Mjölnir


Mjölnir - 04.10.1950, Blaðsíða 4

Mjölnir - 04.10.1950, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 4. okt. 1950. Kjör fulltrúa á 22. þing A.S.I Þróttar-kosningarnar Dagana 24.—25. sept. s. 1. fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Verkamannafél. Þrótti um kjör fulltrúa á 22. þing A.S.Í. Voru í kjöri tveir listar, annar borinn fram af stjóm og trú- naðarmanriaráði Þróttar, en hinn af krötum og nokkrum of- stækisfullum afturhaldssinnum. Kratar höfðu mikinn viðbún- að fyrir þessar kosningar, gáfu m.a. út sérstakt kosningaplagg, þar sem þeir létust vera and- stæðingar núverandi stjórnar A.S.I., gáfu mönnum fyrirheit um ársatvinnu, stöðvun og lækkun dýrtíðar og verðbólgu og fl. o. fl., ef listi þeirra næði kosningu. Er óhætt að fullyrða að aldrei hefur jafn slepjuleg kosningahræsni verið iborin á borð fyrir Siglfirðinga og gert var í þessu plaggi. Fulltrúi kratanna í kjör- stjórn, Kristján Sturlaugsson, kennari, var í fyrstu með á- greining út af því að atkvæða- greiðslan fór fram á sama tíma og Knattspymumót 'Norður- lands, sem háð var á Akureyri. Mrm ástæðan hafa verið sú, að Jóhann G. Möller fór með keppnisflokknum. Gengur sú saga, að einn „lýðræðissinninn“ hafi sagt, er rætt var við hann um þetta atriði: „Já, þið, sem aldrei hafið verið í sveit og vitið ekki hvað það er að fara hundlaus í smalamennsku, getið trútt um talað.“ Annars komst Jóhann heim til að kjósa. Var Vestfirðingur Loftleiða fenginn til að flytja hann og nokkra af æstustu fylgismönnum hans heim á mánudag. Fjöldi verkamanna var f jar- verandi úr bænum, sennilega hátt á annað hundrað, enda varð kosningaþátttakan meira en þriðjungi minni en við síð- ustu Alþýðusambandskosning- ar. Greiddu þá mn 570 Þróttar- félagar atkvæði ,en nú rúml. 370 verkamenn. IJrslit urðu þau, að listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs fékk 187 atkvæði ,en krata- listinn 173. Aðalfulltrúar voru kjömir: Gunnar Jóhannsson, Jón Jóhannsson, Gísli H. Elias- son, Óskar Garibaldason, — Tómas Sigurðsson og Þór- oddur Guðmundsson. — Vara- fulltrúar: Indriði Pálsson, Jón Skaftason, Bjami M. Þorsteins son, Stefán Skaftason, Þorvald- ur Þorleifsson og Þórhallur Björnsson. Eins og áður er getið var fjöldi verkamanna fjarverandi úr bænum þegar kosningarnar Að gefnu tilefni Út af hnútukasti Neista til mín, vil ég taka fram: Eg hef ekki lagt það í vana minn að svara órökstuadum aðdróttim- um eða blaðaskömmum í minn garð. Eg mun því ekki nú frek- ar en áður, svara höfundum blaðaskrifanna í Neista. Um störf mín hjá Þrótti geta Þrótt ar-meðlimir sjálfir dæmt um á aðalfundi, og þeim dómi mun ég að sjálfsögðu hlíta. G. Jóhannsson. fóru fram. Hefði verið æskileg- ast að þær hefðu farið fram strax fyrstu dagana, sem leyfi- legt var að kjósa, þ.e. 17 og 18. sept. Munu flestir, sem höfðu atvinnu á söltunarstöðv- um og í veríksmiðjum í sumar þá hafa verið ófarnir. Fulltrúar Brynju sjálfkjörnir Kosning fulltrúa Verkakv.fél. Brynju á 22. þing A.S.I. fór fram þriðjudaginn 26. sept. Var kosið á fundi og urðu fulltrú- arnir sjálfkjörnir. Aðalfulltrúar Eymd og volæði (Framhald af 1. síðu) heiminum, sem hafa lækkað í verði?) Fullyrti ráðherrann, að visitalan mundi komast upp í 121—123 stig um næstu ára- mót. Ölafur Björnsson, Benjam'in Eiríksson og aðrir höfundar gengislækkunarlaganna eru engir heimskingjar. Auðvitað vissu þeir eins og aðrir, sem eitthvað fylgjast með, að dýr- tíðin mundi aukast stórkostlega En þeir héldu hinu fram til að slá ryki í augu almennings og reyna að fá hann til að sætta sig við kjaraskerðinguna. Ráðherrann minntist á tog- arastöðvunina, og það gjald- eyristap, sem hún hefur haft í för með sér. En hann gat ekki um ástæðuna, sem er sú að flokksbræður hans og vinir, — togaraeigendurnir í Reykjavík, vilja ekki semja við sjómenn um sæmileg kjör þeim til handa, og að ríkisstjóm sú, er Björn Ólafsson á sjálfur sæti í, þolir togaraeigendunum þessa skemmdarstarfsemi átölulaust, i stað þess að taka togarana af þeim og afhenda sjómönnmium sjálfum þá til starfrækslu. Ráðherrann talaði um margt fleira, en allt bar að sama brimni. Hvergi var neitt bjart framundan, aðeins óljós • von um, að ef einhver óvænt höpp yrðu á leiðinni mætti kannske komast hjá algeru hruni alls efnahagslífs þjóðarinnar. Og eitt ber þjóðinni að forðast alveg sérstaklega, að gera nokkrar kröfur, hvorki um kjarabætur, atvinnu, nauðsynj- ar eða annað er til hagsbóta horfir. Menn eiga bara að um- bera eymdina, sem Bjöm Ólafs son og starfsbræður hans hafa leitt yfir þjóðina, með þögn og þolinmæði. Máske verður þá afstýrt algeru hruni, en það er það mesta, sem þjóðin getur gert sér vonir um, samkvæmt skoðun Bjöms Ólafssonar. Sökkvandi eymd og volæði á öllum sviðum — það er sú mynd, sem viðskiptamálaráð- herrann dró upp af núverandi ástandi í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Og sama eymdin og volæðið framundan. Eftir lýsingu eymdarpostul- anna mætti ímynda sér, að Is- land væri nýkomið út úr hræði- legri styrjöld, eldgosum, jarð- skjálftum, hafís eða öðrum náttúruógniun, tæki þjóðarinn- eru: Ásta Ólafsdóttir, Sigríður Þorleifsdóttir og Kristín Guð- mundsdóttir og til vara: Stef- ánía Guðmundsdóttir, Sigríður G. Ellefsen og Halldóra Eiríks- dóttir. Verzlunarmannafélag Siglufjarðar Kosning fulltrúa Verzlunar- mannafélags Siglufjarðar á 22. þing A.S.Í. fór fram mánudag- inn 25. sept. Kjörinn var Gisli Jóhannsson, starfsm. hjá S.R., og til vara Vilhjálmur Sigurðs- son. ar til lífsbjargar væru að mestu deyti í rústum og ónothæf. Hitt væri varla hægt að ráða af eymdarvæli þeirra, sem þó er hið sanna, að þjóðin er nýlega komin út úr þeim mestu velti- t'ímnm, sem yfir hana hafa gengið og að tæki hennar til lífsbjargar og aðstaða öll hef- ur aldrei verið eins glæsileg og nú. „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann,“ var einu sinni ikveðið um Is- •land, og hefur þjóðin fram að þessu haft það fyrir sannmæli. Tæki þjóðarinnar til að nýta auðæfi landsins, hafa aldrei verið eins fjölbreytt og full- komin og þau eru nú. Ef kjör þjóðarinnar versna frá þvi, sem þau hafa verið bezt, er það engu öðru að kenna en illri stjórn. Geti þeir, sem nú stjórna landinu, ekki haldið lífskjönun þjóðarinnar og af- komu í horfinu ,ber henni að svipta þá völdum og fela þau öðrum ,sem treysta sér til að gera betur og hafa vit, vilja og manndóm til þess. Bæjarmálin og Neisti Framhald af 1. síðu. „hafa verið í hinni mestu upp- lausn og óreiðu“ alla bæjar- stjómartíð Gimnars Vagnsson- ar og þar til nú ,er loks hefur verið bundinn endi á þetta ó- fremdarástand, Er þetta viður- kennt í síðasta blaði Neista. — Var sá háttur hafður á meðan kratarnir stjórnuðu, að einstak ir meðlimir starfsmannafélags- ins somdu við Gunnar Vagns- son og Co. um ikauphækkanir fyrir sig persónulega. En samn ingar við íélagið i heild voru ekki gerðir, og fengu fulltrúar þess aðeins góð svör og loforð, en engar efndir. Samningur sá, er nú hefur verið gerður við Starfsmanna- félagið, gildir frá síðustu ára- mótum. „Að vera sjálfum sér samkvæmur“ I síðasta Neista er smágréin með þessari fyrirsögn. Er það fullyrt að bæjarstjóri, Jón Kjartansson hafi í s.l. viku „stimgið af“ úr bænum án leyfis bæjarstjórnar eða alls- herjamefndar, á sama hátt og Gunnar Vagnsson í fyrrahaust um sama leyti. Stingur blaðið upp á því, að Jón verði rekinn tafarlaust frá störfum fyrir þetta brotthlaup. 30. tölublað. 13. árgangur. Hafid þið athugað hverja ágætismuni happdrætti Þjóðviljans ' býður, Hér fer á eftir skrá yfir vinningana og verðgildi þeirra: 1. Stofusett .. . kr. 15000,00 9. Rafhavél . kr. 1000,00 2. Stofuskápur — 7000,00 10. Ryfcsuga . — 1920,00 3. ísskápur . — 6000,00 11. Kaffistell, 6 m. 4. Málverk . — 5000,00 (úr ísl. leir) — 1000,00 5. Þvottavél. — 4000,00 12. Matarstell .... — 1000,00 6. Saumavél. — 3000,00 13. Heildarútgáfa af verk- 7. Kaffistell, 12 m. um H.K.L. .. — 800,00 (úr ísl. leir) — 2000,00 14. Hrærivél . — 600,00 8. Gólfteppi . — 2000,00 14. Hrærivél . — 600,00 Samtals er vinningaupphæðin 50 þús. kr. Hver miði kostar kr. 5,00. Sósíalistar og aðrir þeir, sem hlyntir eru Þjóðviljanum, og skilja hvert gildi hann hef- ur fyrir ísl. alþýðu, herðið nú miðasöluna, komið í flokksskrifstofuna, Suðurgötu 10, og gerið skil og takið nýjar blokkir. Minnist þess, að útgáfa Þjóðviljans bygg- ist eingöngu á ötulleik verkafólksins við ao afla honum kaupenda og vinna að fjáröfl- unarstarfsemi hans. Takmarkið er: Ailir miðar seldir fyrir 1. desember n.k. Hvað er nú hið sanna í þessu máli? Á bæjarstjórnarfundi 25. f.m. var samþykkt, „að bæjarstjóri skyldi liafa jafniangt orlof og rafveitustjóri hefur .....enda taki liann það í samráði við forseta bæjarstjóraar. Bæjar- gjaldkeri skal gegna bæjar- stjórastarfinu á meðan.“ I síðustu viku gerðist svo það að bæjarstjóri fékk samþykki forseta bæjarstjórnar til að nota nokkra daga (fjóra eða- fimm) af leyfi sínu þá í vik- unni. Ennfremur mun hann hafa rætt um þetta við fleiri bæjarfulltrúa, og hafði enginn neitt við það að athuga. Eru það því hrein ósannindi hjá Neista, að bæjarstjóri hafi far- ið í leyfisleysi. Ættu skriffinn- ar Neista ekki að bletta sig á þvi eftirleiðis að fara með svona ósannindi, sem þeir vita sjálfir að hægt er að reíka ofan í þá. Framkvæmdir við Iimri- höfnina. Annars mun bæjarstjóri m.a. í för sinni til Reykjavíkur í síðustu viku hafa rætt við ýmsar stofnanir um málefni bæjarins, m.a. við Vitamálaskrif stofuna. Þegar kratar hrökkl- uðust frá í fyrra, skuldaði bær- inn vitamálaskrifstofunni um Yí millj. kr., og var álit bæjar- ins þar orðið slíkt, að fulltrúar hans gátu tæplega sýnt sig þar. Nú hefur þeim málum verið komið á hreint, þannig að bær- inn mun vera prðinn skuldlaus við skrifstofima að heita má. Hefur hún nú samþykkt fram- hald á framkvæmdum við Innri höfnina, og lofað nokkru fjár- framlagi til þeirra. Var bæjar- stjóra heimilað á hafnamefnd- arfundi í gær að vinna að 50 þús. króna lánsfjárútvegun hjá Útvegsbankanum í Reykjavík vegna þessara framkvæmda. — Þá átti bæjarstjóri í þessari för tal við forstjóra Tryggingar stofununar ríkisins varðandi uppgjör hennar og kaupstaðar- ins, ennfremur við forstjóra Brunabótafélags íslands varð- andi hugsanlegt lán vegna vatnsveituframkvæmda, og við bankastjóra Útvegsbankans um lán vegna framkvæmda við Innri höfnina. Þá mun hann og hafa átt tal við ríkisstjórn- ina varðandi ástandið í atvinnu málunum hér, m.a. væntanlega tunnusmíði í vetur. Mun hann gefa bæjarstjórn skýrslu um þessi mál á næstunni. Hér verður ekki eytt meíra rúmi að sinni til að eita olar við kratana og hrekja ósann- indi þeirra og rangfærsiur um bæjarmálin, því síður til að svara hinum broslegu árásum mannsins sem missti af bæjar- stjórastarfinu í fyrravetur á Jón Kjartansson, enda mun Jón væntanlega svara þeim sjálfur, ef honum þykir ástæða til. — Hinsvegar skal krötunum í fullri vinsemd ráðlagt að fara varlegar framvegis í ádeilum sínum á núverandi bæjarstjórn armeirihluta en þeir gera i síð- asta Neista. Og sæmst væri mönnum með þeirra bæjar- stjórnarfortíð að baki að minn- ast alls ekki á bæjarmál. Það á aldrei að tala um snöru í hengds manns húsi, og allra sízt á við að nánustu aðstand- endur hins hengda gerí það.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.