í baráttu þess við ósvífna og liarðdræga atvinnurekendur. ★ Letingjarnir og snýkjudýrin sem hann talar um, er hið siglfirzka verkafólk, sem var þá að skapa sér smátt og smátt heilsteypt samtök og hafði vitanlega jafnaðarstefn. og baráttukenningar hennar gð leiðarljósi. Og vitanl. var það þetta fólk, sem hópaðist utan um hina nýju stefnu og setti traust sitt á hana, að hún mætti verða því vegur til betra og frjálsara lífs, vegur, sem það sjálft leggði með samtakamætti sínum og ein- ingu. ★ Það vissu flestir Siglfirðing- ar, að F.U.S. væri ómerkilegt félag, en engum datt þó í húg að eftir tuttugu ára skrykkj- ótt líf, yrði upphafið á lífs- registri þess svívirðingar um þann verkalýð, sem fyrir tuttugu árum bjó hér í þess- um hæ við léleg kjör, — og raunar er þetta svívirðing um allt það verkafólk, sem fyrr og síðar hefur aðhyllst jafnaðarstefnuna. •k Við athugun kemur þó í Ijós, að uppliaf greinar ÓI. Bl. er hliðstætt við félagið sjálft. — Það var upphaflega stofnað til að berjast á móti jafnaðar stefmmni, til að verða tæki í höndum atvinnurekenda gegn þeirri víðleitni verkafólksins að skapa sér þau lífsk jör, sem það taldi sér samboðið og fært að lifa Við. Sem betur fór tókst því aldrei að eyði- leggja samtök verkalýðsins, þó því Iiinsvegar skuli trúað, að það liafi átt sinn þátt í ldofningi og deilum innan verkalýðssamtakanha. Og eitt er þó víst, að um þær mundir, sem félag þetta varð tuttugu ára eru verkalýðssam tökin hér samstilltari og meiri einhugur ríkjandi innan þeirra en nokkru sinni fyrr, — svo árangurinn af tuttugu ára baráttu FUS gegn verka- lýðshreyfingunni hefur farið í öfuga átt við upphaflegan tilgang. Og sú eining, sem nú hefur skapast og er sterkari en nokkru sinni áður, hefur fyrst og fremst skapast gegn þeim ráðstöf unum, sem íhalds stjómin og íhaldið barði í gegn á Alþingi. Rás atburð- anna virðist vera nokkuð föst þrátt fyrir allt. Og mjög lík- legt tel ég, að grein Óla Blönd als verði fremur til að þjappa Verkafólki saman en til að sundra því. — Slík ummæli um vissa stétt fólks og þau er hér að framan hafa verið rædd, verða geymd en ekki gleymd, það má formaður F.U.S. vera viss mn og þeir aðrir félagar hans, sem eins hugsa. ★ Högg sem þessi, greidd verka lýðnum, verða lengi munuð og óvíst livort sá, sem sló, ber ekki rjóðari vanga á eftir en liinir, sem fyrir höggi urðu. ★ Handavinnusýning barnaskól ans var sunnudaginn 14. maí s.l. Handavinna stúlknanna var að venju fjölbreytt og margt fall- ega gérðra muna að sjá. — Handavinna drengja, sem aðal- lega var ýmsir smíðisgripir virt ist elkki eins fjölbreytt og oft áður, 'heldur var talsvert smíð- að í sama stíl, bæði leikföng og margir gagnlegir munir til notk unar á heimilum. Handbragðið virtist yfirleitt gott og bera iþess vott að vandvirkur kennari stjórnaði Iþar. Þau sýnishom af teikningum nemenda ,sem þarna vom hengd upp báru þess vott að hugmynda flug þeirra sjál'fa hafði ráðið um igerð myndanna. Þar var ekki um stælingu ljósmynda að ræða eða litaðra póstkorta, held ur áhugamál og hugmyndir barnanna, t. d. skíðamenn fi ýms um stellingum í göngu, svigi og stökki, o. fl. o. fl. — Eig hafði ánægju af að skoða þessa sýn- ingu, og svo held ég að hafi verið um fleiri. ★ Nýtt félag stofnað. — Laug- ardaginn 20. mai s. I. var hald- inn stofnfundur félags, sem nefnist Fegrunar- og menningar félag Siglufjarðar. Það héfur áður verið á það minnst hér, að kvenfél. Von sendi öllum félög- um hér í þænum bréf, þar sem óskað var eftir þátttöku í stofn un sambands memiingarfélaga d bænum, sem hefði það höfuð- verkefni að vinna að fegrun bæjarins og halda á lofti minn- ingu þeirra manna, ;sem höfðu rutt brautina 1 menningarmál- um bæjarins. Rösklega 20 félög tjáðu sig Ifús tii þessa samstarfs og tilnefndu fulltrúa fyrir sína hönd til að mæta á undirbún- ings- og stofnfundi þessa sam- bands. Undirbúningsnefnd, sem kosin var af hinum tilnefndu fulltrúum, varð ásátt um að hafa form þessa félags eða sam bands þannig, að í það igætu einnig gengið einstaklingar. — Nefndin gerði einnig frumvarp að lögum fyrir Ifélagið. Félagið var stofnað eins og fyrr segir, s.l. laugardag, á af- mælisdegi Siglufjarðar 20. maí. Stofnendur voru um tuttugu, að allega fulltrúar ýmissa félaga. I fundarlok var samlþykkt að láta lista liglgja frammi i nokkr- íim búðum og gætú þeir, sem óskuðu að ganga í félagið skrif- að sig á þá lista og skyldu þeir sem rita sig inn í félagið, til næsta fundar og á honum, tald- ir sto'fnendur þess. Kosin var stjórn ,varastjóm og endurskoðendur og skipar eftirtalið fólk þær trúnaðarstöð ur: Form. frú Sigurbjörg'Hólm. Aðrir í stjóm em: frú Eirdlksína Ásgrímsdóttur, Jóhann Þorvailds son, Gunnar Jóhannsson og Sig urður Gunnlaugsson. í vara- stjórn voru kosnir: Jón Skafta- son, Haukur Jónasson, Magnús Vagnsson, Jóhann G. Möller og Jóhann Mailmquist. Endurskoðendur vom kosnir: Einar M. Albertsson og Bjarni Þorsteinsson og til vara Jón Þorsteinsson og frk. Jóhanna Jóhannsdóttir. Fundurinn samþykkti að fela stjórninni að gera drög að starfs reglum fyrir félagið. ★ Fegrun og menning. — Sjálf- sagt er að fagna stolfnun þessa félags og óska því fararheilla, starfsamra og áarngursríkx*a daga. Hér í bæ em næg verkefni fyrir þetta félag, sem hefur sett sér það markmið að vinna að fegrun bæjarins og aukinni menningu íbúa hans. Þetta virð- ist í fljótu bragði vera tvíþætt markmið, en svo er þó ekki. — Menning og fegrun haldast í hendur og leiðir hvort af öðru. Eg tel því að takizt féilaginu að ná árangri annaöhvort í fegrun bæjarins eða aukinni menningu íbúanna, þá sé hinu lyft upp um leið. I þessum dálkum hefur marg sinnis verið rætt um þörf á því, að útlit bæjarins yrði gert hrein leigra, og bent á að fyrst og fremst beri forráðamönnum bæj arins að hafa forgöngu í þv;í efni. — Vonandi Ikemst nú skrið ur á þessi mál við stofnun þessa félags og vonandi leggjast bæj- arbúar allir á eitt því til aðstoð- ar og uppörfxmar. ★ Fimmtugsafmæli. — Þiann 21. þ. m. átti Vernharð Karls- son, verkamaður, Laugarveg 5, fimmtugsafmæli. Vernharð er þekktur sem duglegur og nýtur verkamaður. Mjölnir sendir hon um heiliaóskir í tilefni þessa merkisafmælis. ★ Silfurbrúðkaup. — 1 gær, þriðjudaginn 23. maí, áttu hjón- in Anna Konráðsdóttir og Vern- harð Karlsson, Laugarveg 5 hér í bæ silfurlbrúðkaup. Mjölnir færir þeim haimingjuóskir fyrir hönd f jölmargra vina og kunn- ingja í hópi sósíallista, og óskar þeim langrar sambúðar enn og Ifarsælla daga. ★ Jarðarför Jóns Jónssonar, Hvanneyrarbraut 19, fór fram frá Siglufjarðarkirkju 17. meí. Þá var jafnframt jarðaður lít11 dreíigurinn, Jóhann Ólafur Gunnþór, sonur hjónanna Jón- ínu Jóhannsdóttur og Sigurþórs Þorgilssonar, Hafnargötu 2Ó. ★ Jarðarför Páls Schram, verka manns Háveg 12, sem lézt lí Sjúkrahúsi Siglufjarðar i s. 1. vifcu eftir stutta legu þar, fór fram í gær frá Siglufjarðar- kirkju. ★ Aðalfundur Knattspyrnufél. Sigluf jarðar var haldinn sunnu daginn 14. þ. m. Stjórnina skipa nú: Form. Vigfús Guðbrandsson Aðrir í stjórninni eru: Eirikur Eiríksson, Sigurður Þorkelsson, Jóhanna Skaiítadóttir og Garðar Arason. Sósíaitar! Félagar í Sósíalistafélaginu eru áminntir um að greiða áfall- in flokksgjöld á skrifstofu félagsins sem allra fyrst. Flokksskrifstofan m ÞAKKARÁVARP Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við jarðarför litla drengsins okkar Jóhanns Ólafs Gunnþórs JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR SIGURÞÓR ÞORGILSSON SEcrár yfir tekjuskatt og eignaskatt, tekjuskattsviðauka og stríðs- gróðaskatt; skrá yfir gjöld til Almannatryggingá; skrá yfir gjöld atvinnurekenda fyrir tryggingarskyld störf og skrá yfir gjöld til námsbókasjóðs, liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta, frá og með 17. þ. m. til 31. þ. m. — Kærur yfir álögð- mn skatti eða öðriun gjöldum séu sendar formanni skattanefndar, bæjarstjóranum í Siglufirði, ekki síðar en þann 31. þ.m. kl. 6 e.h. Siglúfirði, 16. maí 1950 SKATTANEFND. ibúð óskast Öska eftir einu herbergi og eldhúsi nú þegar eða sem allra fyrst. AFGR. BLAÐSINS VlSAR Á. frá Síldarverksmiðjum ríkisins Allir þeir verkamenn, sem óska að starfa hjá oss á næstu síldarvertíð, þurfa að hafa sótt skriflega um viunu fyrir 25. þ. m. 1 Sigiufirði, 16. maí 1950. SÍLDÁRVEKKSMIÐJUR RÍKISINS

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.