Mjölnir


Mjölnir - 19.07.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 19.07.1950, Blaðsíða 2
s MJÖLNIR i — VIKUBLAÐ — Útgpfandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson BLaóið kemur út alla miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Fjárhagsráðslineykslið Fátt hefur vakið meiri athygli undanfarið en yfirlýsing stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um skemmdarverk Fjárhagsráðs í afurðasölumálunum. Sunnanblöðin hafa birt þessa skýrslu, og verður hún því ekki rakin hér nákvæmlega. En í henni segir m. a. orðrétt: „Vegna þess, hvernig Fjárhagsráð tók á þessu máli, (þ. e. fisksölunni til Póllands) „tapaðist sala í Póllandi á 250 smál. af þorskflökum og 200 smál. af steinbítsflökum og memur það 51750 sterlingspundum miðað við cif.-verð, eða með núverandi gengi íslenzku krónunnar ca. 2,4 millj. Þessi fiskur liggur enn óseldur í landinu og ef liann selst ennþá, þá aðeins fyrir mikhun mun lægra verð en verðið í Póllandi var, þar sem þessi fiskur er frá árinu 1949.“ í niðurlagi skýrslu sinnar segir stjórn S. H.: „Það er tilgangslaust fyrir Fjárliagsráð að reyna að þvo hendur sínar í þessu máli. Það her ábyrgð á því, að sala þessi var aldrei framkvæmd og að þessi fiskur þessvegna liggur enn óseldur í landinu. Og það er ekki í fyrsta sini: sem Fjárhagsráð hefur torveldað eða komið í veg fyrir hag- kvæmar sölur á frystum fiski í vöruskiptum.“ ★ Hvað eftir annað hafa sósialistar borið það á marshall- fiokikana þrjá og ríkisstjórnir þeirra, fyrst og fremst þó á utan- ríkisráðherrann, Bjarna Benediktsson, að þeir helíðu vísvitandi eyðilagt markaði fyrir afurðir fslendinga í hinum sósíalistísku ríkjum Austur-Evrópu, og gert flest, sem í þeirra valdi stóð til að spilla fyrir viðskiptum við þessi ríki. Jafnoft hefur Bjarni Benedilktsson og samsektarbræður hans neitað þessum áburði sem hlægilegri og fáránlegri fjarstæðu og svarið og sárt við lagt að þeir hafi þvert á móti gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að halda hinum hagstæðu viðskiptum við Austur-Evrópu og vinna nýja markaði þar. Hinsvegar vilji Rússar og fleiri ikomm- únistaþjóðir ekki verzla við Islendinga nema kommúnistar séu í ríkisstjöm á fslandi ,og alls elkíki nema gegn pólitískum skilyrð- um; helzt vilji þeir fá landið og þjóðina í uppbætur á viðskiptin. En nú kemur stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem mun vera skipuð hatrömmum kommúnistaandstæðingum einvörð- ungu, og sannar með rökum, sem ekki verða hraikin, að æðsta skriffinnskubákn marshallflokkanna, Fjárhagsráð, hefur v'isvit- andi komið í veg fyrir sölu á íslenzkum afurðum til A-Evrópu fyrir milljónir króna, og upplýsir um leið, að þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem þessi undirklíka marshallklíkunnar komi í veg fyrir eða torveldi slóka sölu! Sagan um skemmdarverk marshall-ríkisstjórna afturhaldsins Undanfarin ár var þá eftir allt saman ekki eintómur kommúnista- áróður og álygar á engilinn Bjarna Benediktsson. Hún hafði þá við rök að styðjast eftir allt saman! ★ Þetta er ek;ki fyrsta stórhneykslið, sem upp kemst um stjórn auðmannaklíkunnar í Reykjavík á afurðasölumálunum. Saltfisk- hneykslið, sem uppvíst varð í fyrrahaust, er annað glöggt dæmi um það, hvernig og í hvers þágu afurðasalan er skipulögð. En sem Ikunnugt er, er salan á íslenzkum afurðum í Suður-Evrópu undir nokkurskonar einokunarstjóm ættmanna og venzlamanna Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Leppar þessarar klíku í Grikiklandi og ítalíu hafa komið sér upp fyrirtækjum, sem sjúga til sín stórkostlegan gróða af öilum íslenzkum saltfiski, sem þangað er seldur, fyrirtækjum, sem sennilega ekkert faktúru- fölsunarfyrirtæki heildsalaklíkunnar stenzt samanburð við, hvað f jármagn og gróða snertir. ★ Af hverju stafar þessi andstaða gegn sölu á íslenzkum afurðum til Austur-Evrópu ? Hversvegna vill ræningjaklíkan, sem stjórnar þessum málum, alls engin viðskipti hafa við Austur- Evrópu? Svarið liggur í augum uppi. Fyrst og fremst hefur klíkan skuldbundið sig með Marshall-samningnum til þess að verzla ekki við sósíalistísk ríki, nema að fengnu leyfi húsbændanna í Washington. Og undanfarið hafa þessir húsbændur unnið skipu- lega að því að takmarka viðskipti leppr'ikja sinna og sósíalist- ísku ríkjanna. 1 öðru lagi em sláik viðskipti óhagstæðari fyrir Iklíkuna sjálfa en viðskipti við' auðvaldsríki. í hinum sósíalisísku ríkjum yrði henni hvorki þolað að koma sér upp fyrirtækjum á borð við Bjarnason og Marabotti á ítalíu til að taka skatt af ★ Jarðarför Steinigríms sál. Benediktssonar fór fram s. 1. laugardag frá æskuheimili hans, Haganesi í Fljótum. ★ Jarðarför Axels Sveinsson- ar fór fram s. 1. mánudag frá Sigluf jarðarkirk ju. ★ Mmnismerki Jóns Arasonar. — í næsta mánuði mun verða afhjúpaður minnisvarði Jóns Arasonar, sem reistur hefur verið að Hólum í Hjaltadal. Eru ráðgerðar ferðir sunnan úr Reykjavik og stendur Skagfirð ingafélagið þar aðallega fyrir þeim. Eg vil skjóta þeirri hug- mynd fram hér hvort Skagfirð- ingafélagið hér vildi eikki gang ast fyrir hópferð héðan að Hól- um svo því fólki, sem áhuga hefði á að vera viðstatt athöifn þessa, gæfist kostur á að kom- ast þangað. A „Sumargestir.“ — Til Siglu- fjarðar eru nú komnir margir sumargestir, verkafólk, sem ætlar sér að vinna við verkun og vinnslu síldarinnar, þegar henni þóknast að láta veiða sig. Enn er stærilæti henn ar slíikt, að hún hefur lítið lof- að sMveiðimönnunum að sjá sig. Verkafólkið hefur því enn sem komið er l’itið haft í aðra hönd, en við skulum öll vona að það breytist fyrr en varir og hér verði reglulegt sildar- sumar. Á mánudag komu hingað Sumargestir innan . gæsalappa, þ. e. leíkflokkurinn, sem í fyrra ferðaðist um landið og hélt sikemmtanir. Nú er hann aftur á ferðalagi og sýnir nú leik- ritið ,,Á leið til Dover.“ — Mim. ætlun hans vera sú að heimsækja flesta staði hér norð anlands í sumar og gefa fólki kost á að sjá þetta leikrit. Að sögn ferðast flokkurinn í eigin bíl og hefur meðferðis allan leikbúnað. ★ Þungsvæf nefnd. — 1 vor var stofnað hér í bænum félag til að vinna að fegrun bæjarins Og auikinni menningu. Þó ekki liafi verið láþið hátt um þetta fél hefur það unnið að þvi m. a. að rannsaka hvernig bæjarbú- ar sinntu áminningu bæjar- stjóra um hreinsun lóða fyrir tiltekinn tíma o.s.frv. Skýrslur munu vera komnar úr flestum hverfum bæjarins til félags- stjórnar og hún mun aftur hafa lagt þær fyrir bæjarstjórn og heilbrigðinefnd. En það er þann ig með þá nefnd, að hún er sein að vakna og væri þó ekki vanþörf á að hún hristi af sér mókið og liti í kring um sig. Til að byrja með gæti hún feng ið sér morgungöngu út að B.P. portinu og litið á lóðina vestan við það. Og síðan gæti hún haft til leiðsagnar skýrslur hverfisstjórna fegrunarfélags- ins. Það blandast engum hugur um, að nauðsyn á þessu er mik- il, því ógjarnan viljum við að útlit bæjarins sé slíkt, að það beri vott um að hér búi sið- laust og menningarsnautt fólk. SÍiíkt væri ekki rétt um Siglfirð inga yfirleitt, þó hinsvegar að fáeinir einstaldingar gefi á- stæðu til að sl'ikur dómur verði yfir þeim kveðinn. Og það eru einmitt slíkir einstaklingar, er heilbrigðisnefndin þarf að heim sækja og gefa ráð til úrbóta. Annars má óhætt segja það, að á þessu vori hafi meira verið gert að því hér í bænum að fegra kringum hús, laga lóðir, setja upp girðingar o.þ.u.l. en á nokkru vori áður. Og það er vissulega menningarauki að slíku. Vera má að stofnun Fegr unar- og menningarfðlagsins eigi sinn þátt í þessu, en hitt mun líka eiga drjúgan þátt 'i þessari viðleitni, það, að menn hölfðu yfirleitt lítið að gera í vor og notuðu tímann Vel. í þessu sambandi er enn vert að minnast á það, að bæjaryfir- völdin gangi á undan og gefi hinum ó.breyttu borgurum for- dæmi að fara eftir. ★ Vöruskortur. —Sagan endur tekur sig hér á hverju sumri, líka hvað snertir skort á al- mennum nauðsynjum. Núna er t. d. Ikartöflulaust, strausykur- laust og fleiri nauðsynjavör- ur mun vanta í ýmsar búðir. Allt er þetta mjög bagalegt, 'bæði fyrir aðkomufólk, sem nú er að streyma til bæjar- ins og þarf því að fá þessar vörur til sinna þarfa, og eins fyrir bæjarbúa, sem flestir munu illa birgir alf þessum vörutegundum. ★ Sí'.dverkunarnámskeið.ið — 1 grein sem birtist í s'íðasta tibl. Mjölnis um nýafstaðið síld verkunarnámskeið hér í bæn- um, láðist að geta þess, að nemendum var veitt tllsögn í ] nauðsynlegustu beyikisstörfum, J sem allir síldverkunarmenn þurfa að kunna. Veitti Jóhann- es Sigurðsson frá Skarðdal til- sögn um það. Ein kona, frú Hjörtína Wood head, tók þátt í námskeiðinu, en aðeins ein kona hefur áður lært s'ildverkun. Er það frk. Brynhildur Sigurðard. (Björg- ólfssonar). ★ Prentvillupúkinn var alveg óvenjulega athafnasamur þegar síðasta tbl. Mjölnis kom út, eins og lesendur bafa sjállfsagt tekið eftir. I auglýsingu frá ibæjarstjóra er tilkynnt, að við- talstími þess heiðursmanns sé „alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga n.k. á skrifstofu verkamannafélagsins.“ Á f jórðu síðu er talað um „lausláta glæpamenn,“ á.þriðju síðu um „styztu sjóferð til Kína“ og stafabrengl í nafni höfundar þýddu greinarinnar, Ailan Huang. Þar að auki er fjöldi af stafavillum. Lesendur eru hér með beðnir afsökunar á viMum þessum. — Auglýsingin frá bæjarstjóra, um afgreiðslutíma á bæjarskrif stofunum er birt 'i blaðinu í dag. ★ Það lagast lítið með vatns- ibílinn þó rykið ætli allt að kæfa. Einstaka sinnum sézt hann þó á ferli, en það er með nokkurra daga millibili og að- eins stutta stund 1 einu. Það gengur margt andstreymis hér í olkkar ágæta bæ. ★ Vatnsleysi. — Síðan sund- 1 laugin tók til starfa hefur bor- i ið á talsverðum vatnsskorti í íbúðarhúsunum utan Hvanneyr- arár, sérstaklega 'í verkamanna bústöðunum, sem eru þriggja hæða hús. íbúarnir þar eru að vonum leiðir yfir þessu og þykir hart ef svona ástand á að ríkja í framtíðinni. Finnst þeim sem aðbúð bæjarins að þeim fari þá að verða harla léleg og vafasöm. En máske fer vel saman veg'leysi og vatns skortur þó hvimleitt sé þeim, sem við eiga að búa. Afgreiðslutími á bæjarskrifstofunni verður frá og með 15. þ. m. eina og hér segir: Alla virka daga, nema lauggrdaga frá kl. 1 e.h. til kl. 6 síðd., á laugardögum frá kl. 10—12 f. h. Viðtalstími undirritaðs er alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. Ij4—3þ£ síðd. Bæjarstjórinn í Siglufirði 10. júli 1950. JÓN KJARTANSSON VERKFALLI AFLfST Þar sem nú hafa verið gerðir samningar milli verkakvenna- félagsins Brjmju og jvimnuveitendafélags Sigluf jarðar, rnn kaup og kjör verkakvenna í Siglufirði ,er áður hoðuðu verkfall, sem átti að hefjast hinn 19. júlí kl .6 e.h., hér með aflýst. Siglulfirði, 18. júlí 1950. F. h. verkakvennafél. Brynju STJÓRN OG KAUPTAXTANEFND HERBERGI - IBIjD Til leigu eru nú þegar 1—2 herbergi. Sími fylgir. — Enn- fremur getur komið til greina heil íbúð. — Upplýsingar í SÍMA 2 2 9, Siglufirði, íslenzkum afurðum, sem þangað væru seldar, né fyrirtækjxun á borð við S. Árnason & Co. til að falsa faktúrur og skattleggja þær vörur, sem fluttar væru frá viðkomandi löndum til íslands. Þetta eru höfuðástæðurnar. Og meðan þjóðin leyfir auð- mannaklíkunni að stjórna, er engin von um breytingu á þessu sviði. Þessvegna þarf þjóðin hið fyrsta að fella svindlaraklí'kuna frá völdum. Munið happdrætti Pjóðviljans ----J-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.