Mjölnir


Mjölnir - 01.11.1950, Qupperneq 3

Mjölnir - 01.11.1950, Qupperneq 3
M J Ö L N I R 3 Aldarþriðjungs ráðstjórn „Vofa gengur nú ljósum log- um um Evrópu — vofa komm- únismans. Öll máttarvöld gömlu Evrópu hafa tekið höndum sam an um heilaga ofsókn gegn vofu þessari. Páfann og Rússakeis- ara er þar að finna í sama flokki, Mettemich og Guizot, franska vinstrimenn og þýzka lögreglunjósnara. Hvar er sá stjórnarandstöðu- flokkur, að fjandmenn hans í ríkisstjórn hafi ekki æpt komm únistaheitið að honum ? Hver er sá stjómarandstöðuflokkur, að hann hafi ekki varpað aftur skeytinu og bragðið f jandmönn um sínum, róttækum og aftur- haldssömum, um þrælsmark kommúnismans ?“ Þannig hljóða upphafsorð Kommúnistaávarpsins, sem birt var 1848. Þá þegar var komm- únisminn orðinn vald, sem ráð- andi öflum Evrópu stóð stugg- ur af. Og næstu sjötiu árin hélt vofa hans áfram að ásækja máttarvöld Evrópu, án þess þó að valda þeim vemlegum hnekki. 7. nóvember 1917 tóiku fylgis- menn bolsévika í Pétursborg á vald sitt mikilvægustu staði borgarinnar og þann dag lýsti landflóttamaðurinn, Wladimír Ilitsj Ulianov, sem einnig var kunnur undir dulnefninu Lenin, yfir þvi á fundi í hinu nýstofn- aða verkamanna- og hermanna- ráði borgarinnar, að hið gamla, heilaga ríki keisaranna yrði molað mélinu smærra og sósíal- istískt verkalýðsríki byggt á rústum þess. Þann dag ger- breyttist eðli kommúnistavof- unnar. Hún var nú ek:ki leng- ur hvimleiður slæðingur, óvel- kominn andvökugestur páfa, keisara og borgaralegra stjóm- málamanna, heldur magnaður draugur, sem síðan hefur riðið þekjum borgarastéttarinnar og hins gamla afturhalds af sívax- andi afli og ógnar nú með að hrekja hana algerlega af hús- um. Og þann dag hófst saga Ráðstjómarríkjanna, sem senn hafa verið aldarþriðjung við iíði. ★ Áhrif byltinagrinnar í Rúss- landi 1917 á þróun heimsmál- anna eru svo augljós og kunn, að ekki verður um þau deilt. — lÓMkt dimmara væri nú umhorfs í heiminum, ef engin ibylting hefði orðið 1917, eða ef for- svarsmönnum hins vestræna frelsis hefði tekist að kæfa hana í fæðingu. Hver hefðu t.d. orðið úrslit heimsstyrjaldarinn- ar 1939—1945, ef ti'lraunir Churchills og skoðanabræðra hans á árunum 1917—1922 til að framlengja völd keisarans hefðu tekizt? Hver mundi hafa orðið afstaða keisaraveldisins í Rússlandi til imperíalistískrar styrjaldar milli Þjóðverja og Vesturveldanna? Mundi það hafa orðið með eða móti nazista- Þýzkalandi? Slíkúm spurning- um sem þessum geta menn velt fyrir sér endalaust án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. En ótrúlegt virðist, að lýðræði, frjálslyndi og sósíalismi ættu nú auðveldara uppdráttar í heiminum, ef rússneska aftur- haldinu og hinum imperíalist- lisku ríkjum í vestri og austri hefði tekizt að ráða niðurlögum byltingaraflanna. Þrátt fyrir allt áróðursmoldviðrið, sem þyrlað er upp til að sverta Ráð- stjómarríkin, munu fáir af and stæðingum þeirra, sem ekki eru annaðhvort fasistar eða met- heimskingar, leyfa sér að halda því fram, að heimurinn væri nú betur á vegi staddur ef bylting- in 1917 hefði farið út um þúfur og keisaraharðstjórn ríkti enn í Rússlandi. ★ Hatursmenn sósíalismans og Ráðstjúmarríkjanna hafa allt frá upphafi byltingarinnar til þessa dags varið megninu af áróðurskosti sínum til þess að dreifa óhróðri um Ráðstjómar- ríkin. Að þeirra sögn ríkir þar svartasta fáfræði, hræðileg eymd og skefjalaus kúgun, auk kunnáttuleysis og óstjómar á öllum sviðum. Hundmð þús- unda eða milljónir manna deyja hungurdauða árlega. Allt að því fimmtándi hver Ráðstjómar- þegn dvelur í fangabúðum, það an sem fáir eða engir eiga afturkvæmt, en flestir deyja af hungri og þrælkun eftir stuttan tíma. Stjórnarfarið er kák og skriffinnska. Kunnáttuleysi og fáfræði rússneskra sérfræðinga 1 atvinnu- og efnahagsmálum er beinlínis hlægilegt. Venka- fólkið er fáfróður og þrautkúg- aður þrælalýður, sem hvorki hefur löngun né kunnáttu til svipaðra afkasta og hið frjálsa verkafólk í vestrænum lýðræðis rikjum. Með völdin fer fámenn yfirstétt, sem lifir í sukki og! sællífi, meðan þrælalýðurinn sveltur o.s.frv. Hvað er nú hæft í þessu? ★ Árið 1943 kom út á vegum Menningarsjóðs síðara bindi af almennri stjórnmálasögu, eftir Skúla Þórðarson, sagnfræðingi Ber bókin iþess víða vott, að! höfundi er Mtið um Stalin og fylgismenn hans gefið, en þeim mun meira um ýmsa andstæð- inga hans, t.d. Trotsky. Er þvi ekki ástæða til að væna hannl um hlutdrægni í þágu RáðA stjómarríkjanna. Á bls. 124 segir m.a.: ) „Allt frá því að ráðstjórn- in kom til valda í Rúss- landi, hefur verið lögð hiri mesta stimd á að efla menníngu þjóðarinnar, og mun skólakerfið víðast hafa verið komið í sæmi- legt horf árið 1928, þegar fyrsta fimm ára áætlunin hófst. En síðan hefur veriðl veitt ógrynni fjár til menn ingarmála, og voru gerðar áætlanir um framkvæmdir í þeim málum í' sambandi við fimm ára áætlanimar. Háskólar og sérskólar hafa risið upp, og allskonar I menningarstarfsemi hefur aukizt með ári hverju, enda má nú efalaust telja Rússa meðal hinna menntuðustu Þjóða lieimsins" (Lbr. bl.). Fyrir byltinguna vom flestir þegnar Rússaveldis óiæsir og ó- skrifandi. Nú em Rússar „með- ai menntuðustu þjóða heims- ins.“ Er furða, þó nýlenduherr- ar Evrópu og Ameríku, sem hafa verið að innleiða menn- inguna meðal „frumstæðra“ þjóða undanfarnar fimm aldir, séu hneykslaðir yfir stjórn bolsév'ikanna í Rússlandi á menningarmálunum ? ★ Fyrir byltinguna vom Rússar algerlega háðir öðrum þjóðiun um iðnað. Sá vísir að iðnaði í landinu, sem til var 1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, var undir yfirráðum brezkra, franskra, sænskra og amerískra auðfélaga. Þegar friður komst á í Rússlandi 1921 voru afköst iðnaðarins aðeins einn fimmti af því sem verið hafði 1913. Árið 1937 voru afköst iðnað- arins orðin margföld á við það sem var 1913. Þá vom Ráð- stjórnamkin orðin mesta véla- framleiðsluland heimsins og stóðu fi’emst allra Evrópuríkja á sviði olíuframleiðslu, fram- leiðslu dráttarvéla, allskonar landbúnaðaivéla, vörubifreiða,: tilbúins áburðar, jámnáms o.fl. Síðan hefur iðnaðarframleiðslan þar, í heild, meira en tvöfald- ast, og fer hraðvaxaridi. Undan farin tvö ár hefur hún vaxið um ca. 20% á ári, og ætti með þeim hraða að tvöfaldast rúm- lega á hverjum fjómm áram. Iðnaðarframleiðsla Ráðstjómar ríkjaima meira en tvöfaldaðist 1937—1949, þrátt fyrir ægilega styrjaldareyðileggingu í land- inu. Á sama tímabili jókst iðn- framleiðsla auðvaldsríkjanna 1 heild um 20%. ★ 1917 var landbúnaðurinn í Rússlandi rekinn með sömu að- ferðum og tíðkuðust í Vestur- Evrópu á miðöldum. Bændum- ir erjuðu jörðina með tréplóg- um, sem þeir drógu sjálfir eða beittu kerlingum sínxim fyrir. Landbúnaðarvélar voru þeim ó- skiljanlegt hugtak. Árið 1946 hafði landbúnaður Ráðstjómarríkjanna á að skipa 450 þúsund dráttarvélum og milljónum annarra landbúnaðar véla, þrátt fyrir það að fram-- leiðsla þeima féll að mestu leyti niður á stríðsárunum. Á árun- um 1946—1949 fékk hann 430 þús. dráttarvélar til viðbótar ásamt tilheyrandi tækjum. Mest varð aukningin ’49. Þá fengu bændur 150 þús. dráttarv., 29 þús. fjölerði, 64.000 vömbíla og rúmlega hálfa aðra milljón ann arra búnaðarvéla. Með þessu er sagan þó ekki öll sögð. Vegna betra og hagkvæmara skipu- lags nýtast hinar mikilvirku vélar margfait betur á hinum stóm samyrkju- og ríkisbúum' Ráðstjómarríkjanna en á einka búum Vesturlanda. T.d. er talið að hver dráttarvél þar afkasti sjö sinnum meira veriki árlega en samskonar vél í Bandaríkjr unum. Ráðstjórnarríkin framleiða nú árlega meira af hveiti, rúgi, höfrum, byggi, sykurrófum, kartöflum, hör og hampi, en nokkurt annað land í heiminum og em annar mesti baðmullar- framl. heimsins. Af hestum sauðfé og nautgripum er fleira í Ráðstjórnarr'ikjunum en í öll- um hinum borgaralegu ríkjum Evrópu til saman og af svínum nokkm fleira en í sömu ríkjum samtals, að Þýzkalandi undan- skildu. Hænsnarækt og bý- flugnarækt er geysimikil. Ávext ir og grænmeti em meðal al- gengustu fæðutegunda. Loð- sikinnaframleiðsla er meiri en í nokkru öðru landi. Vínrækt er mikil og fer vaxandi; sömuleið- is ræktun jurta, sem innihalda gúmmi. Eru ráðstjórnarr'ikin nú mesti eða næstmesti gerfi-' gúmmíframleiðandi heimsins. Trúi því hver sem trúað get- ur, að þjóð, sem rekur slíkan landbúnað, skorti bæði fatnað og matvæli. Er sennilegt, að Rússar væm betur fæddir og klæddir nú, ef byltingin hefði mistekizt og zarinn sæti enn við völd? ★ En hvað um stjómarfarið 1 Ráðstjórnarrík junum ? — Hvað skyldi vera hæift í sögunum um hina ægilegu kúgun þegnanna. Er kynþáttamisrétti þar, líkt og i Bandaríkjunum, iSuður- Afríku, Þýzkalandi Hitlers og Rússlandi zarins? Nei, jafnvel svörtustu afturhaldsmálgögn hafa aldrei haldið slíku fram. Em einstakar þjóðir og þjóðar- ibrot kúguð af Rússum, eins og tíðkaðist á dögum keisaranna, og eins og hinar „frumstæðu“ þjóðir Suður-Asíu, Ástraílu og Afríku em kúgaðar af vest- rænum auðvaldsríkjum ? Nei, fáir munu halda sliku fram í alvöra. Asíulönd Ráðstjómar- ríkjanna standa hinum evróp- isku á sporði hvað snertir menn ingu og efnahagslega velmegun. Er þá efnahagslegt misrétti þar? Nei, ekki nema hvað dugn aðarmaðurinn ber meira úr být- um en slæpinginn og letinginn, kunnáttumaðurinn meira en sá kunnáttulausi. Hinsvegar hafa aliir jafnan rétt og aðstöðu til að auka kunnáttu sína og menntun. Er þá stéttakúgun þar? Já, því verður ekki neitað. Ein stétt, hið vinnandi fólk, ræð ur lögum og lofum í landinu og hefur algerlega afnumið hina stéttina, auðstéttina. Mönnum er meira að segja bannað með lögum að stela arði af vinnu annarra. Allir vinnufærir menn verða að sætta sig við að vinna fyrir daglegu brauði sínu, en þeir sem ékki geta unnið, fá framfærslueyri hjá hinu opin- bera. Hinsvegar eiga allir heimt ingu á atvinnu og mega vinna hvað sem þeir vilja og hvar sem þeir vilja, svo framarlega sem þörf er þar fyrir vinnuafl þeirra. Tekjur hins vinnandi ifólks aukast og minnka í hlut- falli við framleiðsluafköstin. Á striðsárunum hafa þær jafnan minnkað, en aukizt jafnt og þétt á friðartímum. Raunverulegar tekjur verka- manna og skrifstofufólks voru að meðaltali 12% hærri árið 1949 en árið áður, og 24% hærri en árið 1940. Tekjur bænda voru að meðaltali 14% hærri en 1948 og 30% hærri en 1940. Framlög hins opin- bera til almannatrygginga, eft- irlauna, örorkubóta, náms- styrkja, heilbrigðismála, náms- styrkja, barnaverndar o.s.frv. voru 1949 nærri þrefalt hærri en 1940. Er sennilegt, að skipan félags mála og efnahagsmála í Rúss- landi væri lýðræðislegri og full- komnari nú, ef gagnbyltingar- öflin og hin vestrænu lýðræðis- ríki hefðu orðið byltingaröflun- um yfirsterkari 1917—1922? ★ Möguleikarnir til auðsköpun- ar í Ráðstjórnarríkjunum eru enn ekki nýttir nema að örlitlu leyti, þrátt fyrir hina gífurlegu nýsköpun, sem farið hefur fram þar síðastliðinn aldarþriðjung. Þau ná yfir einn sjötta af öllu þurrlendi á jörðinni. Náttúru- skilyrði, gróðurfar og loftslag er ákaflega breytilegt. Þau hafa innan landamæra isinna 50% af allri olíu, 20% af öllum ikol- um 60% af öllum mó, 50% af öllu virkjanlegu vatnsafli, — meira en 50% af öllu salti og fosfati, 75% af öllu mangani og sennilega um 50% af öllu járni jarðarinnar, gnægð flestra léttmálma, óþrotlega skóga, og milljónir iferk'ilómetra af Mtið nýttu landi. Ráðstjórnarríkin, einkum Asíulöndin, skipa nú þann sess í heiminum, sem Ameríka skipaði á öldinni sem leið. Þau em lan^I hinna miiklu möguleika, landið þar sem hin miklu ævintýri gerast, þar sem fram fer risavaxnari og örari sköpun auðæfa en áður hefur þekkst á þessari jörð. Ráð- stjórnarríkin óska eftir friði til þess að geta haldið nýsköpun sinni áfram. Þau eru sannfærð um, að þau muni bera sigur úr býtum í friðsamlegri sam- ikeppni við nuðvaldsríkin. Kjör- orð þeirra nú er: friður. ★ Á þriðjungi a'ldar hefur hið frumstæða en geysivíðlenda r'iki zarsins breyzt úr bændasam- félagi með miðaldalegum fram- leiðslu og skipulagsháttum í eitt mesta iðnaðarstórveldi heimsins. Aðeins eitt ríki í heim inum, Bandaríkin, er á no’kk- um hátt sambærilegt við Ráð- stjórnarríkin hvað framleiðslu- afköst snertir, en ikemst ekki í hálfkvisti við þau að því er snertir möguleikana til fram- leiðsluaukningar i framtíðinni. Er þegar sýnilegt að Ráðstjórn arríkin muni fara langt fram úr þeim í náinni framtíð, ef friður helzt. Þjóðir Ráðstjórn- arríkjanna, sem fyrir aldar- þriðjungi lifðu í hugmynda- heimi miðalda, eru nú meðal menntuðustu þjóða heimsins. — Þjóðafangelsi zarsins, þar sem (Framhald á 4. síðu)

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.