Mjölnir


Mjölnir - 01.11.1950, Síða 1

Mjölnir - 01.11.1950, Síða 1
32. tölublað Miðvikudagur 1. nóv. 1950. 13. árgangur. Bæjarstjórn samþykkir breyting- ar á starfsmannahaldi Samþykkir tillögur um samræmingu starf a hjá bænum, sem munu spara allt að 130 þús. kr. í launagreiðslum árlega. Meirihluti bæjarstjórnar lítur svo á, með tilliti til hins alvarlega f járhagsástands bæjarins, að gæta beri ýtrustu sparsemi 1 bæjarrekstrinum, þ.á.m. að samræma störf hjá bænum og spara á starfsmannahaldi eins og frekast er unnt. Baroaleg framhleypni eða skemmdarstarfsemi. Síðasti ,,'Neisti“ ver allmiklu rúmi sínu til að birta hinar fár- ánlegustu lygar og blekkingar í sambandi við þá ákvörðun bæjarstjórnar að samræma störf hjá bænum í þeim tilgangi að spara starfsmannahald. — Ennfremur hefur Alþýðublaðið nú birt langa grein frá frétta- ritara sínum hér um þetta mál, og eru getsakirnar og lygamar í garð bæjarstjórnarmeirihlut- ans þar enn grófari, enda eru flestir lesendur Alþýðublaðsins ókunnir málum Sigluf jarðar, og því auðveldara að blekkja þá. Ættu sem flestir Siglfirðingar að lesa þessar greinar, því þær eru glöggt dæmi um það fá- dæma siðleysi, sem er nú orðið höfuðeinkenni á allri stjórn- malabaráttu Alþýðuflokksins. Ennfremur eru þær glöggt dæmi um barnaskap og fákunn- áttu höfundar síns í félagsmál- um, nema þær eigi að skoðast sem tilraun til skemmdarstarf- semi innan Alþýðuflokksins, því hver maður sem nokkurt skyn bæri á stjórnmál og félagsmál almennt, hefði hlotið að skilja, að þær mundu fremur verða til þess að auka fyrirlitningu manna á Alþýðuflokiknxun en draga úr henni. 130 þús. kr. sparnaður á starfsmannahaldi. Undanfarið hefur árað illa hér í Siglufirði, ög bænum verið illa stjórnað. Hinir tekjulitlu íbúar bæjarins eiga beinlínis heimtingu á því að eins spar- lega sé farið með f jármuni bæj- arins og framast er rnrnt, m.a. að ekki sé eytt í óþarfa starfsmannahald. — Sjálfsagt finnst sumum, að skemmtilegt væri að geta borizt nokkuð á í bæjarrekstrinum. — Til dæmis mun Alþýðuflokksforingjunum hér finnast það, því aldrei hafa þeir lagt fram neinar tillögur um spamað í starfsmannahaldi eða slíku, og máske em fleiri á þessari skoðun. En nú árar bara alls ekki til þess, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, að veita sér neinn lúx- us á þessu sviði, eftir margra ára síldarleysi, og íkrataóstjóm sem nærri hafði riðið fjárhag og áliti bæjarins að fullu. — Þannig lítur núverandi bæjar- stjómarmeirihluti og bæjar- stjóri a.m.k. át og hefur því gert samþykkti^ þær um breyt- ingar á starfsmannahaldi bæj- arins, sem ,,'Neisti“ hneykslast mest á. Má gera ráð fyrir, að vegna þessara ráðstafana meiri hlutans muni bærinn spara a.m.k. 130 þúsund krónur á Sósíalisafélag Siglufjarðar heldur félagsfund í Suðurgötu 10 föstudag- inn 3. nóv. kl. 9 e.h. Fundarefni: 1. Bæjarmál (G. Jóhannsson) 2. Stokkhólmsávarpið (Helgi Vilhjálmsson) 3. Erlendar fréttir (Benedikt Sigurðsson) Félagar, f jölmennið og mætið stundvíslega Stjómin starfsmannalialdi næsta ár. 130 þúsund krónur er tals- verð upphæð. Hún samsvarar 100—150 verkamannaútsvör- um. L'ika má reikna dæmið öðmvisi. Fyrir 130 þúsund krónur væri hægt að kaupa inn í bæinn atvinnutæki, t.d. bát eða báta, sem gæti gefið þá upphæð í vinnulaunum á nokkr- um mánuðum. Með þeirri upp- hæð mætti líka greiða einhverja óreiðuskuldina, sem kratarnir stofnuðu til meðan þeir stjórn- uðu bænum. Tillögxu* * meirihlutans. Tillögur meirihluta 4 manna nefndarinnar, sem ikosin var til að athuga um sparnað á starfs- mannahaldi bæjarins eru þannig: 1. 1 stað tveggja ársráðinna hafnarvarða verði ráðinn einn ársmaður og annar maður yfir sumarmánuðina. Báðir mennimir þurfa að geta gegnt hafnsögumanns- starfi. — Aðalhafnarvörður verði ráðinn frá næstu ára- mótum. Starfið verði aug- lýst laust til umsóknar. Um- sóknarfrestur verði hálfur mánuður og renni út eigi síðar en 20. nóv. n.k. 2. Sérstakur vélstjóri verði ekki ráðinn tframvegis við hafnartrilluna. Hafnarvörð- ur annist það starf. 3. Sameinuð verði störf bæjar- verkstjóra, venkstjóra hol- ræsa, og heilbrigðisfulltrúa. (Framhald á 4. síðu) Silfurbrúðkaup Hinn 22. október s.l. áttu hjónin Hallfríður Jóhannesdótt- ir og Kristmar Ólafsson bæj- arfulltrúi 25 ára hjúskaparaf- mæli. Flytur Mjölnir þeim hér- með fyrir hönd allra sósíalista og annarra vina þeirra hér í bænum beztu ámaðaróskir í til- efni af þessum merkisdegi. og óskar þeim og vandamönnum þeirra heilla í framtíðinni. Níræðisafmæli Hinn 27. okt. s.l. átti frú Jó- hanna Gísladóttir, Aðalgötu 19, níræðisafmæli. Blaðið óskar henni hjartanlega til hamingju með þessi tímamót ævi hennar. 'k Við framkvæmdir í Innri- höfninni vinná nú 10—12 menn. Nokkrir menn em í vinnu við grjótmulning og noklkrir við ýmsa bæjarvinnu. M í R Skemmtifundur verður lialdinn simnudaginn 5. nóv. í Suðurg. 10 kl. 9 e.li. Minnst verður 33 ára afmælis Ráðstjórnarríkjanna. DAGSKRÁ: 1. KAFFIDRYKKJA 2. RÆÐA (Eberg Elefsen) 3. UPPLESTUR (Pétur Laxdal) 4. DANS Aðeins fyrir félaga og gesti þeirra. STJÓRNIN Fréttir úr bænum ★ Margt af því fólki, sem fór héðan úr bænum í atvinnu- leit suður á land, þegar síldar- vertíðinni lauk, er nú að tínast heim aftur. Hefur það borið misjafnlega mikið úr býtum. ★ Héðan róa nú sex dekkbátar, iSærún, Hjalti, Þormóður rammi Kópur, Skúli fógeti frá Ólafs- firði og Nói frá Dalvík, en þann bát hafa eigendur Mumma á leigu, en Mrnnrni er með bilaða vél, og er ekki búizt við að varastykki í hana ifáist fyrr en eftir áramót. Hafa eigendur Mumma, ásamt hinum alkunna dugnaðar- og afiamanni Jóni Jóhannssyni, sýnt virðingar- vert framtak með þessu við- bragði þegar bátur þeirra bil- aði. Skjöldur er nýkominn heim af síldveiðum fyrir sunnan. — Grótta og Milly eru í flutning- um. Sigurður mun hef ja kaup á bátafiski næstu daga og sigla með hann til Englands. — Ingvar Guðjónsson hefur verið á s'íldveiðum fyrir sunnan og var aflinn saltaður um borð. Er skipið á forum til Gauta- borgar með aflann. Auk dekkbátanna róa héðan margar trihur. Afli hefur verið fremur tregur. Allur þorskur hefur verið saltaður, en annar fiskur verið frystur. Hefur ver- ið talsverð vinna við þessa út- gerð og verkun aflans. ★ Elliði kom inn af veiðum s.l. fimmtudag með rúmlega 413 tonn af karfa. Hraðfrystihúsið Hrímnir tók um 40 tonn af afl- anum til frystingar, og Egill Stefánsson kaupmaður tonn til reykingar. Togarinn fór út aft- ur á föstudag og var í gær- morgun búinn að fá 130 tonn eftir þriggja daga veiði. — AUmikil vinna hefur verið við frystingu karfans. Vinna við hana 17—18 stúlkur og 10—12 karhnenn, og afkasta ca. 8 tonn um á dag. Er nú um mánuður síðan Hrímnir hóf karfafryst- inguna, og hefur frystihúsið á þeim tíma greitt yfir 40 þús. krónur í vinnulaun. ★ Þrjár fiskþurrkunarstöðvar eru nú í smíðum í bænum. — Hefur verið dálítil vinna við byggingu þeirra. ★ Ráðunautur frá Búnaðarfél. 'íslands var hér nýlega á vegum bæjarstjómar og mældi upp land á Hóli. Munu niðurstöður af athugunum hans væntánleg- ar bráðlega, og kemur þá til kasta Hólsbúsnefndar og bæjar stjómar, að taka til athugunar, hvort ráðist skuli á næstunni í nýrækt á Hóli. Ráðunauturinn hefur látið í ljós þá skoðun, að hagkvæmast muni vera að taka til ræktunar land vestan megin fjarðarins. Aukin ræktun á Hóli er frum- skilyrði fyrir því, að búrekstur- inn geti borið sig. ★ Verkfræðingur frá Almenna byggingarfélaginu var hér fyrir skömmu á vegum bæjarstjórn- ar til að gera áætlun um stækk un vatnsveitunnar. Hefur hann lagt til að vatnið verði tekið i Fjarðará fyrir framan ræktar land Hólsbúsins og dælt inn í aðalvatnslögnina framan úr firðinum. Verkfræðingurinn fór með niðurstöður athuguna sinna til Reykjavíkur og mun gera kostnaðaráætlun um verk- ið og er hún væntanleg innan skamms. Verður þá hafizt handa um útvegun fjár til fram ikvæmdanna, og hefur fengizt vilyrði fyrir láni til þeirra. ★ Verið er að gera uppdrátt að vatnslögnum í hús í bænum, en slíkur uppdráttur hefur ekki verið til áður. Vinna vatnsveitu stjóri og Guðmundur Einarson vélstjóri ,að þessu verki. ★ Bærinn hefur nú látið brjóta garðlandið úti á Strönd. Hefur jarðýta bæjarins unnið að þv'i að undanförnu, og er ætlunin að plægja landið líka. Munu þeir, sem hafa ræktað í garð- landinu hafa forgangsrétt að igörðum sínum áfram. ★ Bæjarstjórn hefur óskað eft ir þvi við stjórn og framkv. stjórn síldarverksm. Rauðku að löndunarútbúnaði verksm. verði breytt svo fljótt sem unnt er, með það fyrir augum að verk- smiðjan geti landað karfa úr togurum. ★ Bæjarstjórn vinnur nú að því að fá nýjan togara í bæinn. Á síðasta bæjarstj.fundi var ikosin þriggja manna nefnd til að athuga um möguleika fyrir útvegun lánsfjár til að koma togaranum af stað, og á nefnd- in að því fengnu að ganga til samninga við ríkisstjórnina um 'kaup á skipinu, en undirbúnings umræður um það mál munu hafa farið fram. Nefndina skipa Jón Kjartansson, bæjarstjóri, Bjarni Bjarnason, bæjarfógeti, forseti bæjarstjórnar og Þór- oddur Guðmundsson, bæjarfull- trúi.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.