Mjölnir


Mjölnir - 13.09.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 13.09.1950, Blaðsíða 2
MJÖLNIR f ’ — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SiGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigui'ðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Af hverju gerið þið ekki verkfall? Alþýðublaðið hælist nú um daglega yfir tveggjakrónusvikum Alþýðusambandsstjórnarinnar. Dag eftir dag flytur þetta auð- virðilega skeinisblað yfirstéttarinnar, hólgreinar um Oelga verk- fállsbrjót Hannesson og félaga hans, og ifagnaðarrollur yfir þeim mikla sigri ,,einhverjum þeim mesta, sem verkalýðssamtökin hafi nokkumtíma unnið,“ er unnizt hafi með tveggjakrónusamningn- um. Jafnframt froðufellir það yfir vanþakklæti og vonzku „komm únista“ sem ekki vilji falla fram og lofsyngja krataforustuna íyrir svikin. Bendir blaðið hlalkkandi á, að ,,kommúnistar“ hafi framlengt samninga í þeim félögum, sem þeir ráða yfir, og spyr síðan: Hversvegna framlengdu kommúnistar samninga í þeim félögum, sem þeir ráða yfir? Af hverju gera þeir bara elkki verk- fall sjálfir, fyrst þeir eru óánægðir? Þessi spuming kratamálgagnsins er sígilt dæmi um fram- komu svikara, sem svíkst aftan að samherja sínum og segir, eftir að hafa stungið rýtingi i bak honum: Nú skaltu berjast ef þú getur. í 1 ],.! / 1 ' 1 j ii Árið 1947 fóru fram harðvítugar kjaradeilur. Krataforustan var þá eins og nú í þjónusfcu atvinnurekenda og tókst að ná verulegum árangri með sundmngarstarfsemi sinni. En samein- ingarmenn réðu þá í Alþýðusambandinu og með atfylgi þess tókst verlkalýðnum að knýja fram miklar kjarabætur. En vegna sundmngarinnar, sem þáverandi stjórnarflokkum tókst að efna til, munaði vart meira en hársbreidd að deilan tápaðist ekki. — Aðstaða til að Iknýja fram Ikjarabætur var lílka miklum mun betri en nú. Meirihluti verkalýðsins hafði búið við sæmileg kjör. árin á undan og gat auðveldlega háð langt verkfall, og atvinna var yfirleitt næg. Nú er aðstaðan allt önnur. Verkalýðurinn hefur búið við sultarkjör undanfarið. Atvinnuleysi hefur verið tilfinnanlegt víða á landinu í sumar, og fer vaxandi. Alþýðusambandið er í höndum svikara. Enginn efi er á því, að ef hin róttælku félög hefðu farið út í deilu eftir að Alþýðusambandsstjórnin ,,knúði“ fram túkall- inn, hefði Alþýðusambandinu verið beitt gegn þeim, og þau félög, sem kratarnir hafa meirihluta í, verið látin skerast úr leik. Þar að auki hefðu afturhaldsflokkarnir þrír beitt öllum blaðakosti sínum og áhrifum til sundrungarstarfsemi, og þrátt fyrir það, að þeir hafa margsinnis blekkt og svikið fylgismenn sína, er lítill efi á því, að margir hefðu iátið blekkjast einu sinni enn. Við þessi skilyrði treystu ,,kommúnistar“ sér eklki til að fara út í harðvítugar deilur. Vinnudeilur við slík skilyrði eru ekki líklegar til mikils árangurs, jafnvel meiri líkur til þess að þær tapist. Slílkt væri æfintýramennska en ekki raunhæf .kjarabarátta. Og ,,kommúnistar“ eru ekki æfintýramenn, heldur raunhæfir baráttumenn. Það er svarið við spurningu Alþýðublaðsins. Þó skyldi krataforustan og húsbændur hennar, atv.rékendur, sem nú hælast um yfir svikasamningnum, treysta því varlega að verkalýðurinn hafi algerlega lagt árar 1 bát og treysti sér e'kki út í kjarabaráttu framar. Han-n mun vissulega halda baráttunni áfram síðar. En hann þarf að ljúlka öðru verkefni áður. Hann þarf að gera upp við svikarana í sínum eigin röðum og taka yfir- stjórn heildarsamtakanna í sínar eigin hendur. lilkynniig nr. 38/1950 frá verðlagsstjóra Ríkisstjórnin hefur ákveðið nýtt hámarksvérð á skömmtuðu smjöri, sem hér segir: 1 heildsölu ................ Ikr. 29,70 pr. kg. 1 smásölu .................. — 31,50 pr. kg. Reykjavík, 7. sept. 1950, VERÐLAGSSTJÓRINN ★ Mjólkin hækkar — brenni- vinið lækkar. — ,,Viðreisn“ Bjarna Ben. og Eysteins Jóns- sonar hefur nú borið þann á- vöxt með fleirum, að mjólkur- l'itirinn hefur hækkað úr kr. 2,15 í kr. 2,57. Engum er mjólk in jafn nauðsynleg og börnum, og þetta „viðreisnar“-bragð er því ætlað þeim alveg sérstak- lega. Nýlega lækkaði brennivíns- flaskan 1 verði um kr. 10,00., Hvort hér er um að ræða ein- hverja „viðreisn" á móti mjólk- urhækkuninni frá ríkisstjórnar- innar hendi, slkal ósagt látið, — en margar aðgerðir hennar gagnvart þjóðinni eru ekki eðlis óskyldar því að barnamjólkin væri drýgð með Ibrennivíni. ★ Rigning og holræsi. — Und- anafrið hefur verið mikil rign- ingatið hér í bænum. Þá heíur reynt á holræsakerfið og ekki verður hjá því komizt að segja að því er víða mjög ábótavant. Víða eru holræsin stífluð svo lælkirnir rífa sundur vegina. — Sumsstaðar eru niðurföllin til einskis vegna þess að það hall- ar frá þeim, o.s.frv. Þetta verð- ur að laga sem f'yrst og hafa betra eftirlit með þessu fram- vegis. "k Atvinmileysi. — I vikunni sem leið, var tryggmgat'imabil- ið á enda, og var þá sagt upp vinnu flestum eða öllum verka- mönnum, sem verið höfðu á tryggingu hjá síldarverksmiðjr um og söltunarstöðvum. Mimu þrjú til fjögur hundruð manns hafa misst atvinnuna að mestu eða öllu leyti, því eklki mun vera um að ræða nema hlaupa- vinnu hjá öllum þorra verka- manna. Þetta sumar hefur orðið afla- rýrara en undanfarin sumur og þóttu þau þó léleg. Hefur fylgst að rýr og minnkandi atvinna og síhækkandi verðlag, og sú „viðreisn", sem valdhafar lands ins töldu að verða myndi eftir gengislækkunina, hefur öl farið í öfuga átt við það, sem fólik hefur hingað til skilið með því hugtaki. Afurðir landsmanna liggja óseldar og skipta þau verðmæti milljóum króna, sem þannig er smátt og smátt sóað. Gjaldeyr- isskortur kreppir æ meir að öllu athafnalifi landsmanna, allt dregst saman og atvinnuleysi og fátækt halda innreið sína. ★ Hér í bænum er ástandið e.t.v. ískyggilegra en í öðrum byggðarlögum. Hér hefur enn eitt sumar verið treyst á síld- ina og allt atvinnulíf verið mið- að við hana. Það er því ekki sjáanlegt annað, en skuggi al- gers atvinnuleysis leggist yfir bæinn, — nema nú þegar takist að hef ja hér vinnu, t. d. við Innri-höfnina ,eða önnur álika mannviriki. Þá er mikið rætt um það manna á meðal, að fá þurfi hingað góða mótorbáta til að stunda linufiskirí í vetur. En þá blasir við hin ömurlega mynd: beituleysi og vöntun á fiskverkunarstöðvum. Eftir þv'í sem ég hef heyrt hjá þátseig- anda hér, þá mun engin beitu- síld vera til, nema hvað einn bátur mun hafa tryggt sér beitu. Nú er það vitað, að tals- vert heifur verið fryst af síld til beitu en hún verið seld úr ibænum, m.a. til Færeyinga. 'Þetta er ekki vanzalaust. Haust eftir haust kemur það fyrir að skortur verður á beitu sínd, — og nú, þegar fjöldi manns hyggst hafa róðra sér til lífsframfæris, þá fæst engin beita. Fyrir þá, sem kornast Ikynnu yfir ibeitu og gætu hafið róðra, er afsetning aflans mikið vanda mál. Heyrzt hefur, að í ráði sé að koma upp fiskverkunarstöð í sambandi við fiskþurrkunar- hús það, sem hlutafélag ætlar að koma á tfót. Hlutafélag þetta er stofnað að tilhlutan bæjar- stjórnar, en annars hefur lítið frá henni heyrst varðandi at- vinmunálin í haust. Hinir at- vinnulausu verlkamenn horfa spurnaraugum til hennar, hvað hún ætlist fyrir, hvort þeir muni verða neyddir til að yfir- gefa heimili s'ín nú þegar, til að fara í atvinnuleit. Hér þarf skjiótfa aðgerða við. iSé ætlunin að fá hingað ibáta, þarf að gera það sem fyrst og tryggja þeim áhafnir. Annars getur svo farið að þeir menn, sem helzt fengjust til sjóróðra, yrðu tfarnir suður í leit að at- vinnu. , Atviimumálin verður að taka föstrnn tökum og úrræði að finmast sem fyrst. ★ Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Guðný Frið- finnsdóttir verzlunarmær og Haukur Kristjánsson verka- maður. ★ Kjötbúðin auglýsir í blaðinu i dag ,að hún muni í haust selja sláturafurðir, o° á að leggja ifram pantanir fyrir 20. þ. m. Sjálfsagt vilja margir kaupa 'kjöt, slátur o.þh. í haust, þó þeir verði ef!!aust færri en undanfarin haust. En menn eiga erfitt með að ákveða hve mikið þeir vilja kaupa ,og hvað menn vilja kaupa, meðan vör- urnar eru óverðlagðar. Mér finnst að kjötbúðin ætti að framlengja frestinn til að panta sláturafurðir þangað til endan- legt haustverð hefur verið á- kveðið. HAPPDRÆTTISMIÐAR ÞJÓÐVILJANS fást í Suðurgötu 10. Tilkynning nr. 35/1950 frá verðlagsstjóra Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á eftirtöldum vörutegundum: Brennt og malað kaffi, pr. kg.: ‘ Heilsöluverð án söluskatts ......... kr. 24,66 Heildsöluverð með söluskatti........ — 25,42 Smásöluverð án söluskatts ......... — 27,88 Smásöluverð með söluskatti ........ — 28,45 Sé kaffi selt ópákkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara kvert kr. Kaffibætir, pr. kg,: Heildsöluverð án söluskatts Heildsöluverð með söluskatti Smásöluverð án söluskatts •• Smásöluverð með söluskatti Blautsápa, pr. kg.: 1 Heildsöluverð án söluskatts ........ kr. 4,33 Heildsöluverð með söluskatti ......... — 4,46 Smásöluverð án söluslkatts ........... — 5,59 Smásöluverð með söluskatti ........... — 5,70 Smjörlíki, pr. kg.: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluverð án söluskatts.......kr. 3,75 kr. 9,57 Heildsöluverð með söluskatti ..... — 4,05 — 9,87 Smásöluverð án söluskatts ........ — 4,61 — 10,44 Smásöluverð með söluslkatti ..... —4,70 — 10,65 Reykjavík, 2. sept. 1950, VERÐLAGSSTJÓRINN Advörun Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að óheimilt er að byggja eða flytja skúra án leyfis byggingarnefndar. Þeir, sem slíkt gera, án leyfis, eiga það á (hættu að skúrar þeirra verði tafarlaust rifnir miður eða fluttir burtu á kostnað eigenda. 1 Siglufirði, 7. sept. 1950. BÆJARSTJÓRI kr. 7,28 — 7,50 — 9,12 — 9,30

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.