Mjölnir


Mjölnir - 02.08.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 02.08.1950, Blaðsíða 3
 MJOLNIB 8 Sven Möller Kristensen: Hið daglega Soya hefur skrifað sögu um skrifstofumann, sem í dagfari minnir einna helzt á vandaða klukiku, stundvísan, nostursam- an og siðlátan borgara, sem á notalegt heimili. En á hverjum degi, á tiltekinni stundu, frem- ur hann morð! Þegar hann kem ur heim af skrifstofunni hreiðrT ar hann um sig í hægindastól og gefur sig á vald dagdraum- um s'inum. Hann velur sér fórn- ardýr, skrifstofustjórann, eða einhvern annan af yfirmönnum sínum, eða bara einhvern sem honum geðjast ekki að, leggur vandlega niðnr fyrir sér aðferð- ina við morðið og fremur það síðan í huganum. Að því laknu fær hann sér ánægður blund, þangað til konan hans kemur inn með matinn. Mér kom þessi saga í hug við lestur nýlega útkominnar am- erískrar bókar, Love and Death eftir G. Legman (útg. 1949 af forlaginu Breaking Point). I þessari bók reynir höfundurinn að greina og sikýra það dálæti á ofbeldi, morðum og sadisma, sem einkennir ameríska skemmilestranframleiðslu, og hefur farið óhugnanlega vax- andi síðastliðin tuttugu ár. Am- erískir gagnrýnendur hafa áð- ur bent á, að amerískar nú- tímabókmenntir beri vott um dýrkun ofbeldis („the cult of violence“). Sjálfsagt hafa les- endur Hemingvvays, Faulkn- ers, Caldwells Farrels og Wrights veitt því athygli, hve oft ruddaskap, ofbeldi og grimmd er lýst í sögum þeirra, en í skemmtilestrariðnaðinum er þessi stefna þó langtum ákveðnari og háskalegri. Hver er orsökin til þessa lífsfjand- samlega og sjúklega fyrirbrigð- is? Skýring Legmanns er á þá leið, að hér sé um að ræða noikkurskonar uppbót eða end- urgjald fyrir þau vonbrigði og ósigra, sem einstaklingurinn bíður, bæði í einkalífi sínu og sem þjóðfélagsborgari, nokk- urskonar óeðlilega fullnægingu eðlilegra þarfa, sem gætu feng- ið náttúrlega útrás við önnur skilyrði. Aðallega ræðir hann um vonsvik og ósigra í kyn- ferðilegum efnum, hina púrí- tanisku bælingu eðlilegs kyn- ferðislífs og þar til heyrandi eftirlit með kvikmyndum og bókmenntum. Þó er hann ekiki ibhndur að því er tekur til. efnahagslegra vonbrigða og ó- sigra, öryggisleysis og ófrelsis einstaklingsins í hinu kapítal- iska samikeppniþjóðfélagi. En í raun og veru ber að ' skoða þetta allt sem heild, siðgæðis- hugmyndimar sem afleiðingu af skipulagsháttunum, og kyn- ferðismála- og trúmálahræsn- ina sem reykský til 'að hylja í blygðimarleysi samfélagsins, þar sem flest mæti mannlegs b'f° eru virt til fjár. Viðbragð einstaklingsins gagnvart þvingumun samfé- lagsins og ríikjandi siðgæðis- háttum, eru sjálíshafningar- draumarnir, draumar um hefnd yfir þeim öflum, sem hann hefur ekki afl við í veruleik- anum. Eina raunhæfa uppbót- in sem til er fyrir eðlilegt kyn- ferðishf, segir Legman, með skírskotun til ýmissa sálfræð- inga, — er sadismi. Með sad- istiskum draumum getur ein- staiklingurinn fengið ímyndaða hefnd fyrir þau rangindi, sem hann telur sig hafa verið beitt- an. Á þann hátt er hægt að er hægt að hefna sin á unn- ustu sinni, konunni sinni, yfir- manni sínum eða óvini sínum, án þess að leggja á sig nokkur raunveruleg óþægindi og án þess að þurfa að óttast refs- ingu. Þetta er orsökin til þess dæmalausa gengis, sem morð- bókmenntir hafa átt að fagna upp á síðkastið í hinum vest- ræna heimi, einkum í Ameríku, þar sem hinar opinberu siðgæð- iskröfur eru strangastar og þjóðskipulagið harðast. Leg- man gerir á ljósan og skemmti- legan hátt grein fyrir þróun glæpasögunnar, frá dögum Edgars Allan Poe, sem fyrstur ahra finnur upp á þvi að gera morðingjann að nokkurskonar hefnanda, til nútímareyfarans, þar sem hinn myrti er næstum undantekningarlaust versta úr- hrak. — Það er sem sé mikils- vert atriði að vekja ekki með- aumkun með fórnardýrinu, helzt engar mannlegar tilfinn- ingar. Það er blóðþorstinn, sem stjórnar verkinu. Hinn myrti á því helzt að vera úrþvætti, sem þurft hefði að vera búið að drepa fyrir mörgum árum. Morðinginn má heldur ekki vera um of aðlaðandi, þvi hann á að fá refsingu fyrir glæp sinn í sögulokin fyrir tilstilli hins afburðasnjalla leynilögreglu- manns eða hins ljóngáfaða frí- stundanjósnara, en í lians spor er lesandanum ætlað að setja sig. Morðið eða morðin verða að vera „siðræn“, verjanleg frá siðgæðissjónarmiðí, nánast til- tekið tákn um fullnægingu miskunnsemi eða réttlætis. Enn fremur verða lesendurnir að geta litið niður á hinn myrta, eins- og — segir Legman — Þjóðverjar litu á Gyðinga, Bandaríkjamenn á Japani og hvítir Suðurrikjabúar á svert- ingja. Glæpasagan leitast við að fullnægja drápshugarfarinu (lynch-mentaliteten). Hún jaifn gildir löggiltri skyndiaftöku. Það er misskilningur að álíta, að það sé morðgátan og ein- hverskonar æðri heilastarfsemi í sambandi við lausn hennar, sem heldur lesandanum vak- andi við lestur morðreyfarans. Reynt hefur verið að skrifa glæpásögur án lausnar á morð- gátxmni, en í stað hennar kom bein skírsikotun til lesandans um að hafa sjálfur upp á glæpa manninum, en þær tilraunir hafa farið út um þúfur. Les- endurnir vilja sjá blóð, og það kostar ekki höfundana neina teljandi fyrirhöfn að finna upp ný reyfaraafbrigði. Legman vitnar á einum stað i grein eift- ir hinn fræga kanadiska kýmni sagnahöfund, Stephan Leacock, þar sem hinum óhugnanlega veruleika smásögunnar eftir Soya er lýst átakanlega. Til- vitnunin er á þessa leið: „Ég heyri til þeim hópi manna, sem á hverju kvöldi, að loknu erfiði og áhyggjum dags- ins, veiti mér þá ánægju að njóta morðs fyrir 20 cent áður en ég slekk ljósið og leggst til svefns. Útgjöldin eru ca. 20 cent pr. kvöld fyrir fyrsta flakks morð með aðstoð beztu höfunda okkar. 10 centa morð má búast við að sé of hvers- dagslegt eða með of miklu glæpabragði. ---- Það á ekki að hika við að hengja glæpa- manninn í sögulokin. Ef mögu- legt er, á að láta söguna ger- ast 1 lögsagnarumdæmi, þar sem hengingar eru tíðkaðar. Rafmagnsstóllinn hefur óþægi- leg áhrif á okkur lesendurna. En henging er gömul og virðu- leg aðferð. Þess vegna óskum vér þess að sjá hann liengdan. Látið hann ekki hrapa í sjóinn úr flugvél sinni. Það er ekki góð lausn á málinu. Haldið fast í setuna í buxiunum hans, þang- að til hann stendur undir gálg- anum.“ Glæpasöguhöfundar hafa stundum varið sig með þeirri röksemd, að blóðþorstinn væri mönnum meðfæddur og eðlileg- ur, og þessvegna væri blátt áfram nauðsynlegt að veita honum útrás gegnum friðsam- legan morðsögulestur. Þetta er vitanlega bull og eikkert annað: „Ekkert dýr drepur eingöngu sér til skemmtimar. En — við verðum oft fyrir vonbrigðum. Við þjáumst af ótta. Við búum við skort: kynferðilegan, fjár- hagslegan, persónulegan. Og með tilliti til þess bjóða hnefa- leikamót, rosafréttablöð, teilkni myndasíður og morðsögur fram örugga, ódýra og félagslega potthelda - lausn: hið lögheimil- aða villidýrsæði.“ Legman held- ur áifratn með blóðugu háði: „Móðgar eiginkonan þig í rúm- inu? Er maðurinn þinn ráðríik- ur gikkur? Hversvegna að heimta skilnað? Skilnaður kost- ar mikið fé, og ef þú ert ka- tólskrar trúar ikemur hann ells ekki til mála. Þú getur fengið glæpasögu að láni fyrir 10 cent eða keypta fyrir 20 cent. Kyrktu maka þinn á pappírn- um á hverju kvöldi. (Glæpa- sagan er hornsteinn heimilis- ins, hún kemur í veg fyrir hjónasikilnaði). Er húsbóndi þinn harðstjórij sem arðrænir þig og situr á rétti þinum? Þú skalt ekki skjóta hann — ef þú gerir það, verðurðu líflát- inn. En þú getur drepið hann á hverjum degi — á pappírn- um. Þú ert leynilögreglumað- urinn, en hann er hinn ofsótti morðingi. (Glæpasagan er und- irstaða arðránsskipulagsins, hún kemur í veg fyrir bylt- ingu). Ertu veikburða, heimsk- ur, ikjánalegur, lítilf jörlegur ? Þú skalt ekki snúast til and- stöðu gegn hinu þvingandi, ó- breytarilega umhverfi, sem þú lifir í. Gefðu heldur árásarlöng un þinni útrás á friðsamlegan hátt, fremdu morð á hverju kvöldi. Þú getur iframið þrjú hundruð morð á ári fyrir að- eins einn dollar á viku. Dásam- lega einfalt — ódýrara en veiði leyfi — og þú getur meira að segja veitt menn. (Glæpasag- an er uppistaða siðmenningar- innar, hún gerir gáfur alveg óþarfar) “. ★ Annar kafli þessa bókarkorns ber fyrirsögnina „Eikki fyrir börn“ og er helgaður hinum svonefndu comic-books, þ.e. lit- prentuðu teiknimyndaheftun- um, sem börn og unglingar eru svo ákaflega sólgin i. Innihald þeirra er líka greinilega ofbeld- iskennt og ruddalegt, en er að því leyti frábrugðið skemmti- lestrarefni hinna fullorðnu, að þær gerast algjörlega í heimi drauma og ímyndunar. Það leyfist ekki, að börn geri beina uppreisn gegn foreldrum sín- um, ikennurum og öðrum for- ráðamönnum, ekki einu sinni í draumi. Það verður þvi að ger- ast undir rós; fórnardýr of- beldisdýrkunarinnar í bókum barnanna eru þessvegna nornir, drekar, sjóræningjar, Indíánar, glæpamenn, njósnarar, geðveik- ir „vísindamenn“ og slíkir, sem fyrirfram eru dæmdir til vo- veiflegs dauða. Legman telur að hvert amerískt barn lesi 10—12 slíik hefti á mánuði, ef til vill oft og skipti á þeim fyrir önnur: „Sé ein mynd af ofbeldisverki á hverri blaðs'iðu — venjulega eru þær þó fleiri —- má gera ráð fyrir, að hvert barn, sem er orðið það þrosk- að að það geti skoðað myndir með skilningi, sjái að minnsta kosti þrjú hundruð myndir af (Framliald á 4. síðu) PRENTVILLA slæddist inn í tímavinnutaxta Vikf. Brynju, sem auglýstur var í s'iðasta tbl. Mjölnis. Stóð þar, að eftirvinnukaup í íshús- vinnu við frystingu síldar væri kr. 11,90 pr. klst, en átti að vera kr. 13,33 pr. klst. Tímavinnutaxtinn er því, sem hér segir: Dagv. Ev. N&h. Almenn vinna ................ 7,96 12,74 15,92 íshúsvinna v. frystingu sildar 8,33 13,33 16,66 Biðst blaðið hérmeð afsökunar á áðurnefndri villu. Tilkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhags- ráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum. Benzín...........pr.. liter kr. 1,46 Ljósaolía..........— tonn — 1050,00 Hráolía..........—-----670,00 Hráolía..........— liter — 0,58 Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar verð- lagsstjóra nr. 7 frá 31. marz 1950 áfram í gildi. Reykjavík, 26. júlí 1950. VERÐLAGSSTJÓRINN Athugið! Athugið! Farir þú í ferðalag, þá athugaðu að tryggja þig fyrir slysum. Hef tryggingar fyrir innanlands, utanlands og ótakmörkuð ferðalög, einni hópferðir. Oft hefur fólk orðið fyrir slysum á ferðalögum og því hyggi- legt að tryggja sér bætur fyrir lítið verð. F. h. Almennar tryggingar h.f. KRISTMAiXt ÓLAFSSON, sími 270 TiLKYNIMING Húseigendur, sem þurfa að fá númeraplötur á hús sín, eru vinsamlega beðnir að sækja þær til bæjarverkstjóra, og annast uppsetningu þeirra í samráði við hann. BÆJARSTJÓRI

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.