Mjölnir


Mjölnir - 18.10.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 18.10.1950, Blaðsíða 3
1P M J Ö L N I R 3 » war« Lýsingar fréttaritara á Kóreustyrjöldinni. Styrjöldin í Kóreu svarar ekki til þeirra hugmynda, sem Bandaríkjamenn hafa gert sér um rekstur nútímahernaðar. — Kenning ýmissa áhrifamikilla bandarískra herfræðinga, sem óspart hefur verið básúnuð í iblöðum og útvarpi, um að nú- tímastríð hljóti að verða teift- urstríð, háð með stórvirkum drápstækjum en tiltölulega litl- um mannafla og án mikillar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu fyrir hinn óbreytta hermann, hefur ekiki staðizt próf reynslunnar. Því síður hef- ur veruleikinn staðfest vonir þeirra um, að Kóreumenn mundu fagna þeim sem hetjum og frelsurum, er þeir kæmu til að losa þá undan oki hinna bölvuðu kommúnista. Vinsældir þeirra í Kóreu eru álíka mikalr og ástsæld hengingarbölðla og barnamorðin'gja Hitlers í her- teknu löndunum í síðari heims- styrjöldinni, og álíika verðskuld aðar. Bandarísku piltarnir, sem dreymdi áður en þeir lögðu af stað um að vinna sér hetju- nafn með auðveldu móti í bar- áttu við hina illu og fláráðu kommúnista, hafa sem sagt orðið fyrir vonbrigðum í Kóreu. Þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það hlutverk, sem þeim var ætlað var ekki eingöngu fólgið í stjórn hug- vitssamlegra gerðra véla, held- ur einnig í viðureign manns við mann í návígi í skógum, fjöll- um og fenjum, í ógeðslegri slátrun óbreyttra borgara og til gangslausri og vitfirringslegri eyðingu hernaðarlega einskis- verðra mannvirkja. Og þeir hafa komizt að raun um þann beizka sannleika, að fólkið, sem þeir komu til að frelsa undan oki kommúnista, óskar yfirleitt ekki eftir slíkri „frelsun", og hatar. ,,frelsarana“ eins og pest- ina. Kóreustyrjöldin svarar sem sagt alls ekki til þeirra hug- mynda, sem bandarisku pilt- arnir höfðu gert sér um styrj- aldarrekstur. Hún er blóðugri, saurugri og grimmdarfyllri en þá hafði órað fyrir. Enda dett- ur þeim ekki í hug að nefna hetjuskap, réttlæti, frelsi, dreng skap, mannúð né annað slíkt í sambandi við hana. Þeir nefna hana bara „this dirty war“ — þessa skítugu styrjöld. ★ Hinn víðförli danski blaða- maður, læknir og rithöfundur Aage Krarup Nielsen fór til Kóreu fyrir nokkram vikum. Frá Tokíó sendi hann Politiken greinarstúf, þar sem hann lýs- ir lífinu í Foreign Correspond- ance Club, klúbb brezku og bandarísku hernaðarfréttaritar- anna í höfuðborg Japan. Hon- um er tekið með hjártanlegum fögnuði. — „Það er þó eitt gott við þetta djöfuls stríð“, segir einn hinna föstu gesta klúbbs- ins og lyftir glasi sínu. „Hún færir manni gamla vini aftur“. Hinir gömlu vinir, fréttaritarar fyrir hinar stóru fréttastofur og heimsblöðin, koma frá víg- stöðvunum í flugvélum, óhrein- ir, sveittir og þreyttir, og eftir dálitla stund skýtur þeim uþfþ í iklúbbum, þvegnum og snyrt- um, en jafnvel á þessa harð- soðnu karla hefur styrjöldin sett merki, sem hvorki vatn né whisky getur skolað af þeim. „Það eru skiptar skoðanir um margt af því, sem gerist í Kór- eu“, segir Krarup Nielsen, „en eitt eru þessir gömlu, reyndu og hörundshörðu náungar innilega sammála um: að þetta sé sú óhugnanlegasta, , djöf ullegasta og skítugasta styrjöld, sem íþeir hafi nokkurn tíma komið nærri. Þeir segja frá skelfilegmn at- búrðum, atburðum, sem aldrei ná dálkum blaðanna, atburðum, sem eru bannhelgir í ffrétta- þjónustunni af hernaðar- stjórn rnála- og mannúðarástæðum“. En þrátt fyrir nákvæmt eftir lit og ritskoðun síast stöðugt út nokkuð af hinum bannhelgu fréttum, þannig að hægt er að gera sér nokkra hugmynd um hvemig Bandaríkjamenn og leppar þeirra heyja hina „skít- ugu styrjöld" sína gegn kór- esku þjóðinni. ★ „New York Journal Amer- ican“ segir 29. ágúst s.l. eftir fréttaritara símun í Kóreu, Bo:b Considine: „Menn okkar hafa orðið að drepa heilmikið af börnum .... Þetta stríð er af þeirri tegund, sem kemur Bandaríkjamöimum til að selja upp. Sumir þeirra selja upp vit- inu“. Síðan segir Considine frá hermanni, sem hann sá í sjúkra húsi í Tokíó, vitskertan eftir að hafa drepið litla kóreska stúlku. „Að reyna að sigra með þeim aðferðum, sem við beitum nú í Kóreu, er ekki aðeins að bjóða ósigrinum heim, heldur að neyða hermenn vora til að koma fram af villimannlegustu grimmd,“ segir John Osbome, fréttaritari amerísku tímarit- anna Life og Time. „Ég á hér ekki við hina venjulegu, óhjá- kvæmilegu grimmd á vígvöllim- um, heldur við gereyðingu þorpa, þar sem fjandmenn gætu ef til vill liafst við, skothríð og sprengjuárásir á flóttamenn, vegna þess að meðal þeirra kunnu ef til yill að leynast Norður-Kóreumenn, dulbúnir í hinum hvíta klæðnaði kóresks sveitafólks, eða vegna þess, að ef til jvill sækja óvinir fram að baki þeim. Og það eru framin grimmdarverk í umboði okkar, grimmdarverkin, sem suður- kóreskir landgönguliðar og suður-kóreska lögreglan frem- ur, en hún er milligöngumaður okkar og jíbúanna. Þeir myrða fanga til þess að spara sér það ómak að koma þeim af sér, aftur fyrir vígstöðvarnar. Þeir myrða óbr. borgara til þess að komast hjá því ómaki að yfir- heyra þá. Og þeir afla upplýs- inga, — upplýsinga, sem við þörfnumst og krefjum suður- kóresku rannsóknarana um — með aðferðum, sem eru svo lirottalegar, að eklíi er hægt að lýsa þeim.“ ★ Slíkir eru vitnisburðir hund- tryggra afturhaldsfréttaritara um styrjöld þá, sem Bandarik- in heyja gegn kóresku þjóðinni, í nafni mannúðar, frelsis, rétt- lætis og lýðræðis, og undir fána Sameinuðu þjóðanna, og er þó þagað um margt „af hernaðar-, stjórnmála-, og mannúðarástæðum“. Um þetta, sem ekki má skýra frá, gefa frásagnir fréttaritara, sem fylgzt hafa með Norður-Kóreu- hernum í sókn hans og undan- haldi, nokkra hugmynd. Rússneskur fréttaritari, Ser- gei Borzenko, hefur nýlega skýrt frá hópmorðunum á póli- tískum föngum, sem fram fóru í fangelsinu í Seoul áður en hún féll í hendur alþýðuhernum. Er hann ikom í fangelsið sá hann m.a. „múr með þúsundum kúlna fara, þar sem fjöldaftökur liöfðu farið fram. Ég sá líka. gálga, sem verkfræðingur frá Washington haffði fundið upp. Gamh gálginn var ekki nógu mikilvirkur. Það yar líka skort- ur á liermönnum til að fram- kvæma aftökumar. Þá fundu Bandaríkjamennirnir upp nýja, djöfullega morðaðferð. Útbrota- taugaveiki geisaði í Seoul. Gef- in var fyrirskipun um að senda sjúklingana í fangelsið í stað þess að koma þeim á sjúkra- hús. Allt að tólf föngum var troðið í eins manns klefa, og síðan settur inn til þeirra tauga veikissjúklingur, sem smitaði þá og varð þannig böðull þeirra. Líkum liinna hengdu og skotnu og þeirra, sem létust úr tauga- veiki var kastað fram af kletta- brún og' Ikletturinn síðar sprengdur yfir þau“. „— Við sáum gagnorðar amerískar fyrirskipanir, sem festar voru á trjástofna: „Kór- eumenn, sem ekki eru lagðir á stað suður á bóginn fyrir kvöldið, verða skotnir“. — 300 stúdentar, sem neituðu að lilýðn ast þessari skipun, voru skotnir af bandarískum hermönnum. — Nálægt Kumchon söfnuðu amer ískir hermenn samau stúlkum frá nálægum þorpum, létu þær drekka gin og nauðguðu þeim síðan. — Hinar svívirtu konur ' voru síðan reknar inn í jám- brautargöng og skotnar með vélbyssum“. „— Ameríski loftflotinn varp ar sprengjum yfir Kóreu dag og nótt. Bandarískir fangar nefna leiðina ffrá Seoul til víg- stöðvanna „veg dauðans“. Ekki eitt einasta þorp eða borg með- fram þessum vegi er óskemmd. 1 bænum Yechon voru 5000 friðsamir íbúar. I þrjá klukku- tíma gerðu fljúgandi virki ár- ás á þetta fólk, sem aldrei hafði tekið sér vopn í hönd. Logarnir tortímdu öllu. Ekki éitt einasta liús eða tré stóð eftir. Meira en 3000 manns fórst, og meira en 1000 hlutu hættulega áverka eða brunasár. Hinir flýðu til f jalla, matar- og klæðlausir“. „Öllu má lýsa með saman- burði. Ég sá Maidanek og Aus- witz. Ég liom til Varsjár og Lidice í styrjöldinni, og ég get með réttu yitnað um, að á.sviði morða og eyðileggingar er Tru- man enginn eftirbátur Hitlers“. ★ Fullvist er talið, að um 200 þús. pólitískir fangar hafi verið myrtir í Suður-Kóreu að undir- lagi Bandaríkjamanna og lýð- ræðishetjunnar Syngman Rhee frá því að styrjöldin hófst, en óttast er, að allt að 400 þús. hafi verið myrtir. Alan Winn- ington, fréttaritari enska komm únistablaðsins Daily Worker hefur nýlega lýst einni morð- stöð þeirra í blaðagrein. Hann segir m.a.: „Reynið að setja ykkur fyrir sjónir Rangwuldalinn, um 10 km. suðaustur af Taichun á Yongdokveginum. — Brattar brekkur rísa upp af dalbotn- inum, sem er um 100 m. á breidd og hálfan lan. á lengd. Um miðjan dalinn er óhætt að ganga þó gengið sé á bandarísk um patrónum, sem þekja jörð- ina. En uppi í brekkunum verð- ur að fara varlega, því um mestan lduta dalsins er þunnt jarðlag, sem liylur á áttunda þúsund lík karla og kvenna. Einn fferðafélagamia sökk upp að mjöðm í rotin lík. Með nokkurra skrefa milli- bili gapa við sprungur og sést þar niður í krúgur kjöts og beina. Þefur n beinlínis fossar að vitum manns. Dögum saman fann ég til hans. Þegar gengið er meðfram liinum stóru ffjölda gröfum sjást hvarvetna upp úr jörðinni hendur og fætur, lmé, ohibogar, afmynduð andlit og höfuð, sem kúlurnar hafa sprengt upp úr jörðinni. Þegar ég lag um morðstöðvar nazista í Belsen og Buchenwald, reyndi (Framliald á 4. síðu) ÞAKKARÁVARP Við þökkum hjartanlega öllum þeim, nær og fjær, sem auðsýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu, móður og tengdamóður. Þórdísar Magnúsdóttur ALBERT EINARSSÓN, BÖRN og TENGDABÖRN SÓSiAUSTAR! Munið, að happdrætti Þjóðviljans hefur upp á marga góða drætti að bjóða. Vinnið ötullega að sölu happdrættismiðanna. Gerið skil fyrir seldum miðum til SKRIFSTOFU SÓSÍALISTAFÉLAGSINS SUÐURGÖTU 10. PÓSTKRÖFUR fyrir árgjaldi Mjölnis 1950 verða á næstunni sendar öllum þeim áskrifendum utan Sigluf jarðar, sem ekiki hafa greitt blaðið. Eru það vinsamleg tilmæli afgreiðslunnar, að kaupendur inn- leysi póstkröfurnar strax og þeir hafá fengið tilkynningu um þær. Standið í skilum við Mjölni. AFGREBOSLAN SUÐURGÖTU 10 TILKYNNING nr.44/1950. Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á harðfiski, og verður það fframvegis sem hér segir: I heildsölu: Barinn og pakkaður .. kr. 14.40 pr. kg. Barinn og ópakkaður .. — 13,20 — — { smásölu: Barinn og paikkaður . — 18,00 — — Barinn og ópakkaður .1.... — 16,80 — — Reykjavík, 5. október 1950. VERÐLAGSSTJÓRINN Tilkynning Samkvæmt áður auglýstu, mun bifreiðastöðin ekki afgreiða þá viðskiptavini sína, sem ékki gera skil nú þegar. Bifreiðastöð Sigluf jarðar

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.