Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 15.11.1950, Blaðsíða 2
 2 M J Ö L N I E —VIKUBLAB— Útgefandi: SÓSÍALtöTAJbÉLAG SíGLUFJARÐAE Ritstjóri og ái>yrgða£maá«r: BenodUtt Sigurðsson Blaóið keíauar bí affik mi&vikiuiaga Askrtftargjald kr. 30,00 ár^ — Afgreiðsla Snðurgötu 10. Símar 104 og 310 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Verkalýðsbarátta eða innbyrðis barátta verkalýðsins? Eftir nokkra daga hefst 22. þing Aiþýðusambands Islands. Kosningum til þessa þings er fyrir skömmu lokið. Víðast hvar voru tveir listar til þessara kosninga, og ikosningabaráttan var afar hörð. Annar listinn var horinn fram af róttækari hluta verkalýðsins, og þann lista studdi meirihluti meðlimanna í flest- um stærstu ,elztu og máttarmestu verkalýðsfélögum landsins. Hinn listinn var viðast hvar iborinn fram af krötum, Framsókn og íhaldinu, og skipaður tryggum flokksverkfærum þeirra. Tveir listar Qg hörð kosningabarátta innan verkalýðsfélag- anna! Hvað þýðir þetta? Það er merki þess, að uppi séu tvær stefnur í málum verkalýðsins. Af hverju stafar það? Skiptist verkalýðurinn í tvo flokka, sem hafa andstæðra hagsmuna að gæta? Nei. Þessar kosningar hefðu því að réttu lagi átt að ganga út á það eitt að velja harðfengustu og færustu mennina til baráttu við auðvaldið, hinn sameiginleiga andstæðing alls verkalýðs, — að velja þá mennina, sem líklegastir væru til að standa saman og ná mestum árangri í þvi að auka þann hluta verðmætanna, sem verkamaðurinn fær af þvi sem hann fram- leiðir. Blöðin tóku þátt í kosningabaráttunni, líka Morgunblaðið og Vísir, blöð auðmannanna á Islandi. En hvað þetta er skrítið! Auðvaldsblöðin styðja annan aðilann í kosningunum til Alþýðu- sambandsþings á íslandi! „Þegar Morgunblaðið er á móti okkur, þá errnn við á réttri leið, en ef það verður með okkur, þá erum við farnir að svíkja.“ Eitthvað á þessa leið komst Ólafur Friðriks- son eitt sinn að orði, endur fyrir löngu. Auðvaldsblöð styðja aldrei neitt nema það, sem er gagnlegt eiigendum þeirra. Auðvaldið á íslandi á Morgunblaðið og Vísir, og> kannske Alþýðublaðið og Tímann líka nú orðið. ★ m n m ★ Vinnan hjá Rafveitunni. sfEírinn -★ Þann 14. þ.m. átti frú Þur- íður Hagaiínsdóttir, Laugar- vegi 16, sjötíu og fimm ára af- Fyrir nokkrum dögum hitti mig maður og bað mig að koma þeirri fyrirspurn á framfæri, hversvegna ekki væri skipt vinnunni hjá Rafveitunni. — Sagði hann, að alltaf væri tölu- vert að gera hjá þessu fyrir- tæki, og hefði verið mjög mikil vinna í allt haust, en að henni hefðu setið sömu mennirnir allan tímann, nema þeir, sem teknir hefðu verið dag og dag. 0|g maður þessi sagði, að sér virtist sem helzt væru látnir sitja að þessari vinnu nokkrir meim nýfluttir í bæinn, þó gamlir bæjarmenn væru at- vinnulausir. Mér þykir rétt að minnast á þetta hér, og tel, að rétt sé, að vinnu hjá Rafveitunni verði skipt milli verkamanna í bæn- um, þ.e.a.s. verði um einhverja vinnu að ráði að ræða. Og hefði auðvitað verið rétt að gera þetta strax í haust. Hinsvegar þykir mér trúlegt, að vinna þessi fari að minnka þegar fönn er ikomin. mæli. Þuríður er vestfirzk, prýðisvel greind og vel látin af öllum, sem hafa kynnst henni. ★ Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Albertsdóttir og Rögnvaldur Rögnvaldsson, bíl. stjóri, Hafnargötu 20. ★ Veðurfarið undanfarið hefur verið með bezta móti, logn og stillur, þiðviðri dag eftir dag. Fannst mönnum sem oft vati mildara og hlýrra en oft var; sumar. Hefur þetta blíðviðri staðið síðan um miðjan októ ber og var að mestu orðið snjc laust í fjöllum. Skarðvegurini var orðinn mikils til auður og var í vikunni sem leið rutt af honum þeim snjó, sem á hon- um lá, svo umferð um hann opnaðist. Það stóð samt ekki lengi, því á föstudag í s.l. viku fór að fenna og tepptist veg- urinn þá um leið. Mun þetta í fyrsta sinn í sögu vegarins, sem hann er opinn bílaumferð [ svo seint á ári. TILKYNNING TIL VERZLANA Að gefnu tilefni skal vakin athygli á tilkynningu Verðlags- stjórans nr. 13/1949, sem er svohljóðandi: „Viðskiptanefndin hefir ákveðið, að verzlanir megi ekki hafa vörur á boðstólum, nema þær geti gert verðlags- eftirlitinu fulla grein fyrir hvaðan varan er keypt.“ Brot á þessari tilkynningu verður litið á sem venjuelgt verð- lagsbrot og tafarlaust kært. Reykjavík, 7/11., 1950. VERÐGÆZLUSTJÓRINN ★ Aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinnar, fél. imgra sósíal- ista var haldinn 2. nóv. s.l. Stjórn fél. skipa nú: Form. M. Albertsson, varaform.: Val- gerður Jóhannesdóttir, ritari: Eberg Elefsen; gjaldkeri: Guðrún Gunnars, meðstj. Júlíus Júlíusson, Helgi Vilhjálmsson og Kristján Rögnvaldsson. Þá var einnig kosið í varastjórn, fulltrúaráð og endurskoðend- ur. Bráðlega verður haldinn fundin- í Æ.F.S. og þá skipu- lagt vetrarstarfið. Eru félagar beðnir um að mæta vel, þegar fimdur verður auglýstur. TILKYNNING nr. 48/1950 Ákveðið hefur verið nýtt hámarksverð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts ........ kr. 6,02 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti .......... — 6,20 pr. kg. Smásöluverð án söluskatts .......... — 7,35 pr. kg. Smásöluverð með söluskatti .......... — 7,50 pr. kg. Reykjavjk, 3. nóv. 1950. Nei, þetta er ekki eins skrítið og það kemur hlægilega fyrir sjónir. Hér á íslandi hefur gerzt sama sagan og í öllum öðrum auðvaldsríkjum heims. Verkalýðurinn er klofinn. Auðvaldið hefur keypt upp mútuþæga, værukæra og veiklundaða verkalýðsleið- toga og beitir þeim, og þeim hluta verkalýðsins, sem þeim tekst að ljúga og blekkja til fylgis við sig með blöðum sínum og áróðursvélum, gegn allri alþýðu í landinu. bk Meðan verkalýðsstétt í auðvaldslandi er veikburða, berst auðvaldið gegn henni hatramlega og grímulaust, shr. baráttuna í nýlendunum nú á dögum og baráttu islenzks verkalýðs eftir aldamótin síðustu. Þá sóttist auðvaldið ekki eftir samstarfi við verkalýðinn. Þá var myndaður á Islandi verikalýðsflokkur, gamli Alþýðuflokkurinn .Þá barðist Morgunblaðið gegn honum og hann var á réttri leið. Þegar verkalýðshreyfing er orðin svo þroskuð og öflug, að auðvaldinu þýðir ekki lengur að reyna að hamla á móti henni með beinum kúgunarráðstöfimum, grípur það til hinna gömlu, algildu aðferðar sinnar: að rífa samtökin niður iimanfrá með aðstoð uéninga sinna. Þetta er það, sem gerst hefur hér á landi sem annarstaðar í auðvaldsheimimnn. Auðvaldið hefur keypt upp alla foringja Alþýðuflokksins með bitlingum og gert þá sér auðsveip og þæg verkfæri. Síðan leggur það þeim fé til lygaáróðurs og blekkinga (sbr. f járreiður Alþýðubl. nú). svo og efnið í hann. Með þessari aðferð tekst því ætíð að blekkja nokkum hluta verkamanna til baráttu gegn sínum eigin hagsmUnum,gerast s’nir eigin böðlar. Þegar þannig er komið, skapast grundvöllur fyrir nýjan ★ Verkalýðsfélögin Þróttur og Brynja hafi haldið tvo skemmti fundi á þessimi vetri. Hefur þar verið spiluð skiptivist og dansað á eftir. Félögin hafa í hyggju að halda þessum skemmtifundum uppi í vetur á hálfs mánaðar fresti. Gefa þessir tveir fundir, sem búnir eru, tilefni til að áíita, að þessi starfsemi félaganna eigi vin- sældmn að fagna. ★ Maður slasast. Fyrir nokkr- um dögum varð Hafliði Jóns- son, Laugaveg 8, fyrir því slysi að falla niður í þró SRN. Var hann vaktmaður þar og var á vaktgöngu, þegar slysið vildi txL Ekki er vitað hversu mikil meiðsli hans eru, en hann hef- ur legið þungt haldinn og var um tíma talið tvísýnt um líf hans. Hafliði er gamall Sigl- firðingur og öllum að góðu kunnur. ★ Merkisafmæli. Frú Ingibjörg Jónsdóttir, kona Andrésar Haf- liðasonar átti sextugsafmæli þann 12. þ.m. — Bjöm G. Bjömsson, verkamaður, Eyrar- götu 3b átti sexfíu og fimm ára afmæli þann 12. þ.m. FJÁRHAGSRÁB ♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦■♦■♦■♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TILkYNIMING til húsavátryggjenda utan Reykjavíkur frá Brunabótafélagi fslands. Bmnabótafélagið hefur ákveðið að heimila húsavátryggjend- um að hækka vátryggingarverð húsa sinna um 30% — þrjátíu af hundraði — vegna hækkunar á byggingarkostnaði, sem stafar af gengisfellingu krónunnar. Nánari upplýsingar fást hjá umboðsmönnum félagsins og aðalskrifstofu. Brunabótafélag íslands. IB 0 9 til sölu eða leigu. — Allar upplýsingar gefur EINAR ÓLAFSSON, Hliðarveg 3 verkalýðsflokk. Hér á landi er sá flokkur Sósíalistaflokkurinn, fyrir löngu orðinn til, og vaxinn flokki svikaranna langt yfir höfuð. Hvað gerir auðvaldið, þegar þannig er komið ? Jú, það gengur sjálft fram og tekur beinan þátt í „baráttu verkalýðsins" við hlið Júdasanna, sem það hefur keypt. Og þá höfum við það ástand, sem hér ríkir 1 dag. Þetta er það ástand, sem fjöldi verkamanna skilur, og allir þeir, sem hafa látið ánetjast Alþýðuflokknum, en em heiðar- legir, ættu að geta skilið að er óbærilegt, heimskulegt og til skaða fyrir allan verkalýð í landinu. Auðvaldið og verkalýður- inn eiga enga samleið, heldur em hagsmunir þess og hans alger- lega andstæðir og verða aldrei annað. Það er ekki starfsgrandvölliir fyrir fleiri- en einn verkalýðs- flokk, því verkalýðurinn á ekki nema eitt takmark, að ná sífellt stærri hluta og síðast öllum arðinum af striti sínu í eigin hendnr. Þangað á hann að renna og ekkert annað. Arðræningjar em réttlaust sníkjudýr á bökum hins vinnandi fólks. Þegar flokkarnir aftur á móti em orðnir tveir, þá er annar falskur, og hann má þekkja á því, að auðvaldið styður hann ávallt. Hér á íslandi em tveir flokkar, sem báðir segjast vera verkalýðsflokkar. Auðvaldið styður verkalýðsbaráttu annars af alefli, en hamast gegn hinum af jafnmiklu ofstæki. Af þeirri staðreynd getur hver andlega heilbrigður verkamaður dregið réttar ályktanir um eðli hvors þessara flokka fyrir sig. Ef heppnin er með getið þér eignast gagnlegt heimilstæki. ★ í happdrætti Þjóðviljans eru ýmiskonar heimilstæld. Rejmið heppnina og kaupið miða strax. Dregið verður 1. desember.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.