Mjölnir


Mjölnir - 26.07.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 26.07.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIR t Deilan um Verð bræðslusíldar á yfir- standandi vertíð, var ekki á- kveðið fyrr en 4. júlí, eða eftir að margir bátar voru byrjaðir veiðar. Engin skýring hefur verið gefin á, hvers vegna verð- ið var ákveðið svo seint, hins- vegar munu flestir vita, hvers vegna það var gert, eða renna !i það grun. Það er atvinnumála ráðherra, sem ákveöur skdar- verðið eftir tillögum ríkisverk- smiðjustjórnar, en þar sem svo stendur á, að núvefandi at- vinnumálaráðherra er eigandi síldarverksmiðju og hafur því hagsmuni af að bræðslusíldar- verð sé sem lægst, mun hann ekiki þora að ákveða verðið mjög lágt nema í fullu sam- ráði við alla ríkisstjórnina. — Það virðist augljóst að það hefur gengið nokkuð seirlega a.ð ná þessu samkomulagi. Það eru sjálfsagt ekki margir, sem láta sér detta í hug, að erfið- leikar atvinnumálaráðherrans, við að ná samkomulagi við Framsókn um brœðslusíldar- verðið stafi af því að Fram- sókn hafi svo sérstaklega borið hagsmuni útgerðarmanna og sjómanna, fyrir brjósti. Hitt munu fleiri halda, að staðið hafi á hve þóknunin ætti að vera, fyrir að vera meðáþyrgir. Sjálfsagt upplýsist ekkert um iþau hrossakaup, sem fóru fram bak við tjöldin um síldarverðið nema þá íyrir sórstaka tilvilj- un, en alit bendir til að Fi'arn- sókn hafi mæta vel skilið hve stuðningur hennar var Ölafi T'hors nauðsyníegur og hagað sér samkværnt þvi. .. VERÐÁKVÖRÍ>UNIN í rekstursáætlun ríkisverk- smiðjustjómar er gert ráð fyrir 500 þúsund mála vinnslt. Mjöl- verð er áætlað tæp- 45 sterl- ingspund tonnið en lýsi 80 pund tonnið. Þessir þrír liðir eru það sem mestu máli skiptir við áætlun um rekstur. Hyað 1 liðinn snert ir, — magn síldarinnar sem berast kann til verksmiðjanna, — er að sjálfsögðu erfitt að dæma um, það er og verður ágiskun ein, enda þótt hliðsjón sé höfð af reynslu undanfar- inna ára. Um hina liðina tvo er allt öðru máli að gegna. — Síldarlýsisframleiðsla þessa sumars var fyrirfram seld að % fyrir 80 sterlingspund tonn- ið, eða fyrir allmiklu lægra verð en aðrar þjóðir selja sitt lýsi fyrir, en það er yfirleitt orðin venja að Islendingar fái lægra verð fyrir vörur sínar en aðrar þjóðir fá fyrir sömu vör- ur. Gegnir þar sama máli hvort um er að ræða síldarafurðir, freðfisk eða saltfisk. Ekki er þetta þó vegna þess að vörur Islendinga séu verri en sömu vörur annara þjóða, heldur er ástæðan einokunaraðstaða ör- fárra manna í öllum afurðasölu málum, Fyrir nokkrrun vikum seldu Norðmenn all mikið magn af lýsi og fengu fyrir það 100 sterlingspund tonnið. jÞá er þess og að gefa að vel bræðslusíldarverðið KAUPTAXTI getur þannig farið að lýsisverð hækki frá þvi sem nú er, vegna stríðsæsinganna, og er í raun- inni ekkert líklegra en svo verði.. Það er þvi síður en svo fjarstæða að láta sér detta í hug að áætla meðallýsisverðið í sumar 85—90 sterlingspund tonnið. Ef reiknað væri með í rekstursáætluninni 90 sterl- ingspunda verði á lýsistonnið í stað 80 punda gæfi það um 75 kr. verð á málið af síldinni í stað 65 kr., að öðrum liðum óbreyttum. Síldarmjölsframleiðsla þessa sumars er að hálfu seld fyrir- fram, eða 50%. Meðalverð. þessa fyrirfram selda mjöls er rétt um 51 sterlingspund tonn- ið, en í rekstraráætlun ríkis- verksmiðjanna er aðeins reikn- að með 45 punda verði. Engin ástæða er til að ætla að það. sem óselt er af mjölinu seljist fyrir lægra verð en það sem þegar er búið að selja, að vísu hefur mjölverð farið heldur lækkandi undanfarnar vikur, en það er aðeins það sem gerist á hverju vori. Síldarmjölsverð lækkar yfirleitt á vorin, þegar eftirspurn kaupenda er minnst. Væri reiknað með 51 punds verði í stað 45 punda tonnið, myndi það, að öðrum liðum ó- breyttum gefa 8 kr. hærra verð á mál af síld, eða 73 kr. málið í stað 65 kr. Af þessu verður ljóst, að ef reiknað er með 500 þúsund mála. vinnslu, en engan vegin óvarlegt að áætla síldarverðið á 83 kr. málið eða 18 krónum hærra en það var ákyeðið, Hér hefur ekki verið gert að umtalsefni það sem þó skiptir miklu máli í þessu sambandi, en það er áætiunin um reksturs kostnaðinn. Mun reynslan sanna að hann er yfirleitt mjög þátt áætlaður og mun á mörg- um liðum verða talsvert lægri en áætlað er. ÞÁTTUR UTGERÐARMANNA I MÁLINU Samtök útgerðarm. höfðu óskað eftir því að bræðslu-’ síldarverð yrði ákveðið mikið fyrr en gert var, þau höfðu einnig óskað eftir að fylgjast með gangi þess máls og fá tækifæri til að segja sitt álit, áður en verðið væri ákveðið. Eftir þessar kröfur útgerðar manna var búist við að hugur fylgdi máli hjá forustumönnum útgerðarmanna og að þeir myndu með gaumgæfni endur- skoða rekstursáætlun ríkisverk smiðjustjórnar og koma síðar, að athuguðu máli, með sínar tillögur. Þetta fór þó á allt annan veg. Fulltrúar útgerðar- manna mættu á tveimur fund- um með ríkisverksmiðjustjórn, kynntu sér innihald reksturs- áætlunarinnar en gerðu enga athugasemd við hana. Engar tillögur gerðu þeir um þessi mál, en stungu uppá, að ef gróði yrði á verksmiðjunum í sumar, yrði honum skift að hálfu milli útgerðarínnar eg verksmiðjanna. Ekki þarf að taka það fram, að fullar likur eru til þess, að hefðu þessir fulltr. útgerðarm. ekki sýnt slikan drusluhátt og þeir gerðu í þessu máli, hefði út gerðin fengið meiri ár- angur af starfi þeirra en raun ber vitni. Þessi vesældarlega framkoma forustumanna útvegsins er raun ar engin ný bóla, heldur föst venja. Það er rétt einn og einn úr forustuliði þessarar stétt- ar, er einstaka sinnrun þorir að vill taka á hagsmunamálum út- vegsins með festu og djörfung. Einn þeirra manna er Finnbogi Guðmundsson útgerðarm. frá Gerðum. I þessu máli brást þó Finnbogi útgerðinni eins og hin ir og reyndist þar sama drusl- an og þeir, hvað sem því veld- ur. Héðan af verður engu breytt um þetta síldarverð, en stað- reynd er að tillaga fulltrúa sósíalista í veriksmiðjustjórn um 75 kr. verð fyrir síldarmálið er á meiri rökum reist en til- laga Sveins Ben og Co. um 65 kr. Það er ennífremur stað- reynd að útgerðarmenn og sjó- menn hafa ekki gætt réttar síns eins og skyldi. Væri vel ef bæði útgerðarmenn og sjómenn gerðu sér þetta ljóst og gættu þess betur í framtíðinni. Gjalddagi MJOLNIS var 1. júlí s. 1. Eru það nú ein- dregin tilmæli afgreiðslunnar til kaupenda hans, að þeir nú hið fyrsta greiði áskriftargjald ið og létti þannig innlieimtuna. Blaðið á við heldur þröngan f járhag að búa nú og er því nauðsynlegt að allir þeir, sem vilja því vel og vilja tryggja útkomu þess, komi í af greiðsluna næstu daga og greiði gjaldið; Það er enn aðeins kr. 20,00 og var ekki talið rétt að hækka það, þar |sem tölubl. verða uokkru færri | þessiun árg. en venjulega. NOKKRIR KAUPENDUR eiga enn eftir að greiða árgj. síðasta árs (1949). Þeim er hér með gefinn frestur til 15. ág. til að greiða þessa skuld, en hafi hún þá ekki verið greidd verður án frékari tilkynningar hætt að senda þeim blaðið. — Þetta óskast hlutaðeigendur að taka til athugiuiar hið fyrsta. Munið að greiða MJÖLNI. Ihjfa ííc Miðvikudag kl. 9: H E I M Þ R Á (Ketill i Engihlíð Afbragðsgóð sænsk kvikmynd. Fimmtudag kl. 9: H E I M Þ R A (Ketill í Engihlíð Föstudag kl. 9: Brotnar bernskuvonir Laugardag kl. 9: Hættuför sendiboðans Ákaflega spennandi og við- burðarík amerísk kvikmynd. Dv. Ev. Nv.Hdv. 10,35 16,56 20,70 10,75 17,20 21,50 Verkamannafélagsins Þróttar, Siglufirði, frá 30. júní 1950. — Lögskipuð vísitaia 112 stig. Lámarkskauptaxti fyrlr fullgilda verkamenn er sem hér segir: 1. Almenn verkamannavinna ........ 2. Handlangarar hjá múrurum, mæl- ing á sementi í hrærivél; steypu- vinna, — þróarmenn ............. 3. Skipavinna, sem ekki fellur undir hærri taxta; holræsahreinsun; grjótnám; slippvinna svo sem mál un, hreinsun, smuming og setning skipa; gæzla hrærivéla og loft- pressa; vinna í frystiklefum; á vindum í landi; gerfism. (byrj- endur); rafsuða; tilsláttarmenn; lagermenn ...................... 4. Stokertkynding á kötlum; kynding á þurkofnum; olíukynding; lemp- un á kolum; stjórn á litlum krana bílum, lyftum og bílaakstur .... 5. Kolavinna; salt- og sementsvinna; losun síldar, síldarúrgangs, beina- og fiskiúrgangs; rafmagnsborun; loftborun; grjótsprengingar; full- gildir dixilmenn, sem hafa verið við tilslátt í tvö sumur; gerfism., er unnið hafa minnst tvö ár við smíðar; bílaviðgerðarmenn; stjórn á vélskóflum, ýtum, stórum krana hílum og ikrönum; kalföttun skipa hreinsun á lýsistönkum að innan, þar með talin málning; hreinsim tanka með vídisóda; kynding á 10,92 17,47 21,84 11,26 18,01 22,52 kötlum með sikóflum 11,93 19,08 23,86 6. Mótorvélstjórar, sem vinna óskráð ir vélavinnu á skipum eða í landi, á vélaverkstæðum eða öðrum stöð um við samskonar störf 12,94 20,70 25,88 7. Boxa- og katlavinna; ryðhreinsun með raftækjum; botnhreinsun skipa innanborðs; hreinsun með vídisóda 13,10 20,97 26,20 Unglingataxti ^ Ungl. á aldrinum 14—16 ára .... 7,96 12,74 15,92 STJÓRN ÞRÓTTAR Kauptaxti, sem S.R. greiðir ungl. á aldrinum 12—14 ára .... 6,65 10,64 13,30 LÁGMAKKS- KAUPl AXII rkakvennafélagsins Brynju, Siglufirði, frá 30. júnf 1950. — Lögbundin vísitala 112 stig. ,■ , Dagv. Eftirv. N&H.V. Almenn vinna .....,............ 7,96 Ishúsvinna við frystingu síldar . 8,33 ÁKVÆÐISVINNA: V 12,74 11,90 15,92 16,66 . ' ' Grunnk, . m.vísit. 1. Fyrir að kverka og salta hverja tunnu kr. 6,48 7,26 2. — — kverka og sykursalta — 6,69 7,49 3. — — ikverka og krydda — 6,69 7,49 4. — — kverka og magadraga — 9,90 11,09 5. — — kverka og tálkndr. matjes ófl. — 13,20 14,78 6. —■ — slóg og tálkndr. matj. flokkuð — 15,81 17,71 7. — — hausskera og sykursalta — 8,91 9,98 8. — — hausskera og krydda — 8,91 9,98 9. — — hausskera og slógdraga — 12,36 13,84 10. hausskera og slægja — 14,85 16,63 11. — — flaka og salta , — 39,60 44,35 12. — — salta vélflakaða síld — 14,85 16,63 13. — — rúnsalta — 4,95 5,54 14. — — kverka og salta smá- og millis. — 19,80 22,18 ói KAUPTRYGGING á tímabilinu frá því að Grunnk. m.vísit. söltun hefst til 13. sept kr. 1100,00 1232,00

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.