Mjölnir


Mjölnir - 28.06.1950, Side 2

Mjölnir - 28.06.1950, Side 2
MJÖLNIR C ' — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJAKÐAR Ritstjóxi og ábyrgðannaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Svik Alþýðusambandsstjórnarinnar Bréf það, sem stjórn A.S.Í. hefur nýlega sent verkalýðs- félögunum, er eitthvert það vesaAdarlegasta plagg, sem nokkrir verlkalýðssvikarar á íslandi hafa iátið frá sér fara. Svik Alþýðusamþandsstjómarinnar um að framkvæma eða hafa forgöngu um þær gagnráðstafanir, sem verkalýðsráð- stefnan 12.—14. marz í vetur samþykkti að gerðar yrðu vegna gengislækikunarinnar, er eins og rýtingsstunga í bak verkalýðsamtakanna, og gerir alla viðleitni þeirra til að fá hina gífurlegu kjaraskerðingu, sem alþýðan hefur orðið fyrir undanfarið, margfalt erfiðari en ella. Fyrri hluti bréfsins er barnalegt grobb um það, að sam- bandsstjóminni hlafi tekizt að fá sniðna af gengislækkunar- frumvarpinu nolkkra af agnúum þess og fá viðurkenndan rétt nokkurra sambandsfélaga, sem hafa verið undir forustu krata og hafa verið aftur úr með taxta, til að fá ahnennan taxta sinn hækkaðan upp I 9 krónur, án þess að missa rétt til vásitölu-uppbótar. Er auðséð, að liér er xun beinani samning að ræða milli Alþýðnsambandsstjórnarinnar og gengislækkimarstjómar- innar. Þau fríðindi, sem fengizt hafa, eru keypt því verði, að Alþýðusambandsstjórnin lofar að ' reyna eftir megni að koma í veg fjrir gagnráðstafanir gegn liinum stórkostlegu afleiðingum gengislæklíunarimiar. 1 síðari htuta bréfsins segist sambandsstjórn enn ekki itelja tímabært að hefjast handa um róttækar aðgerðir, en álíta, að í þess stað beri enn „að bíða og sjá hverju fram vindur um framkvæmd og áhrif gengiíflaganna, svo og láta betur koma í ljós aðgerðir ríkisvaldsins, er áhrif hafa á afkomumöguleika almennings“! Þá segist hún ekki geta um það sagt, „HVORT NÉ HVENÆR telja verður heppilegt að liafnar verði aðgerðir í kaupgjaldsmálunum“, og lýsir því sem helzta hlutverki sínu að „knýja fram vinsamlegri fram- kvæmd gengislaganna“! Verkalýðsráðstefnan í marz í vetur samþykkti einróma ályktun um, að „ekki verði hjá því komizt, að verkalýðs- félögin geri alvarlegar gagnráðstaJfánir“, ef gengislækkunin yrði samþykkt, og fól stjórn A.S.I. að „beita sér fyrir nauð- synlegum gíignráðstöfunum, ef veruleg röskun verður á lilutfalli dýrtíðar og lairna í landinu“. Nú hefur stjórn A.S.I. skýrt frá því, hvemig hún hygg- ist framlcvæma gagnráðstafanirnar. Það á að „bíða“, „sjá hverju frám vindur“, reyna að „knýja fram vinsamlegri framkvæmd gengislaganna“, og foks getur hún ekki sagt um „hvort né hvenær“ heppilegt verði að hefja aðgerðir í kaupgjaldsmálunum! Hún virðir m.ö.o. samþykktir ráðstefn- unnar algerlega að vettugi. Þessi svívirðilegu svik koma mönnum þó ekki alveg á óvart. Núverandi stjóm A.S.I. var á sínum tíma komið á laggirnar fyrir atbeina aifturhaldssömustu afla landsins, þar með taldir núverandi stjórnarflokkar, Sfefáns-Jóhanns-klik- an í Alþýðuflofcknum og Vinnuveitendafélag Islands. Nú eru þessar afturhaldsiklíkur að uppskera laun sín. ★ 1 fyrradag hélt Þróttur all-fjölmennan fund. Var 'bréf Alþýðusambandsstjórnarinnar þar til umræðu. Var eftir- farandi tillaga samlþykkt á fundinum með atkvæðum flestra fundarmanna igegn þremur: „Fundur í Verkamannafélaginu Þrótti, haldinn 26. júní 1950, lýsir undrun sinni og óánægju yfir bréfi Alþýðusam- bandsstjómar frá 15. júní s. 1., þar sem lagt er til, að samið verði strax um kaupgjald í síldarvinnu, án tillits til þess, hvort nokkrar kjarabætur nást eða ekki. Telur fundurinn bréfið ótvírætt sýna, að sambandssjóm liafi að engu liaft samþykktir verkalýðsráðstefnunnar, sem lialdinn var dagana 12.—14. marz s. 1., og auk þess beinlínis blekkt sambands- félögin með því að láta allt annað í veðri vaka, en nú er fram komið.“ ★ Nú er sótt að verkalýðnum frá öllum hliðum. Hann á enn sem fyrr x höggi við sinn gamla andstæðing, atvinnu- rekendavaldið. Ríkisvaldinu er ,beitt hlífðarlaust gegn hon- um. Og "ú ^ - c -r stjórn Alþýðusambandsins bæzt x hópinn. ★ Dánardægur. — Nýlega lézt í Ólafsfirði öldungurinn Dúi Grímsson, sem Siglfirðingar þekkja mæta vel frá þeim dög:- um er hann dvaldist hér í bæ. ★ Jarðarför frú Jónu sálugu Þorbjörnsdóttur fór fram sll. föstudag. Stúkusystkynin vott- uðu hinni látnu virðingu sína með viðhöfn. ★ Vöruskortur. — Að undan- förnu og líklega enn, hefur verið mi'klum vandkvæðum bundið að fá ýmsar algengustu tegundir matvæla, svo sem ýmislegt til súpugerðar, kartöfl ur, haJframjöl fæst ekki nema í sumum verzlunum, og þannig er um margár fleiri teg. Manni verður hugsað ti'l þess, þegar sildarskipin fara að koma og búast á veiðar, hvernig iþeim muni ganga að ifá matvæli handa áhöfnum s'inum. — Það hefur oft verið á það minnst, að verzlanir hér þyrftu að fá aukið magn af vörum yfir síldveiðitímann, ekki ein- ungis af matvörum heldur og af varningi, sem sjómenn og siíldverkunarfólk, sem hingað sæki.r vinnu, getur ekki án verið um lengri tíma. Á ég þar við t. d. vinnuföt og hlífðarföt, og margt fileira mætti til telja. Aldrei hefur Ijklega verið meiri þörf á þessu en einmitt nú, því aldrei munu verzlanir hér hafa haft eins htinn lager upp á sumarið sem nú, Verzlunará- standið í landinu er orðið þann ig, að vörur liggja ekki á lag- erum a.m.k. ekiki hjá smærri verzlunum út um land. En Siglu fjörður heffur sérstöðu rnn iþetta sem fleira. Yfir 2—3 mán. safnast hingað hundruð aðkomufólks, sem vinna við síldarvinnu, og auk þess hafa tiulgir 'ísl. veiðiskipa alla úttekt sína hér. Það fjölgar því ört og mikið þeim hópi, sem verzl- anir hér þurfa að sikaffa nauð- synjar. Hvernig þetta tekst i sumar skal ósagt látið, en vonandi teikst það vel, þrátt fyrir öll vandkvæði, sem nú eru á verzlunarstarfseminni. ★ S ldarafgreiðsla til Færey- inga. — Nýlega var verið að afgreiða síld tii Færeyinga úr einu frystihúsinu hér. Lét verk stjórinn Færeyingana sjálfa vinna að afgreiðslunni þótt það sé algert brot á taxta Þróttar. I þetta skipti vildi svo óheppi- 'lega til að ekki náðist 'i starfs- mann Þróttar til að stöðva iþetta, en framvegis ættu Þrótt- armeðlimir ag Þróttarstjórn sérstaklega að vera á verði gagnvart sMku sem þessu og láta það ekki viðgangast. ★ Hversvegna þessa tregðu?— Bæjarpóstinxmi- hefur borizt til eyrna, að ýmsir síldarsaltendur séu heldur tregir á að ráða ibæjarmenn á plön sín, en sumir hverjir 'haffi ráðið utanbæjar- menn, sem bíði bess að mega koma og taka við störfum. — Ef sMfct er satt, sem hér skal þó ekikert fullyrt um, heldur vonað að hafi við engan staf að styðjast, þá verður það að teljast heldur kuldaleg fram- koma við siglfirzka verkamenn, sem öðrum fremur munu vanir síldarvinnu hverju nafni sem nefnist. Og ástæða er'til fyrir verkamenn, sem ekfci hafa feng ið pláss á plani, að fylgjast vel með hverjir taka þar tii starfa Iþegar vinna hefst. ★ „Sjón er sögu ríkari.“ — Já, sjón er sögu ríkari, sögðu margir er þeir höfðu heyrt og séð „kvikmyndaafrek“ Lofts, þættina „Sjón er sögu ríkiri,“ sem hann sýndi í Nýja Bíó fyrir síðustu helgi. Sagan af þessu „kvikmyndaafreki“ hefur Iþó ekki verið á eina leið, því flestir, sem séð höfðu, réðu i£rá því að sæikja þessa tólf krónu og fimmtíu aura sýningu. En Loftur sjálfur sagði, að þetta væri einstætt tækifæri til að kynnast ýmsum fremstu Msta- mönnum vorum. Og sjón varð sögu r'iikari. Flestum, ef ekki öllum, sem sáu, þótti sér stór- lega misboðið að selja inn á slífct á kr. 12,50, — og í öðru lagi þótti þeim, að flistafólki iþví sem þarna fcom fram væri stórlega misboðið með þeirri ranghverfu á list þess, sem þarna var boðin fólki, sem góð og 'gild vara. Eg held að Loftur og aðrir slí'kir kvikmyndarar ættu að , hvíla sig um sinn, því íslenzkt fólk er ekki þeir bjálfar, að það ig'ini við hverju því fúski á sviði kvikmynda, sem ein- hverjum dettur í hug að sýna því, bara af því að það er ísienzkt ag tilraun. Islenzkir ikvikmyndatökumenn hafa sýnt að þeir geta tekið kvikmyndir af náttúru landsins og avinnu- lífi, og eru þar ef'aust fremst- ir Kjartan Ó. Bjarnason og Óskar Gíslason, og þær mynd- ir þykir fólki gaman að sjá og viU fá meira af slíku. En það frábiður sér tilraunir Lofts og viU heldur að hann haldi áfram iðju sinni sem ljósmynd- ari, því þar nýtur hann ti'austs og virðingar. Og eflaust fagn- ar fólk þv'i, þegar hann hefur náð sama stigi 1 ikvikmynda- igerð og í ljósmyndagerð, en vill elkki borga ærna peninga til að horfa á jilraunir hans. Þær getur hann bara sýnt góðvinum sínum og látið þá gagnrýna þær. ★ Hljómsveit Björns R. Ein- arssonar kom hér við ií s.l. viku á leið sinni um Norðurland. Voru haldnir hér tveir dans- lei’kir og ein skemmtun fyrir unglinga. Vissulega er það góðra gjalda vert þegar ein af beztu eða bezta dans-hljóm- sveit landsins tekur sig upp í ferð um landið til að kynna sig og skemmta öðrum. En fólki hefir fundizt að ekki væri gustuk af aðiium eins og Lofti og hljómsv. Bj. iR. E., að koma hingað til að trekkja peninga ifrá fátæku fóliki hér, sem fiest hefur átt við atvinnuleysi að stríða í vetur og lélega vinnu í vor og það sem af er sumri. En vitanlega verður hver að gera upp við sjálfan sig hve miklu af þvi litla fé, sem hann hefur undir höndum, hann ver til skemmtana. Björn R. Ein- arsson freistar unga fólfcsins, og þá horfir það ekki í að eyða máske sínum síðasta skilding, þegar færið gefst. — Og það um það. HLILlFEf RISGREIDSLIIR til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi. Hinn 1. desemlber 1949 kom til framkvæmda miUiríkjasamn ingur Norðurlandanna imi gagnlkvæmar greiðslur ellilifeyris. — Samkvæmt þessu eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkis borgarar, sem dvalizt hafa samfleytt á Islandi 5 síðastliðin ár, o§ orðnir eru ful'lra 67 ára, rétt til eUii'ifeyris á sama hátt og ís lenzkir rikisborgarar. Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sír undir 16 ára aldri, sem hjá þeim dvelja á þeirra framfæri, o§ Ikoma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur, ti jafns við íslenzka ríkisborgara. Þeir erlendir ríkisbergarar, sem samningurinn tekur til, o§ vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminntir um að snifc sér með umsóknir sínar til umboðsmanns Tryggingarstofnuna] ríkisins og leggja fram sönnunargögn fyrir óslitinni dvöl hér í landi 5 síðustu ár. Þeir, sem áður hafa lagt fram umsókn og fengið úrskurðaðar lífeyri, þurfa þó ekki að endurnýja umsókn sína fyrir næsts bótatímabil, 1. júlí 1950 til 30. júní 1951. Reykjavík, 22. júní 1950. Tryggingastofnun ríkisins TILKYNNING Að (gefnu tilefni tilkynnist hér Imeð, að löllum er óheimilt að taka grjót, möl, sand eða hverskonar uppfyllingarefni í landi Siglufjarðarkaupstaðar, mema með leyfi hæjarstjóra. Siglufirði, 21. júní 1950. -v’ rja BÆJARSTJÓRI

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.