Mjölnir


Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 1
? ** 27. tölublað. Miðvikudagur 6. sept. 1950. 13. árgangur. Verkamenn fá 2.24 króna kaup- hækkun samkv. samningi ríkis- stjórnarinnar og miðstjórnar ASl Þyrftu að fá minnst 30% grunnkaupshækkun til að vega upp kjararýmun vegna gengislækkunarinnar. Bændur kref jast 21,4% verðhækkunar á fram- leiðsluvörum sínum. Svilkasamningur AJþýðusam- bandsstjórnar og ríkisstjórnar- innar, sem sagt var frá ihér í blaðinu í síðustu viku, hefur nú að nokkru verið gerður opinber. Ríkisstjórnin hefur failizt á, að gengislækkunarvísitalan hækiki um 3 stig, úr 112 stigum upp í 115. (Væri hún rétt reiknuð út, ætti hún að vera 117 eða 118 stig). Á móti fellur stjórn Al- þýðusambandsins frá öllum kröfum um kaupgjaldshækkan- ir til að vega upp þá milklu kjararýrnun, sem gengislækk- unin hafði í iför með sér. LOFORÐ HELGA HANNES- SONAR OG CO. Hér er um að ræða einhver svívirðilegstu svik, sem um get- ur í sögu áslenzkrar verkalýðs- hreyfingar. Framkoma Alþýðu- sambandsstjórnar í þessu máli sýnir gleggra en noklkuð annað í hvers þjónustu hún er. 21. júlí s.I. sagði Helgi Hann- esson: „Verkalýðshreyfingin verður að........fá uppborna ekki aðeins réttmæta launahækkun, sem ríkisstjórnin ætlar nú, með síð- ustu framkomu sinni að hafa af launþegum (hér er átt við vísitölufölsunina í júlí. Aths. Mjölnis), heldur og alla þá kjararýrnun, sem gengisfelling- ia hefur orsakað". 2,24 KRÓNUR I STAB 13,20. Reiknað hefur verið út, að til þess að ,,fá uppborna ........ alla þá kjararýrnun, sem geng- islækkunin hefur orsakað", — þyrftu verkamenn og launþegar almennt að fá minnst 30% grunnlkaupshækkun. Yrði þá dagkaup verkamanna, sem haifa kr. 9,24 í grunn, um 96 krónur á dag, eða kr. 13,20 hærra en það var fram að síðustu mán7 aðamótum. |Nú hefur Helgi Hannesson og félagar hans fallizt á að hætta við allar fyrirætlanir um að fá fram þessa hækkun, ef ríkisstjórnin vilji vera svo góð að fallast á hsökkun, sem nem- ur kr. 2,24 á dag! EFNDIRNAR Á LOFORÐI HELGA HANNESSONAR í bréfi, sem sambandsstjórn- hefur nýlega sent sambandsfé- lögunum, segir hún, að „með setningu hinna nýju bráða- birgðalaga og útreikningi nýrr- ar vísitölu, teljum við burtu fallnar þær megin ástæður, er lágu til grundvallar því, að við lögðum til við sambandsfélögin, að þau segðu upp samningum sínum". Þetta eru efndirnar á stóru loforðunum, sem Helgi Hannes- son gaf 21. júli og ibirt eru hér að ofan! 1 niðurlagi bréfsins grobbar svo sambandsstjórn af þessu einstæða afreki sínu, og telur það einn stærsta sigur, sem alþýðusamtökin á íslandi hafi unnið! STÓRKOSTLEG VERHÆKK- UN Á LANDBÚNAÐARVÖR- UM YFHIVOFANDI Ástæðan til þess, að svika- samningurinn var hespaður af fyrir síðustu mánaðamót, er sú, að samkvæmt lögum á að ákveða verðlag á landbúnaðar- afurðum i byrjun september. Hefur nú iStéttarsamband bænda haldið fund ogi Ikomizt að þeirri niðurstöðu, að til þess að fá uppborna þá kjaraskerð- ingu, sem bændur hafi orðið fyrir vegna gengislækkunar- innar, þurfi þeir að fá minnst 21,4% verðhækkun á fram- leiðsluvöruin sínum. Er senni- legast, með hliðsjón af því, hvað gengislæklkunarflokkarnir eiga mikið undir kjörfylgi í sveitunum, að iþeir verði við þessari kröfu bænda að mestu, eða jafnvel öllu leyti. Verði landbúnaðarvörur hækkaðar í verði, þýðir það raunverulega kjararýrnun fyrir verlkamenn og launþega. Allar líkur benda því til þess, að út- koman af samningamakki Al- þýðusambandsstjórnar við rík- isstjórnina verði raunveruleg KAUPLÆKKUN en ekki kaup- hækkun. SAMNINGURINN birtur aUur í haust eða vetur. Þetta ,sem hér hefur verið rætt er einn hluti samningsins milli gengislækkunarflokkanna og Aiþýðuflokksforustunnar. I honum munu vera leyniákvæði, sem ekki verða birt opinber- lega, en munu koma í ljós smátt ogi smátt. M.a. er ákveð- ið, að gengislæklkunarflokkarnir slkuli veita Alþýðuflokknum alia þá aðstoð, sem þeir mega í Alþýðusambandskosningunum í haust. Takizt þessu aftur- haldsbandalagi að halda meiri- hlutanum í Alþýðusambandinu, á Alþýðuf lokkurinn að f á sæti í ríkisstjórninni síðar í haust eða í vetur, og bitlingum sínum eiga krataforingjarnir í öllu falli að halda, hvernig sem allt veltur, en eins og kunnugt er, hótuðu stjórnarfloikkarnir krata foringjunum bithngamissi, ef iþeir hættu ekki við allar kaup- hækkunarkröfur, og mun sú hótun hafa riðið baggamuninn um afstöðu þeirra í kjaramál- unum. „ Gjafir eru yður gefnar " Siglfirzkir verkamenn láta sér nægja vinn- una yfir sumarmánuðina, en LIGGJA 1 LETI á vetrum, segir Vísir. Daigblaðið Vísir; sorpsnepillinn, sem Björn Ólafsson vísi- töluráðherra og stéttarbræður hans gefa út fyrir fé, er sogið er af almenningi gegnum heildsalaeinolkunina, gerir Siglufirði þann vafasama heiður að birta um hann ritstjórnargrein þann 1. þ.m. Er þar fyrst flíkað ýmiskonar nýstárlegri speki, eins og þeirri, að „hin róttæka verkalýðshreyfing norðan- lands", þ.e. „kommúnistar" hafi „flutt sig um set", frá Akureyri til Sigluf jarðar, er séð varð að miðstöð s'íldariðn- aðarins mundi verða hér, og að sildarleysið undanfarin sex sumur sé því að kenna, að „síldin hefur fengið óbeit á Siglu- firði eftir að kommúnistar hófust þar til áhrifa". Síðan er tekið fram, í sambandi við fyrirhuguð kaup á öðrum togara til Sigluf jarðar, að iSigluf jörður muni „vera einhver þyngsti bagginn á ríkissjóðnum af bæjar- og sveitarfélögum hér innanlands" (sic.) 1 niðurlagi greinarinnar kemur svo skýr- ingin á því hversvegna hag Sigluf jarðar sé nú komið eins og raun iber vitni. Siglfirzlkir kommúnistar (þ.e. siglfirzkir verka menn). „hafa Iátið sér nægja vinnuna yfir sumarmánuðina, en LEGH) í LETI á vetrum, ef tfrá er talin þjónusta þeirra við flokkinn, og skemmdarstarf gagnvart atvinnurek- endum". Kannast verkamenn við tóninn? Muna þeir eftir atvinnu- léysisárunum fyrir stríð, þegar málgögn yfirstéttarinnar völdu atvinnuleysingjum nafngiftir eins og „letingjar", „slæpingjalýður" og „baggi á þjóðimni", þegar bollalagt var á Alþingi um, á hvern hátt mætti losa „heiðarlega slkattborg- ara" (þ.e. atvinnurekendur og heildsala) við þennan bagga? Ógeðslegast er þó að lesa þessar letiaðdróttanir í garð at- vinnulausra verkamanna í málgagni heildsalapakksins og landeyðuhyskis þeirra, sem aldrei vinnur ærlegt handtak, hvorki vetur, sumar, vor né haust, en lifir- kóngalífi allt árið um Ikring á stolnum arði af vinnu heiðarlegs fólks. Lítið orðið eítir af túkallinum! Mjólkurafurðir hækka í verði um 17,14%. 1 gærkvöldi var lesin upp í útvarpinu tilkynning frá verð- lagsráði landbúnaðarins umi verðhækkun á mjólk og mjólk- urafurðum. Hækka þessar vör- ur nú í verði um 17,14%. Samkvæmt iþessu verður verð BREF FRA LESANDA „SiGLFiRBINGS" Heiðraði lesandi! pó að ég um langt árabil hafi verið les- andi blaðsins ,,iSiglfirðings" og sammála mörgu því, sem það hefur haft að flytja, iþá áræddi ég ekki að biðja ristj. þess að birta þetta bréf mitt ogj sneri mér þvi til ritstj. M;jölnis, sem góðfúslega lofaði að birta það. Eg hafði fyrir nokkru hugsað mér að skrifa þetta bréf, en það hefur dregist því yfirleitt er ég bréflatur, og þá elkki sízt þegar það skal þrykkjast á prent. 'Ég sagði áðan, að ég hefði lengi verið lesandi „Siglfirð- ings" ög ég hef oft haft ánægju af að lesa það, sem í honum hefur staðið, en það var raunar áður en núv. ritstjóri tók við. Síðan man ég ekki eftir að hafa séð sérstaklega eftirtekt- arverða grein í blaðinu, nema ef vera slkyldi greinar Bjarna bæj arfógeta fyrir kosningarnar í haust. Þær vöktu athygli allra fyrir sérkennileik sinni. Og nú kem ég að iþví, sem kom mér til að skrifa þetta bréf. Fyrir um hálfum mánuði fcom í „Siglfirðingi" girein, sem valkti athygli mína, ekki þó á sjáilfri sér heldur höfundi sín- um, sem ég tel vera ritstj. s.iálfan. Grein þessi bar yfir- skriftina „Vopn eru gerð til víga". Aldrei hefði mér getað komið í hug, að fullvita manni gæti 'þótt boðlegt stórum hópi lesenda slíkt ritsmíð og þetta, og má fyrr vera vantrú og næstum fyrirlitning á dóm- greind lesenda að bjóða þeim upp á slíkt. Grein þessi er um kommúnista og meintan víg- búnað þeirra og segir svo á ein- um stað: „En á bak við allan orðaflauminn um sovétfrið sér í vígbúnaðarkapphlaup Sovét- ríkianna. Sovétrílkin hafa 175 „divisjónir undir vopnum. Til samanburðar má geta þess, að lýðræðisríkin hafa 12. Sovét- ríkin hafa 40 þús. skriðdreka. Lýðræðisþjóðirnar aðeins nokk- ur hundruð. Sovétríkin eiga 19 þús. flugrvélar. Lýðræðis- þ.l'óðirnar eiga aðeins brot úr þeirri tölu. Og kafbátafloti Stalíns er stærri en Hitlers á sínum tíma." Þetta er kjarninn úr þessari grein, og ég er viss um, að fleirum fer eins og mér (Fminhald á 4. síðu) á algengustu mjólkurafurðum í smásölu, sem hér segir: Mjólk .................... Ikr. 2,57 Itr. Rjómi.................... — 18,90 — Mjólkurbússmjör — 42,50 kg. Bögglasmjör........ — 40,20 — Mjólkurostur, 40% — 19,50 — Mjólkurostur 30% — 14,10 — Mjólkurostur 20% — 10,30 — Mysuostur............ — 9,50 — Skyr .................... — 4,50 — Verðlagning iþessi er bundin því skilyrði, að ríkissjóður greiði 30 aura með hverjum mjólkurhtra, sem seldur er til mjólkurbúanna. Ef mjólkin verður eklki greidd niður, hækk ar hún meira í útsölu. Ekki er neinn efi á því, að stjórn A.S.I. hefur fengið að vita nokkurnveginn hvað , miklar hækkanir á landbúnaðarafurð- um væru yfirvofandi, iþegar hún var í samningamakkinu við ríkisstjórnina og knúði fraxn túkallinn fræga. Nú getur hver og einn reikn- að út fyrir sig eða sitt heimili, hvað milkið sé eftir af túkall- inum eftir þessa hækkun — hvað þá þegar samskonar eða e.t.v. meiri hækkun hefur verið ákveðin á kjöti og garðávöxt- um, sem verður eflaust ein- hvem næstu daga. MUNIÐ HAPPÐRÆTTI ¦ ÞJÓDVILJANS

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.