Mjölnir - 19.07.1950, Blaðsíða 1
<^^^
21. töhiblað.
Miðvikudagur 19. júlí 1950.
13. árgangur.
Samningar »Brynju«
og atvinnurekenda
Samningur um kanp og kjör var undirritaður
í f yrradag. Frystihúsvinna f ellur undir almenna
taxta; trygging hækkar um 100 kr. og vísitölu-
uppbót; kaup fyrir síldarpönnun skal ekki falla
undir tryggingu; næturvinnutíminn lengist og
framlag atvinnurekenda í hjálparsjóð hækkar.
frá
Hækkuniii á kauptryggingunni.
Tryggingin hækkar samkv.
hinum nýja samningi úr kr.
1000,00 í kr. 1100,00, og skal
greidd full visitöluuppbót á
tryggingaruphæðina. Kr þetta
mikilsverð kjarabót. Verði vísi-
talan t. d. lð stig, eins og al-
mennt er nú búizt við, namur
hækkunin 265 krónum yfir
trygghigartímabilið.
Himsvegar féll Brynja frá
kröfu sinni um vilcupsiiinga til
handa sigllíirzkum stúlkum, er
vinna að söltun. Sú hækkun, ef
fram hefði náðst, hefði aðeins
gilt fyrir síldarstúlkur, sem bú
settar eru tiér í bepnum, ea
tryggingarliækkunin tekun* tii
allra stúlkna, sem að síldar-
söltun vinna. /
Tryggingartímabilið skal vera
Ifrá því söiltun hefst og til 13.
sept., en var áður til 10. sept.
Frystihúsataxtinn
Annað mikilsvert atriði • í
þessum nýja samningi, og að
sumra áliti það mikilsverðasta
í honum, er ákvæðið um að
sórtaxti fyrir íshusvinnu fahi
niður og að hún verði fram-
vegis greidd með hinu ahnenna
t'imavinnukaupi félagsins, þó
með þeim fyrirvara, að sé
hærra kaup greitt fyrir írysti-
húsavinnu annarstaðar. á land-
inu, skuli það einnig greitt hér.
í nærri heilan áratug hefur
kaupgjald hér fyrir íshúsvinnu
verið til muna lægra en al-
mennt tímakaup. Hefur Brynja
gert margar tiflraunir til að f á
þetta leiðrétt ,en ekki tekizt
fyrr en nú. Er því hér um
mikilsvert atriði að ræða.
ÍKaup fyrir pönnun skal ekki
ganga upp í kauptryggingu.
Þá er í samningnum akvæði
um að kaup fyrir pönnun síld-
ar skuli ekki teljast með í
kauptryggingunni, en áður
höfðu s'ildverkunarstöðvar, er
létu frysta síld, rétt til að
reikna það með í tryggingunni.
Eru Iþess mörg dæmi, að fast-
ráðnar síldarstúikur hafi orðið
að sætta sig við að kaup fyrir
'pönnun, svo hundruðum króna
skipti, hafi verið dregið
kauptryggingu þeirra.
Næturvinna frá kl. 20 til kl. 7.
Samkvæmt nýja samningnum
skal talin næturvinna frá kl.
8 að kvöldi til kl. 7 að morgni
á tímabilinu frá og með 9. sept.
til og með 7. júlí. Áður taldist
næturvinna frá kl. 10 að kvöldi
á þessu tímabili.
Frsmlag í hjálparsjóð hækkar.
Loks er svo í samningnum
ákvæði um að framlag síldar-
saltenda í hjálparsjóð skuli
vera 5 aurar af hverri útskip-
aðri tunnu. Áður var þetta
framlag 3 aura af tunnu.
Verulegar kjarabætur.
Með tilliti til þess, hve lítið
svigrúm er til frjálsra samn-
inga milli verkajfólks og at-
vinnurekenda, vegna afskipta
ríkisvaldsins af þeim málum,
er óhætt að segja, að Brynja
hafi náð mjög góðum árangri
í þessum samningum, og betri
en flest önnur verkalýðsfélög,
sem gert hafa samninga um
kaup og kjör síðan gengislækk
unarlögin komu til fram-
kvæmda. Kjör Brynju um síld-
arvinnu gilda nú í flestum eða
öllum síldverikunarþorpum hér
norðanlands.
Sáttasemjari í deilu Brynju
og síldarsaltenda var sr. Óskar
J. Þorláksson.
Árásin á Norður-Kóreu „lausn" á erfið-
leikum leppstjórnarinnar
„1 Suður-Kóreu vantar ekki menn, sem sjá lausn á hinum
miklu erfiðleikum, sem landið á við að etja, í hernaðarlegri árás
á Norður-Kóreu. Herinu, sem er þjálfaður og vopnaður af Ame-
rfkumönnum, telur um 100,000 manns, — þar að auki er 50 þús.
manna vopnað lögreglulið, — er álitinn niiklu sterkari en her
Norður-Kóreu."
Þannig komst Walther Bosshard, fréttaritari svissneska
blaðsins Neue Zuricher Zeitung, að orði í grein sem blað hans
birti 20. júní s. 1., fimm dögum áður en bandaríska leppstjórnin
í Seoúl hóf árás sína norður ifyrir 38. breiddarbaug.
Nokkrum dögum áður en leppstjórnin hófst handa um að
„leysa erfiðleikana" á þennan hátt, var hinn ikunni striðsæsinga-
seggur, John Foster Dulles, sem Truman gerði að utanríikismála-
ráðunaut í því skyni að tryggja fylgi Repúbiikana í kalda
stríðinu, staddur í Kóreu og ferðaðist með herforingjum og
ráðunautum sínum um svæðið, þar sem bardagarnir hófust
nokkrum dögum síðar. Hafa Iblöð víðsvegar um heim birt myndir
af honum, þar sem hann er staddur í skotgröf rétt við landa-
mærin og sikoðar hann landabréf ásamt S-kóreönskum og ame-
rískum herforingjum.
Afhjúpun Neue Zuricher Zeitung er þékkt hjá f jölda frétta-
stofnana og blaða um allan heim, en þrátt ifyrir það staglast hin
fjarstýrðu blöð og útvarpstöðvar Bandarílkjamanna í Evrópu
stöðugt á lyginni um „kommúnistísika árás."
I grein Walthers Bosshards er einnig að finna ýmsar aðrar
athyglisverðar upplýsingar um S-Kóreu. I 'þessum hluta landsins
eru ékki færri en 4 mihj. manna atvinnulausar. 1 ikosningunum,
sem harðstjórn Syngmans Rhees lét fara fram 30. maí, var
Kommúnistaflokkurinn ibannaður og margir af foringjum hans
sátu í fangelsi. 1 kosningunum fengu óháðir meirihhita og Syng-
man Rhee óttaðist að verða í minnibluta þegar þingið kæmi
saman, en það hefði þýtt að mynduð hefði verið ný stjórn og
samin ný stjórnarskrá.
Þannig var ástandið, þegar leppstjórnin hóf styrjöldina gegn
Norður-Kóreu til iþess á iþann hátt, að reyna að „finna lausn á
erfiðleikunum."
Fréttir frá Kóreu
Bærinn Grundarkot í Héðinsf irði brennur
Ókunnugt um orsök brunans. Bærinn hefur staðið mann-
laus síðan í fyrrahaust.
Bóndinn í Grundarkoti, Stef-
án Erlendsson, brá búi í fyrra-
haust og flutti hingað til Siglu-
f jarðar, og hefur bærinn staðið
mannlaus síðan, en innanstoikks
munir og fleira verðmæti var
geymt þar,' og hefur það allt
brunnið til kaldra kola. íbúðar-
húsið var með steinveggjum,
og eru veggirnir og járnleiðsl-
ur sem í húsinu voru, það eina,
sem eftir er óbrunnið.
Ekkert er vitað um orsök
brunans. Bærinn Vík, sem nú
er eini bærinn í Héðinsfirði,
sem byggður er, stendur í 4-5
km. fjarlægð frá Grundarkoti,
og hafði fólk þar eklkert orðið
brunans vart fyrr en s. 1. laug-
ardag, er bóndinn, Sigurður
Björnsson kom þar að rústun-
um. Er það s'iðast vitað um
mannaf erðir að Grundarkoti, að
Sigurður í Vík og annar maður
komu þar fyrir um það bm
mánuði síðan.
Ibúðarhúsið var eitthvað vá-
tryggt, en innanstokksmunir og
annað, sem í því var, mun allt
haifa verið óvátryggt. Er tjónið
því mjög tilfinnanlegt fyrir eig
andann, Stefán Erlendsson.
Eins og áður er sagt er ekk-
ert vitað um orsök brunans.
Rafmagn var ekkert í húsinu,
og lítur út fyrir að annaðhvort
hafi verið um að ræða sjálf-
kviknun eða íkveikju af manna
völdum. Málið mun nú vera í
rannsókn.
Taejon, bráðabirgðahöfuðborg leppstjórnarinnar, er nú í pann
veginn að falla í hendur alþýðuhersins. Leppstjórnin ©r flúin til
Taegu. Bandaríkjamenn settu í gærkvöldi lið á land 75 kni. norð-
ur af Fusan, að baki víglínu alþýðuhersins. '
Mac Arthur, yfirforingi inn-
rásarhers Bandaríkjamanna í
Kóreu, birti enga herstjórnar-
tilkynningu í gær, en í morgun
var sagt í fréttum frá höfuð-
ELISABET EIRIKSDOTTIR
SEXTUG
Elísajbet Eiríksdóttir, form.
Verkakvennafélagsins Einingar
á Akureyri og bæjarfulltrúi
Sósíalistaflokksins þar, átti
sextugsafmæli hinn 12. júlí s.l.
Elísabetu þarf ekki að kynna
ifyrir lesendum Mjölnis, því
flestir hafa þeir heyrt .þessar-
ar mætu konu getið og haft af
henni meiri og minni persónu-
leg kynni í gegn um 30 ára
starf hennar og baráttu í þágu
verkalýðshreyfingarinnar hér
norðanlands. Hún hefur ávalt
staðið þar, sem átökin hafa
verið hörðust og í fylkingar-
brjósti hins róttæka verkalýðs:
I pólitísku baráttunni er sömu
söguna að segja; hún hefur þar
samfylkt með hinu baráttufúsa
og róttæka fóliki, fyrst í Komm
únistaflokki Islands og| s'iðar í
Sósíalistaflokknum og jafnan
gegnt mikilsverðum trúnaðar-
störfum í þeim báðum.
Mjölnir vill fyrir hönd floklks
systkinanna hér og svo og
annarra verkalýðssinna færa
Elísabetu innilegustu árnaðar-
óskir og baráttukveðjur í til-
efni þessara merku tímamóta
í lífi hennar.
Lifðu heil, Eh'sabet. Megi
hinn sósíalistíski málstaður vor
njóta íkrafta þinna sem lengst
og uppskera mikla árangra í
framtíðinni.
Síldin
Seinnihluta dags í gær og
frani eftir kvöldi koin upp síld
víða austur við Langanes, báð-
um megin við nesið, og fengu
allmörg skip nokkurn al'la. —
1 morgum hef ur litið veiðst. Því
nær allur veiðiflotinn, um eða
yfir 200 skip, eru nú á miðun-
um við Langanes. Veður hefur
verið I sæmilegt undanfarinn
sólarhring, en víðast dumbungs
veður eða þokuslæðingur. Síld-
arleitarflugvélar 'hai'a ekki get-
að farið í leitarflug síðan á
laugardag 8. þ. m.
stöðvum hans í Japan í gær, að
litlar breytingar hefðu orðið á
vígstöðunni. Hinsvegar er Ijóst
orðið, að Taejon, bráðabirgða-
höfuðborg leppstjórnarinnar í
S-Kóreu er nú að f ala í hendur
norðanmönnum, og segjast
Bandaríkjamenn nú hafa búið
um sigl á nýrri Víglínu suður og
suðaustur af borginni.
Verða ef til vffl hraktír
f rá Kóreu.
James E. van Zandt, meðlim-
ur í hermálanef nd f umtrúadeild
ar BandarílkjaJþings, hefir skýrt
frá því, að áht manna í Was-
hington sé, að eftir tap Uaejon
geti farið svo, að Bandaríkja-
menn verði með öMu hraktir
af meginlandi Kóreu. Úr því að
varnarlinan meðfram Kum-
fljóti væri brostin, væri ekki
búizt við þvi að hægt yrði að
mynda jafn trausta varnarlínu
á ný fyrr en umhverfis banda-
rísku birgðahöfnina Fusan á
suðausturhorni Kóreu.
SKEMMTIFUNDUR
Sosíalistafélag Siglufjarðar
og Æ^kulýosfylkingin, halda
sameiginlegan skemmtifund í
Suðurgötu 10 næsta laugardag,
fyrir meðlimi og gesti þeirra
og flokksfélaga utan af landi,
sem dveljast hér 1 bænum.
Ðagskráin verður auglýst á
götunum á næstunni.