Mjölnir


Mjölnir - 01.11.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 01.11.1950, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIR -VIEfBEitS- tJtgefandi: SÚSÍAUSTAí’ÉJ-AG öiCJLUFJAEBAK Ritstjóri og ábyrgðarmaðttr: Beaediki Sigorðssoa Blaðið bemnr át aU» mifiyikiBdaga Askriftaxg jald kr. 20,00 4rg. — AfgmJCtAt Snðorgötu 10. Símar 194 og 210 Sigluf jarðarprentsmiðja h/f. 7 OGARADEILAN S. 1. föstudag fór hér á Siglufirði fram atkvæðagreiðsla um síðara smánartilhoð togaraeigenda og stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur. Fór hún eins og vænta mátti á þá leið, að smánar- tilboðið var kolfellt. Greiddu 22 atkv. á móti en 1 með. ★ Framkoma krataklíkimrtar í stjóm Sjómannafélags Reykja- víkur hefur verið svo svívirðileg undanfarið, eða síðan Alþýðu- sambandskosningamar fóru fram, að einsdæmi má teljast. — Fram að Alþýðusambandskosningimum töluðu Sæmundur og Co. digurbarkalega um að nú skyldi eigi gefast upp, heldur vinna fulian sigur. Tólf stunda hvíldartími á öllum. veiðum og bætt kaup og kjör að öðm leyti, var kjörorðið. En um leið og búið var að telja upp úr kjörkassanum og ganga -úr skugga um að enn einu sinni hefði tekizt að blekkja sjómenn til að kjósa andstæðinga sína á Alþýðusambandsþing, var stjóm sjómannafélagsins hlaupin til liðs við atvinnurekendur, og hefur síðan barizt grímulaust við hlið þeirra gegn málstað sjómanna. Það vakti strax grunsemdir sjómanna, að Alþýðublaðið og stjórn Sjómannafélags Reykjavíikur lýstu yfir hlutleysi til fyrra smánartilboðsins, sem hin svonefnda sáttanefnd bauð sjómönnum. En þegar síðara smánartilboðið, sem togaraeigendumir Emil Jónsson og Ólafur Thors sömdu og s'komðu á sjómenn að sam- þykkja, kom fram, gekk stjóm sjómannafélagsins berserksgang til að fá sjómenn til að samþyikkja það. Segir Sæmundur Ólafsson m.a. í Alþýðublaðinu 25. okt. s.l.: „Miðlunartillagan er sigur. Eg mæli með sáttatillögunni . Félagar! Við getum ekki náð meiru í þessari deilu . Við hölfum sigrað!“ Ennfremur segir hann ,að sjómenn „standi í þýðingarlausu verkfalli,“ og kórónar síðan svívirðinguna með því að kalla starfandi sjómenn, sem_ réttilega ibentu á að sáðara smánartilboðið væri engu betra hinu fyrra, SKEPNUR. — „Nú þegar þolanleg lausn á deihuuii er boðin fram, hamast Iþessar SKEPNUR á móti þeirri lausn og lirópa fullum hálsi á 12 stunda hvíld!“ Hafi einhverjjr efast um atvinnurekenda- og íhaldsþjónustu Alþýðuflokiksins fram að þessu, ættu hin dæmalausu sorpskrif krataklíkunnar í stjórn sjómannafélagsins að sýna þeim, hvert eðli hennar er. Hjartanlega þalcka ég öllum vinum og vandamönnum, nær og fjær, sem glöddu mig með gjöfum, blómasending- um og skegtum á 90 ára afmæíi mínu 27. október s.l. Guð blessi gkkur öll. JÓHANNA GlSLADÓTTlR Aðalgötu 19 — Siglufirði T1LKYNNIHG nr.fi/19S0 Ajkveðið hefur verið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluverð án söluskatts .... kr. 4,76 pr. kg. kr. 10.58 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti — 5.08 — — — 10.90 — — Smásöluverð án söluskatts .... — 5.64 — jn— 11.47 — — Smásöluverð með söluskatti .... — 5.75 — —; — 11.70 — — Reykjavík, 20. okt. 1950. fjAriiagsrAð Aðvörun til húseigenda Þeir, sem ennþá eiga ógreidd fasteignagjöld eru áminntir xun að greiða þau strax. Gjalddagi var 1. júlí s. 1. — Verði greiðslur ekki inntar af hendi fyrir 1. nóv. n.k., verða gjöld þessi innlieimt með lögtaki. Siglufirði, 17. okt. 1950. BÆJARSTJÓRI "k Islenzk böm dregin um lýsi, — 120 tonn send til Kóreu. — Nýlega skýrði Ríkisútvarpið frá bví að tilfinnanlegur skort- ur værí að verða á meðalalýsi og væri það aðeins látið gegn resepti. Ríkisútvarpið flutti líka í haust tilkynninguna um það að Bjami Ben. og Co hefðu á- kveðið, að framlag íslands í Kóreustyrjöldina skyldi vera 120 tonn af lýsi. Útvarpið skýrði frá því ekki alls fyrir löngu, að lýsi það, sem frá Isl. hefði komið til Kóreu, myndi endast prýðilega handa hinum kóresku börnum. Eins og allir vita hafa bandarískar flugvéi- ar haldið uppi látlausum morð- árásum á borgir Kóreu, bæði sunnlenzkar og norðlenzkar. — Hefur ekki skipt neinu máli fyrir morðvarga þessa hvort um hemaðarlega mikilvæga staði er að ræða eða ekki, held- ur hafa þeir helt sprengju- ibirgðum símun yfir bæi og borg ir — varnarlausan aimenning. Eflaust iíður langur tími þar tii upp verða gefnar nokikuð réttar tölur um fjölda þann, sem bandarískir flugmenn hafa drepið í Kóreu, — en á frétt útvarpsins um endingu ásl. lýs- isins mátti skilja, að bömum hefði fækkað það mikið, að ör- ugt væri talið ,að lýsið myndi endast vei. Sjálfsagt er Bjami Ben. sæll í hjarta þegar hann veit að börn þau 1 Kóreu, sem sluppu við morðsprengjur sam- herja hans, geta fengið nóg lýsi, — og sjálfsagt liggur hon um það létt á hjarta, þó ísl. börn skorti lýsi, það er svodan smámál, aukaatriði fyrir hinn rausnarlega stríðsráðherra. ★ Brennivín og mjólk. — Á bammörgum sveitaheimili þótti alltaf sjálfsagt að hygla kúnni vel, væru fóðrin léleg. Það var reynt að láta hana ekkert vanta svo hún mjólkaði sem mest og lengst. ÍLengi var á döfinni í Reykja- vík sú breyting á mjólkurdreyf- ingunni, að mjólkin yrði seld á flöskum til neytendanna. Þessi breyting strandaði lengi á því, að ekki fengust flöskur. Var ýmsu borið við þ.á.m. gjaldeyr- isskorti. Fyrir nokkru ikom það fyrír að Áfengisverzlun ríkisins til- kynnti, að ekki væri hægt að selja brennivín til annara en þeirra, sem kæmu með flöskur, þ.e. skiluðu gleri fyrir því sem þeir keyptu. En þetta iþurfti ekki lengi svo að vera. Úr þessu var fljót lega bætt og tilkynnt að aíiir gætu nú fengið brennivín keypt án þess að sikila gleri. Þessa mjólkurkú ríkissjóðs á auð- sjáanlega ekkert að skorta, hún á að mjólka jafnt og þétt, og munnamir eru margir sem bíða eftir saðningu af eitursölugróð- anum. Það virðist vera míklu þýð- ingarmeira að landsmenn geti fyrirhafnarlaust Ikeypt sitt Ibrennivín, heldur en að böm og fulorðnir í höfuðstgðnum geti fengið sina mjólk ómengaða, — a.m.k. mætti ætla svo ef iborið er saman kappið við útvegun þessara íiáta fyrir brennivín og mjólk. En eins og stendur er víst nóg til af flöskum fyrir hvorttveggja og vonandi er bæði böm og ibrennivínsberserk ir ánægðir með það. ★ Hverjar eru þeirra tillögur? 1 Neista, sem út kom s. 1. laug- ardag froðufella kratamir af heift og magnvana bræði yfir spamaðarráðstöfunum þeim, er bæjarstjómarmeirihlutinn hefir samþykkt að gera. Reyna þeir sem fyrr að gera sjálfa sig að píslarvottum, telja öilu stefnt gegn sér, allt sé þetta gert af eintómri illmennsku og ofsókn- aræði gegn Alþýðuflokknum.— Siglfirðingar vissu áður að í tíð Gunnars Vagnssonar var Al- þýðuflokksmönnum smeygt inn í flest bil í starfsmannahópi bæ.jarins, — en að þeir skuli yfirleitt allstaðar sitja í öllum stöðum, sem helzt má án vera eða hægt að leggja niður, — það vissu Siglfirðingar eklki fyrr en Neisti sagði þeim það á laugardaginn var. Neisti sagði að fulltrúi krat- anna hafi gagnrýnt harðlega þessar ráðstafanir og borið fram tillögur til úrbóta á ann- an hátt. Hversvegna birtir Neisti ekki þessar tillögur? Það væri gam- an að sjá þær. ★ Ágaétar kvikmyndir. — Fyr- ir nokkm fékk M.íjR. þrjár kvikmyndir, rússneskar. Heita þær: Æskan á þingi, Orustan um Stalingrad 1. hiuti og Var- vara Vasiljevska. Myndir þess- ar hafa verið sýndar í Siglu- fjarðarbíó. Æskan á þingi er mynd frá Alþjóðaæskulýðsmót- inu í Budapest. Omstan ttm Stalingrad er geysilega mikil mynd. Er hún ibæði leikin og tekin á meðan á omstunni stóð. (Fellt inn í myndina kaflar úr myndum, sem fréttaritarar og ljósmyndarar beggja herja tóku meðan á bardögum stóð, en fundust svo síðar). Vonandi tekst að fá síðari hluta þess- arar myndar seinna. Varvara Vasilevna er mynd frá Síberíu. Gerist hún fyrir og eftir byltingima og sýnir glöggt þann reginmun, sem orð- inn er á lífi fólksins á þessum slóðum. Þetta er ein af betri rússnesikum myndum sem hér hafa verið sýndar. Siglufjarðarbíó hefur sýnt bráðskemmtilega sænska mynd sem heitir Gestir í Miklagarði. Úr því að ég er að tala um kvikmyndir vil ég . fyrir mína hönd og fjölda annarra koma iþeirri ósk á framfæri, að annað hvort kvikmyndahúsanna hér reyni að fá hingað hina frægu mynd Rossilinis Óvarin borg. Þetta er mynd sem farið hefur sigurför um meginland Evrópu, og við hér norður við íshaf ættum það sannarlega skilið að fá að sjá þessa mynd. ★ Starfsmannaskipti hafa orð- ið hjá Sósíalistafélagi Siglu- fjarðar. Einar M. Albertsson, sem verið hefur starfsmaður félagsins undanfarin rúm tvö ár, hefur 'látið af störfum en við hefur tekið Eberg Elefsen. ★ Blaðnefnd Mjölnis hefur á- kveðið að blaðið skuli fyrst um sinn og þar til annað verður á- kveðið, koma út hálfsmánaðar- lega. Kaupendur, lesendur og auglýsendur eru vinsamlega beðnir að athuga þetta. ★ A t h u g i ð, að kynna ykk- ur Happdrætti Þjóðviljans og kaupa miða áður en það er of seint. Miðinn kostar kr. 5,00. ★ Ævintýri á gönguför var sýnt hér um s. 1. helgi. Það var St. Framsókn, sem sá um þessa sýningu, en eihs og allir muna varð í fyrra að hætta sýningum á þessum vinsæla leik fyrr en ástæða varð til. k Bílagryf jurnar — Fyrir nokikru var minnst á hinar opnu bílagryf jur, sem víða eru mjög hættulegar. Flestar af þessum gryfjum eru enn opnar og eru yfirvöld bæjarins enn minnt á að láta loka þeim. Hjónaefni. Opinberað hafa trú- lofun sína Bjami S. Bjarnason sjómaður, Hólavegi 10 og ung- frú Júiíana Símonardóttir verzl- unarmær, Hlíðarvegi 23. Blaðið færir þeim sínar beztu bam- ingjuóskir. AUGLYSING Þar sem bæjarstjóm Siglufjarðar hefir samþykkt að gjöra þá breytingu við afgreiðslu í Bókasafni Siglufjarðar, frá og með 1. jan. n.k., að safnið verði opið yfir vetrarmánuðina þrisvar í viku, er hér með auglýst eftir gæzlumanni við bókasafnið nefndan tíma. Upplýsingar um launakjör og annað varðandi starfið gefur undirritaður. Umsólcnir um starfið skilist á bæjarskrifstofuna. Umsóknarfrestur er til 12. nóv. n.k. Siglufirði, 27. október 1950. BÆJARSTJÓRI AUGLYSING Þar sem bæjarstjóm Siglufjarðar hefir samþykkt að gjöra þá breytingu við hafnarvörzlu í Siglufirði, frá og með 1. jan. n.k., að í stað tveggja hafnarvarða verði ráðinn aðeins einn hafnar- vörður, sem ársmaður, auglýsist hér með hafnarvarðarstarfið í Siglufirði laust til umsóknar frá og með 1. jan. n.k. Umsækjandi þarf að geta gengt hafnsögumannsstarfi og annast keyrslu á hafnarbát, þegar með þarf. Frekari upplýsingar um launakjör og annað varðandi starfið, gefur undirritaður. Umsóknir um starfið skilist á bæjarskrifstofuna. Umsóknarfrestur er til 12. nóv. n.k. Siglufirði, 27. október 1950. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4 BÆJARSTJÓRI ►♦♦♦♦♦♦♦<

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.