Mjölnir


Mjölnir - 24.05.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 24.05.1950, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 24. hiaí 1950. 15. tölublað. 13. árgangur. Ytt við miðstj. Alþ.sambandsins Á f undi í Verkamannaf élaiginu Þrótti, sem hald- inn var hinn 14. þ. m., var eftirfarandi ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Þar sem nú Iiggur Ijóst fyrir, að gengislældcunin hefur orsakað gífurlega verðhækkun á öllum erlenduni vörum, og þar sem ýmsar nýjar ráðstafanir Alþingis og ríkisstjómarinnar orsaka áf ramhaldandi vaxandi dýrtíð, samþykkir fundurinn að kref jast þess af miðstjóm' A.S.I., að hún nú þegar eða svo fljótt sem því verður við komið, sendi verkalýðsfélögunum tillögur sínar og ábendingar um, hvað hún ætUst fyrir í launamálunum. Fundurinn telur, að nú þegar sé orðinn óhóflegur dráttur á þvi hjá miðstjórn A.S.Í. að senda verkalýðsfélögunum tillögur um þessi mál og vill aiveg sérstaklega undirstrika það, að óhugsandi er að félögin láti hinar óheyrilegu árásir ríkisvaldsins á lífskjör verkalýðsins þegjandi fram hjá sér fara, heidur hljóti þau, fyrr eða síðar, að grípa til gagnráðstafana." Fundarmenn lébu almennt S Ijós óánægju yfir sofandahætti AljþýðusamMndsstjómarinnar, og allir, sem til míájls tóku, lýstu yfir iþeirri skoðun, að gengis- lækkunin væri gersamlega ó- verjandi ráðstöfun og frekleg árás á lífskjör almennhiigs. Allir virtust vera sammála um nauð- syn jþess, að verkalýðsfélögin gerðu sínar gagnráðstafanir til að vega á móti þessari árás. — Jafnframt virtist öllum vera ljós nauðsyn Iþess, að verkalýðs samtökin lí HEHJD stæðu að. þessum gagnráðstöfunum, og að eðlilegast væri, að Alþýðusam- toandið hefði forustuna. Hins- vegar var á flestum að heyra, að þeir væntu sér efcki mikils alfi núverandi Alþýðusaniib.stjóm, enda varla við öðra að ibúast, svo vesæl sem öll hennar frammistaða hefur verið. Jafn- vel Iþeir verkamenn, sem harð- ast börðust fyrir „lýðræðið" í Alþýðusamlbandskosningunum, fyrir hálfu öðru ári, virðast nú vera að gera sér ijóst, hve herfi lega þeir létu blekkjast af aftur- haldinu þá. Hvert er gildi Þjóðviljans fyrir ísl. alþýðu? ? Að undanfömu hafa ýmsir þjóðkunnir menn og verkafólk svarað þessari spumingu í Þjóð- viljanum. Hefur komið þar skýrt fram álit þessa fólks á hinu mikilvæga gildi, sem Þjóð- viljinn hefur fyrir allt íslenzkt alþýðufólk. Ég ætla ekki með þessum línum að fara að svara þessari spurningu, það hafa ýmsir aðrir gert svo vel, heldur vildi ég vekja athygli hinna mörgu verkalýðssinna, sem hér em og haf a ekki enn gerzt kaup endur Þjóðviljans, svo og allra annarra úr alþýðustétt, sem eins er ástatt um, á þvá, að þeir fara mikils á mis og að þá slkort ir niargvíslega vitneskju um eigin hag og þjóðmál yfirleitt af iþví að Þjóðviljinn fær ekki að koma, inn á heimili þeirra og ¦ flytja þangað fræðslu siína. Ég hef heyrt marga halda því f ram að þeir gætu ekki keypt dag- blað vegna þess hve dýrt það sé. Já, satt er það að vísu, dag- iblöð em orðin noklkuð dýr. En fátækt fólk gerir sér ekki Ijóst að ef Þjóðviljinn, málsvari þess, væri ekki dagblað, iþá væri hann svo margf allt alflminni gegn því ofurefli liðs, sem hann á sí- fellt við að etja, þar sem em öll 'blöð afturhaldsins 5 einni Ifylkingu. Og'ef þau blöð hefðu einskorað vald yf ir hinu daglega lesefni f jöldans,, 'þá fengi alþýð- an sjaldan að sjá sannleikann um féflettingaraðferðir aftur- haldsins og hin ýmsu tiibrigiði þeirra. Og fátækt fólk hugsar ekki út í það, þegar það segir sig skorta ef ni til að kaupa Þjóð yiljann, að á hverjum einasta degi þegar það kaupir nauð- þurftir sínar greiðir það ýmist ibeinan eða óbeinan skatt til iblaðaútgáfu stéttarandstæðinga sinna, og af arði þeim, sem vinna launþeganna skapar og rennur lí vasa yfirstéttarinnar, fer drjúgur hluti til blaðaútgálfu hennar svo hún geti Mram með áróðri sínum talið hinu fátælka fólki trú um farsæla forsjá sína í öillum málum, andlegum og efnalegum. Þegar um menningarverðmæti er að ræða er oft erfitt að meta ^þau til f jár. Þannig er það líka með baráttutæki alþýðunnar. — Það er erfitt hjá þeim, sem fátækir em að meta hversu miklu má til þess offra í pen- ingum, en hitt er augljóst að án þessa tækis getur aiþýðan ekki verið, það yrði henni óbæt- anlegt tjón að missa það, þar við lægi frelsi hennar og öll framtíð. Nú fara að tímar kreppu og erífiðleika, eitt iþessara kerfis- bundnu hagléla ,sem ganga yfir auðvaidsheiminn. — Alþýðunni mun ekki veita af öillum styrk slínum til að standast élið, ein- ing hennar verður að vera órof- in og samvirk ef hún á ósködd- uð að sleppa. Og ekki hvað sízt mun reyna á hin andlegu iþolrif verkalýðsins og ekki mun veita af daglegri baráttuhvöt til þess, að ekki sljófgist andlegur skír- leiki hans og skilningur á nauð- syninni á því, að hver og einn einstaklingur leggi sitt af mörk- um. Eins og fyrr mun Þjóðviljinn segja alþýðunni sannieikann og Frá verkalýðsfél. Á fundi í Verkakvennafélag- inu Brynju í gærkvöldi var sam þykkt að segja upp núgildandi kaup- og kjarasamningum við Vinnuveitendafélag Siglufj. • Vísitala framfærslukostnaðar fyrir maí hefur nú verið birt, og er hún 105 stig, öjg leggst því nú 5% viísitöluuppbót á allt kaup- gjald. Samkvænit því er hinn ailmenni tímakaupstaxti verka- lýðsfélaganna hér eins og hér segir frá 30. apríl s. 1.: Xímakaup kvenna í alm. vinnu: Dagvinna ............ kr. 7,47 iÖftirvinna............ — 11,95 Nætur- og h.d.v. — 14,94 Tímakaup karla í alm. vinnu: Dagvinna ............ kr. 9,70 Eftirvinna ............ — 15,52 Nætur- og h.d.v. — 19,40 Frá skrifst. verkalýðsfélaganna. Þorskamerkingar ÍNýlega afhenti Magnús Guð- jónsson, skipstj. á m/s Skildi, formanni fiskifélagsdeildarinn- ar hér, Magnúsi Vagnssyni, sex þorskamerki til (fyrirgreiðslu, ásamt kvömum úr þorskunum, sem merkin vom í. Hefur Magn- us Guðjónsson veitt þessa sex þorska, sem merkin em úr, á tveim s. 1. mánuðum. Það er mikilvægt fyrir fiski- rannsóknimar, að sem flestir sjómenn athugi um merki á þorskum sem þeir veiða, og ann aðhVort sendi þau beint til iFi^kifélagsins í íleykjávák, eða afhenti þau formönnum Fiski- Ifélagsdeildanna þar sem þeir koma að landi. Merkjunum þurfa að fylgja kvamirnar úr hinum merktu þorskum, ásamt upplýsingum um hvar og hvenær þorskurinn veiddist, kynferði hans ef hægt er, ennfremur lengd hans, sem skal mæld frá snjáldri aftur á sporðblöðku aftast. Verkalýðsbarátta Alþýðuflokksins (Framh. af 3. síðu) ganga 1. maí s. I., alveg eins og undanfarin ár. Hálian mánuð á undan hvatti Alþýðublaðið verkamenn daglega til að taka EKKI þátt í kröfugöngunni, og fomstumenni tveggja stærstu verkalýðsfélaganna, sem Alþýðu flokksmenn stjórna, Sjómanna- afhjúpa blekkingar auðvalds- tolaðanna. Hann mun verða nú eins og fyrr, sá vörður og for- ystukraftur í verkalýðsbarátt- unni, sem aldrei bregst. Þess- vegna verður alþýðan að fylkja sér um Þjóðviljann, gera honum fært að ná til miklu fleiri ein- staklinga en áður. Þá Ifyrst fær gildi Þjóðviljans fyrir alþýðuna notið sín til fuls. „Viðreisnin" í fullum gangi Hér á eftir em taldar upp nokkrar nýjustu verð- hækkanirnar, sem „viðreisn" Pramsóknar og ihaldsins, hefur leitt af sér: STRÁSYKUR hækkaði nýlega um 95 aura kg. til við- bótar þeirri 25 aura verðhækkun, sem varð á honum fyrir nokkrum vikum. Viðreisnarhækkunin á þessari vöm nemur því alls kr. 1,20 pr. kg., eða 46%. Fyrir „viðreisnina" kost- aði strasykurkálóið kr. 2,60 en nú kr. 3,80. BURÐARGJÖLD undir einföld bréf innanlands og til Norðurlanda hækka úr 75 aur. í kr. 1,00. SlMTALAGJlÖLÐ og afnotagjöld fyrir einkasíma hækka um 25—36%. SlMSKEYTAGJÖLD innanlands hækka um 11%. LYFJAVERÐ hækkar um 25%. Hefur sú hækkun m.a. haft þá afleiðingu, að sjúkrasamlagsgjöld í Reykjavík haía hækkað um 4 kr. á mánuði. Munu sjúkrasamlagsgjöld annarstaðar á landinu að líkindum hækka um svipaða upp- hæð innan skamms. HRlSGRJÓÍN hafa haökkað um 60 aura kg., úr kr.'2,50, í kr. 3,10 kg. HRlSMJÖL hefur hækkað um kr. 1,85 kr., úr kr. 2,10, í kr. 3,95. RUGMJÖL hefur hækkað um kr. 1,05 kg., úr kr. 1,15, í kr. 2,20 kg. HAFRAMJÖL hefur hækkað um 80 aura kg., úr kr. 1,90, í kr. 2,70. BAUNIR í pökkum hafa hækkað um helming, úr kr. 1,30, fi kr. 2,60. HVEITI mun hækka næstu daga, eða er þegar hækkað um 150%. Fyrir gengislækkun fcostaði hveitipokinn kr. 62,00 í innkaupi, en kostar nú kr. 150,25. Mun þessi hækk- un leiða til stórfelldrar verðhækkunar á brauðum og kökum úr hveiti. RÚGBRAUn, 1500 grömm, hefur hækkað um kr. 1,15, úr kr. 2,10 S kr. 3,25. Normalbrauð hækkar l'ika upp í kr. 3,25. — Þetta verð er miðað við Reykjavík og Hafnarf jörð. Annarsstaðar á landinu má verðið vera 20 aurum hærra f yrir hvert brauð. Verðið á öðrum vömtegundum sem taldar em hér að ofan, er einnig miðað við Reykjavík. BLAUTSAPA hefur hækkað um 80 aura kg., úr kr. 4,70 í kr. 5,50 kg. SKEMMTANASKATTUR hefur verið hækkaður ^um 10%. Var það síðasta afrek Alþingis áður en því var slitiið. SMJÖR, skammtað, hofur hækkað um nærri 500%. 1 kg. af sikömmtuðu smjöri kostar nú kr. 24,00, en kostaði áður kr. 5—5,50. AFENGI hefur einnig verið hækkað í verði. Sterk vín hafa hækkað um 15 kr. flaskan, nema whisky, sem hefur hækkað meira. Létt vín hafa hækkað um 3—.10 kr. flaskan. Á brennivíni nemur hækkunin rúmlega 21%! félags Reykjavífcur og Verka- kvennafélagsms Framsóknar, NEITUBU að taka þátt í henni og hvöttu aðra til'að haga sér eins! Var Alþýðublaðið og verka- lýðsforingjar kratanna að treysta samheldni verkalýðsins með þessu? Eða var kannske tilgangurinn að sundra honum, með því að efna til innbyrðis ósanikomulags, stéttarandstæð- ingunum til ánægju? Hitt er svo annað mál, að margir óbreyttir kjósendur Alþýðuflokksins og sumir af smærri spámönnum hans tóltu þatt í kröf ugöngunni ÞRÁTT FYRHl EGGJANIR Alþýðublaðsins og foringjanna. • Hvað á Alþýðuflokknum að þolast það lengi, að leiká þennan skollaleik, að þykjast í orði vera á móti íhaldinu, en styðja það í verki? Hvenær þrýtur þolin- mæði þeirra alþýðumanna, er fylgja flokknum? Er langlund- argeð þeirra alveg takmarka- laust? Hér hafa verið rakin faein dæmi, sem sýna glöggt, hver „stefna" flokksins í verkalýðs- málum er. Hún er:thaldsþjón- usta og aftur íhaldsþjónusta. Og hvað sem f jasi Alþýðublaðs- ins og einstakra krataforingja liður, bendir ekkert til þess, að nein breyting á þessari „stefnu" flokksins standi fyrir dyrum. — Hinsvegar er ekki ósennilegt, að í þeirri hörðu baráttu verkalýðs ins fyrir lifsafkomu sinni, sem framundan er, muni foringja- klíka flokksins afhjúpa sig enn rækilegar en hún> hef ur nokkura tíma áður gert, sem íhaldsþjóna og verkalýðssvikara. Það getur sem sé skapast sú aðstaða, að ekki verði hægt, án þess að af- hjúpa sig um leið, að taka í orði afstöðu gegn afturhaldinu, en styðja það í verki á bak við tjöldin. Þá mun enn reyna ál langlundargeð og þolinmæði þeirra alþýðumanna, sem telja sig fylgja Alþýðuflokknum að málum. Og þá verður ef til vill gert út um örlög Alþýðuflokks- ins sem afls í íslenzkum stjórn- málum. i

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.