Mjölnir


Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 2
í I MJÖLNIE -VIKUBLAÐ- Gtgefandi: SÓStALISTAFÉLAG SíGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið kemur út alia miðvikudaga áskriftargjaM kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. LÆRUM AF REYNSLUNNI Vinnudeila Þróttar við iSE, var margra hluta vegna mjög athyglisverð. Reynsla verkamanna í þessari deilu, getur verið mjög gagnleg síðar, ef hún er notfærð á réttan hátt. Aðalkrafa verkamanna í deilunni var, að næturvinnulkaup yrði greitt yfir sumarið fyrir næturvinnu, en undanfarin ár hef- ur næturvinnukaup aðeins verið greitt fyrir næturv. yfir veturinn. Víðast hvar á landinu er næturvinnukaup greitt allt árið, en hinsvegar fá siglfirzkir verkamenn eftirvinnukaup greitt með 60% álagi á dagvinnu ií stað þess að annarstaðár er eftirvinnu- kaupið 50% álagi á dagvinnu. Er iþað nú svo, að þessi íkrafa sigflfirzkria verkamanna um næturvinnukaup fyrir næturvinnu, sésvo fjarri allri sanngirni, að það hefði réttlætt að stöðva ríkisverksmiðjurnar, frekar en ganga að henni?. En það ætlaði meirihluti stjórnar ríkisverk- smiðjanna að gera. Hver sanngjarn og óhlutdrægur maður hlýtur að viðurkenna, að þessi kraifa verlkamanna er ekki ósvífin frekja, heldur hreint og heint ofur eðlileg og sjálfsögð. Enda mun þessi krafa verkamanna verða viðurkennd fyrr eða síðar, allt eftir þvá hve vel verkamenn fylgja málinu fram. iÞáttur AJiþýðusambandsstjórnarinnar í deilunni er saga út af fyrir sig. Meðan á samningaumleitunum stendur heldur sam- bandsstjórn fund um deiluna. Engin samráð eru höfð við for- ustu Þróttar, en gerð samþykkt um, að leggja tifl. að samningar verði framlengdir. Áður en Þróttur heyrir noikíkuð um málið frá sambandsstjórn, segir framkvæmdarstjóri ríkisverksmiðjanna formanni Þróttar frá samþykktum stjórnar Alþýðusambandsins. Eklki væri að furða þó menn spyrðu: Hvernig stendur á að Sveini Benediktssyni eru tilikynntar samþykktir Alþýðusambandsstjórn- ar um vinnudeilu á Siglufirði, áður en Gunnari Jóhannssyni er nokkuð af þeim sagt? Eða var Sveinn Benediktsson með í ráðum hjá sambandsstjórn? Þetta er stórvægilegt mál í vinnudeilunni og kastar skýrara ijósi á afstöðu og gerðir sambandsstjórnar ,en fiest annað. Sam- þykktin sjálf, — timiæli til Þróttar um að framlengja samninga, — gerir Þrótti mjög mikið erfiðara fyrir, en styrkir afstöðu atvinnurekenda. Það er svo augijóst mál að varla verður um deilt. Ætti að lýsa þessari deilu með örfáum orðum, myrídi það verða á þessa leið: Verkamenn á Siglufirði fóru fram á mjög hóflega og sanngjarna lagfæringu á taxta sínum, þar sem aðai- krafan var að iþeim yrði greitt næturvinnukaup eftir sömu reglum og tíðkast víðast hvar á landinu. Alþýðusambandsstjórn studdi Þrótt ekki í deilunni, eins og henni bar skylda til, heldur gékk í lið með atvinnurekendum. Meirihluti stjórnar SfR sýndi óbil- gimi í deilunni, neitaði hinni sanngjörnu kröfu og ætlaði, eftir að hafa tryggt sér stuðning stjórnar A.S.I., að hleypa deilunni í verkfall og stöðva ríkisverksmiðjurnar, kannske fram á sumar. Verkamenn féllu þá frá aðalkröfunni og sömdu um nokkrar smávægilegar umbætur á taxta sónum. Meðan á deilunni stóð, flutti Þóroddur Guðmundsson tifliögu í veriksmiðjustjórn, um að gengið yrði að næturvinnuikröfunni. Sú tillaga var felid með 3 atkv. gegn einu, en Einnur Jónsson greiddi ekki atkvæði. Sjáifsagt hafa margir verkamenn hér í bæ búizt við að fulltrúi Alþýðufiokksins mynch í: slíku máU hafa allt önnur sjónanmið en dhaldið, myndi hafa syipað eða sama sjónarmið og verikamenn,' en Finnur gat ekki samþykkt að verka- menn fengju næturvinnukaup fyrir næturvinnu. Eyrir iþessa af- stöðu vex Finnur og flokkur hans í áliti hjá íhaldi og afturhaldi, en hvort álitið og tiltrúin vexl hjá verkamönnum á reynslan eftir að sýna. Jón Hjálmarsson, erindreki A.S.Í. mætti á einum Þróttar- fundi meðan á deilunni stóð. Þó Jón þessi sé frámunalega klaufa- legur og iélegur ræðumaður, var samt giöggt hvað hann vildi. Má um hann segja í starfinu, að hann sé réttur maður á réttum stað, að vera erindreki undir stjórn Helga Hannessonar. Hin nýafstaðna deiia Þróttar endaði með smávægilegum kjarabótum. En dýrtíðin vex og kjör alþýðunnar versna. Að þvá er markvisst. stefnt, að láta: hina ríku halda áfram að græða, en kreppa og markaðsvandræði lenda á aiþýðunni einni. Verði haldið afram á sömu braut, éndar það með meiri fátækt og eymd alþýðunni til handa erí dæmi eru til síðasta mannsaidur. Þessu er iþó öllu hægt að snúá við, aðeins ef afljþýðan sjálf áttar sig í tíma á hve sterk hún er og hvaða ráðum þarf að beita. Það ( T*r Sjötugsafmæli. — Björg Þor bergsdóttir, Snorrabraut 3, átti sjötugsafmœli hinn 1. júlá s. 1. -Ar Slysfarir. — Miðvikudaginn 5. júli s. 1. lézt í Landspítalan- um Steingriímur Benediktsson, fyrrum starfsmaður hjá Kaup- félagi Siglfirðinga. Var hann fluttur til Rsykjavíkur fyrir nokkru. Hann varð fyrir ibif- reið og slasaðist mikið og lézt skömmu síðar. Steingr. heitinn var í blóma Mfsins er hann lézt á svo sviplegan bátt. Axel Sveinsson, verkamaður hér í bæ lézt s. fl. laugardags- kvöld. Var hann einn á heimili sínu og er talið l'íiklegt að hann muni hafa hrasað í stiga, því þannig var hann er að var kom ið og var látinn. Axel heitinn var á bezta aldri. ^r Sundlaugin. — Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá vígslu sundiaugarinnar sem fram fór s. 1. sunnudag. Það gleður auð- vitað alla að laugin skuli vera tekin til istarfa, en hitt er einn- ig hryggðarefni, að ekki skuli hægt að ljúka við hana tii fulls. En eins og nú standa saikir er bess enginn kostur, og óvíst um hvenær það verður hægt, en vonandi verður það á næstu árum. iÞað er auðvitað allra von, sem menningu Siglufjarðar unna, að rekstur sundlaugar- innar gangi vel og verði til sóma. En til þess að svo megi verða, þarf að takast gott og skilningsríkt samstarf með starfsfólki sundlaugarinnar og sundgestum. Eins og er, er starfsfölkið það fæsta, sem hæigt er að komast af með og má þó búast við að reynslan slkeri fljótlega úr um að það sé ekki nóg. Það veitur iþví mikið á sund- gestum, hvort Iþessi starfsfólks fjöldi dugar eða hvort bæfa þarf við. Það gefur að skilja, að eitt þýðingarmesta atriðið ií því er umgengm gestanna. — Góð umgengni, h.iálpsemi við starfsfólkið og hlýðni við aliar settar reglur hlýtur að létta starfsfólkinu störfin og auika þann menningarbrag, sem iþarna á ávalt að r'ikja. ir Hvanneyrarbrautin.— Þegar farið er út að sundlaug, iiggur leiðin um Hvanneyrarbrautina. 1 skemmstu máli má segja, að ekki sé vanzalaust fyrir bæjar- stjórn og bæjarbúa yfirleitt, hvernig hún lítur út og er yfir- ferðar. Það hefur að vísu fyrir nokkrum dögum verið sléttað örlítið úr sfærstu hæðunum og borinn salli yfir á litlu svæði. En iþetta verikar aðeins til þess að draga athyglina að hinum ömurlegri blettum þessarar hálflögðu götu. Eflaust verður mikill straum ur fólks þarna út eftir í sumar ög þá ékM sízt aðkomufólk, ferðafólk, sem fer til að sikoða mannvirkið og fá sér bað. — Og ekkert er líklegra en það haldi svoiátið úteftir til að skoða sig um. Fyrir utan sund- laugina er risið upp nýtt hverfi að mestu leyti, verikamannabú- staðir og embýlishús. Hvernig er nú umhor,fs Iþarna, hvernig, lítur Hvanneyrarbrautin út fyr ir utan sundlaug? Ekki verður iþví lýst hér, en bæjarbúar ættu að ganga þangað og sjá með eigin augum hvernig skilið hef- ur verið við götulagninguna þar, og reyna að hugsa sér þá aðstöðu, sem íbúarnir t. d. í verkamannabústöðunum eiga við að búa. Og það er vissulega ekki vanzalaust fyrir bæjar- stjórn að láta þetta ástand vara ár eftir ár án nokkurra aðgerða. * „Stjörnu-kabarettinn" var hér á ferð um helgina, hafði hér Ikvöldskemmtun og dans.- leik. Með þessum skemmtihóp var hljómsveit Kristjáns Kristj ánssonar — K.K.-sextettinn. — Hópur þessi er á ferð um land- ið og heldur skemmtanir í íkaup stöðum bg stærri kauptúnum. *k K.S.-dagurinn var s.l. sunnu dag. Er hann f járöflunardagur Knattspyrnufél. Siglufjarðar og iþá efna K.S.-ingar til margs- konar íþróttakeppni. Á vellin- um s. 1. sunnudag fór fram hlaup í ýmsum lengdum, eggja hlaup, naglaboðhlaup, hand- knattleikur stúlkna, knatt- spyrna o.fl. Merki K.S-dagsins voru seld afllan daginn, og giltu iþau sem happdrættismiði: Flug ferð til Akureyrar og heim. — Dregið var um vinninginn á sunnudagskvöld og upp kom nr. 473. Vinningsins sikal vitjað til Vigfúsar Guðbrandssonar, Eyrargötu 26. T*r Skipsströnd. — Eftir miðja s. 1. viku gerði mjög svarta Iþoku hér um slóðir. Strönduðu þá tvö vélskip hér við f jörðinn. Andvari- frá Reykjavík var á leið inn með 500 mál síldar er hann strandaði. 'Náðist hann út htið skemmdur, var teikinn hér upp í slippinn og gert við skemmdirnar. Var iþyí lokið á laugardagskvöld. fUm svipað leyti og Andvari strandaði var m/s. Milly á leið frá Ólafsfirði. Sfrandaði hún hér út með firð 'inum en náðist út aftur. Er hún núna í siippnum hér og er taisvert skcdduð. Varðskipið Sæbjörg hjálpaði báðum þess- um skipum á fiot og fylgdi þeim hingað inn. Undanfarna daga hefur verið blæla á miðunum hér norðan- lands. -k Sólskin og ryk. — Vikan er leið var sóílrík og heit, líklega hlýjasta vika sumarsins.Ogeins og venjulega á slíkum dögum hér í bæ, eru göturnar skræl- þurrar og þykkt lag af ryki á þeim. Við minnsta andblæ og, umferð þyrlast rykið upp í loít ið og alit verður mettað af hinu fína ryki; það smýgur gegnum klæðnað fólks, fyilir vit þess og hvergi má hafa opna glugga svo ekki setjist þykkt rykiag á ailt sem inni er. Þessa daga, sem sólin skein á skýlausum himni og brauzt gegnum ryki- mettað loftið, brutu margir Siglfirðingar heilann um hvað orðið myndi af vatnstankanum sem í fyrra var oft notaður til að væta göturnar með á slíikum dögum, sem þessum. Og af þvi menn eru nú ekki alltaf sem röggsamastir um að fá lausn á heilabrotum sínum, þá leit- uðu þeir ekkert að vatnstank- anum, en töldu víst að værð iþeirra bæjarstarfsmanna, sem um þetta áttu að sjá, væri svo mikil á sólskininu og bliðunni, að Iþeir hefðu alveg gfleymt þessu þarfa tæki. En á föstu- dag ibrá svo við, að vatnsbill sást á ferð um göturnar stutta stund. En svo var sá draumur búinn. Og fóik hefur mátt hrær ast i þessum rykmekki síðan og ef himnaföðurnum hefði ekki iþóknast að bæta svolítið úr þessu böli tvo síðustu dag- ana væri iástandið sjálifsagt eins. Þetta með vatnstankann og gleymskuna á að nota hann í þurríkunum, er taisvert alvar- legt mál. Það þykir sjálfsagt að göturæsi séu þannig í lagi, að vegfarendur vaði ekki djúpa læki á götunum og vatnið beri burt ofaniíburðinn. Eins ætti að vera sjáifsagt að vegfarendur þurfi ekki að vaða gegn um Iþykka ryikmekki og fylla vit sín af þeim óþverra. Og vissu- lega berst mikið af ofaníburði burt einmitt með golunni, sem iþyrlar upp rykinu af götunum. Vatnsbíllinn þarf að vera í gangi nokkuð stöðugt þegar göt urnar eru orðnar þurrar. Þess er brýn þorf og liggja margar ástæður til þess. Afgreiðslutími á bæjarskrifstofunni verður frá og með 15. þ. m. eins og hér segir: Alla virka daga, nema Iaugardaga frá kl. 1 e.h. til kl. 6 síðd., á laugardögum frá kl. 10—12 f. h. Viðtalstími undirritaðs er alla mánudaga, miðvikudaga og föstudag n. k.) frá kl. 4—6 síðd. á skrifstofu verkamannafél. Bæjarstjórinn í Siglufirði 10. júlí 1950. JON KJARTANSSON Auglýsing Skrásetning atvinnulausra unglinga í Siglufirði á aldrinum 14—16 ára fer fram dagana 13. og 14. þ. m. (fimmtudag og föstudag n. k.) frá kl. 4—6 síld. á skrifstofu verkamannafél. Þróttar. ( Siglufirði, 10. júlí 1950. BÆJARSTJÓRI getur orðið hörð ibarátta, en hjá henni verður ekki komizt, ef bægja á frá dyrum fátæktinni og eymdinni, sem nú er á næsta leiti. Lærum af fenginni reynslu, iforðumst ala fordóma, treyst- um samheldninni og hinni stéttarlegu einingu. ÚTBREIÐIB : Mjölnir — í Þjóðviljann — Verkamanninn

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.