Mjölnir


Mjölnir - 21.09.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 21.09.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIE 3 Kjör verkamanna í Ráðstjórnarrikjunum Eftir WILLY BRAUER Grein sú, er fer hér á eftir, er lanslega þýdd úr ágústhefti danska mánaðarritsins „Tiden“. Árið 1947 voru samkvæmt opinberum skýrslum starfandi í Ráðstjórnarríkjunmn 176 verkalýðssambönd með meira en 27 milljónum meðlima. — Verkalýðssamböndin eru byggð upp sem iðngreinasambönd í útvíkkaðri merkingu þess orðs; allir starfsmenn hvers einstaiks fyrirtækis eru meðlimir i sama verkalýðsfélagi. Sem dæmi má nefna, að allir starfsmenn í hinni stóru prentsmiðju Pravda í Moskvu, prentarar, setjarar, hreingerningafólk, sendlar, bíl- stjórar, myndamótasmiðir, — skrifstofufólk, ritstjórar, blaða rnenn, bókbindarar o.s.frv., — samtals um 4500 manns, eru i sama verkalýðsfélagi. Mönnum er í sjálfsvald sett, hvort beir gerast meðlimir í verlkalýðsfé- lögum eða ekki, en skipulags- bundnir verkamenn njóta ým- issa félagslegra hlunninda fram yfir hina ófélagsbundnu. Þrá-tt fyrir þetta kýs allstór hluti verkamanna, eða um 10%, að vera ófélagsbundnir. Félags- gjald er hlutfallslega jafnt í öllum verkalýðsfélögum, sem sé 1% af launum hyers með- lims. Stjiórnir verkalýðsfélag- anna eru Ikosnar árlega leyni- legri atkvæðagreiðslu að undan- genginni uppstillingu á fundi, sem allir meðlimirnir hafa að- gang að. I hverju héraði hafa verka- lýðsfélög sömu iðngreinar með sér samtök, og kjósa félögin með almennri atkvæðagreiðslu fulltrúa 'í stjórn héraðssam- íbandsins. — Héraðasamböndin kjósa aftur hvert fyrir s'ina iðngrein fulltrúa í faglegt ráð, sem æðstu stjórn verkalýðsfé- laganna í hverju fylki. Lolks eru svo öll verkalýðsfélögin, sömu iðngreinar, i einu alls- herjarsambandi, sem nær yfir öll Ráðstjórnarríkin. Þessi sam- bönd svara til stéttarsambanda okkar. Halda þau annaðhvort ár þing, þar sem öll helztu mál- efni viðkomandi starfsstéttar eru tekin fyrir og rædd, enn- fretour kosin stjóm fyrir næsta Ikjörtímabil. Loks em svo öll iðngreinasamböndin í einu alls- herjarsambandi, sem svarar þá til Alþýðusambandsins hér. Starf verkalýðssamtakanna í Ráðstjórnarríkjunum er að mörgu leyti frábmgðið starfi verkalýðsfélaga 'í auðvaldsríkj- um, en þau hafa geysimikla þjóðfélagslega þýðingu og áhrif. Verkalýðsfélögin eru bar- áttusamtök, en baráttan beinist elkki að eigendum framleiðslu- tækjanna, því þau á verkafólk- ið sjálft. Atvinnurekendur með þröngsýn gróðasjónarmið eru ekki til. Það sem keppt er að og barizt fyrir er síaukin fram- leiðsla með aðstoð nýrra vinnu- sparandi véla og aðferða. Eftir því sem afköstin em meiri, er afkoma fólksins betri. Verka- lýðsfélögin semja um laun og aðbúnað meðlima sinna, um ráðningar starfsfólks og upp- sagnir, þau ráða miklu um skipulagningu framleiðslunnar, þau hafa úrslitaáhrif um kjör stjóma og forstjóra verksmiðj- anna, þau skipuleggja þjálfun iðnnema og sérlærðra verka- manna og hafa eftirlit með henni, þau hafa yfirstjórn al- mannatrygginganna á hendi, en f járhagsáætlun þeirra 1950 nemur 19 milljörðum rúblna, þau annast hið opinbera verk- smiðjueftirlit, þau koma á fót verkamannaklúbbum í stórum byggingum, þar sem rúm er til fiistundasýsis fyrir alla verka- mennina, þau byggja sumar- leyfahótel og hvíldarheimili ,og skipuleggja ferðir þangað og dvalir par, þau kom upp verlka- mannabústöðum, bjóða fram fulltrúa við kosningar til þings eða í bæjar- og íylkisstjórnir o.s.frv. í verksmiðjum kemur starfs- fólkið saman minnst einu sinni í mánuði til þess að ræða mál- efni verksmiðjunnar við fram- kvæmdastjórann. — Er þá allt, sem miður fer gagnrýnt. Taiki framkvæmdastjórinn gagnrýni starfsfólksins ekki til greina, geta félögin knúið vilja starfs- fólksins fram. Heildarsamtökin gera árlega við r'ikisstjórnina „ramma“- samning, þar sem markaðir eru aðaldrættimir í samskiptum verkamanna annarsvegar og rík isfyrirtækja, verksmiðja og landbúnaðar hinsvegar. Þessir heildarsamningar grundvallast á samningum, sem verkalýðs- samböndin gera við stofnanir, sem bera beina ábyrgð á iðnað- arframleiðslunni í hverri grein. Loks gera svo verksmiðju- stjórnir og venkamenn hverrar verksmiðju samning sín á milli, en hánn öðlast ekki gildi fyrr en viðkomandi verkalýðssam- band hefur staðfest hann. Allir samningar em endurskoðaðir árlega eftir ítarlegar umræður innan verkalýðsfélaganna. — Samningar taka oft langan tíma, og samningsuppkast öðl- ast ekki gildi fyrr en það hefur verið staðfest af verkamönn- um í almennri atkvæðagreiðslu. Sé það fellt, verða samninga- umleitanir að byrja á ný. Verk- föll em leyfileg, ef ekki takast samningar, en oftast tekst sam- komulag við fyrstu eða aðra samningstilraun. Loks er hægt að vlsa deilum til sérstakra sáttanefnda eða til gerðardóma, þar sem hvor aðili á jafn- marga fulitrúa. I samningunum er yfirleitt ákveðið, að vinnut'imi skuli vera 8 stundir á dag. Sé um mjög erfiða eða óheilsusamlega vinnu að ræða, er hann þó styttri. Atvinnuleysi er óþekkt í Ráðstjómarríkjunum. Allir eiga heimtingu á vinnu sam- kvæmt stjórnarskránni, en í henni segir svo um þetta at- riði: „Þegnar Ráðstjórnarríkj- anna hafa rétt til vinnu, þ.e. þeim er tryggður réttur til starfs og til greiðslu fyrir starf sitt í hlutfalli við afköst og vinnugæði.“ Flestir verkamenn njóta f jög urra vikna leyfis með fullu kaupi árlega. Lengd leyfisins fer eftir starfsaldri. — Allír byrja með tveggja vikna sum- arleyfi, sem lengist á fáum ár- um upp 1 f jórar vikur. Að öðru leyti eru skilyrði fyrir leyfi með fullu kaupi ekki önnur en þau, að viðkomandi starfsmað- ur hafi verið ráðinn hjá sama fyrirtæki í 11 mánuði. Sé þessu skilyrði fullnægt, fær hann leyfið þó hann hafi verið frá störfum um tíma vegna veik- inda eða af öðrum orsökum. Konur vinna langtum meira í verksmiðjum í Ráðstjórnarríkj- umun en tíðkast hér. Þær njóta fulls jafnréttis á við karla, og fá því vitanlega sömulaun og þeir fyrir sömu vinnu. Með því að ikoma upp vöggustofum, dag heimilum og frístundaheimilum fyrir börn og unglinga hefur að mestu verið unnin bugur á þeim erfiðleikum, sem eru á þátttöku kvenna I framleiðslu- störfunum .Er þessum stofnun- um jafnan valinn staður 'i nám- unda við verksmiðjurnar og I flestum tilfellum heyra þær beint undir hana. Vanfærar konur fá full laun í samtals 77 daga fýrir og eftir barnsburð. Menntun iðnnema og sér- lærðra verkamanna fer fram á iðnskólum og tæknislkólum. — Sérstök laga-ákvæði segja fyrir um ,hvenær iðnþjálfun í ein- hverri tiltekinni grein geti haf- izt. Námstíminn er yfirleitt fjögur ár, en nám sérlæðra verkamanna tekur þó sjialdan lengri tíma en eitt ár. Námið annast kunnáttmnenn í við- Ikomandi grein, og iðnsveinar eiga kost á framhaldsmenntun í grein sinni. Tðnnemarnir hafa yfirleitt húsnæði og fæði á iðn- skólunum meðan á námi stend- ur, og fá litilsháttar vasafé fyrri hluta námst'imans, en kaup síðari hlutann. Eins og áður er sagt ha-fa verkalýðssamtökin á hendi stjórn almannatrygginganna. Allir verkamenn eru tryggðir, en óskipulagsbundnir verka- menn njóta yfirleitt aðeins hálfrar tryggingarhjálpar á við þá, sem félagsbundnir eru. — Kostnaðinn af tryggingunum bera verlksmiðjurnar, er greiða árlega til trygginganna tiltekna upphæð, sem ákveðin er í hlut- falli við greidd vinnulaun. I iðngreinum, sem útheimta mik- il framlög frá tryggingunum, er gjaldið hærra en í atvinnu- greimun, þar sem þörfin er minni. Greiðslur verksmiðja til trygginganna nema frá 4,3 til 9% af greiddum vinnulaunum. Öllum verkamönnum ber kaup meðan á sjúkdómi stend- ur. 1 sumum atvinnugreinum, t.d. námuvinnslu, ber mönnum fullt kaup meðan á sjúlkdómi stendur, þegar eftir eins árs starf, en í öðrum greinum er farið eftir starfsaldri, þannig, að starfsmenn sem unnið hafa í 3 ár fá hálft kaup, þeir sem unnið hafa í 3—5 ár 60% af fullu kaupi, þeir sem hafa að baki 5—8 ára starf í viðkom- andi grein 80% af fullu kaupi, og þeir sem unnið hafa 8 ár eða meira fá ifullt kaup meðan á sjúkdómi stendur. Styrlkurinn er greiddur frá fyrsta sjúk- dómsdegi þar til viðkomandi getur hafið vinnu á ný. Enn- fremur fá allir verkamenn ókeypis læknishjálp, tannvið- gerðir, lyf o.s.frv. gegnum tryggingarnar. Hver verksmiðja hefur lækningadeild, þar sem menn njóta ókeypis aðstoðar, m.a. tannlækninga. Verkamönnum eru tryggð eftirlaun, karlar, frá því að þeir verða sextugir og konur frá 55 ára aldri. Eftirlaunin nema minnst 50% af meðaikaupi við- komandi manns og eru greidd án tiHits til þess, hvort hann hættir störfum eða heldur áfram eins og áður. Komi slys fyrir, ber verkamanninum ör- orkuuppbót, sem nemur fullu íkaupi, verði hann algerlega ó- fær til að vinna 'i stíyTsgrein sinni, 75% af fullu kaupi, ef hann hlýtur meiðsli, sem svipta hann starfsgetu í grein sinni að nokkru leyti, og 50% ef hann hlýtur varanleg örkuml, en getur þó eftir sem áður unnið fyrir fullu kaupi. Örorku- bæturnar eru greiddar eftir sem áður, þó bótaþegi vinni fyrir kaupi með starfi á öðru sviði, en þeirri starfsgrein, sem hann vann við ,er hann varð fyrir slysi. Hin umsömdu laun vehka- manna eru lágmarkslaun. Aðal launaflokkar verkamanna eru 8, og launin misjöfn eftir starfs kunnáttu og verkmenntun. — Launalágmarkið er misjafnt innan hinna ýmsu starfsgreina, en það se mmestu veldur um (Framhald á 4. síðu) TIL SÖLU sem nýtt rúmstæði og ágætur dívan. — Tækifærisverð. Upplýsingar í Snorragötu 7 Nýja-Bíó Miðvikudagur kl. 9: Örlög f járhættuspilarans TILKYNNING frá félagsmálaráðuneytinu um húsaleigu. Vegna misskilnings, sem vart hefur orðið í sambandi við tilkynningar, sem ibirtar hafa verið varðandi heimild til hæklk- unar á húsaleigu samkvæmt núgildandi lagaákvæðum þar um, vill ráðimeytið taka þetta fram: 1. I húsum, semi reist voru fyrir 14. maí 1940, má ekki hækika húsaleigu frá því sem þá var umsamið og goldið, nema sam- kvæmt húsaleiguvísitölu þeirri, er gildir á hverjum tima og nú er 178 stig. Auk þess má í þessum húsum, eins oig verið hefur, hækka húsaleigu eftir mati húsaleigimelfndar sökum verðhækkunar á eldsneyti eða lýsingu, sem innifalið er í leig- unni, vaxtahækkunar af fasteignum og annars þess háttar. 2. I húsum, sem reist voru á tímabilinu 14. maí 1940 til ársloka 1944, má leigan ekki vera yfir 7 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra gólfflatar íbúðarinnar, miðað við utanmál og 2,5 m. lofthæð. Ekki bætist húsaleiguvísitala við þessa leigu. 3. 1 húsum, sem reist voru eða reist verða eftir ársloik 1944 má leigan ekki vera yfir 9 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra gólfiflatar 'ibúðarinnar miðað við utanmál og 2,5 m. lofthæð. Ekki bætist húsaleiguvísitala við þessa leigu. 4. Um atvinnuhúsnæði gilda sömu reglur og undanfarið. I Félagsmálaráðuneytið, 31. ágúst 1950. ATViNNULEYSISSKRÁNING Bæjarstjóm Siglúfjarðar hefur ákveðið, að atviimuleysis- skráning fari ffam hér, dagana 21. og 22. þ. m. kl. 1—7 e.m. Verkamannafélagið Þróttur annast skráninguna og fer hún fram á skrifstofu Þróttar í Suðurgötu 10. Ætlast er til að þeir, er láta skrásetja sig, gefi upplýsingar um eftirfarandi. 1. Brúttótekjur á tímahilinu frá 1. jan. þ.á. til 15. þ.m. 2. Hve mikið af tekjimum hefur gengið til greiðslu opinberra gjalda. Fastlega er skorað á allt atvinnulaust verkafólk að mæta til skráningar. Siglufirði, 18. sept. 1950. BÆJARSTJÓRI

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.