Mjölnir


Mjölnir - 02.08.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 02.08.1950, Blaðsíða 1
23. tölublað. Miðvikudaginn 2. ágúst 1950 13. árgangur. Hvad á hér að Væntanleg kauphækkunarbarátta verð- ur jafnframt * barátta við ríkisvaldið Síld á Grimseyjarsundi Sú breyting hefur á orcið á íslandi, að i stað þess að deilur um kaup og kjör verkalýðsins væru deilur milli atvinnurek- enda og verkamanna, eru allar ikjaradeilur nú fyrst og fremst deilur milli verkamanna og ríkisvaldsins. — Ríkisstjórnin sjálf hefur algerlega tekið að sér forystuna í kjaraskerðinga- herferð atvinnurekenda og hvað eítir annað gripið inn í gerða samninga með lögum. Þá er það einnig nýr þáttur í kjara- málunum, hve ósvífnum aðferð- um er beitt gegn verkalýðnum, eins og t.d. það, að núverandi ríkisstjórn og stjórn Stefáns Jóhanns hafa lagst svo lágt að beita vísvitandi ógrímuklædd- um fölsunum við útreikning vúsitölunnar. Eigi verkalýðurinn að vera þess megnugur að hrinda af höndum sér hungur-árásunum, þá verður hann að gera sér ljóst, fyrst af öllu, að baráttan lilýtur að standa við ríkis- stjórnina. Sjálfsagt verður það erfiðleikum bundið fyrir marga verikamenn að átta sig á þess- um annars augljósu sannindum sérstaklega þá, sem fylgt hafa ríkisstjórnarflokkumun að mál- um pólit'iskt. Hinir greindari og gegnari munu þó fljótt taka staðreyndirnar fram yifir yfir- klór og lýðskrum flokksfor- ingja sinna, sem svikið hafa þá í tryggðum og niða ofan af þeim skóinn. Það var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns, sem byrjaði á og inn- deiddi þessa beinu íhlutun riíkis- valdsins í kjaramálin. Eftir að hafa stórhækkað tolla á nauð- synjar almennings árið 1947, festi stjórn Stefáns Jóhanns kaupgjaldsvísitöluna í 300 stig- um. Þá var vísitalan skráð 319 stig og hækkaði fljótlega í 329 stig. 'Síðan komu nýjar tolla- og skattaálögur. Þá kom geng- islækkunin gagnvart dollaran- um, sem olli miklum verðhækk- unum. Þessi gífurlega kjara- skerðing er ekki knúin í gegn með deilum atvinnureikenda við verkalýðinn, heldur grípur rik- isstjórnin hér sjálf inn í gerða samninga verkamanna og at- vinnurekenda og einfaldlega stelur með lagasetningu stór- um parti af launum launþega og stingur í vasa atvinnurek- enda. Það er vert að ifesta sér d minni, að þetta hróplega rang Jæti gagnvart alþýðu landsins, hefði afturhaldið ekki getað framið án hjálpar forustu- manna Alþýðuflokiksins. Það valt á Alþýðuflokknum, hvort þetta gerræði tækist eða ekki; það var ibeinlínis á valdi Al- þýðuflokksins að áikveða, hvort alþýðan héldi kjöriun sínum og unnum sigrum, eða tæki á sig kjaraskerðingu til hags- muna fyrir atvinnurekendur og auðmenn. Slíka oddaafstöðu hafði Alþýðufloíkkurinn, þó l'itill sé og aumur. Auðmennirnir buðu forustu- mönnum Alþýðuflokksins em- bætti og ógrynni bitlinga. En þetta kostaði það, að Alþýðu- flokkurinn leggði til formann flokksins, Stefán Jóhann, sem forsætisráðherra í ríkisstjórn, ser.i forgöngu hefði í ikjara- skerðingarbaráttunni. Forustumenn Alþýðuflokks- ins þurftu ekki langan umhugs- unarfrest; það fór að vonum. En það sem verra og alvar- legra var, er það, hvernig flokksmennirnir sjálfir brugð- ust við. Það var aðeins lítill hópur í Alþýðuflokiknum, sem tók afstöðu gegn þessum ægi- legu svikum og tröðkun á stefnuskrá og yfirlýsingum flokksins. Allur fjöldinn varði svikin og hélt hollustu við ifor- ustumennina. Að vísu þarf engan að undra, þó andrúms- loftið, sem r'ilkt hafði árin á undan 1 Alþýðuflokknum, hefði eitthvað sljófgað pólitíska sið- ferðiskennd og stéttarþroska flokksmannanna, en þetta var meira en búast mátti við og óræk sönnun þess að pólitásík spilling og úrkynjun hafði gagntekið stóran hluta flokks- ins. Þegar ríkisstjórn Stefáns Jó- hanns hafði þannig brotið ís- inn fyrir afturhaldið og at- vinnurekendur, var eftirlei'kur- inn mjög auðveldur. Gengis- læikkunin. í marz s.l. og aukin v'isitölufölsun var barnaleikur einn, og þá þunfti afturhaldið ekki frekar en verkast vildi, að notá Stefán Jóhann og Alþýðu- flokkinn lengur. En það gleði- lega, sem fram kemur s.l. vet- ur er það, að óánægja innan Alþýðufldkksins út af kjara- skerðingu er orðin svo mikil, að Stefán Jóhann og aðrir for- sprakkar Alþýðufl. þorðu ekki að vera með gengislæikk- uninni og tóku upp stjórnar- andstöðu. Það talar sinu máli. gera? Þáttur Alþýðusamb.- stjórnarinnar Árið 1948 var mikið átakaár í verkalýðshreyfingunni, róttæik ari armurinn vildi láta svara hinum nýju árásum með harðvútugum gagnráðstöfunum, en Alþýðuflokkurinn barðist um á hæl og.hnakka gegn öll- um gagnaðgerðum, og er skemmst að minnast verkfalls- brotanna á ísafirði og víðar, þar sem Alþýðuflokksmenn höifðu forustu í verkalýðsfélög- um. Samningi sínum við at- vinnurekendur trúr, tók flokk- urinn upp kjörorðið: „Eklki kauphækkim, heldur hækkun dýrt'iðarinnar. ‘ ‘ Atvinnurekend- ur lögðu Alþýðufloikknum stór fjárframlög til kosningabarátt- unnar í Alþýðusambandinu og var þessi kosningabarátta gerð •að slíku æsingamáli, að kjara- baráttan komst ekki að. Hin svarta samfylking atvinnurek- enda og Alþýðuflokksins vann nokkuð á 1 Alþýðusambands- kosningunum með óhemju lýð- skrumi og fjáraustri. Það sem til vantaði á meirihluta, var síðan fengið með fölsunum og ■lagaleysum, hótun um klofn- ing heildarsamtaJkanna og annað eftir því. Hinir raunverulegu og heiðar legu verkalýðsfulltr-úar á Iþingi ASl haustið 1948 höfðu ekki látið sér detta á hug, að gerzt gætu á þeim stað slík óhæfu- verk og ofbeldi, eins og ibeitt var undir forustu verkfalls- brjótsins Helga Hannessonar. iNokkurt ráðleysi varð í vörn- inni, en það varð óhjákvæmi- lega til þess, að klofningi Al- iþýðusambandsins varð eklki forðað nema meirihlutinn beygði sig fyrir minnihlutan- um og léti honum eftir stjórn sambandsins, kosna með föls- uðum atkvæðum og gerfifull- trúum að nokkru leyti. Þetta var fyrsti þátturinn í þeim harmleik, sem hefur ver- ið að gerast i íslenzkri verka- lýðshreyfingu. Illræmdasti verlkfallsbrjótur íslands, Helgi Hannesson, var kosinn forseti .A.S.I. ..og stjóm- in, sem var pólitisk samfylk- ingarstjórn Sjálfstæðis-, Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins, er skipuð lítulhæfum mönn- um, sem frá byrjim hafa slkoð- að sig til þess kjörna að halda aftur af verkalýðsfélögunum. En nú nálgast kosningar í ASl, og óánægja verkalýðsins fer vaxandi, góð ráð em því dýr. Alþýðuflok'kurinn er kominn í I gærdag og gærkveldi fengu fjögur skip síld á Grimseyjar- sundi. Sigurður frá Siglufirði fékk 650 tn. og Isborg, ísa- firði (togari) 300 tunnur í gær- dag, og í gærikvöldi fékk Einar Hálfdánarson, Bolungarvik 300 tn. og Björn, Keflavík, 400 tn. I morgun hefur verið þoka um allt. Þó ifék'k Fagriklettur, Hafnarfirði, síld i morgun suð- austur af Grímsey. Fyrir austan var fremur lítil veiði í gær, en nokkur slkip fengu þó síld þar i gærkvöldi. Allmörg skip eru nú komin á svæðið frá Mánáreyjum vest- ur á Grímseyjarsund. HEILDARAFLINN á öllu landinu s.l. laugardag á miðnætti var 157.294 hl. í bræðslu og búið var að sálta 'í 7497 tunnur. Á sama tíma 1 fyrra var bræðslusíldaraflinn 46.845 hl, en söltun var þá 6298 tn. 197 skip, sem veiða með 193 nótum, hafa fengið þennan afla en um 20 skip eru eklki komin á skrá. Neðantalin 34 skip höfðu afl- að yfir 1000 mál og tunnur: Helga, Reykjavik 3788 Fagriklettur, Hafnarfirði 3438 stjórnarandstöðu og. Alþýðu- sambandsstjórnin hefur hvatt- verlkalýðsfélögin til að segja upp samningum með kjarabæt- ur að markmiði. En einhverjir maðkar eru í mysunni. Þrátt fyrir áskorauir fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík og stjórnar Alþýðusam- bands NorðUrlands, um að ASl boði strax tii ráðstefnu verka- lýðsfélaganna til að samræma Ikröfur og baráttuna fyrir bætt- um kjörrnn, neitar Alþýðusam- bandsstjórnin að beita sér fyrir nokkru slíku. Hvað getur vald- ið? Vill Alþýðusambandsstjórn- in ekki samræmdar aðgerðir? Hverg vegna? Er Alþýðusam- bandsstjórn búin að gera ein- hverja leynisamninga ? EINA RADIí) SEM DUGAR Til að hrinda hinum óþolandi svivirðilegu árásum á kjör al- þýðunnar þurfa verkalýðsfélög- in að samræma og samstilla ibaráttu sina. Það þarf strax að halda ráðstefnu' með fulltrúum frá sem flestum verlkalýðsfé- lögum. Slík ráðstefna verður að ganga frá sameiginlegum kröfum fyrir öll félögin og hún verður einnig að ákveða hve- nær öll félögin í einu hefjast handa. Ráðstefnan verður að skipa eina sameiginlega yfir- stjórn í deilunni, með víðtæku lýðræðislegu valdi. ' Það verður að leggja hið mesta kapp á að sameina allá hugsanlega krafta um þessar réttlætiskröfur. I samvinnu um þær verða allir að vera vel- Ikomnir, hvernig sem pólitískar skoðanir þeirra eru. Frá upphafi verður að gera sér ljóst, við hve ramman reip (Framhald á 4. síðu) Skaftfellingur, Vestm. 2534 Edda, Hafnarfirði 2383 Fanney, Reylkjavik 2335 Garðar, Rauðuvík 2293 Stígandi, Ólafsfirði 2236 Haukur I., Ólafsvík 2063 Ingvar Guðjónsson, Ak. 1760 Guðm. Þorlákur, Rvik 1688 Hilmir, Keflavík 1656 Snæfell, Akureyri 1604 Hvanney, Hornafirði 1604 Einar Þveræingur, Ólafsf. 1478 Björgvin, Dalvílk 1415 Reynir, Vestmannaeyjum 1379 Hannes Hafstein, Dal-v'i'k 1368 Grindvikingur, Grindavík 1354 Sigurður, Siglufirði 1266 Illugi, Hafnarfirði 1258 Súlan, Akureyri 1218 Bjarmi, Dalvík 1196 Freyfaxi, Neskaupstað 1171 Ársæll Sigurðss., Njarðv. 1164 Andvari, Reykjavík 1160 Pétur Jónsson, HúsavJk 1134 Særún, Siglufirði 1130 Keilir ,Akranesi 1114 Vörður, Grenivík 1089 Gylfi, Rauðuvík 1074 Aðalbjörg, Akranesi 1064 Þorsteinn, Dalv'ik 1045 Sævaldur, Ólafsfirði 1044 Hólmaborg, Eskifirði 1040 Tveir um nót: Bragi og Fróði, Njarðvík 1244 Týr og Ægir, Grindavík 1187 Söltun og bræðsla S.l. mánudagskvöld á mið- nætti var heildarsöltunin alls 10792 tunnur. Skiptist hún sem hér segir: Dalvík 165 tn. Djúpavík 99 — Grímsey 11 — Húsavík 744 — Raufarhöfn 4150 — Seyðisfjörður 401 — Siglufjörður 3294 — Þórshöfn 1885 — Hjalteyri 43 — Söltunin á Siglufirði skiptist þannig: Ásgeir Pétursson 103 tn. Samvinnufél. Isf. 266 — Njörður h.f. 202 — Pólarsíld 505 — Sunna h.f. 233 — Reykjanes h.f. 566 — Dröfn 263 — ísafo'ld 415 — K. F. S. 65 — Söltunarfélagið 12 — Haifliði h.f. 556 — Hrimnir h.f. 309 — Pólstjarnan 99 — i Heildarsöltun hér var í gær- kvöldi kl. 12 orðin 5326 tn., og talsvert mun hafa verið saltað annarsstaðar á landinu. S.R. höfðu 1. ágúst tekið á móti 76714 málum til bræðslu á Raufarhöfn, 1742 málum á Siglufirði og 41 máli á Húsavik Rauðka er búin að taka á móti 5500 málum, Hæringur var bú- inn að taka á móti 2369 mál- um síðast þegar fréttist. Sextugsafmæli. Frú Árnína Sigurðardóttir, Hólaveg 8, átti sextugsafmæli sunnudaginn 30. júlí s.l.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.