Mjölnir


Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 4
SlLD VERKUNARHAMSKEIÐ hefur staðið hér yfir að undanfömu. Námskeiðið er haldið að tilhlutan Síldarútvegsnefndar og á hennar kostnað. Kennari ánámskeiðinu hefur verið Magnús Vagnsson, síldarmatsstjóri. 12. júlí 1950. 13. árgangur. Styrjöldin í Kóreu er sjöunda stórstyrjöldin, sem háð er að undir- lagi Vesturveldanna síðan 1945. Stríðið í Kóreu er sjöunda Sundlaugin tekin í notkun (Framhald af 1. síðu) karla en 4 fyrir konur. And- dyri er rúmgott, og miðasalan gegnt innganginum. 1 miðasölu klefanum er geymsla fyrir verð mæti, er laugargestir hafa með ferðis, því engar læstar hirzlur eru 1 búningsherbergjunum. — Beggja megin miðasöluher- bergisins eru svalir, sem ætlað- ar eru fyrir áhorfendur. Gólf í búningsherbergjum og anddyri er „terrássó“-lagt, en steypt gólf í böðum og þurrkklefum. Böðin eru flísalögð. Á neðri hæð hússins er aðeins búið að innrétta kennaraher- bergi, en fyrirhugað er að Ikoma þar upp gufubaði, í suðurend- anum og er undirbúningur und- ir það hafinn. í norðurendanum á að koma þvottahús og áhalda geymslur. Miðhluta neðri hæð- arinnar að vestan er óráðstaf- að. Undir stéttunum austan við laugina er vélasalur, þar sem hitunartækjum, hreinsitækjum, dæluvélum o.þh. er komið fyrir. Öll þessi tæki, nema mótorarn- ir, eru smíðuð innanlands, felst í Hamri h/f. Laugarhúsið er ófullgert að utan ennþá o gumhverfi þess ólagflært og enn eftir að lag- færa ýmislegt smávegis innan- húss, t. d. hefur ekki verið hægt að mála allt sem þurft hefði að mála, sökum efnis- skorts. Undirstöður laugarinnar og tilhögun öll er miðuð við það, að byggja megi yfir hana, og uppdrátturinn, sem byggt var eftir ,er af sundhöll. Það er sjálfsaigt ósk og von allra Sigl- firðinga, að laugin verði yfir- foyggð eins fljótt og tök verða á. Yfirumsjón með foyggingLmni hafði Jón Guðmundsson, foæjar verkfræðingur, en íþróttamála- nefnd bæjarins hefur einnig fylgzt- með framkvæmdum við hana. Formaður þeirrar nefnd- ar undanfarin tvö ár ,sem laug- in hefur verið 1 byggingu, hefur verið Gestur Fanndal kaupmað ur, sem líka var einn af helztu hvatamönnum að byggingu gömlu laugarinnar. Kostnaður við laugina eins og hún er nú, er um kr. 900 þús., en áætlað er að hún muni kosta iy2 millj. kr. fullgerð. Reksturinn í snmar. Ákveðið hefur verið að laug- in verði rekin næstu 3 mánuði, en óráðið er enn um rekstur hennar eftir það. Verður hún opin frá kl. 9 á morgnana til kl. 10 á Ikvöldin. Mmi verða auglýst á næstunni hvernig daglegum rekstri hennar verður hagað. Starfsfólk mun verða 5 manns. Forstöðumaður hefur verið ráðinn Helgi Sveinsson, íþróttakennari, en auk hans verður sennilega ráðinn annar sundkennari. Ennfremur hafa verið ráðnir tveir baðverðir, karl og kona ,og ein miðasölu- stúlka. Rekstur laugarinnar mun helfjast í dag. Námskeiðið hófst 1. þ. m. og lýkur í dag. Þátttakendur, sem ganga undir próf eru alls 26, þar af 12 héðan frá Siglufirði, en hinir víða að af landinu, flestir þó frá síldarveiðibæjun- um hér norðanlands. Námskeið þetta er fyrst og fremst fyrir eftirlitsmenn með s'ildverkun. Við bóklegu kennsl una, sem hefur farið fram í barnaskólanum hér, hefur ver- ið stuzt við Handbók síldverk- unarmanna, en auik bóklega námsins hafa farið fram verk- legar æfingar við söltun eftir því sem tök hafa verið á. Hafa þátttakendur í námskeiðinu gert sér far um að notfæra sér kennsluna sem bezt. Próf fer fram í þrennu lagi. Fyrsti hluti þess er skrifiegur og fer fram í dag. Síðan er þátttakendum ætlað að verika þrjár tegundir s'ildar í sumar og leggja fram til sýnis í haust, ásamt ýtarlegum skýrslmn um verkun og ástand síldarinnar. Er það annar hluti prófsins. Þriðji hluti þess er í því fólgin að þátttakendur verða látnir sýna kunnáttu sína í að greina og skoða síld, og er munnlegt próf á sambandi við það. Fer það einnig fram í haust. Kennari á námskeiðinu hefir verið Magnús Vagnsson sildar- matsstjóri, eins og áður er sagt en aúk þess hefur Haraldur Gunniaugsson haldið eitt erindi á námsíkeiðinu um skýrsluhald eftirlitsmanna á síldverkunar- stöðvmn og ýmislegt í sam- bandi við það. Var þetta erindi hið fróðlegasta og gagnlegasta. Ennfremur lagði Haraldur fram nýtt skýrsluform, sem líklegt er að verði gefið út og, notað framvegis. Afgreiðsutíma breytt Athygli skal vakin á aug- íýsingu frá bæjarstjóra á öðr- um stað í blaðinu, um breyt- ingu á afgreiðslutíma á bæjar- skrifstofunum. Verða skrifstof urnar eftirleiðis lokaðar fyrir hádegi en s'ðan opnar sam- fleytt frá kl. 1—6, nema á laugardögum frá kl. 10—12 f.li. Hléið frá kl. 3—4 verður fellt niður. Nýkomið Saumavélaob'a Reiðhjólaol'a Ryðolía LITLA-BÚÐIN Itijja bíc Miðvikudagur kl. 9: Fjábændurnir í Fagradal Fögur amer'isk mynd í eðlileg- um litum. Fimmtudag kl. 9: Fjárbændurnir í Fagradal Föstudag kl 9: Ævintýrið af Astrara konungi og fiskimannsdætrunum tveim. Laugardag kl. 9: Fjárbændurnir í Fagradal stóra styrjöldin, sem Vestur- veldin hafa háð síðan 1945 og eru þá óeirðir í Suður-Ameríku, Palestínustyrjöldin, hernaðarað gerðir F'raiíka á Madagaskar og vopnaviðskiptí Bandar.mamia viö skæruliða á Filippseyjum ekki taldar með. 1) Bandaríkin lögðu fram vopn fyrir 5 milljarða dollara, og f jölda hernaðarráðunauta til styrjaldarreksturs Chang-Kai- Cheks og klíku hans gegn al- þýðunni í Kína. Bandarikin og leppar þeirra í Kina töpuðu styrjöldinni. Hin ósvífna yfir- iýsing Bandaríkjamanna um að þau ætli að verja Formósu fyrir Kínverjum ,er yfirlýsing um að þau ætli að lialda styrjöldinni gegn Kina áfram. 2) Bretland hóf styrjöldina í GrikWandi, og Bandaríkin liéldu henni áfram imz yfir lauk. Ef Bretlamd og Bandarik- in hefðu ekki farið að sletta sér fram í innanlandsmálefni Grikkja ,væri ekki fasistaein- ræði þar nú. 3) Frakkland hóf styrjöldina í Viet-Nam og rekur hana nú með bandarískri aðstoð. Aðal- uppistaðan í her Frakka- í Viet- Nam eru útlendingahersveitir, fyrst og fremst tugir þúsunda þýzkra herfanga úr heimsstyrj öldinni, sem leystir voru úr haldi gegn því að þeir létu skrá sig í útlendingaherinn. Um 18 af 20 milljónum íbúa Viet-Nam eru á yfirráðasvæði alþýðunn- ar. Frakkar ráða aðeins yfir mjórri landræmu meðfram ströndinni og nokkrum hafnar borgum. 4) Burma: Brezka krata- stjómin hefur undanfarin 2—3 ár háð þar grimmúðlega ný- lendustyrjöld. 5) Malakkaskagi: Brezka kratastjórnin hefur í meira en 3 ár háð þar nýlendustyrjöld til að vernda liagsmuni tin- og gúmmi-kónganna. Uppistaðan í her Breta þar eystra eru ný- lenduhersveitir og hinar ill- ræmdu „Black and Tan“-her- sveitir, sem samanstanda af lauslátum glæpamönnum og öðru illþýði, sem safnað hefur verið saman víðsvegar að um brezka heimsveldið, og urðu frægar að dýrslegri grimmd og siðleysi í írsku frelsisstyrjöld- inni. 6) Hernaður Hollendinga í Indónesíu. 7) Styrjöldin í Kóreu. íbúar Kína og Kóreu hafa hinsvegar ekki lagt fram einn einasta dollar til hemaðarað- gerða í Bandar., og aldrei sent eina einustu flugvél eða herskip þangað til árása. Viet-Nam-bú ar liafa ekki sent eina einustu útlenda hersveit til Frakklands og aldrei hefur refsileiðangur Malakkaskagabúa og Burma- manna vaðið brennandi og myrðandi um friðsæl þorp Bretiands. Indónesíumenn hafa aldrei farið með báli og brandi um Holland. Grikkir hafa aldrei sent einn einasta hermann eða „ráðgjafa“ til Bretlands eða Bandaríkjanna, til að berja þar niður stjórn- 1 málahreyíingar og koma á fót fasistaeinræði, nó lagt fram fé og vopn til slíks. Þessum þjóðum hefur aldrei komið neitt slíkt til hugar. Þær berjast bara fyrir rétti sínum til að ráða sjálíar málum í sínu eigin landi. Ihlutun „vestrænu Iýðræðisríkjanna“ í mál þeirra hefur kosíað milljónir manns- lífa og meira blóð, tár og hörm ungar en nokkur orð fá lýst. Ef þær hefðu fengið að ráða málum sínum til lykta óáreitt- ar af liinum vestrænu kúgur- mn, væri friðsamleg uppbygg- ing vel á veg komin í löndxun þeirra og hagur þeirra marg- falt betri en hann er nú. Hinn heimskunni bandaríski hlaðamaður Walter Lippman, sem stimdum hefur verið nefnd ur hin óopinbera málpípa banda ríska utanrikismáláráðuleytis- ins, hefur nýlega ritað grein þar sem hann segir m. a.: „Yfirráðasvæði kommúnis- mans hefur vaxið fyrir tilverkn að Asíuþjóðanna einna saman. Ef takast á að stemma stigu fyrir útbreiðslu kommúnismans verður hvarvetna að beita bandarískum og evrópskum her. Andkommúnistar í Asíu hafa hvergi megnað að hindra framsókn kommúnismans í Asíu. Vesturveldin Iiafa jafn- an orðið að taka virkan þátt í baráttunni.“ Það sem Lippman segir í raun og veru er þetta: Fram- sókn kommúnismans í Asíu hef ur ékki orðið fyrir tilverknað Sovétríkjanna, lieldur Asíuþjóð inna sjálfra. Bandaríkin og nýlenduveldi Evrópu eiga enga teljandi stuðningsmenn í Asiu, og styrjaldirnar, sem þar hafa verið háðar undanafrið og eru háðar nú, eru styrjaldir vest- rænna nýlendukúgara gegn þjóðum Asíu. Sólrik stofa til leigu Til leigu er nú þegar ágætt herbergi í nýju húsi á fallegum stað í bænum. — Það er sól- ríkt og prýðilegt útsýni yfir höfnina. Afgr. vísar á Verkfall Samkvæmt einróma samþykkt trúnaðarmannaráðs verka- ívennafélagsins Brynju, hefst verlcfáll verkaJkvenna þann 19. júlí d. 6 síðd., hjá öllum þeim síldarsaltendiun, sem ekki hafa .samið /ið félagið um kaup og kjör fyrir þann tíma. Síðar verður nánar auglýst, hvaða síldarsaltenda þettá íær til. Siglufirði, 11. júlí 1950. F. h. verkakvennafélagsins „Brynja“ STJÓRN OG KAUPTAXTANEFND FRÁ ÞRÖTTI Samkv. núgildandi samningum, bar öllum síldarsaltendum að taka verkamenn þá, sem lijá þeim vinna í sumar, á tryggingu 8. júlí. Siglufirði, í júlí 1950. STJÓRN ÞRÓTTAR mm Þeir, i sem vilja gerast áskrifendur mánaðarritsins ANNÁLL ER- LENDRA TÍÐINDA geri svo vel að tilkynna það í afgreiðslu Mjölnis, .sími 194 Munid og segið öðrum frá: Ég sá það í Litlubúðinni

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.