Mjölnir


Mjölnir - 30.08.1950, Síða 1

Mjölnir - 30.08.1950, Síða 1
26. tölublajð Miðvikudagur 30. ágúst 1950 13. árgangur. „— nú selst á þúsundir þetta, sem fyrr var þr játíu peninga virði.“ Alþýduflokksforustan keypt einu sinni enn Semur við ríkisstjórnina um „vinsaml. framkvæmd gengis- lækkunarlaganna“ gegn því að fallið verði frá kauphækkun Krataforingjarnir fá völd og bitlinga að launum fyrir svikin S T Ó R A HLUT AVELTAN í Suðurgötu 10, sem fresta varð s. L laugardag, vegna óveðurs, heldur áfram á FÖSTUDAGINN 1. sept. kl. 4,30 e. h. Margir góðir munir eru eftir á hlutaveltunni, svo sem: Kolatonn .......................... kr. 400,00 Eyrnalokkar úr silfri ................ — 150,00 Perlufesti ........................ -— 220,00 Lindarpenni .......................... —- 150,00 Berjatína ............................ — 90,00 Olíuvél .............................. — 75,00 Steikarapanna ........................ — 50,00 Auk þess: rjómaterta, myndataJka, sldnnlúffur, húfur, búsáhöld, og margir fleiri gagnlegir munir. HLUTAVELTUNEFNDIN Bandarísk æska treg til hernaðar Sú fregn hefur kvisast, áð einhvern næstu daga, ef til vill í dag, sé von á nýjum bráðabirgða lögum frá rikisstjórninni, þess efnis, að bráða- birgðalögin um fölsun gengislækkunarvísitöl- unnar, sem gefin voru út seint í júlí, skuli falla úr gildi, og kaupgjald greitt með þrem til f jórum stigum hærra vísitöluálagi en nú er. Jafnframt hefur frétzt, að stjórn Alþýðusamb. íslands, sem undanfarnar vikur hefur verið haldin af ein- kennilegri þagnarsýki, muni bráðlega fá málið aftur og ætli þá að leggja til að þau verkalýðs- félög , sem hafa sagt upp kjarasamningum með kauphækkánir fyrir augum, framlengi þá ó- breytta. Mun þetta hvorttveggja vera árangur af langvarandi makki ríkisstjórnarinnar og Al- þýðuflokks-forustunnar undanfarið. 25% nýliða, sem kvaddir hafa verið til herþjónustu, neita að hlýða kallinu. — 50% allra sjálfboðaliða óhæfir til herþjón- ustu, vegna gáfnatregðu eða geðbilunar! Samkvæmt fréttastofufregn frá United Press, sem ýmis Möð hafa nýlega birt, er æsku- lýður Bandarikjanna allt annað en hriifinn af styrjöldarundir- ibúningi ríkisstjórnarinnar og árásinni á Kóreu. Samkvæmt þessari fregn hafa 25% ailra nýliða, sem kallaðir hafa verið til herþjónustu, neitað að mæta. 1 Kyrrahafsbænum Portland í Oregonfylki, en þaðan hefur Kóreuherinn verið fluttur, hafa hvorki meira né minna en 40% nýliðanna neitað að hlýða her- þjónustuboðinu. Þá hefur einn af talsmönn- um bandaríska hersins viður- kennt opinberiega, að kvaðning á sjálfboðaliðum til herþjón- ustu sé gersamlega misheppnað tiltæki. Hefur orðið að vísa helmingi þeirra manna, sem hafa boðið sig fram til herþjón ustu í Kóreu, frá, sökum gáfna skorts eða vegna þess að þeir hafa verið með eina eða fleiri lausar s'krúfur! Hryðjuverk Bandaríkjamanna í Kéreu Fréttaritari bandarískra afturhaldsblaða lýsir framferði þeirra Krataforingjarnir fá völd og bitlinga — verkamenn og launþegar borga. Hér er bersýnilega um verzl- un að ræða. Alþ.fl. skuldbindur sig til að hjálpa gengislæk'kun- arflokkunum til að halda niðri kaupi launþega og verkamanna, jafnvel þrýsta því enn lengra niður en þegar hefur verið gert. Sem borgun fær hann fulla og ótakmarkaða aðstoð afturhalds o;g atvinnurekenda í 'Alþýðusamibands'kosningunum 1 haust, síðan eitt eða tvö ráð- herraembætti til þess að eig^ hægra með að tryggja áfram- haldandi „vinsamlega fram- kvæmd gengislækkunarlaganna og loks ótakmarkaðan aðgang að ríkissjóði handa bitlinga- lýðnum. Svívirðileg bakárás. Með þessu ráðabruggi, sem sennilega verður ékki gert allt opinbert í einu, heldur smátt og smátt, er vegið aftan að verkalýðssamtökunum á hinn svívirðilega hátt. Verkalýðsfé- lög þau, sem kratarnir og stjórnarflokkarnir tveir ráða yfir, verða látin framlengja samninga sína óbreytta í aðal- atriðum, þ. e. falla frá öllum kauphækkunarkröfum, Alþýðu- sambandsstjórn leggur til, áð öll félög framlengi samninga óbreytta. Með því að kljúfa verkalýðssamtökin á þennan hátt verður þeim félögum, sem ekki vilja una gengislækkunar ráninu, gert svo erfitt fyrir, að illmögulegt eða ókleift verður fyrir þau að leggja út í kaup- hækkunarbaráttu. Örlitlu af þýfinu skilað aftur. Með gengislækkunarlögunum voru kjör launþega skert um a.m.k. 25—30%, en áður hafði „fyrsta ríkissstjóm Alþýðu- flokksins skert þau verulega frá því ssm þau vora bezt, en ]}að var um það leyti sem ný- sköpunarstjórnin fór frá völd- um og fyrstu mán. á eftir. Afturhaldsflolkkarnir þr'ír hyggjast nú kaupa sér frið við launþega og verkafólk með því að rétta þeim aftur, það sem stolið var með fölsun gengis- lækkunarvísitölimnar, gegn því, að meira verði ekki krafizt. Vera má að þeim takizt hrekk- urinn í þetta skipti. Þó er það ekki alveg víst. Það er sagt að reynslan geri mann hygginn, en sjaldan ríkan. Reynsla verka manna og launþega af þessum þrem afturhaldsflokkum undan farin ár hefur vissulega lítið átt skylt við r'iikidæmi, heldur öfugt. En hún hefur kennt þeim talsvert um eðli og inn- ræti þessara flokka. Iþróttaheimsóknir Fyrir stuttu kom í heimsókn hingað 3. fl. úr knattspyrnufél. Fram 1 Reýkjavik, og keppti hann við 3. fí. úr K.S. Leikar fóru svo, að Fram vann fyrri leikinn með 2 mörkum gegn engu. En síðar leikurinn endaði með jafntefli, 2 mörk gegn 2. Um s. 1. helgi komu í heim- sókn 'íþróttafólk frá íþrótta- bandalagi Akraness, 1. fl. og 3. fl. knattspyraumanna, og handknattleikslið kvenna. Leik- ar fóru þannig, að 3. fl. I.A. vann 3. fl. K.S. með 2:1, og 1. fl. I.A. vann 1. fl. K.S. með 5 :1, en stúlkurnar gerðu jafn- tefli 1 : 1. ! Slíkar heimsóknir sem þess- ar hressa upp á íþróttalífið hér og ættu að vera siglfirzkum íþróttamönnum hvöt til að æfa betur og leggja meira að sér við þjálfunina en gert hefur verið. Þó vel gangi í einstök- um keppnum er engin ástæða til að slaka á æfingu eða gefa eftir við þjálfun. Sérstaklega er það knattspyman, sem krefst þrautseigju og þolgæði, þar sem hún er ekki einstaklings'iþrótt, heldur byggist öll á samleik leikmannanna. Og einmitt fyrir það er hún svo vinsæl um öll lönd sem hún er. ENGIN SÍLDVEIÐI Blaðið hafði í morgun tal af Síldarleitinni, óg höfðu þá enn ékki borizt neinar veiðifréttir, en veður var bjart 'og gott um veiðisvæðið. Flogið hafði verið irm veiðisvæðið, en ldtið sézt. Nokkur skip fengu ufsaveiði í gær ,Rifsnes mest, um 1000) mál. — Enginn síldveiði var alla s. 1. viku, nema hvað rek- netabátar munu hafa fengið eitthvað lítilsháttar. Voru alls saltaðar 1016 tunnur. Enginn Bandaríska afturhaldsblaðið „Time“ birti nýlega skeyti frá fréttaritara síniun í Kóreu, John Osbome. Er Osborne ejnk um áhyggjufullur yfir því, að óhæfuverk bandaríska innrásar hersins baki homun svo mikið liatur, að allar tilraunir Banda ríkjamanna til að ná fótfestu í Asíu liljóti að mistakast. — Hann segir m. a.: „Þetta er eins og ég hef sagt, sérstaklega hryllilegt stríð.. Að reyna að vinna það (með hernaði einum saman) eins og við gerum nú, er ekki aðeins það sama og að bjóða heim lokaósigri, heldur einnig sama og að neyða menn okkar til að koma fram af óheyrilegri grimmd og vinna verstu grimmdarverk. Þétta ér ékki síldveiðiskýrsla var útbúin fyrir vikuna. Allmörg skip eru þegar farin en nokkur að búast til brott- ferðar. Er búizt við, að mest- allur flotinn hætti um næstu helgi, ef útlitið glæðist ek'ki næstu daga. sú venjulega grimmd, sem óhjá kvæmilega fylgir vopnavið- skiptum á vígvelli, heldur grimmd út í yztu æsar — eyð- ing þorpa, þar sem óvinirnir kannske leynast, að skjóta c-g demba sprengikúlum yfir flótta fólk, af því að meðal þess leyn- ast kannske Norður-Kóreu- menn, óþekkanlegir í hvítum klæðnaði sveitafólksins kór- eska, eða það er kannske not- að til að skýla óvinaárás á stöðvar okkar.“ S'íðan lýsir Osborne þanda- mönnum bandaríska inn- rásarhersins, lögreglu leppstj. Syngman Rhee: „Suður-Kóreu- lögreglan og landgönguliðssveit (Framliald á 2. síðu) Nýjustu fréttir Nýjustu fréttir herma, að al- þýðuherinn sé í sólkn á öllum vígstöðvunmn í Kóreu. Einkum er þó sóknin hörð á norðurvíg- stöðvunum við Pohang, og um 30 km. suðaustur af Mazan, þar sem alþýðuherinn sækir fram í áttina til Pusan, aðal- liafnarborgar innrásarhersins.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.