Mjölnir - 29.11.1950, Blaðsíða 1
INýtt atvinnutyrirtæki
34. tölublað.
Miðvikudagur 29. nóv. 1950.
13. árgangur.
í
Fiskþurrkunarstöð Vigfúsar Friðjónssonar
í Bakka tekin til starf a.
Fiskþurrkunarstöð, hin fyrsta
sem komið er upp hér í bæn-
uni, tók til starfa hinn 18. þ.m.
Eigandi hennar er Vigfús Frið-
jónsson. Stöðin er í þremur
ipsskadinn vid Saudanes
M/b. Þormóður rammi fórst við Sauðanes s. 1.
sunnudag. Björgunarsveit Slysavarnadeildar-
innar hér á Síglufirði tókst að bjarga áhöfninni.
Báturinn var á heimleið úr
fiskiróðri. Gekk ferðin að ósk-
um þar til hann kom inn í
Siglufjarðarmynni á móts við
Sauðanes. Fékk hann þar
skyndilega á sig brotsjó, sem
hvolf di honum, en næsta bára
sneri honum aftur á réttan
kjöl. Var þá stýrishúsið mikið
brotið, lestarhlerar sumir horfn
ir og allt lauslegt af þilfarinu,
en lóðaflækjur héngu í reiðan-
um. Þrír skipverja, þeir Kristj-
án Sigurðsson, skipstjóri, Tóm-
as bróðir hans, vélamaður og
Jón Sæmundsson háseti, voru
staddir í stýrishúsinu er bátn-
um hvolfdi, en annar hásetinn,
Halldór Pétursson, 16 ára pilt-
ur, var niðri í lúkar. Sakaði
engan þeirra. Strax þegar bát-
urinn var kominn á réttan kjöl,
reyndu skipverjar að senda frá
sér neyðankall. Heyrðist
snöggvast til þeirra bæði á loft
skeytastöðinni hér og í útvarps
tækjum í bænum, en síðan varð
talstöðin óvirk. Vélin var
stönzuð, enda var mikill sjór
í bátnum ,bæði í vélarrúmi, lest
og lúkar, en stýrið reyndist
vera í lagi. Tókst skipverjum
að koma upp folkkunni og lenz-
uðu síðan undan vindi og sjó
vestur fyrir nesoddann og upp
undir fjöru við ós Engidalsár.
Tók báturinn þar niðri og sat
þar fastur í ca. eina klst., og
var þar í nokkru vari fyrir
brotsjóum, því sker voru bæði
fyrir framan hann og aftan og
út af honum. Var þá f jara, en
þegar tók að falla að, losnaði
báturinn og hrakti vestur með
nesinu inn í klettabás einn
vestan við svonefnt Hjallsnes.
Heimamenn á Sauðanesi
höfðu haft auga með bátum,
sem fóru inn fjarðarmynnið
allan þennan dag, og kom mað
ur, sem var niður við vitann,
auga á bátinn rétt framan við
brimgarðinn, skömmu eftir að
hann fékk á sig brotsjóinn, 'og
fór þá heim að bænum. Stóð
þá svo á, að Sveinn Ásmunds-
ÞAKKARORÐ
Af heilum huga þökkum við öllum þeim, er sýndu
samúð og veittu aðstoð við björgun okkar af Þormóði
ramma, er hann strandaði sunnudaginn 26. þ'.m.
Við viljum láta í Ijós aðdáun okkdr á Björgunarsveit
Slysaárnafélagsins hér á Siglufirði, sem hiklaust og ún
fyrirvara lagði í hæpna för til að bjarga okkur með þeim
árangri, að við érum allir heilir á húfi.
Við þökkum heimilisfólkinu á Sauðanesi ógleyman-
legar viðtökuir og aðhlynningu, er við fengum þar og þá
fágætu hlýju, er við mættum, þegar við komum í land.
Við óskum þess, að heill og hamingja megi fylgja öllu
þessu fólki í starfi þess og striti æ og ævinlega.
Krist ján Sigurðsson,
Jón Sæimiiitlsson,
Tómas Sigurðsson,
Halldór Pétursson
.¦s#^#s#^r^#sr^Nrs#sr^sr^s#^r^#^r^^#sr^s#^s#srv#sr^#s#s#s#s#^^
ÞAKKARORD
Björgunarsveit Siglufjarðar vill hér með tjá þeim hjón-
um, Jónu Jónsdóttur og Jóni Helgasyni, Sauðanesi, þakk-
læti og virðingu sína fyrir atorku þeiiira, þrek og æðru-
leysi, er þau sýndu þegar m.b. Þormóður rammi fórst við
bæjardyr þeirra s.l. sunnudag, svo og Sveini syni þeirra
hjóna og Kristjáni Kristinssyni, er af sama dugnaði aðstoð-
uðu sveitina við bjö^rgun skipverjanna. Enginn þeirra 19
manna, er komu holdvotir og \kaldir að Sauðanesi aðfara-
nótt s.l. mánudags, munu nokkurntíma gleyma þeim næt-
urgreiða, er hann þáði þar, ásamt óvenju höfðinglegum
beina, og ekki sízt Wun þeim verða minnisstætt alúðlegt
og uppörvandi viðmót þeirra hjóna.
Siglufirði, 28. október 1950.
Björgunarsveit Siglutf jarðar
\#\#>#>*#>*#>r«rs#>«>#>#t#>*r^t#,*«s#^*#*#s#*#^^
son var að tala við Jón bónda,
til að grennslast uni ferðir báts
ins. Hóf Sveinn þegar að kalla
saman björgunarsveitina, en
einnig voru gerðar ráðstafanir
til að senda bát Þormóði til að
stoðar, og var m/s. Sigurður
fenginn til þeirrar farar. En
rétt á eftir fréttist að Þormóð-
ur væri strandaður og þótti þá
sýnt, að tilgangslaust væri að
reyna að bjarga honuni af sjó.
Hélt björgunarsveitin af stað
kl. rúml. 6. Fyrirliði var Sveinn
Ásmundsson, en til leiðsögu var
fenginn Sigurður Jakobsson,
fyrrum bóndi á Dalabæ. Voru
aJls 15 menn í sveitinni, sem
fór gangandi og bar björgunar
tækin.
Farið var upp f jallið upp af
Hafnarhæð, upp í Fífladali, nið
ur Lambadal og síðan eins og
greiðfærast er út á Sauðanes.
Veður var hið versta, hríð,
hvassviðri og náttmyrkur. Á
fjalhnu var víða glerhált svo
að leiðangursmennirnir urðu að
skriða sumstaðar, til þess að
þá hrekti ekki út af leið, og
þegar vestur á Dali kom var
klof óf ærð. Voru þeir ekki komn
ir á strandstaðinn fyrr en kl.
(Framhald á 4. síðu)
húsum, sem upphaflega voru
byggð og starfrækt sem íshús
og frystihús. Er, flatarmál
þeirra samanlagt um 520 ferm.
og er hægt að geyma þar um
4000 skippund af fiski.
Vélarnar eru smiö^Szr at
vélaverkstæði Siguro^. Lvein-
björnssonar í Reykjavik og
Raftækjavefksmiðju ij.áinar-
fjarðar, en Sveinn & Gish h/f.
smíðuðu grindurnar og settu
upp þurrkunarklefann. Þurrk-
að er við rafmagnshita, og tek
ur þurrkklefinn um 30 skip-
pund í einu. Hægt er að tvö-
falda afköst stöðvarinnar með
stuttum fyrirvara. Með núver-
andi afkastagetu þarf 22—24
menn til vinnu i stöðinni.
Stöðin hefur ekki verið rek-
in með fullum afköstum enn-
þá, og hafa 12—14 manns unn-
ið þar undanfarið. Mun fremur
lítið af þurrkunarhæfum fiski
vera til í bænum ennþá.
Verkstjóri í fiskþurrkunar-
stöðinni er Hannes Sölvason.
Saltfiskhneykslid
Einokunarhringur Thorsaranna kemur í
veg fyrir sölu á 6000 tonnum á saltf iski til
ítaiiu fyrir kr. 2,73 pr. kg, fob, gegn
greiðslu í frjálsum gjaldeyri.
Eins og 'kuunugt er hoi'ur
SlF, sem Thorsararnir eru
raunverulega allsráðandi í, al-
gera einokun á útfl. salti'isks.
Omboðsmenn SlF orlendis
eru nokkrír vUdarvinir og ná-
frændur Thorsarafjölskyldunn-
ar og vinna í hennar þágu. —
Þéssir umboðsmenn eru ÍÞórður
Albertsson á Spáni, Hálfdán
Bjarnason á ftalíu og Fipiu-
elis í Grikklandi. Þessir um-
boðsmenn hafa sjálfir sett á
stofn fiskkaupafyrirtæki, og
selja þessum fyrirtækjum sín-
um íslenzka fiskinn, sem flutt-
ur er til þessara landa. Þessir
umboðsmenn hafa þvf augljós-
an persónulegan hag af því, að
íslenzki saltfiskurinn sé seldur
við sem Iægstu verði út úr
landinu.
Enginn maður með f ullu viti
lætur sér detta í hug, að Thors-
ararnir og handbendi þeirra,
sem stjórna SlF og ráða fyrir-
komulagi saltfisksdlunnar, viti
ekkert um þetta, eða að það sé
af einskærri hlífð og hræðslu-
gæðiun, sem þeir leyfa þessum
svonefndu umboðsmönnum að
féfletta íslenzka útvegsmenn og
sjómenn þannig. Enginn efast
um, að þessir menn eru aðeins
aðstoðarmenn og eríndrekar
Thorsaranna sjálfra, sem á'
þoiman hátt eman skaitlegg ja
íslenzkan almenning um nokkr-
ar milljónir árlega, — og fá
þær skattfrjálst og í erlendum
gjaldeyri.
En hvernig stendur á því,
að svo illa gengur sem raun
ber vitni, að fá lagðar fram
óhrekjanlegar sannanir í þessu
máli og enda bundinn á þetta
ófagnaðarástand? Hversvegna
láta ekki stjórnarvöldin rann-
saka þetta mál með aðstoð
diplómatiskra umboðsmanna
diplómatiskra umboðsmanna
sinna erlendis? Því er til að
svara, að æðstu valdamenn
þjóðfélags okkair á sviði efna-
hagsmálanna eru einmitt úr
hópi þessara manna, sem hafa
persónulegan hag af því að
svincUið haldi afram. Björn
Ólafsson og Bjarni Benedikts-
son fara með utanríkismál
okkar, þar með talin afurða-
salan og viðsldptainálin. —
Pétur Benediktsson, bróðir
Bjarna Ben., en tengdasonur
Ólafs Thors, er sendiherra ls-
lands á meginlandi Evrópu. —
Kristján Albertsson, systrung-
ur Ólafs Thors, er sendiráðs-
ritari i París. Svikamyllan er
þaiuiig pottþétt.
Tilboð um hærra verð
en SÍF greiðir.
Af því, sem að íraman er
sagt, er augljóst, að Thorsar-
arnir og umboðsmenn þeirra
erlendis hafa hag af því, að
íslenzkur saltfiskur só seldur
við sem lægstu verði út úr Iand
inu. Enda hefur StF lengi legið
undir þeim grun, að það seldi
saltfiskinn við lægra verði en
fáanlegt væri fyrir hann.
Nú hefur sá atburður gerzt,
að fslenzkur verzlunarerindreki
í Evrópu, Guðmundur Alberts-
son, hef ur f engið í hendur kaup
tilboð frá ítölskum fiskkaup-
(Framhald á 4. síðu)
Rausnarleg gjöf
Svo sem kunnugt er, hlutu
björgunarmenn, er aðstoðuðu
við björgun skipverja af „Hav-
frúgvin" í fyrrahaust peninga-
gjöf að upphæð 5000 færeyskar
krónur, í þakklætis- og viður-
kenningarskyni fyrir björgun-
ina. Átti þessi upphæð, sem er
allmikið á 12 þús. kr. í íslenzk-
um peningum að skiptast jafnt
á milli björgunarmannanna. —
Nú hefur björgunarsveitin og
skipverjar á bátunum tveim,
sem aðstoðuðu við ibjörgunina,
gefið Slysavarnardeildinni hér
þessa upphæð, með tihnælum
ium, að keypt verði fyrir það
ný björgunartæiki, fullkomnari
þeim, sem hér eru fyrir hendi
nú, svo sem norsk línubyssa
(ný uppfinning) nylon-björg-
unarlma og ferðatalstöð. Er
þetta hin höfðinglegasta gjöf,
einikum þegar það er haft í
huga, að margir gefendanna
eru lítt efnaðir menn, sem hefði
munað talsvert um gjafaupp-
hæðina.