Mjölnir


Mjölnir - 09.08.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 09.08.1950, Blaðsíða 2
 MJOLNIR — ÍÍIKIIBEaÐ- i QEgpfandi- SÖSÍAUSTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Etitstjótíí og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaóið kernur út alla miðvikndaga Astaíftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. t Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. SKiRSLA COOLEVS Skýrsla bandarísku Marshallfræðinganna, sem ríkisstjórnin kvaddi hingað í vor til rannsókna á íslenzkum fiskiðnaði, hefur vakið mikla athygli. 1 raun og veru kemur þó fátt nýtt fram í henni, heldur er hún að mestu leyti staðfesting á sannindum, sem lengi hafa verið kunn öllum sæmilega fróðum mönnum, þótt valdhöfunum hafi þótt heppilegra að láta annað í veðri vaka undanfarið. Eru niðurstöður hinar ibandarísku sérfræðinga í fá- um orðum sagt staðfesting á þeirri skoðun, sem sós'íalistar hafa alltaf haldið fram um möguleika Íslendinga á sviði fiskifram- leiðslu, og stefnu þeirra í nýsköpunar- og markaðsmálum. 1 slkýrslu Cóoleys og félaga hans segir m.a.: ,,'Island getur vel athugað þann möguleika að vinna stóran hluta af heimsmarkaðinum, ekki einungis fyrir frystan fisik, sem sérstaklega eru til athugunar í þessari skýrslu, heldur einnig fyrir saltaðar, reyktar, niðursoðnar og öðruvísi verkaðar fiskaifurðir.“ Þessa skoðun styður Cooley og félagiar hans með eftirfar- andi rökum : „1. Við Island er til ótakmarkað maign fiskjar. 2. Fleiri fisktegundir eru á íslenzkum miðum en á mið- um nolkkurrar samkeppnisþjóðar. 3. Fiskurinn er nær landi og fiskvinnslustöðvum en hjá nolkkurri samlkeppnisþjóð. 4. Besta tegund fiskjar fáanleg á heimsmarkaðinum er fiskur af íslenzku fiskimiðunum. 5. Laun eru hér jafnlág eða lægri en í samlkeppnislönd- um okikar“. Síðasta niðurstaða Cooleys, um kaupgjald á Íslandi, er mjög athyglisverð fyrir þá sök, hve gersamlega hún stingur í stúf við hinar síendurteknu fullyrðingar talsmanna stjómarflokkanna og iblaða þeirra um að erfiðleiikar atvinnuveganna hér væra allir því að kenna. að kaup verkamanna, sjómanna og annarra sem að framleiðslu vinna, væri alltof hátt og miklu hærra en í sam- keppnislöndum okkar. Margt fleira markvert er að finna í skýrslu Marshallfræð- inganna, t.d. telja þeir, að Fiskiðjuver ríkisins, sem allt frá 1946, er Áki Jakobsson lét aif embætti atvinnumálaráðherra, hefur af einhverjum ástæðum verið alveg sérstakt olnbogabara stjórnar- valdanna, gæti, ef það „væri vel búið vélum.... framleitt betri vörur með lægra verði og...... orðið fyrirmyndarverksmiðja Is- lands.... þjálfunarskóli fyrir íslenzka fiskiðnaðinn." Eins og áður er sagt kemur fátt nýtt fram í skýrslunni, heldur er hún að. mestu leyti staðfesting á alkunnum staðreyndum. Menn skyldu því sízt af öllu gera sér vonir um, að þessi slkýrsla leiði til nokkurra teljandi breytinga á framleiðsluháttum okkar og afurðasölumálum, meðan æðsta vald í þessum málum er í höndum þeirra manna, sem hafa farið með þau undanfarið. Ástæðan til markaðserfiðleika oklkar er ekki og hefur aldrei verið sú fyrst og fremst, að við værum ekki samkeppnisfærir um verð og gæði, heldur hin, að „hinar ástríku samvinnuþjóðir" oklkar í Marshalibandalaginu vilja alls engan fisk af okkur kaupa og mundu ekki einu sinni vilja nýta hann, þó þær fengju hann gefins. Ástæðan til þess er aftur sú, að meðal „samvinnuþjóð- anna“ er offramleiðsla á fiski, þótt milljónir manna búi við nær- ingarskort. Þá hefur íslenzka Marshall-ríkisstjórnin skuldbundið sig til að Skipta ekki svo neinu nemi við löndin austan járatjalds og hefur sett upp skriiffinnskukerfi með alræðisvaldi til að hindra slík viðskipti eftir þvlí sem hægt er, og eru hin frægu afskipti Fjárhagsráðs af fisksölunni til Póllands í vetur nærtækt dæmi um, hvernig því valdi hefur verið beitt. 1 Skýrslu Marshallfræðingsins er talað um möguleika á auk- inni framleiðslu og sölu á reyktum og niðursoðnmn fiski. Á þetta hefur margsinnis verið bent áður og reynt að koma í gang slíkri framleiðslu. En þar hefur jafnan strandað á sinnuleysi og jafn- vel fjandskap valdhafanna, eins og sorgarsagan um Fisikiðjuver ríkisins sannar bezt. Framkvæmdastjóri Fislkiðjuversins, dr. Jakoib Sig,urðsson, hefur oft reynt að fá því framgengt, að þar yrði rekin niðursuða á ýmsum fiskafurðum af fullum krafti, en jafnan mætt andstöðu stjórnarvaldanna. Fiskiðjuverinu hefur jafnvel verið margneitað um gjaldeyrisleyfi fyrir dósaJblikki, svo ekki sé nú mmnst á þann skort á ýmsum nauðsynlegum vélum og áhöldum, sem enn stendur fyrirtækinu fyrir þrifum. Þá hefur dr. Jakob og fleiri reynt að fá því framgengt við valdamenn, að gerðar yrðu tilraunir með niðursuðu á reyktum fiski til útflutn- ings, en sú viðleytni hefur ýmist mætt fjands'kap eða sinnuleysi. Þá er saitfiskframleiðslan. Eins og sakir standa er hún lang- álitlegasta verkimaraðferðin. Ekki er um neina andstöðu að ræða ★ Berlientir gjaldeyrisaflendur. Á þessum síðustu og verstu tímum hefur það hvað eftir annað komið fyrir, að sjómenn og annað verkafólk, sem við framleiðslustörfin vinnur, hefur ekki getað fengið nauðsynleg- asta vinnu- og hlífðarfatnað. T. d. hefur oft komið fyrir yfir hávertíðina, að engin sjóstíg- vél hafa verið til í landinu, — engir sjóstalkkar né vettlingar. Skortur á slíkum hiífðarfötum er þó tilfinnanlegastur yfir vetrartímann, en engu að síður er sjómönnum nauðsynlegur slíikur fatnaður og áður var nefndur, við störf sín þó að sumarlagi sé. Nú í sumar hef- ur verið miklum erfiðleikum bundið að fá vinnuvettlinga, en bæði sjómönnum og síldar- stúlkum er ómögulegt að vera án þeirra. Skorturinn á þessari vörutegund hefur elkki komið eins glöggt í ljós og mundi hafa verið, ef mikil síld hefði veiðst. Ef hér hefði verið dagleg sölt- un á flestum plönum, þá hefði bezt sézt hvílkt vandræða- ástand er ríkjandi, begar ekki fæst jafn nauðsynleg en þó gjaldeyrisódýr vörutegund og vinnuvettlingar. ★ Vörudreifing, vörumagn og Siglfirðingar. Undanfarin sum- ur hefur það alltaf komið fyrir lengri og skemmri tíma, að slkort hefur ýmsar vörutegund- ir í verzlanimar hér. Hefur þetta að sjálfsögðu orsakast af því, hve margt fólk dvelst í bænum yfir sumarmánuðina og íslenzki síldveiðiflotinn hefur slína aðalvöruúttekt hér. Verzl- unarhættir á Íslandi hafa verið sambandi við hana, heldur af hálfu stjómarvaldanna í miklu fremur hið gagnstæða. Enda hafa Thorsararnir út- Iflutningseinokun á saltfiskin- um og eru þar að aulki, eða leppar, sem þeir setja fyrir sig, umboðsmenn, innflytjendur, heildsalar og smásalar á þess- ari vöru í helztu markaðslönd- unum. Ennfremur annast þeir öflun markaða fyrir fiskinn og gera miUiríkjasamninga varð^> andi sölu hans! Það er sem sagt næsta lítið á skýrslu Cooleys að græða, og ekkert, sem íslenzkir fislkiðn- fræðingar og fiskverkunar- menn hefðu ekki getað sagt olkkur eða hafa sagt, þó hlust- að hafi verið daufum eyrum á orð þeirra. En samt er ánægju- legt, að þessi skýrsla skyldi koma fram. Hún er enn ein staðfestingin á þeirri skoðun, að það er ekki hráefnaskortur og Ikunnáttuleysi íslenzkra sér- fræðinga og því síður of hátt kaupgjald, sem veldur núver- andi kreppuástandi i sjávarút- veginum, heldur þröngsýni, búraháttur og sinnuleysi vald- hafanna, sem hafa staðið þversum í vegi fyrir allri við- leitni til framfara og nýbreytni og einskorðað viðskipti okkar samkvæmt bandarískum fyrir- slkipunum við svæði marsjall- kreppunnar, þar sem er offram leiðsla á matvælum, á sama tíma t)g milljónir búa yið sult. með mestu ólíkindum undan- farin ár og eru enn í dag. — Vöruskortur og svartur mark- aður hafa haldist í hendur og jafnframt haldið uppi stórum hópi manna, sem almennt eru nefndir „svartamarlkaðsbrask- arar“. Vöruskorturinn kemur oftast harðast niður á ibæjun- um út um land og hvað Siglu- firði viðkemur virðist svo sem vörumagn það, sem verzlunum hér er úthlutað, sé ekkert aukið yfir sumart'ímann, þegár bærinn er margfalt stærri að fólksfjölda. — Verzlanir hér þyrftu að geta alltaf haft nægi- legt af vörum yfir þennan tíma fyrir aðkomufólk og bæjarfólk. Síldveiðarnar og síldverkunin eru þjóðinni það þýðingar- miklar, að ranglátt er að láta það fólk, sem við þessi fram- leiðslustörf vinnur skorta nauð synjar. Það hefur oft áður verið minnst á þessi mál hér í dáLk- unum, og er minnst á þau nú að gefnu tilefni. Eru þau svo alvarlegs eðlis, að full þörf væri á, að þau væru tekin til um- ræðu af fleirum, t.d. bæjarstj., kaupmannafél., og verlkalýðs- fél. — Það þarf að fá úr þessu bætt. ★ Hrefnúkjöt og rengi. I þess- ari viku kom Gestur Sigurðs- son hingað og. seldi hrefnukjöt og rengi. Hafði hann veitt hrefnur hér fyrir norðan og var því kjötið glænýtt og mjög ljúffengt. Fjöldi fólks keypti sér kjöt og rengi. En rengið verður að súrsa svo það verði góður matur og til þess að súrsa vel þarf mjólkursýru. Áf eðlilegum ástæðum hélt fólk, að Mjólkursamsalan hér hefði mjólkursýru á boðstólum, — a.m.k. annað slagið og spurði því fyrst um það þar, hvort hún fengist elkki, En nei, takk, hún er ekki til o;g verður ekki til, var svarið. Nú væri æskilegt, að forráða- menn Mjólkursamsölunnar end- urskoðuðu ákvarðanir sínar í þessum efnum og færu að flytja hingað mjólkursýru svo bæjarbúar gætu hagnýtt_ sér jafn igóðan mat og rengi er, þegar kostur er á að ná í það. ★ Hlutavelta. Athygli sósíali- ista, yngri sem eldri, er hér með vakin á því, að hin árlega hlutavelta til ágóða fyrir hús- byggingarsjóð Sósialistafélags- ins verður haldin í endaðan ágúst. Er ætlunin að söfnun muna verði lokið um 20. ágúst. Hlutaveltunefndin hefur beðið fyrir þau skilaboð til allra sósíalista, að þeir bregðist vel við, þegar til þeirra verður leitað um muni og aðstoð við undirbúning hlutaveltunnar. — Sósíaiistar! Munið hlutaveltu húsbyggingasjóðsins! ;— Verið dugleg að safna og skilið mun- unum til skrifstofu félagsins !í Suðurgötu 10. ★ Smjörleysið: Öðru hverju kemur það fyrir, að bærínn verður smjörlaus, nema hvað ibögglasmjörið fæst í kjötbúð- inni. Þetta var alveg sérstak- lega bagalegt um síðustu mán- aðamót. Margir áttu gamla miða, sem gjltu fram að mán- aðamótum. Þegar þeir ætluðu að fara að kaupa smjör út á þessa miða síðustu daga mán- aðarins, var það ekki fáanlegt. Þegar það svo kom, á laugar- dag, að því er mig minnir, voru gömlu miðarnir fallnir úr gildi. Hvernig stendur á því, að ekki er alltaf hægt að hafa til nægar birgðir af skömmtunar- smjörinu? Á Akureyri, en það- an er smjörið, sem hér er mest selt, er alltaf til smjör í búð- um. Og hvernig stendur á því, að einungis eitt fyrirtæki hér hef- ur mjólkurbússmjör á boðstól- um? Geta ekki aðrir fengið það til sölu en mjólkunbúð K.E.A.? Enn ein spurning. Hvernig stendur á því, að olkkur Sigi- firðingum er ekki boðið annað smjör en KEA-smjörið? I fyrra var einnig selt hér smjör frá Sauðárkróki, og var það að flestra dómi miklu betra og drýgra en KEA-smjörið, alveg úrvalssmjör. Eg vil nú skora á matvöru- verzlanir hér, t.d. K.F.S. mjólk- urbúð KEA, kjötbúðina eða einhvern framtalkssaman kaup- mann að fá hingað Sauðár- krókssmjör og sjá um, að það sé alltaf á boðstólum jafnframt KEA-smjörinu. Ennfremur vil ég skora á forráðamenn KEA að senda smjörgerðarmeistara sinn á námskeið til Sauðárkróks til að læra að búa til þá tegund af smjöri, sem þar er framleidd. ★ Dauðaslys. Tvö dauðaslys hafa orðið hér á Siglufirði með skömmu millibili. Hið fyrra varð, er Konráð Eyjólfsson, piltur úr Reykjav'ilk, stakk sér í grynnri enda sundlaugarinnar hér fyrir nokkru síðan. Hlaut hann mikil meiðsli og var þegar fluttur á sjúkrahúsið og noklkru síðar með flugvél til Reykjavíkur. Andaðist hann fyrir nokkrum dögum. Síðara slysið varð aðfaranótt s.l. laugardags, er Kristleifur Friðriksson ,vélstjórj á vélbátn- um Keili frá Akranesi, féll í sjóinn út af bryggju. Náðist hann fljótlega úr sjónum, og var þá lifandi en meðvitundar- laus, og andaðist skömmu síð- ar. NYJA Blð Miðvikudagur kl. 9: Víkingar fyrir landi Afar spennandi litmynd. Fimmtudagur kl. 9: Litli og Stóri og smyglaramir Bráðskemmtileg dönslk kvikmynd. Föstudagur kl. 9: Tálbeita Laugardaginn kl. 9: Litli og Stóri og smyglaramir. Tilkynning um útdrátt skuldabréfa Farið hefur fram hjá bæjarfógetanum í Siglufirði útdráttur á 5i/2% skuldabréfaláni Byggingasamvinnufélags Siglufjarðar frá 1949. Þessi bréf voru dregin út: Nr. 1, nr. 2, nr. 4; [nr. 13; nr. 24; nr. 35; nr. 43; nr. 47; nr. 48 og nr. 56. títdregin bréf og (vaxtamiðar, sem falla í gjalddaga þann 1. jan. 1951, verða igreidd Ihjá Sparisjóði Siglufjarðar. Vextir greiðast ekki af útdregnum bréfum eftir gjalddaga. Siglufirði, 1. ágúst 1950. F.h. stjórnar Byggingasamvinnufélags Siglufjarðar. ■; 1 iA: j- ; HJÖKTUR hjartab

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.