Mjölnir


Mjölnir - 23.08.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 23.08.1950, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIR @tmt — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSlALISTAFÉLAG SíGLUFJAKÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaóið kemur út alla miðviiiudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. / ■M Morðið á Julien Lahaut Julien Lahaut, formaður Kommúnistaflokks Belgíu, var myrtur fyrir nokkrum dögum. Tveir menn komu í ibíl heim að húsi hans og kvöddu hann til dyra. Er hann Ikom út í dyra- gættina, dró annar þeirra vélbyssu undan kápu sinni og skaut hann til foana. Þannig hljóðar í fáum orðum fregnin um morðið á Julien Lahaut. Er næsta lítið að græða á henni einni út af fyrir sig. Til þess að skilja aðdraganda og orsakir þessa níðingslega glæps þarf maður að hafa í huga helztu atriðin úr stjórnmálabaráttu síðustu 15—20 ára. ★ Árið 1936 var stofnað svonefnt andkommúnistafoanda'lag. Aðaluppistaða þess voru fasistaríkin Þýzíkaland, Italía ogJapan, og helzti hugsuður þess, fræðimaður og áróðursmaður var Jósep Göbbels. Stefnuskrá þess var, í fáum orðum sagt: vægðarlaus barátta gegn kommúnismanum og verkalýðshreyfingunni. I þeirri baráttu voru öll vopn heimii. Stanfsemi kommúnistasamtaka og verkalýðsfélaga var bönnuð, eignir þeirra gerðar upptælkar og leiðtogar þeirra líflátnir eða geymdir í dýflissum. ^Starfsemi bandalagsins var ekki einskoruð við einræðisr'ikin. Grlparmar þess náðu um allan heim. I Sovétríkjunum hafði það hundruð eða þúsundir erindreka, njósnara, skemmdarverkamenn og launmorðingja. I hinum vestrænu auðvaldsríkjum átti hug- myndin um samræmda baráttu gegn kommúnismanum og verka- lýðshreyfingunni mikið fylgi meðal auðjöfra og valdamanna, sem notuðu blöð, útvarpsstöðvar og önnur áróðurstæki málstað Göbb- els til framdráttar, og studdu hann einnig í verki, og eru svi'kin við spænska lýðveldið og Tékkóslóvakíu og hin sviksamlega upp- gjöf Frakklands í stríðsbyrjun fræg dæmi um þann stuðning. Þegar stríðinu lauk, hafði almenningur { hinum vestræna heimi öðlast réttan skilning á eðli og afleiðingum andkommúnista- baráttunnar. Menn skildu, að glæpir þýzku, japönsku og 'ítölsku fasistanna voru uppskera af því hugarfari, sem hinn tryllti áróður Göbbels hafði skapað. Fyrrverandi bandamenn nazismans urðu að láta undan almenningsálitinu og dæma hina gömlu sam- slarfsmenn sína til þýngstu refsinga og taka upp friðsamlegt samstarf við hinn sósíalistíska hluta heimsins um stundarsakir. Von bráðar náðu þó hinir gömlu hatursmenn sósíalismans og verkalýðshreyfingarinnar sér aftur á strik. Með Fultonræðu Churchills vorið 1946 var formlega telkin upp á ný þráðurinn sem Göbbels hafði orðið að sleppa er dauðinn batt enda á glæpaferil hans. Síðan hefur baráttan gegn kommúnismanum staðið linnu- laust og verið rekin með jafn skefjalausum ofsa og mannhatri og á dögumMússolinis og Hitlers. Munurinn er aðeins sá, — að henni er nú stjórnað frá Washington, en var áður stjórnað frá Berlín. Áróðursaðferðimar eru nákvæmlega þær sömu og Göbbels notaði. Kommúnistar skulu stimplaðir sem glæpamenn, jafnvel l'ítilsigldir hreppapólitikusar hér á Islandi reyna að hressa upp á fylgi sitt með því að stimpla ,,kommúnista“ sem morðingja og sadista. Engin bardagaaðferð er svo viðbjóðsleg, að hún sé ekki lofsverð, ef henni er beitt gegn kommúnistum. Dagl. heimta hinir vestrænu áróðurspostular, að heil ríki verði lögð í rústir og þjóðir þeirra strádrepnár með kjarnorkusprengj- um og sýklahernaði. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn afsaka hryðjuverk sín og leppa sinna á Malakkaskaga, Madagas'kar, Viet-Nam, Kóreu og víðar, með því að iþeim sé beint gegn kommúnistum. Kommúnistískar skoðanir eru fangelsissök !i mörgum löndum hins „vestræna lýðræðis.“ I Belgíu, Italíu, Frakk landi, V-Þýzkalandi og víðar eru sprengjuárásir, innbrot og lög- regluárásir á flokksskrifstofur kommúnista og handtökur á kommúnistum og veríkalýðsleiðtogum orðnir daglegir viðburðir. Varla líður svo vika, að ékki fréttist frá Austur-Évrópu um réttarhöld og dóma yfir njósnurum, skemmdarverkamönnum og leigumorðingjum hins nýja andkommúnistaibandalags, sem fyllir' aftur í skörðin með liði úr stríðsglæpamannaifangelsum Vestur- Evrópu. Þannig mætti lengi telja. Aðferðirnar, sem hið nýja and- kommúnistabandalag notar í baráttu sinni eru nákvæmlega þær sömu og Hitler og Göbbels t'íðkuðu, og tilgangurinn er nákvæm- lega sá sami: að eitra hugarfar fjöldans, sýkja milljónirnar af. hatri, grimmd og blóðþorsta, unz því- marki er náð að unnt verði ao hef jast handa um samskonar framkvæmdir og þær, sem þýzku nazistaforingjarnir voru hengdir fyrir. Jafnvel á okkar friðsama landi eru til menn, sem kitlar eftir að „fá að vera með.“ Einn ★ Eru öll sænsku rakblöðin oúin? — Nýlega kom til mín maður og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann sagðist hafa ætl- að að kaupa sér rakblöð, svo sem venja sín hefði verið, en nú Ikom hið gamalkunna svar: „þvi miður ekki til“, og hann sagðist ekki sjá fram á annað en hann yrði að láta sér vaxa alskegg. — Þetta mun vera rétt hjá þessum manni, öll sæmileg rakblöð eru nú upp- gengin í flestum foúðum og við- ast ekki til nema rusl. Varla getur þurft óhemju milkinn gjaldeyri til að kaupa það magn af rakblöðum, sem nægir íslenzkum karlmönnimi hálft ár eða eitt. En þetta er bara dæmi upp á hinn f'iflalega sparnaðar- máta Fjárhagsráðs. Það fæst ekki gjaldeyrir fyrir örlitlu magni af rakblöðum, en lúxus- foíla má flytja inn í tugatali, ef ekiki með innlendum skipum þá erlendum. Einu sinni var talað um það, að þávérandi og núverandi mikilmenni Islands, Stefán Jóh. Stefánsson hefði keypt til lands ins margra ára birgðir af rak- folöðum. Nú virðast þessar birgð ir vera þrotnar og liggur við að maður óski eftir þvl að hann hefði keypt birgðir til eins árs í viðbót. Varla er þó hægt að búast við að framsýni þessa einstaka mikilmennis hafi verið það mikil fyrir fjölda ára, að það sæi fram á þá niðurlæg- ingu í efnahagsmálum, sem ís- lenzka þjóðin er nú solkkin í. — Og máske hefur hann þá ékki órað ,fyrir því, að sú ríkis- stjórn, sem hann hlaut að veita forsæti ,myndi eiga drýgstan ' þáttinn í að steypa henni í þessa niðurlægingu,- En þrátt fyrir allt bera hin forsjálu rak blaðakaup mikilmennisins vott um hina fjölþættu hæfileika, er það hefur hlotið i vöggugjöf., Það hefur hvað eftir annað komið fyrir að vantað hefur ýmislegar hreinlætisvörur, hand sápur, raksápur, tanrikrem, þvottaefni o. fl. Og nú vantar rakblöð. Býst ég við að mörg- um muni þykja illt ef alskeggið á að komast í tízku aðeins vegna rakblaða’leysis, eða þá hitt að fara til rakara í hvert s'kipti sem rakstrar er þörf. Þessvegna er nauðsynlegt að góð rakblöð fáist flutt sem fyrst til landsins. ★ Hjón'aefni. — Nýlega opin- beruðu trúlofun sína, migfrú Steinunn Rögnvaldsdóttir, skrif stofustúlka og Helgi Sveinsson íþróttakennari, bæði til heimilis hér í ibæ. ★ Landhelgisbrot og landhelgis brot. — Fyrir stuttu voru tek- in í landhelgi erlend s'ildveiði- Skip, annað rússneskt en hitt sænskt. Voru foæði að sögn með ólöglega umbúin veiðarfæri. — RússneSka skipið fékk 2500 kr. í sekt, en það sænska fékk áminningu! Nú hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvort ekki séu lagðir sömu mælikvarð ar á landhelgisbrot erlendra skipa hverju þjóðerni, sem þau tilheyra, eða hvort sænsk forot. eigi að fá mildari dóma en rússnesk ? Eða var um einhvern stigmun að ræða á þessum brot um? Þessi tvö síðustu landhelg isbrot og dómar 1 þeim gefa vissulega tilefni til að spurt sé um þetta og um það hugsað. ★ Bakkusar-port. — Vegfar- endur um Túngötu hafa ef- laust veitt eftirtekt járnslegnu porti, sem komið er upp sunn- an við útsölu Áfengisverzlunar ríkisins. Er það ærið rammgert port og minnir að mörgu leyti á fangabúðagirðingar eins og þær hafa oft verið sýndar á myndum. Ekki mun þó mein- ingin að geyma fanga i þessu porti, heldur mun eiga að fá þar gistingu hinn alræmdi fangavörður og þrælap’iskari, sem Bákkus er nefndur og kon ungur í þokkabót. Baklkus hef- ur ekki aukið á fegurð mann- lífsins og Bakkusar-portið við Túngötu eylkur ekki heldur á fegurð bæjarins okkar. ★ Merkisafmæli. — Jóse Blöndal, fyrrverandi símstjóri hér, átti 75 ára afmæli þann 19. ágúst s. 1. þeirra talar um það í blaði sínu nýlega, með mikilli aðdáun, að „16 mikilvægar þjóðir séu þegar foúnar að banna starfsemi kommúnistaflokkanna, ýmist með lögum eða með því að fangelsa eða. lífláta kommúnistaforsprakkana,“ og segir síðan: „Við Is- lendingar þurfum þegar að hefja okkar framkvæmdir." ★ 1 ljósi þeirrar baráttu, sem hér hefur verið lýst lítillega, ber að skoða morðið á Julien Lahaut og skylda atburði, sem nú gerast daglega í hinum vestræna heimi. Forsætisráðherrann i Belgíu og formaður verkalýðssambands ins, báðir pólitískir andstæðingar Julien Lahaut, foafa fordæmt illvirkið opinberlega. Ekki er hægt að fullyrða neitt um, hvaða tilfinningar liggja að baki þeirri fordæmingu, hvort það er sökn- uður yfir fráfalli mikilhæfs stjórnmálamanns og verkalýðsleið- toga, borgaraleg velsæmiskennd eða máske hræðsla við þær af- leiðingar, sem reiði hins soltna og margsvikna verkalýðs Belgíu kynnu að ha>fa. Hitt er hægt að fullyrða, að foáðir þessir menn ásamt öðrum forvígismönnum ^hins nýja andkommúnistabanda- lags bera siðferðislega ábyrgð á dauða Julien Lahaut engu síður en morðingi hans, á sama hátt og dómarinn á verki böðulsins. Eins má fullyrða það, að þótt hið vikafúsa fórnardýr haturs- áróðursins, sem skaut kúlunum, verði látinn afplána glæp sinn bak við lás og slá og þannig gerður óvirkur í baráttunni, munu forvígismenn hennar halda henni áfram eftir sem áður, frjálsir menn og mikilsmetnir. Þetta er mönnum — einnig okkur íslendingum — hollt að íhuga nú, á dögum hinnar nýju, heilögu krossferðar hins alþjóð- lega auðvalds gegn sósíalismanimi og verkalýðnum. 'k Merkisafmæli. Frú Sigurjóna Einarsdóttir, Lækjargötu 6, átti 50 ára afmæli í gær 22. ágúst. ★ Kartöflur og smjör. — I siðasta blaði var frá þvi skýrt, að nýju kartöflurnar hefðu verið seldar á kr. 5,00 kg. — Þetta var ekki allskostar rétt. I sumum foúðum kostuðu þær „aðeins“ kr. 4,50 kg. Þá hefur verzlunarmaður einn skýrt Bæjarpóstinum frá því, að mjólkurbússmjör hafi verið selt í fleiri búðum hér en mjólkurbúð KEA. Hinsvegar hefðu aðrar búðir sjaldan feng ið smjör, og virðist sem ein- hverjir erfiðleikar væru á að fá það. Þá foað hann Bæjar- póstinn að endurtaka áskorun sína til verzlananna hér um að ná í Sauðárkrókssmjör og hafa það til sölu jafnframt KEA- smjöripu. ★ Sykurskömmtuíim. — Blaðið Siglfirðingur eyddi heilum leið- ara um daginn til að fordæma hinar heimskulegu og illkvittn- islegu hömlur sem stjórnarvöld in setja við sultu- og saftgerð heimilanna með hinni nánasar- legu sykurskömmtun, en sykur er ein hinna fáu tegunda nauð- synjavarnings, sem enn er skömmtuð. Hafa, menn fyrir satt, að orsökin til sykur- skömmtunarinnar sé ótti ríkis- stjórnarinnar við frjálsa sam- keppni einstaklingsframtaksins við Afengisverzlun rikisins, en sú stofnun leggur nú einna drýgstan skerf í hina óseðjandi eyðsluh'it stjórnarinnar. Vill Mjölnir hér með taka undir ummæli Siglfirðings um þetta efni. Það er sannarlega hart, að sælgætisgerðum skuli haldast uppi að framleiða lé- legan brjóstsykur og annað sæl gæti, á sama tíma og húsmæðr um er neitað um að framleiða holla og ljiiffenga fæðu úr hin um fjörefnariku íslenzku berj- um og rabarabaranum. Síðan neyðast heimilin til að kaupa rándýra útlenda sultu, hið ifræga sykurvatn með kjörnum og sultu úr íslenzkum efnagerð um, sem virðast fá nógan syk- ur til framleiðslu sinnar. I berjunum og rabarbaranum eru geysimikil verðmæti ef þau eru hagnýtt. Hversvegna er ver ið að meina fólki að bæta mat- aræði sitt með því að hagnýta þau? Ibúð til leigu ★ Upplýsingar gefur Þorleifur Bessason HÚS til sölu Neðri hæð hússins, Norður- gata 7, er til sölu nú þegar. — Nánari upplýsingar gefur imdir ritaður. ÁRNI ÁRNASON Norðurgötu 7 íbúð óskast til leigu Lítið hús eða stór íbúð óskast til leigu nú þegar. Alfons Jónsson.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.