Mjölnir


Mjölnir - 23.08.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 23.08.1950, Blaðsíða 1
Drangsnes 284 — Grímsey 86 — Hólmavík 164 — Hr'isey 1315 — Húsavík 5400 — Ólafsfjörður 1189 — Raufarhöfn 9029 — Seyðisfjörður 962 — Siglufjörður 23554 — Skagaströnd 1185 — Þórshöfn 4479 — Hjalteyri 1069 — Samtals 52281 tn. Kjaradeila togarasjómanna Heildarsöltunin nemur nú alls 52281 tn. Þar af eru 3138 tn. sykursíld, 1065 tn. krydd- síld en hitt cutsíld. Söltunin skiptist sem hér segir milli söltunarstaða: Akureyri og umhverfi 230 tn. Dalvík ............... 2609 — Djúpavík .............. 726 — 25. tölublað. Miðvikudagur 23. ágúst 1950. 13. árgailgtír. Hversvegna er stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur að fárast yfir karfa- Veiðum norðlenzkra og austfizkra togarasjómanna, upp á betri kjör en reykvízkir togarasjómenn hafa nokkurntíma haft, en leyfir jafnframt að reykvízkir togarar gangi á síldveiðar upp á venjuleg kjör? Öllum þeim, sem einhverja reynslu hafa af hagsmunabar- áttu verkalýðsins, var það i upphafi ljóst, að kjaradeila tog arasjómanna hlaut að standa nokkuð lengi. Verkfallið er lát- ið byrja 1. júli, einmitt á þeim tíma sem flestir togaraeigend- ur hefðu lagt togurum sínum hvort eð var. Hvað stjórn Sjó- mannafélags íteykjavíkur gekk til að velja þenna tíma til að byrja deiluna, er ennþá óupp- lýst, og leggja sérstakt kapp einmitt á þenna tíma, því héðan að norðan var Lagt til að velja annan heppilegri tíma, en þær tillögur lét stjórn Sjómannafél. Reykjav’ikur eins og vind um eyru þjóta. Nú eru senn liðnir tveir mán uðir síðan þetta verikfall byrj- aði og með óllu óvíst enn, hvenær því lýkur. Það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut, verkfallið hófst á hinum óheppi legasta tíma sem verið gat fyr- ir sjómenn, en albezta tíma fyrir útgerðarmenn. Um þetta verður engu breytt og það sem nú skiptir mestu máli, er að ljúka verkfallinu með sigri sjó- manna, eða svo h’ljóta allir góð- ir verlkalýðssinnar að líta á málið. Meðan á verkfaUi stend- ur, ættu allir verkalýðssinnar að forðast opinberar deilur um starfsaðferðir og annað viðkom andi verkfallinu, sérstaklega þó þegar um mjög þýðingarmiklar og alvarlegar kjaradeilur er að ræða. Þessa sjálfsagða hlutar, virðist Sjómannafél. Reykja- víkur ekki hafa gætt, en iþess d stað hafið illv'igar og eitraðar árásir á sjómenn Akureyrar og Norðfjarðar. Er ekki annað eðlilegra heldur en að þeir svari fyrir sig og bæti þá við svörin gagnrýni á stjórn Sjó- mannafélag Reykjavíkur, fyrir undirbúning og rekstur verlk- fallsins, en þar er af nokkru að taka. Að slíkar deilur milli stjórnar sjómannafél. bæti um fyrir málstað sjómanna sjálfra, dettur víst fáum í hug. Væri óhkt æskilegra að höfuðáherzl- an væri lögð á beztu fáanlegu lausn verkfallsins, en deilumál- um innbyrðis væri frestað þar til verlkfallinu er lokið. Árásir stjórnar Sjómannafél. Reykjavíkur á sjómannafélögin á Akureyri og Norðfirði eru fyrst og fremst byggðar á því, að togararnir á þessum stöðum ganga á karfaveiðar. Heldur stjórn Sjóm.fél. (R.v'ikur þvi fram að þetta veiki málstað sjómanna í deilunni um kjör á salt- og ísfiskveiðum. 1 fyrsta lagi er nú það," að kjörin á karfaveiðum eru betri en þau kjör, sem stjórn Sjó- mannafél. R.víkur krefst á salt- og ísfiskveiðum. Það er því aug ljóst, að karfaveiðasamningur- inn ætti heldur að styrkja mál- stað sjómanna heldur en hitt, enda eru togaraeigendur fyrir sunnan mjög gramir við togara útgerðirnar á Akureyri og Norð firði út af þessum samningi og hafa beinlínis haft í hótunum út af honnm. I öðru lagi, ef það væri nauð- synlegt, að allir togarar á land- inu væru stöðvaðir, þá ætti stjórn Sjómannafél. R.víkur, ef hún vildi vera sjálfri sér sam- Ikvæm, að stöðva Reykjavikur- togarana sem ganga á sildveið- :ar, en það hefur hún ekki gert. Það er svo augljóst mál, sem nokkuð getur verið, að karfa- veiðasamningar Akureyrar- og Norðfjarðartogaranna veikja ekki, en í iþess stað styrkja málstað sjómanna, og samúðar verkfall á togurunum á Akur- eyri og Norðfirði myndi á eng- an hátt flýta fyrir lausn deil- unnar, eða styrkja málstað sjó mannastéttarinnar í henni. — Árásir stjórnar Sjómannafélags Reykjavikur eru því með öllu ranglátar og ósanngjarnar, og í hæsta máta óheppilegar fyrir kjaradeiluna. Hér mun ekki verða gert að umtalsefni frekar, stjórn deil- unnar hjá Sjómannafél. R.vík- ur, en það látið bíða þar til verkfallinu er lokið, og í allri vinsemd skal stjóm Sjómanna- fél. R.víkur bent á, að allar líkur ibenda til, að hún muni aldrei hafa sóma né gagn af því að halda áfram hinum eitr- uðu árásum á sjómenn Aikur- eyrar og Norðfjarðar og að sundrungarstarfsemi innan sjó mannastettarinnar nú er tog- araútgerðarmönnum einum að gagni. Hvað á EíliSi aS liggja lengi? Því nær daglega berast nú fregnir um að einhver af Akur eyrar- eða Norðf jarðartogurun- um hafi lagt upp til bræðslu fullferini af karfa. Afkomu síld arverksmiðju Akureyrarkaup- staðar, Krossanesverksmiðjuim ar, er nú vel borgið vegna karfavinnslunnar, jafnvel talið að gróði muni verða á rekstri hennar þetta ár. Gjaldeyrisverð mætin sem sköpuð hafa verið með þessum rekstri ,nema mörg um milljónum. Við Siglfirðingar eigum ágæt an togara og eina fullkomnustu síldarverksmiðju á landinu. — iTogarinn er búin að liggja bund inn suður í Reykjavík í tvo mán uði, en áhöfn hans gengur at- vinnulítil, meðan togarasjómenn irnir á Akureyri og Norðfirði hafa 4—5 þús. króna kaup á mánuði. Síldarverksmiðja okk- ar, Rauðka, er með fjölda af fastráðnu starfsfólki, og stór- tap á rekstri hennar.. . Sú ráðstöfun útgerðarstjórn- ar að binda ElHða, hefur sætt mikilU gagnrýni meðal almenn- ings hér í bænum. Væri nú ekki ráð, að ElUði yrði settur á karfaveiðar aftur. Eftirtalin verklýðsfélög hafa nú sagt upp samningum frá og með 15. september næstk.: Verkalýðsfélagið Dagsbrún, Reykjavík, Félag jámiðnaðar- manna, Reykjavík; Félag ibif- vélavirkja, R.vík; Félag blikk- smiða, R.vík; Verkamannafél. Hlíf, Hafnarfirði; (frá 1. sept.) Verkam;fél. Þróttur, Siglufirði; Verkakvennafél. Brjmja, Siglu- firði; Verkamannafélag Akur- eyrar; Verikakvennafélagið Ein ing, Akureyri; Bílstjórafélag Akureyrar; Verkalýðsfél. Rauf arhafnar; Verkam.fél. Glæsi- bæjarhrepps, Glerárþorpi; — Verkam.fél. Húsavíkur (frá 1. sept.); Verkakvennafélagið Von Húsavík. — Fleiri félög munu Saltaðar hafa verið alls 3193 tn. af reknetasíld, mest á Skagaströnd, 1049 tn. og á Djúpuvík 726 tn. Söltunin hér á Siglufirði skipt- ist þannig miUi söltunarstöðva: Ásg. Pétursson ....... 590 tn. Samvinnufél. Isfirðinga 1111 — Njörður h.f........ 1605 — Nöf .................. 1976 — Pólarsild h/f ......... 718 — Sunna h/f ............ 1124 — Reykjanes h/f ........ 1762 — Dröfn h/f ............. 699 — Drangey ............... 322 — ísafold s/f ........... 844 — J.B. Hjaltalín ........ 431 — Kaupfél. Siglf...... 1298 — Kristinn Halldórsson 661 — Söltunarfélagið h/f .. 534 — Hafliði h/f .......... 1617 — Ó. Ragnars h/f ....... 1342 — Sigfús Baldvinss.... 1623 — O. Henriksen .......... 880 — Jarlsstöðin .......... 1658 — Hrímnir h/f............ 766 — Pólstjarnan h/f ...... 1983 — Alls 23554 tn. Með því væri hægt að bæta af- komu Rauðku verulega, veita tugum manna góða atvinnu og þar að auki eru Ukur til þess, að verulegur ágóði gæti orðið af útgerð togarans, auk þess að með því væri aflað stórra uppliæða í erlendum gjaldeyri. Það voru afglöp, að Elliði skyldi nokkurntíma vera bund- inn, en því verður ekki breytt Iiéðan af. En betra er seint en aldrei. Því fyrr sem honum verður komið á flot aftur, því betra. nú vera að ganga frá uppsögn- um samninga, en önnur bafa þá lausa þannig að þau geti sagt þeim upp með mánaðar fyrirvara. Alþýðusambandsstjórnin hef ur ékkert enn látið til sín heyra um það, hvemig hún hugsi sér framkvæmd og stjórn kaupgjaldsbaráttunnar né hvaða kröfum hún hefur hugsað sér að stillt verði. Heyrst hafa lausafregnir um að hún muni hafa í hyggju að kalla saman ráðstefnu fulltrúa frá verka- lýðsfélögum, m. a. hefur Alþýðu blaðið gefið í skyn, að hún muni taka áskoranir verkalýðs félaganna um slíka ráðstefnu ,,til athugunar og fyrirgreiðslu" qi m ^ HLUTAVELTAN til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð Sósíalistafél. Sigluf jarðar hefst í SUÐURGÖTXJ 10, kl. 4 s.d. næsta laugardag. — Miðinn kostar krónu. Ef heppnin er með getið þér fengið fyrir 10 krónur, muni, sem eru samt. 2.750 kr. virði. eða Verð 1. Ekta borðbúnaður fyrir sex .... kr. 600,00 2. MatarsteM fyrir 6 ........... — 400,00 3. Kolatonn ...................... — 400,00 4. Hálsfesti og armband ............ — 350,00 5. Lindarpenni og blýantur ......... — 200,00 6. Perlufesti ...................... — 220,00 7. Silfurhringur ................... — 100,00 8. Silfurhringur .................. —- 100,00 9. Eyrnalokkar ..................... — 150,00 10. Tvö veggljós .................... — 180,00 Meðal fjölda góðra muna á lilutaveltunni, sem kosta frá 20 —100 krónur hver, eru: MYNDATAKA, RJÓMATERTUR, — YMISKONAR ELDHÚSAHÖLD og fjölda margt annað. Tákið eftir götuauglýsingum og útstillingu í glugganum í Suðurgötu 10 næstu daga. HLUTAVELTUNEFNDIN Helzty verkalýðsfélög hafa sagf upp samningum að ráðum miðstjórnar A.S.Í.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.