Mjölnir


Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 2
1 MJÖLNIR » — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSlALISTAFÉLAG SíGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið keinur út alla miðvikudaga Áslmftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Viðbrögð afturhaidsMkanna. Viðbrögð afturhaldsins við hinum svívirðilegum svikum mið- stjórnar Alþýðusambandsins í kjaramálunum hafa orðið eins og við var að búast. Blað forsætisráðherrans, Tímmn, segir frá því ósköp blátt áfram, sem hin afturhaldsblöðin fara í kringum, að þriggja stiga vísitöluliækkunin sé afleiðing af samningiun milli ríkisstjórnarinnar og miðstjómar Alþýðusambandsins. Málgagn Björns Ólafssonar vísitöluráðherra ræður sér hinsvegar varla fyrir kæti yfir hinni „ódýru Iausn“, sem fengizt hafi og hlaikkar yfir því, að atvimiurekendur hafi komizt af með að fórna „smá- munum einum“. Segir blaðið m.a. orðrétt: „Taldi ríkisstjórnin vafalaust fráleitt, að láta vinnustöðvun koma til framkvæmda, vegna smámuna einna, og hvarf því að samkomulagi við samtök launþega. Forseti stjórnar Alþýðusam- bands íslands lýsir svo í dag yfir því í Alþýðublaðinu, að hann telji, að ástæða til uppsagnar samninga sé á brott fallin að þessu sinni, og mun Alþýðusambandsstjórnin hvetja þau félög, sem þegar hafa sagt upp samningum, til þess að 'framlengja þá óbreytta fyrst um sinn. Er þetta sjálfsögð ráðstöfun . verður að segja, að giftusamlega hafi tekizt að lokum, og sú lausn, sem nú hefur fengizt sé hin ódýrasta fyrir þjóöfélagið" (þ.e. eigendur Vísis). Morgunblaðið hrósar ríkisstjórninni hástöfum fyrir „sátt- fýsi og sanngirni" í þessu máli, og bætir við, að „Alþýðusam- kandið hefur þá líka sýnt, að það tók þessa afstöðu ríkisstjórnar- innar til greina.“ Fögnuður atviimurekandamálgagnsins yfir þeirri eindrægni og friði, sem náðst hefur að nýju á afturhaldsheim- ilinu, skín út úr hverri línu þegar það ræðir þessi mál. Alþýðublaðið er enn eins og ofurlítið feimið, þegar það ræðir um svik Alþýðusambandsstjórnarinnar. Þó leynir sér ekki gleði þess, enda hefur það ástæðu til að fagna. Krataforingjunum hef- ur enn einu sinni tekizt að fá hátt verð fyrir greiðvikni sína, og geta enn um stund lifað áhyggjulausu lúxusiifi á framfæri ríkis- sjóðs, horfandi fram til ráðherraembætta og ifleiri bitlinga, ef vel tekst til í Alþýðusambandskosningunum í haust. Og ekki er hætta á, að Aiþýðublaðið þurfi að hætta að koma út. Auðbur- geisarnir munu sjá til þess. Það er ekki alveg ónýtt fyrir þá að hafa „verkalýðsblað" í þjónustu sinni. Alþýða manna er oft furðu auðtrúa og gleymin á mótgerðir. En undarlegt má það heita, ef hún skilur ekki nú hverjum (krata- forustan þjónar og launar henni ekki svikin í verki í Alþýðusam- bandskosningunum í haust. Landbúnaðurinn og „viðreisnin". Aðalfundur Stéttafsambands bænda var haldinn um síðustu mánaðamót. I ræðu, sem Sverrir Gíslason í Hvammi, formaður Stéttarsambandsins, hélt í upphafi fundarins, lýsti hann áhrifum gengislækkunarinnar á landbúnaðinn þannig : „Athugunin á áhrifumi gengislækkunarinnar leiddi í ljós, að hún liefur stóraukið rekstrarkostnað búanna. Innlendur fóðurbætir liefur hækkað um 77%, útlendur fóðurbætir um 125%, áburður um 88%. Byggingarkóstnaður hefur einnig mjög hækkað: Timbur um 45%, þakjárn 60%, málning 35%. Kostnaður við vélanotkun hefijr stórhækkað, benzín 80%, smurningsolíur 102%, varahlutir og viðgerðir 40%. Flutnini/skostnaður hefur liækkað um 34% og vinnu- laun 15%. (Vísitöluhækkunin samkv. gehgislækkunarlögun- um er nú 15 stig. — Aths. Mjölnis). Niðurstaðan er því sú, að reksturskostnaður meðalbús hafi hækkað um 21,4%“. Síðan samþykkti fundurinn að heimta „þá fyllstu verðhækk- un á landbúnaðarvörum, sem landslög Ieyfa“, til að vega upp kjararýrnunina, sem bændur hafa orðið fyrir vegna gengislækk- unarinnar. Ennfremur að segja upp núgildandi verðlagsgrundvelli, þar sem liann myndi ekki tryggja nægilega liækkun! Því miður eru engar líkur til þess, að bændum tákizt að rétta hlut sinn með verðhækkunum. Verðhækikanir munu aðeins verða til þess að minnika söluna á landbúnaðarafurðum í bæjun- um stórlega frá því sem nú er. Og um útflutning á þeim þýðir ekki að tala. ' Ef hækkun á verði landbúnaðarafurða ætti að verða bændum nökkur hagsbót, þyrfti jafnframt að tryggja verkafólki bæjanna, aðai viðskiptavinum bænda, miklu hærri .tekjur en þeir hafa nú, st-a að þeir gætu keypt hinar dýru landbúnaðarafurðir. Nú er ★ Skúrar hér og skúrar þar. I síðasta Bæjarpósti var lítillega minnzt á væntanleg fjárkaup manna hér í bæ og skúrabygg- ingar í því sa,mbandi. Út af þessu hafa nokkrir tilvonandi fjáreigendur hitt mig og voru ekki allskostar ánægðir með skrif þessi. Auðvitað bauð ég þeim að koma með skriflegt andsvar, en aðeins einn hefur þekkst það boð. Fer bréf hans hér á eftir. ★ „Ég byggi minn skúr hvar sem mér sýnist —“ í Bæjar- pósti Mjölnis 31. ág. s.l. er sveigt að otókur, sem ætlum okkur að reyna að tóomast yfir kindur í haust, sérstatólega þó skúrbyggingum, sem risnar eru og í'isa kunr>. til að verða kindahús. IÉg fellst auðvitað á það, að mikil óprýði sé að þess- um skúrum inni á miilli íbúðar- húsa eða við fjölfarnar götur. En fyrst yíirvöld þessa bæjar eni ekki röggsamari en þetta að fylgjast með því sem gert er í óleyfi, nú, þá liljóta menn auðvitað að ganga á lagið. Ég veit, að skúr sá, sem nefndur er í Mjölni er í óleyfi byggður, en ég sé, að ekkert er farið að hróíía við honum enn, svo ég ætla bara að leyfa mér að seg.ia það, að ég byggi minn skúr hvar sem mér sýnist og læt ek.ki fremur banna mér að byggja skúr yfir kindurnar mínar heldur en öðrum er bannaö það. Um kindahald hér í bænum er það að segja, að nú þegar k.jöt er að verða lúxusvara á borðum alþýðuheimilanna, þé er það meining okkar, sem kindur ætlum að kaupa, að reyna með því móti að sjá heimilum olkkar fyrir kjötmet' á næsta hausti. Þó dýrt sé að koma þessu upp, þá þarf það ekki að kósta okkur mikið í peningum, því eflaust verða atvinnuleysisstundirnar nógu márgar í haust og vetur. Um hitt, sem snýr . að blómagörð- um og öðru slíku ætla ég ekki að ræða. Ég met meira kjöt handa minni fjölskyldu helcíur ep skrautblóm í fögrum garði. Einn af f járkaupendunum". Bæjarpósturinn vill taka það fram, að hann getur fallist á þá röksemd bréfritarans, að fá- tækum mönnum séu þarna opn- ir möguleikar til að fá ódýrara kjöt fyrir sig og sína, heldur en kaupa það út úr búð eða á sláturhúsi á haustin. Og frá því sjónarmiði séð er ekki rétt að amast við fjárhaldinu. En ég held enn fast á þvi, að fjár- húsin eigi ekki að byggjast í óleyfi innan um íbúðarhúsin. Bréfritari þessi gefur líka fylli- lega í skyn, að hann muni nota sér það fordæmi, sem slkúr- byggjandi við Hvanneyrarbraut hefur gefið og fengið að vera í friði með fyrir forráðamönn- um og yfirvöldum þessa bæjar. Það má því búast við að nú á næstunni fari að þjóta upp alls- konar kumbaldar hér og þar, og með tímanum koma svo til- heyrandi moð og skjtahaugar til að punta enn meira upp á skrauthýsi þessi. Þó má nú segja, að skörin sé farin að færast upp í bekkinn þegar yfirvöld bæ.jarins láta slíikt í friði og óátalið, og ekki að bú- ast við mikilli röggsemi frá hin um almennu borgurum um að forða bænum frá slíkri óprýði. Læt ég svo útrætt um þessi mál að sinni. ★ Bátar í hættu. í óveðrinu i fyrradag barst Slysavarnar- deildinni hér fregn um, að tveir trillubátar, annar héðan en hinn frá Ólafsfirði, væru i hættu staddir í Héðinsfirði. — Var brugðið skjótt við og stór mótorbátur,- iri.b. Rifsnes feng- inn til að fara til Héðinsfjarð- ar tiil liðs við bátana, en er þangað kom, var rokið og sjó- gangurinn svo mikill, að ekki þótti vogandi að fara inn á f.jörðinn. Var þá send héðan björgunarsveit landleiðis. — Skömmu eftir að hún lagði af stað, fréttist að heimilisfólkið í Vík hefði hjálpað bátnum héðan til að lenda, en Ólafs- fjarðarbáturinn var áður far- inn, og komst hann heilu og höldnu heim. Var björgunar- sveitinni þá snúið við. ★ Tjón af óveðri. í ofviðri þ.essu fauk víða járn af þök- um, rúður brotnuðu og tunnur fuítóu úr stöflum, ennfremur síldarkassar, með hreinsunar- Almenn dagv kr. 8,18 Eftirvinna — 13,08 Helgidagavinna — 16,36 SEPTEMBER: Dagvinna kr. 8,23 Eftirvinna — 13,17 Helgidagavinna —: 16,46 ÁGÚST: Haussk. og slógdr. 14,21 pr. tn. FRÁ ÞRÓTTI Kauptaxti félagsins fyrir ág- ústmánuð liggur frammi, út- reiknaður á skrifstofu félags- ins 1 Suðurgötu 10, en verður ekki sérprentaður. tækjum og öðru tilheyrandi. — Urðu margir fyrir miklu tjóni af þessum sökum, þar sem þessi verðmæti munu víðast eða aills- staðar , hafa verið óvátryggð. Einna mest mun tjónið hafa orðið hjá Kristjáni Ásgrlms- syni, ennfremur skemmdist og fauk allmikið á Pólst.jörnustöð- inni j)\g víðar. Þá tók þakið af lagerhúsi Öskars Halldórssonar svo að sperrurnar-standa berar eftir. ★ Glerskortur. í mestallt, eða allt sumar hefur verið tilfinn- anlegur skortur á rúðugleri hér i ibænum. Hefur kveðið svo rammt að þessu, að síldarskip- stjórar hafa orðið að vera á snöpum úti um bæinn meðal kunningja sinna, ef þá hefur vantað rúðu í t.d. stýrishús. Bæ.jarbúar hafa að ’s.jálf- sögðu verið í sömu vandræðun- um. Ef rúða brotnar, er ekkert við því að gera, eú' ekld fæst rúða hjá einhverjum kunningj.a sem á gler, annað en að negla f.jalir fyrir gluggana. í óveðr- inu í fyrradag brotnuðu viða rúður, og s.jást nú allvíða pappaspjöld og fjalir í glugg- um I stað glers. Það er allt á eina bók lært hjá blessaðri viðreisnarrikis-' stjórninni okitóar. Það er ekki nóg með það, að hún banni að byggja hús og fullgera hús, er hafa verið I sm.íðum undanfarið, með því að láta vanta efni til þeirra, heldur sér hún Lika svo um, að þau hús, ~sem til eru stóuli ryðga og fúna niður, með því að banna innflutning á við- haldsvörum eins ög gleri, máln- ingu o.þ.h. Munið happdrætti Þjóðviljans ÍSHÚSVINNA f ÁGÚST: íshúsd.v. við fryst- ingu síldar ...... kr. 8,56 Eftirvinna ....... — 13,70 Helgidagavinna .... — 17,12 ÍSHÚSVINNA í SEPT.: Alm. dagv. við fryst- ingu síldar ... tór. 8,61 Eftirvinna ........ — 13,78 Helgidagavinna .... — 17,22 SEPTEMBER: Hausstó. og slógdr. 14,31 pr. tn. STJÓRN BRYNJU Politísk hagfræði, fylgirit Landnemans er ný- komið hingað. Áskrifendur Landnemans eru beðnir að vitja þess ,í afgreiðslu Mjölnis, Suðurgötu 10. Ritið kostar íkr. 10,00 til skuldlausra áskrif- enda. hinsvegar stefnt í þveröfuga átt. Raunverulegt tímakaup laun- þégar og verkamanna er skert í s'ífellu, jafnframt þvá sem stór- kostlegu atvinnuleysi er komið á með kerfisbundnum aðgerðum og tekjur þeirra rýrðar á þann hátt. Kauptaxti VerkakvennaféL Brynju ÁGÚST: Verkamannafélagsins Þróttar, Siglu- M AfSPT YTI 31. ágúst 1950. Vísitala fyrir Bl S\ tl 1 I n A E 8 i;ept., okt., og nóvember 115,75. Lágmarkskauptaxti fyrir verkamenn er sem hér segir: Dagv. Eftirv. Hd.v. Almenn verikamannavinna Handlangarar hjá múrurum, þróarmenn 10,70 17,12 21,40 steypuvinna o.fl 11,11 17,78 22,22 Skipavinna og fleira 11,29 18,06 22,58 Stokerkynding o.fl Kolavinna, salt -og sementsvinna, díxil- 11,63 18,61 23,26 menn, gerfismiðir o.fil Mótorvélstjórar, sem vinna óskráðir 12,33 19,73 24,66 vélavinnu i landi 13,37 21,39 26,74 Boxa- og katlavinna og fl 13,54 21,66 27,08 Unglingar á aldrinum 14—16 ára 8,23 Siglufirði, 3. september 1950. 13,17 16,46 STJÓRN ÞRÓTTAR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.