Mjölnir


Mjölnir - 26.07.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 26.07.1950, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSIALISTAÍTÉLAG SIGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. t Símar 194 og 210 , Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Kaupgjaldsbaráttan m frasmidan er Á öðrum stað í blaðinu eru samþykktir, sem stjórn Alþýðu- sambands Islands og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjav'ík haifa gert um uppsögn samninga með kaupgjaldsbaráttu fyrir augum, og samþykkt, sem stjórn B.S.R.B. hefur gert, þar sem lýst er óánægju yfi,r hinni ósvífnu visitölufölsun ríkisstjórnar- innar. Ennfremur samþykkt sem Alþýðusamband Norðurlands hefur gert. Samkvæmt þessum samþykktum má vænta þess, að öll verkalýðssamtök landsins verði nú samhent í baráttunni gegn kjaraskerðingum gengislækkunarinnar ,en ekki Mofin og ósam- stillt, eins og því miður hefur komið fyrir, og er í þv'í sambandi skemmst að minnast átakanna 1947, þegiar ákveðinn hópur manna rak fimmtuherdeildarstarfsemi innan ver'kalýðssamtakanna og klauf þau þar með og veikti í baráttunni. Aðstæður allar voru þá mjög svipaðar og nú. Ríkisvaldið hafði gert hatrammar árásir á lífskjör almennings og verkalýðurinn átti ekki annarra úrkosta völ en að reyna að rétta hlut sinn með kauphækkunarbaráttu. Nú hafa mennirnir, sem hæst æptu þá um „pólitísk verk- föli,“ „kommúnistískt tilræði við atvinnuvegina" og „yfirboð kommúnista,“ mennirnir, sem fram til þessa haifa haft það að æðsta boðorði að hopa fyrir hverri árás í stað þess að taka á móti, sannfærzt um, að ekki er hægt lengur að hörfa. Vera má, að það ráði nokkru um afstöðu þeiri‘a, að kosningar til Alþýðu- sambandsþings standa nú fyrir dyrum, og þeim þyki þessvegna hentugt að láta eitthvað til sín taka nú, svo ekki verði hægt að segja að þeir hafi verið gersamlega aðgerðarlausir alla tíð síðan þeir náðu völdum í Alþýðusambandinu. En vonandi er, að yfir- lýsingar þeirra nú séu heiðarlega meintar, og að þeir ætlí nú að berjast af heilindum. ^ Það er bezt að gera sér ljóst strax, að sú barátta, sem fram- undan er, verður ekki bundin við það eitt að leiðrétta vísitölu- fölsunina. Slík barátta væri tilgangslítil. Afturhaldið myndi fá nóg tækifæri til að gera þá leiðréttingu að engu strax eftir að nýir samningar hefðu verið xmdirritaðir. Baráttuna verður að miða við það, að bætt fáist að fullu öll sú lífskjarasltering sem gengislækkunin hefur orsakað, og að tryggt verði, að kjarabæt- urnar séu ekki gerðar að engu með afskiptum ríkisvaldsins jafn- harðan og þær fást. L j Sú barátta, sem framundan er, er því mjög alvarleg, og mim reyna þolrif verkalýðssamtaikanna meira en nokkur önnur deila, sem þau hafa háð undanfarin ár. Það ríður á því, að hún verði skipulögð rækilega þegar í upphafi. Stjórn Eulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur lagt til við stjórn A.S.I., að kölluð verði þegar í stað saman ráðstefna sem fulltrúum frá öllum verkalýðsfélögum landsins verði boðið til, og að þar verði teknar ákvarðanir um, hvernig baráttunni skuli hagað. Yrðu verkefni ráðstefnunnar aðallega fjögur: 1. Að gera ráðstafanir til að tryggja algera einingu alls verkalýðs í landinu. Fullur sigur vinnst því aðeins í þessari baráttu, að allur verkalýður landsins verði sam- stilltur og samhuga meðan á henni stendur. 2. Að samræmdar Verði uppsagnir félaganna og tími kaup- gjaldsbaráttunnar. Mikið veltur á því, að öll félögin segi upp samtímis; að enginn skerist úr leik og að enginn geri sérsamninga án samráðs við aðra. 3. Að tekin verði sameiginleg ákvörðun um, hvaða liröfur verði settar fram. 4. Að lagður verði grundvöllur að sameiginlegri yfirstjórn kaupgjaldsbaráttunnar. Virðist eðlilegast, að sú yfir- stjórn verði skipuð fulltrúum stærstu og þýðingarmestu verkalýðsfélaga landsins og stjórnar Alþýðusambandsins. Þetta eru þær lágmarkskröfur, sem gera verður til þess að vænlegt megi teljast að leggja til baráttu. Ríki ekki fuilkomin eining, heilindi og gagnikvæmt traust innan verkalýðssamtak- anna þegar frá upphafi baráttunnar, getur hún orðið gagnslaus eða jafnvel til tjóns fyrir verkalýðinn. Verði hinsvegar sundrung- unni og tortryggninni — sem alltof mikið hefur kveðið að, og þvi miður hefur ekki alltaf verið ástæðulaus, — útrýmt úr röðum verkalýðsins, er honum sigurinn vís. Verkalýðsstéttin er lang- samlega voldugasta og þýðingarmesta stétt þessa lands og getur knúið fram það sem henni sýnist, svo framarlega sem hún þekikir mátt sinn og beitir honum. ★ Náttúrulæluiingafélagið hef- ur nýlega tekið upp þú ný- ibreytni að kaupa sjálft græn- meti og selja það ifélagsmönn- um við kostnaðarverði. Hyggst félagið auka þessa starfsemi Iþegar meira grænmeti, s. s. ikálmeti er orðið þroskað, að hafa þá á boðstólnum sem flest ar tegundir, Afgreiðsla. á þessu fer fram á hverjum laugardegi kl. 1—6 e. h., ,í Túngötu 1. ★ Kverjir eiga réttinn? Um síðustu helgi var mikill fjöldi erlendra veiðiskipa hér inni. Að vísu hafa þau oft verið fleiri hér í höfninni en það þar svo mikið á þeim af því að sárafá ísl .veiðískip yoru í höfn. Menn hafa verið að ræða sín á milli um átroðníng útlendingana hér og m.a. rætt um hyort ekki hafi verið gerð einhver sam- iþykkt um að banna þeím að liggja inn við bryggjur og á innri höfninní. Eg vil nú varpa þeirri spurningu fram og yænti svars frá viðkomandi aðilum, hyort rétt sé að bæjarstjórn hafi gert samþykkt um að banna útlendingum legu upp við bryggjur 0g á innri höfninni? Og ef svo er að sanrþykkt þessi hafi verið gerð, hversvegpa er henni þá ekki framfylgt og hún gerð heyrinkunn ? Þá er líka annað, sem rætt er um manna á meðal, og það er smygi, Almannarómur segír að hér eigi sér stað smygl í smærrí og stærri stij, Á þessu er auðvitað erfitt að hendg reiður, því venjuiega er það svo að þeir sem fastast kveða að þessu og bezt þykjast vita um þetta, þeir eru óíúsastir á að bera fram kærur, sem toiigaezlgn gæti far- ið eftir. En samt vita aiiir að hér er talsvert um smygl, og í sjálfu sér hefur fólk líþið við það að athuga því oftast er um að ræða vandfengnar pg sjald- gæfar vörur. Einnig mun gjald eyrir ganga kaupum og sölum og þá auðvitað langt fyrir ofan sölugengí. Allt mun þetta eiga rætur sínar að rekja til þess frelsis á flestum sviðum sem útlendingarnir njóta í höfn inni. færsla landhelginnar að ná til alls landsins og umhverfis þess. Að lokum segir í greininni: „Ef norræn samvinna lýsir sér !i því að ræna Islendinga rétti sinum til landhelginnar og land grunnsins, svo örfáir erlendir menn geti orðið eitthvað rikari 1 bili, að gjöra íslenzku þjóðina smátt og smátt bjargarvana áður en varir, þá geta þeir far- ið með sína nprrænu samvinnu til Niflheima og Nástranda fyrir mér, enda væri slik aðstoð til háðungar fyrir pær þjóþir, er telja sig vííja háfa 'i heiðri rétt smáþjóðanna. Mætti slikt teljast mjög ein- stæð framkvæmd samhjálpar og Marshail-aðstoðar.u ■k í þessari grein Ásg. koma fram atriði, sem ef til víll skýra bírpéfni útlendinga hér við land og frekju þeirra í landi. Og vissulega mun ekki af veita að varzla landhelginnar sé í lagi og hinum erl. veiðiskipum sé kema bera virðingu fyrir landhelgisgæziúnm. E4)íijg þarf að láta hinum erlendu mönnum — sem hér eru um hverja helgi i landi, skiljast að þeir eru gestir í bæ fuilyalda rjkis, þar sem lög r'ikja og éiga í heiðri að haidast, vQg fólkið hér frá- biður sér áleitni og yfirtroð§lur þessara sumargesta bæjarins. ★ Olíkt liyfast þeir að. — I S, i. viku lönduðu Akureyrartog ararnir allir karfa í Krossanes verksmiðjuna. Svalbakur 372 tonnum, Jörundur 287 tn. og Kalubakpr rúml. 300 tn. Aliir togararnir éru nu fapnh' giftur á veiðar og munu nú véra" á Halamiðum, en fréttir hÖfðu borizt um allgóða veiði þýzkra togara þar. Þetta mun vera fjórði túrinn, sém Akureyrar- togararnir fara síðan tovara- verkfallið hófst og er pflaust að bæði útgerðir þeirra og sjó- mennirnir hafa það betra en ef þeir lægju bundnir. Elliði, tog- ari Siglufjarðar, liggur sem kunnugt er bundinn við bakka suður 1 Reykjavík ásamt fieiri togurum. Karfaveiðisamningarn ir á Akureyri haifa gefizt vei og eru þeir í gildi til 1. sept., en hægt er að segja þeim upp frá 1. ágúst með mánaðarfyrir- vara, en enginn ákvörðun mun enn hafa verið tekin um að segja þeim upp. ★ Kóreustríðið og ísland. — Ríkisstjórn Islands hefur lýst sig -fylgjandi aðgerðum Banda- ríkjamanna í Kóreu, en af fram lagi hennar til þessa stríðs gegn alþýðunni I því landi hefur enn ekkert frétzt. Margir hafa verið að ræða um ,að ef Hæringur fengi enga síld til vinnslu væri upplagt að senda hann þangað austur og Bjarni Ben. og Jóh. kammerherra Hafsteen yrðu yfirmenn ,,heraflans,“ sem áuð- vitað yrði að fylgja. Það lítur sannarlega ekki vel úf ifyrir bandamönnum ísl. ríkisstj. í Kóreu og væri því ekki van- þörf á að framlag hennar kæmi sem fyrst. Annars er ekkert spaug þétta með „barátuna gegn kommúiiismanum“ í Asíu, það gi' qins gg fólk jrpr gkilji ekki hvérsvegna þarf að berj- ast gegn þessari stefnu, og ljái þvi ekki lið sitt í þasgari þarB áttu, heldur kannske þvert öfugt. Máske „Siglfirðingur11 komi með einhverjar vizkulegar skýr ingar á þessu á morgun. ★ Frá Skagfirðingafélaginu. —- Skagfirðingafélagið hér hefur ákveðið aþ gangast fyrir hóp- ferð á Jóns Arásohar-hátíðiria að Hólum hinn 12. ágúst n. k. Dagana 8. 9. og 1Q. ágús{ verða farmiðar seldir á Bifreiðastöð Siglufjarðar, en þátttaka þarf ag tilkynpast þapgað fyrir §. ágúst til þess að séð verði hvað sætið þarf að kosta. Ef noikkur kostur verður á þá ættu Sigl- firðingar að fjölmenna á þessa merkilegu hátíð, k Hjónaefni. — Þann 19. þ.m. opinberuðu trúiofun sína ung- frú Sigríður Lovísa Bergþórs- dóttir, Þingholtsstræti 12 R.vík og Jón P. Þorsteinsson, kennari Siglufirði. mm ÞAKKARÁVARP Innilegustu þakkir viljum við færa ölliun næ rog fjær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Steingríms Benediktssonar frá Haganesi. ★ Landhelgismál í „Vikingi.“ — I sjómannablaðinu „Víking- ur,“ síðasta hefti, er grein um landhelgismál, stækkim land- helginnar o, fl. I grein, sem ber yfirskriftina „Stækkun land- helginnar“ og er undirrituð Ásg., er rætt um útfærzlu land helginnar fyrir Norðurlandi og um undirtektir, sem þessi ráð- stöfun hefur fengið hjá erlend- um þjóðum. Síðan segir: „Nú heyrast raddir frá erlendum þjóðum, um að virða þessi á- kvæði að vettugi og jafnvel að þær hafi í höndum plögg frá stjórnum landanna um að fiski menn þeirra þurfi ekki að taka þessi ákvæði mjög alvar- lega. Það er i sjálfu sér einka- mál þessara þjóða, hvort þær í iþili treysta sér til þess að virða þessa ákyörðun þjóðar okkar að vettugi, nema því aðeins, að þar séu á bak við einliver laun mál frá ríkisstjórn íslands, er við ekki trúum að óreyndu að séu, væri enda mjög óviturlegt og hræðilegt." (L.br. Mjölnis). Síðan segir að Isl. verði að taka þessa ákvörðun alvarlega sjálfir og ekki beita neinum vettlingatökum við vemdun og vörzlu landhelginnar hér ifyrir norðan í sumar. Síðan verði út BENEDIKT KRISTíANSSON, BÖRN OG TENGDABÖRN TIL HÖSEIGANDA Samkvæmt ákvæði reglugerðar um brunavarnir og bruna- mál er hverjmn húseigenda, sem hefur ohukyndingartæki í húsi sinu, skylt að liafa löggiltan öryggisútbúnað við kyndingartæki sín. Slökkviliðsstjóri, hr. Egill Stefánsson, mun útvega öryggis- útbúnað þennan hverjum sem þess óska. Bæjarstjórinn í Siglufirði 23. júlí 1950. JÓN KJARTANSSON F U N D U R SÓSlALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR heldur féíagsfund annað kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 8,30 í Suðurgötu 10, D A G S K B Á : ! 1. Félagsmál — 2. Verkalýðsmál — 3. Þjóðvilja- liappdrættið — 4. Önnur mál. Fjölmennið! Mætið stundvíslega. STJÓRNIN ^

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.