Mjölnir


Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 4
SAMNINGUR milli Vinnuveitendafélags Siglufjarðar, Siglufirði, og Bílstjóra- deildar Verkamannafél. Þróttar, Siglufirði, fyrir Iiönd Bílastöðv- arinnar, Siglufirði, sem í samningi jjessum er nefnd Bílastöðin. 1. Vinnuveitendafélag Sigluf jarðar skuldbindur sig til þess að láta fuillgilda meðlimi bilastöðvarinnar hafa forgangsrétt til bif- reiðaleigu og allra flutninga með bifreiðum handa félags- mönnum Vinnuveitendafélagsins á félagssvæði Verkamanna- félagsins Þróttar, og öllum akstri út af því svæði. Félagsmönnum Vinnuveitendafélags Siglufjarðar skal þó heimilt að nota eigin bifreiðir í eigin þjónustu, þar sem vinnu- veitandinn á bæði bifreiðina og vöruna, sem flutt er, og reilkn- ar sér ekkert sérstakt gjald fyrir flutninginn. Ennfremur skal verzlunum og öðrum þeim, sem hafa það að atvinnu að kaupa vörur og selja, svo og viðgerðarverkstæðum, verksmiðjum og útgerðarmönnum heimilt að aka á eigin bifreiðum vörum, sem heyra beint undir atvinnurdkstur þeirra, og byggingarmeist- urum að nota vikabíla við atvinnurekstur sinn, til tflutnings á hlassi allt að einu tonni. Loks skal skipafélögum og skipaafgreiðslum, heimilt að nota þá tölu flutningatækja, sem þau nú eiga til vöruflutninga milli skips og vörugeymsluhúsa í Siglufirði. 2. Bílastöðin slkuldbindur sig til: Ef hörgull er á vörubifreiðum, að láta meðlimi vinnuveitendafélagsins hafa forgangsrétt á að fá vörubifreiðir til flutninga. 3. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi til 1. janúar 1951 og sé honum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðila með eins mánaðar fyrirvara framlengist hann af sjálfu sér um sex mánuði 1 senn. 4. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða frumritum og heldur hvor aðili sínu eintaki. Siglufirði, 21. ágúst 1950. F. h. Vinnuveitendafélags Siglufjarðar: Ólafur Ragnars G. Þórðarson Friðrik Guðjónsson Fh. Bílstjóradeildar Verkamannafélagsins Þróttar og Bilastöðvarinnar, Siglufirði: Hallgrímur Márusson, form. Þórliallur Björnsson F.h. Verkamannafélagsins Þróttar, Siglufirði. Gunnar Jóhannsson. Miðvikudagur 6. sept. 1950. 27. tölublað. 13. árg. Lesandi „Siglfirðingsu (Framliald af 1. síðu) að hugsa um í hverskonar sál- arástandi sá maður er, sem skrifar svona nokkuð eða ger- ist ábyrgur fyrir svona skrif- um. Ja, vesalings lýðræðisþjóð- irnar, hugsaði ég, þær eiga bágt. Og fyrir rúmu ári vorum við Isl látnir ganga í hernaðar- bandalag með þessum þjóðum af því að okkur væri svo ein- staklega mikil vernd í því. Mér datt lika í hug hverskonar fífl það væru, sem stjómuðu Sovét- ríkjunum, ef þeir eins og „Sigl- firðingur“ segir, sætu sífellt á svikráðum við lýðræðisþjóðim- ar og hyggðust leggja undir sig allan hinn vestræna heim með vopnum, væm búnir að smíða öll þessi ósköp af hergögnum, t.d. 40 þús. skriðdreka á móti nokkrum hundruðum, en biðu svo rólegir á meðan fórnar- lömbin væru að finna sér und- ankomuleiðir, undirbúa sig að inæta aiásinni. Þetta l'ikist illa þeim sömu kommúnistum, sem Jónas pýramídaspámaður lýsir í seinustu ,,Dagrenningu“, þeir hefðu ekki látið svona tæikifæri ser úr greipum ganga. Svona skriffinnska er svo .•.tiaus og bjánaleg, að mér ..æt ómögulegt annað en _j*stuiia atiiygli á henni, „„ mer potti hun svo einkenn- andi tfyrir þann anda, sem svif- ið hefur yfir síðum „Siglfirð- ings‘ ‘nú í seinni tíð. að ætla nokikrum heilbrigt hugsandi manni að trúa því, að lýðræðis- þjóðimar eigi ekki nema „nokk- ur hundruð skriðdreka,“ það tekur út yfir allan þjófabálk. Til þessara þjóða munu eiga að teljast Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Norðmenn, Danir, Svíar, Hollendingar, Belgiumenn, Italir, Grikkir, . rkir, Egiptar, Finnar, Kan- t-uenn og sennilega Spán- verjar og Portúgalar, og auk þess nýlenduríki margra þess- ara ríkja, en þau hafa mörg yfir öflugum herjum að ráða. Ef „Siglfirðingur“ segir satt, þá er skriðdrekaeign þessara þjóða hverrar fyrir sig aðeins fáeinir tugir, flugvélatalan að- eins brot af tölu Rússanna, og þessar 17 þjóðir og nýlendu- þjóðir þeirra eiga aðeins 12 „divisjónir“ á móti 175!! hjá Rússum. Eftir hverju eru þeir að Ibíða, Rússarnir, og hvað hræðast þeir? Kjamorkusprengjuna, segir „Siglfirðingur“ eflaust, og man þar orð Churchifl. En þá gleymir hann líka orðum Tmmans þegar hann með pomp og prakt tilkynnti, að Rússarnir réðu yfir kjarnorku- sprengjunni líka. Það er ekki gaman fyrir blöð eins og „Sigl- firðing“ að þræða braut sann- leikans og þjóna þeim málsstað, sem hann þjónar. Það er ég með áralöngum lestri þess blaðs búinn að sjá. ’Ég ætla svo að láta hér stað- ar numið að þessu sinni, en gaman væri samt að gera svo- lítinn samanburð á frásögnum „Siglfirðings“ og annarra slíkra blaða af herstyrk Rússa nú ög þá þegar þeir á fyrstu mánuðum innrásar nazista fengu liðsstyrk frá Bandar'iikj- unum fólginn í hergögnum. Þá voru þeir ekki að sögn þessara ágætu blaða allt að 40 þús. sinnum sterkari en allar and- stöðuþjóðir nazista til samans. Ef þeir á þessum fimm árum frá stríðslokum hafa jafniframt uppbyggingunni igetað vígbúizt svo, sem „Sigl.“ segir, nú, þá eru þeir býsna seigir karlar. En um þessa hlið málsins get ég ekki rætt nú í þessi bréfi, en geri það másike síðar verði ég upplagður til skrifta. ÍÉg vil svo þakka Mjölni fyrir birtingu á þessu. Lifðu heill, lesandi góður. R.Ó.P.-lesandi ,,Siglfirðings“ Öfriðarhættan (Framhald af 3. síðu) fulltrúar stórveldanna séu sammála og greiði atkvæði. í þessu tilfelh var fulltr. U.SS.R. víðs fjarri og tók því ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, fyrir utan það ,að með umboð fjölmenn- ustu þjóðar heims, Kína, fór fulltrúi stjórnar, er var burt rekinn af 'sínum eigin lands- mönnum og hafðist nú við á ey noklkurri undan ströndum Kína, minnandi stöðugt á fall- valtleik stjórna, er ekki styðj- ast við fólkið í landinu, sem þær eru taldar stjórna. Ég minntist á það í upphafi þessa máls, að heimsfriðnum stafaði alltaf hætta af því, ef eitthvert land reyndi að kúga annað land, hvort sem sú kúg- un er efnahagsiegs- eða stjórn- málalegs eðlis. — Styrjöldin í Kóreu er skflgetið aílkvæmi þessa fyrirbæris, og sama má segja um baráttuna á Malakka- skaga, Viet Nam, , Burma og Filippseyjum, að ógleymdu Kína og Indónesíu, þar sem hún er að mestu yfirstaðin. Þessi bar átta er ekki hafin vegna fyrir- skipana frá Moskvu, heldur er hér um að ræða frumstæðustu þrá mannsins, frelsisþrána og sjálfsbjargarþrána, sem tekur á sig mynd styrjalda, vegna skflningsleysis auðhyggju- manna, sem hafa örlög þessa óhamingjusama fólks í hendi sér. Vafalaust styðja Ráð- stjórnarr'ikin þessar hreyfing- ar fólksins, annað væri svik við sósíaliskar grundvallarkenning- ar. Stokkhólmsávarpið. Eitt af þvií, sem jákvæðast hefir verið unnið í friðarátt um lengri tíma, er slköpun fjölda- fylkingar, er telur hundruð milljóna mamia, um Stokk- hólmsávarpið svonefnda. Ein- hver slkarpvitrasti og mannúð- legasti vísindamaður, sem nú er uppi, lagði það fram á friðar þinginu í Stokkhólmi, þar sem það var samþykkt. Nafn próf- essors Joliot-Curie ætti að vera nolkkur trygging fyrir þv'í, að hér er ekki farið með hégórn- legt fleipur, ætlað 1 þeim til- gangi að vekja eftirtekt á upp- hafsmanninum. Hér er mikill andans maður að verki, maður, sem veit hvers hann krefst og hvað í húfi er, þar sem hann hefir gengt um tíma yfirstjórn kjarnorkurannsókna franska ríkisins, unz honum var fyrir skömmu vikið úr því starfi vegna stjórnmálaskoðana. Stokkhólmsávarpið hljóðar þannig: 1. Vér lieimtum algert bann á kjarnorkusprengjum, liinu ægilega vopni til fjölda- morða á mönniun. 2. Vér heimtum, að komið sé upp ströngu alþjóðaeftir- liti til tryggingar því, að þessu banni verði framfylgt. 3. Vér álítiun, að hver sú ríkis stjóm, sem fyrst beitir kjamorkuvopnum, gegn livaða þjóð sem er, fremji brot gegn mannkyninu og geri sig seka um stríðs- glæpi. 4. Vér heitum á alla veiviljaða menn, lxvarvetna um heim, að undirrita bessn. áskorun. Óslköp virðist nú sjálfsagt, að hver ærlegur maður geti verið þessu samþykkur og ritað nafn sitt undir þetta. En hvað skeður ? Það eru ekki aðeins nokkrir iðjuhöldar, sem sýsla við framleiðslu þessara voða- vopna 'i gróðraskyni, og nokkur sjúkleg fyrirbrigði mannfólks- ins, sem rísa öndverð gegn Iþessu ávarpi, heldur er að finna í hópi þessa fólks flesta af hinum svonefndu ábyrgu stjórnmálamönnum hins vest- ræna lýðræðis. Þeir grípa til þess ráðs, sem svo oft hefur dugað þeim, stimpla ávarpið kommúnistískt og þar með þykjast þeir hafa komið í veg fyrir, að fólk beiti skynsemi sinni við mat sitt á því. Ef við lítum nú á rök þeirra, sem reynt hafa að rökstyðja þessa afstöðu sína, eilítið nán- ar, þá verðum við þess vísari, að þær mótbárur, sem þeir hafa gegn Stokkhólmsávarpinu eru svo veigalitlar, að þær gefa þeim enga ástæðu til þess að taka svo hörmulega ranga af- stöðu. Þeir segja: Stokkhólms- ávarpinu er beint gegn Banda- ríkjunum í þágu Rússa. Lítum nánar á þetta. Það er óhrelkj- andi staðreynd að bæði Rússar og Bandarikjamenn hafa yfir kjarnorkusprengjum að ráða, og ómögulegt er að fullyrða um, hvor framar stendur í tframleiðslu þessa voðavopns. Stokkhólmsávarpið heimtar al- gert bann á kjamorkusprengj- um og telur, að hver sú ríkis- stjórn, sem fyrst beitir 'kjarn- orkusprengjum sé sek um stríðsglæp. Hér b'íður því Rússa alveg eins og Bandaríkjamanna, sú alvarlega ábyrgð, að verða sekir um stríðsglæp, kasti þeir kjarnorkusprengjunni fyrstir. Þessi mótbára er því haidlaus, nema því aðeins, að þeir, er beita henni, álíti Baindaríkja- menn líklegri Rússum til þess að kasta kjamorkusprengjunni. Megar þeir eiga þá skoðun 'i friði fyrir mér. Eins segja þeir: Stokkliólms- ávarpið krefst einungis banns á kjarnorkusprengjum, en ekki öðrum vopnum. Af liverju ekki að lieimta öll vopn bönnuð? — Vafalaust myndu friðarsinn- arnir á Stokkhólmsþinginu hafa gert slíkt, ef þeir hefðu haldið, að slíkt yrði nokkuð annað en frómar óskir. Þeir vita sem er, að kjamorkusprengjan hefir alveg sérstöðu meðal vopna, er gerir það að verkum, að helzt mætti skapa einhug hinna ýmsu þjóða til þess að fá hana ibann- aða. Þessi sérstaða lýsir sér m.a. í því að kjarnorikusprengj- unni verður ekki ibeitt á víg- stöðvunum sjálfum. Til þess er of skammt á milli óvinaherj- anna. Fórnarlömb hennar yrðu því flest börn, kvemfólk og gam almenni. Kjarnorkusprengjumar, sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki drápu hundmð þús- unda manna og limlestu ótalin þúsund. Enn þann dag í dag eru menn í þessum borgum að deyja af áhrifum, sem ralkin em til kjamorkusprengjunnar. Hversu gifurlega mannfóm yrði Tímaritið Réttur 2. hefti þessa árs er Ikominn út fyrir stuttu. Efni hans er þetta: Einar Olgeirsson skrifar mjög merki- lega grein, sem hann kallar: Frelsisstríð Malaja og afstaða þín, íslendingur? Þá er smá- saga eftir Stephen Leacock, — Nútíma hetja. Grein um Aug- ust Bebel, eftir J.V. íStalín. — Eggert Þorbjarnarson skrifar grein um Viðhorf verkaíýðsins 'i kaupgjalds- og atvinnumál- um. Hilary Minc á þar grein- ina: iSex ára áætlun, og A. I. Mikojan greinina: Efnahagur auðvaldslandanna. Fleira er í heftinu, eins og t.d. greinin Tvær Ikvikmyndir. Margoft hefur verið á það bent, hversu nauðsynlegt það sé alþýðunni að lesa rit á borð við Rétt. Sá fróðleikur, sem þar er finnanlegur í hverju hefti, er mikilsvert vopn í hendi hins fátæka manns í daglegu stríði hans við að halda fram rétti sínum. Alþýðufóilk! Gerist áskrif- endur að Rétti. Afgreiðsla hans er í Suðurgötu 10. Skipbrotsmannaskýlið í Hvanndölum óhreyft Sögusagnir hafa verið á Ikreiki undanfarið um að brotist hefði verið inn í skipbrots- mannaskýhð i Hvanndölum og rænt þaðan vistum og ýmsum nauðsynlegum útbúnaði. Nú hef ur Rögnvaldur Möller 1 Ólafs- irði, sem mun vera einn af ráða mönnum Slysavarnardeildarinn ar þar, beðið blaðið að bera þessar innbrotssögur til baka. Hefur ekkert verið hreyft við skýlinu né þeim útbúnaði, sem þar er geymdur. Nýja-Bíó KONAN MEÐ ÖRIÐ Sænsk stórmynd með Ingrid Bergman Fimmtudag Ikl. 9: ÞEEB IINIGU TIL FOLDAR þá ekki af völdum hinna endur- bættu kjarnorkusprengna, sem sagðar eru hafa hundraðfaldan kraft á við þær eldri. Hver get- ur réttlætt þá afstöðu, að neita að skrifa undir ásikorun, sem krefst banns við slíku vopni? Auk þessa hefir stjórn frið- arhreyfingarinnar ákveðið, að byrja baráttu fyrir afvopmm þjóðanna stig af stigi, og sýna þannig, að hún lætur sér ekki nægja að berjast gegn kjarn- orkusprengjunni einni saman. Annars væri það ekkert ný- næmi, þótt krafizt væri banns á einu vopni. Má benda á, að notkun eiturgass í hernaði hef- ir um langan tíma verið bönnuð og það bann gefizt vel. Að saðustu þetta: Við skulum vona, að ham- ingjan verði þeim, sem frið þrá hliðholl og yfirsterkari tilraun- um stríðsæsingamanna til þess að tendra nýtt ófriðarbál. Okk- ur ber að gera allt til þess að svo megi verða.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.