Mjölnir


Mjölnir - 23.08.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 23.08.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIR 5 SÍÐARI HLUTI Afríka vaknar Grein þessi er þýdd úr dönsku, en birtist upp- haflega 1 tímaritinu Masses and Mainstreem í febrúar 1950. Höfundurinn, Alphaeus Hunton, er ritari ameríska félagsskaparins „Council of African Affairs“. Skipulagsbundnir verkamenn Krefjast Afríkubúar þess, að ihvíti maðurinn flytji alfarinn úr landi þeirra? Nei, ekki ef hann kemur sæmilega fram og gerir sig ánægðan með þau réttindi, sem hvaða minnihluti sem er verður að sætta sig við í lýð- ræðisþjóðfélagi. En geri hann sig ekki ánægðan með s'líkt, verður hann að hverfa á brott. „Við eigum að hata valdakerfi imperialismans en ekki einstakl inga,“ sagði blaðamaðurinn og slkáldið dr. Bankola Awooner Renner á fundi á Gullströnd- inni, ,,en ef einstaklingur gerist fulltrúi þess valdakerfis, verð- um við einnig að hata hann, jafnvel skuggann hans og fóta- tak hans verðum við að hata.“ Fram til þessa hefur bar- átta Afrikubúa fyrir heima- stjórn aðallega verið fólgin 'i samningaumleitunum við stjórn arvöldin og málsskotum til Sameinuðu þjóðanna. í sumum landshlutum er nú mikið rætt um óvirka mótspyrnu. Afrí'ku- búar hafa nokkra reynslu í slíkri ibaráttu. T. d. skipulögðu kakóræktarbændur áhrifaríka afskiptisleysisbaráttu gagnvart kakóhringnum árið 1937, Enn- fremur hafa allsherjarverkföll eins og verkfallið í N'ígeriu 1946 orðið þeim dýrmæt reynsla. Sumir af forustumönnum Afríkumanna líta hýru auga til baráttuaðferða Indverja, óvirkr ar mótspyrnu og skipulagðrar óhlýðni við stjórnarvöldin. — Indverski þjóðernisminnihlut- inn í Suður-Afríku hefur heitt óvirkri mótspyrnu gegn kyn- þáttakúgunarlögunum. Þó mun sigur kínversku alþýðimnar ef- laust verða Afríkubúum enn þýðingarmeiri lærdómur en bar átta Indverja. Tungumál hinna ýmsu þjóða, sem byggja Afr'iku eru ólik inn byrðis. Evrópumennirnir, sem ráða yfir álfunni tala ýmis mál. Þeir hafa líka eftir megni reynt að koma í veg fyrir sameiningu hinna ýmsu innfæddu kyn- flokka. Það er því ekkert óeðli- legt, að ekki skuli vera til þjóð frelsissamtök, sem nái yfir alla álfuna. 1 hinum brezku og frönsku hlutum Vestur-Afríku eru þessar hindranir þó að hverfa úr sögunni. Afríkubúum er Ijóst, hver næstu verkefni eru. „Föðurlandsást okkar,“ segir rithöfundur einn í afrík- önsku blaði, „verður að yfir- stíga þær takmarkanir, sem mismunandi þjóðemi og landa- fræðilegar merkjalínur setja,, við verðum að gera okkur ljóst að þjóðir Afríku eru bræðra- þjóðir sem eiga í sameiginlegri baráttu fyrir rétti Afríku. — Það er heinhnis sjálfsmorð af okkur að taka hver sína stefnu, þegar hin evrópsku öfl og ný- lenduveldin ráða ráðum sínum í sameiningu og samræma eftir megni áætlanir sínar og þau meðöl, sem þau hafa til um- ráða,“ eru forustusveit þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í nýlendmium, knýja itorustumenn millistéttar- innar og samtök hennar áfram og eru henni til fyrirmyndar um, hvernig haga skuli barátt- unni gegn einokunarhringumun, sem eru hinn raunverulegi óvin ur, falinn að baki ríkisvaldinu. Verkalýðshreyfingin í Níger- áu hefur tekið á'kveðna afstöðu til þjóðfrelsisbaráttunnar. — Alþýðusamband N'igeríu var í fyrstu meðlimur í Hinu þjóð- lega ráði Nígeríu og Cameron- flokknum* 1948 gekk það úr þessum samtökum og færði til þá ástæðu fyrir þeirri ákvörð- un, að ætlunin væri að stofna pólitiskan verlkamannaflokk, óháðan hinum stjórnmála- flokkunum, sem stjórnað væri af millistéttinni. Leikur sá grunur á, að í þetta sinn hafi íorustumenn Alþýðusambands- ins notað róttækar röksemdir til að breiða yfir aðgerðir, sem miðuðu til afturfarar. Einmitt um þetta leyti lágu þeir undir ásökunum um að hafa svikið í hagsmunabaráttunni — sumir af foringjimum höfðu þegið ríkisstyrk til að Ikynna sér verkalýðsmál í London. Óá- nægja hinna óbreyttu meðlima leiddi til stofnunar Hins þjóð- lega verkalýðssambands N'iger- íu árið 1949. Gekk það þegar í þjóðlega ráðið og Cameron- flokkinn. Foringjar þessa venka lýðssambands sjá, að „verka- lýðsstéttin er þýðingarmesti hlutinn af þeirri undirstöðu, er sjálfstæði Nigeríu skal byggt á.“ eins og ritari þess, Nduka Eze, hefur komizt að orði, og áláta, að forustumenn allsherjarsam- taka þjóðfrelsissinna hafi ekiki sett Jjiarkið nógu hátt. En þeir sjá lífea, að með tilliti tH nú- verandi þróunarstigs landsins er það æðsta skylda verkalýðs- hreyfingarinnar að taka þátt í myndim öflugra og emhuga þjóðfrelsissamtaka. Styiikur hinna skipulögðu verkalýðssamtaka Afríku verð- ur ekki talinn í tölum, heldur verður að meta hann í hlutfaHi við þau áhrif, sem verkalýðs- samtökin hafa meðal ófélags- bimdinna verkamanna og þau fordæmi, sem þau gefa þeim. — Þess eru mörg dæmi, að eitt vel skipulagt verkfaU hefur hrund- ið af stað verkfallsöldu meðal * Hið þjóðlega ráð Nígeríu og Cameronflokkurinn er aUs- herjarsamiband frjálslyndra og frelsissinnaðra samtaJka í brezku nýlendunni Nígeríu o g brezk-franska „verndar- svæðinu" Cameron í Mið- Afríku. ófélagsbundinna verkamanna, sem aftur hefur leitt til a'lls- herjarverkfaUs. Svörtum laun- þegum hefur fjölgað mikið vegna þess hins mikla vtaxar- kipps, sem hljóp í iðnað lands- ins í seinni heimsstyrjöldinni. En ef menn halda, að stéttvísi sé nýtt fyrirbrigði meðal afrík- anskra verkamanna, skjátlast þeim alvarlega. I fyrri heims- styrjöldinni stofnuðu afrík- anskir verkamenn 'í Suður- Afríku, sem er iðnþróaðasti hluti álfunnar, allmörg verka- lýðsfélög, og óx þeim mikið fiskur um hrygg á támabHinu 1919—1926. Árið 1929 stofn- uðu ellefu iðngreinasambönd með um 100 þús. meðHmi alls- herjar verkalýðssamband í Jó- hannesarborg. — 'Ríkisstjórn Suður-Afriku hefur þó aldrei viðurlkennt verkalýðssamtök Afríkumanna, og svartir verka- menn, sem gera verkföll, eiga stöðugt yfir höfði sér fangelsis vist og byssukúlur lögreglunn- ar. * , a FuUtrúar frá þessu suður- afríkanska aambandi og verka- lýðssamtökirm brezku Vestur- Afriku tóku þátt í fyrstu al- þjóðaráðstefnu svartra verka- manna, sem haldin var í Ham- borg 1930. Fimmtán árum síð- ar gerðist það aðili að Alþjóða- sambandi verkalýðsins. — Á verkalýðsráðstefnu Afríku- landa, sem haldin var í Dakar í apríl 1947, að tilhlutan AI- þjóðasambandsins, voru 51 aifríkanskir fulltrúar frá 21 verkalýðssambandi með yfir 800 þúsund meðlimi frá öllum hlutum Afríku nema Egypta- landi og portúgölsku nýlendun- um. Verkamenn nýlendnanna eru brjóstfylking þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. I baráttunni gegn þeim beita einokunardrottnarn- ir óspart herliði, lögreglu og ríkisvaldi. 1 sumum nýlendun- um hafa stjórnarvöldin viður- kennt verkalýðssamtökin í /þeim tilgangi að eiga hægara með að fylgjast með starfsemi þeirra. Eru félögin þá skráð opinberlega og fyrirskipað, að kkýrslur þeirra og meðlima- skrár skuli jafnan vera tiltæk- ar til eftirlits og svonefndir ,, verkalýðsm álar áðg j afar ‘ ‘ eru sendir tH nýlendnanna til að „leiða verkalýðssamtökin inn á heppilegar brautir.“ En þrátt fyrir slíkar hindranir og þrátt fyrir það, að verkamenn Afríku hafa ekki efni á að hafa laun- aða starfsmenn, eru samtök þeirra í örum vexti. Félögin bæta stöðugt aðstöðu sína, og félög eru stofnuð í Mið- og Austur-Afríku, þar sem verka- lýðssamtök voru óþekkt áður. I Afríkanskar konur, bænda- I stéttin og æskulýðurinn eru, ásamt verkalýðnum, þýðingar- miklir aðilar að þjóðfrelsisbar- áttunni. I hinu gamla afrík- anska samfélagi var jörðin fé- lagseign. Af því leiðir, að Afr- íkumenn hafa aldrei búið við gósseigendaáþján, en bölvun gósseigendavaldsins hefur ver- ið ein helzta hindrunin fyrir framförum Indverja og fleiri þjóða. En evrópskir nýlendu- herrar stela frá afríkönsku al- þýðunni félagseign hennar, — landinu. Afríkönsku bændurnir hafa ýmist verið hraktir af jörðinn s'inum og neyddir til að gerast daglaunamenn, eða þeir hafa verið gerðir háðir einok- unarhringum, sem arðræna þá á allar lundir, ákveða m.a. verð ið á framleiðsluvörum þeirra, kákói, baðmull o.fl. Bændurnir hafa myndað með sér samtök, t.d. í Vestur-Afríku, Uganda og Kenya. I tveim síðastnefndu löndunum hafa samtök þeirra verið bönnuð af stjórnarvöld- unum. Afríkanskar konur eru með- al forvígismanna frelsisins. Þær hafa gert verkföH tH að mót- mæla hinu svívirðilega vega- bréfákerfi í Suður-Afr'íku og persónuskattinum í Nígeríu. — Eins og eiginmenn þeirra og bræður hafa þær oft verið hand téknar, pyntaðar og drepnar. I stjóm þjóðfrelsissamtaka Afríku sitja ýmsar merkar kon ur. Ein þeirra er frú Fummi- layo Ransome^Kuti frá Niger- íu, formaður kvennasambands Abekota og meðlimur í aðal- stjórn Ikennarasamtaka Niger- íu. Hún var ein í hópi sjö fiHl- trúa, sem Hið þjóðlega ráð Ni- geríu og Cameronflokkurinn sendu til London 1947. Æska Afr’íku er óþolinmóð og baráttufús. Samtök hennar hafa gerzt aðHar að ýmsum frjálslyndum alþjóðasamtök- um ,t.d. tóku fuHtrúar frá þrezku Vestur-Afrílku, Suður- Afríku og frönsku Norður- Afríku þátt í æskulýðshátíðinni í Búdapest í fyrrasumar. Sam- tök uppgjafarhermanna úr síð- ustu heimsstyrjöld, með þús- undir meðlima, taka þátt í bar- áttu unga fólksins. Uppgjafa- hermennirnir hafa ærin óánægjuefni, — svilk á loforð- um um atvinnu og eftirlaun. — Upptök óeirðanna á Gullströnd- inni 1948 var ikröfuganga upp- gjafahermanna. ★ Imperíalistarnir eiga við sín- ar venjulegu mótsagnir að stríða í Afríku. Þeir heimta sí- fellt meira og meira svart vixmuafl, en berjast jafnframt örvæntingarfrHlri baráttu gegn myndun svartrar öreigastéttar. Þeir reyna eftir megni að við- halda hinum glataða myndug- leika höfðingjanna í þeirri von, að á þann hátt megi varðveita ættbálkaskiptinguna. 1 Nígeríu reyna þeir að æsa Yoruba og Hausa-þjóðirnar gegn Ifoo-þjóð- flokknum, þar sem fylgi Hins þjóðlega ráðs 'Nígeriu og Cam- eronifloikksins er mest. 1 aust- ur- og Suður-Afríku reyna þeir að beina óánægju fólksins frá sjálfum sér yfir á indversku innflytjendurna. Og auðvitað setja þeir sig aldrei úr færi um að múta forystumönnum alþýð- unnar. Krossferðin gegn kommún- ismanum í Afríku, sem nú er hafin, beinist einkum gegn frelsishreyfingunni. „Vér höf- um hafizt handa um að koma -i veg fyrir að kommúnistar dreiifi hinum lævísa áróðri sín- um (í Afríku), og tekið það mál mjög föstum tökum. Mér finnst, að við eigum ekki að vera með neina tilfinningasemi, þegar um slík mál er að ræða,“ sagði brezki þingmaðurinn Ivor Thomas í ræðu í fyrra. Sann- leikurinn er sá, að eini komm- únistafloklkurinn í Afríku fyrir sunnan Sahara, er Kommún- istaflokkur Suður-Afríku, sem var stofnaður fyrir 19 árum. Og hin fasistiska stjórn Suður- Afríku fylgir samvizkusamlega ráðum mr. Thomas. Þrátt fyrir allar kúgunarráðstafanir stjórn arvaldanna, þ.á.m. upplognar ákærur og málssókn á grund- velli þeirra gegn átta helztu kommúnistaforingjunum, en tveir þeirra eru svertingjar, — tókst svertingjunum í Suður- Afríku að koma kommúnista á Sambandsþingið 1948, og í fyrra náði annar kommúnisti kosningu til fylkisþings Höfða- borgar. (INú hefur fasista- stjórnin í Suður-Afríku bannað kommúnistaflokkinn og svipt þingmenn hans umboði. Þýð.) Þó ekki sé starfandi neinn kommúnistafolkkur í Vestur- Austur- og Mið-Afriku, er þar fjöldi æskulýðs- og verkalýðs- leiðtoga, sem lesa af áhuga rit Marx, Lenins og Stalíns. „Það er eðlilegt, að alþýðuæska Vest- ur-Afríku haUist að sósíalism- anum, eins og málum er nú komið,“ segir nýlega í rit- stjórnargrein í vestin’-afrík- anska blaðinu Pilot. „Vér erum komnir að þeim áfanga í þróun dkkar ,að við getum greint hvað er lifandi og hvað er dautt, hvað er lífvænlegt og hvað er mergfúið og rotið.“ — iSíðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, hefur fjöldi Afríkubúa vaknað til skilnings á því, að „framfarir og styrkur Ráð- stjórnarríkjanna er vopn, sem hægt er að nota tH að hrekjia þjóðsöguna um hæfileikaleysi þjóðanna til að stjórna sér sjálfar," eins og Afrílkumaður nokkur hefur komizt að orði. Þegar Azikiwi var í London í fyrrahaust, mætti hann sem gestur á fundi, sem Afríku- deild Kommúnistaflokk Bret- lands hélt. Hann lýsti þar yfir því, að þó hann væri eklki kommúnisti, gæti hann fuUyrt, að stefna kommúnistaflokksins væri í rauninni ekki greinanleg frá stefnu Hins þjóðlega ráðs Nígeríu og Cameronfloklksins, sem hann er foringi fyrir. „Við lítum á imperíalismann sem glæp gegn mannkyninu og telj- um, að honum beri að útrýma,“ sagði hann. Þjóðir Afríku berjast fyrir (Framhald & 4. síðu)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.