Mjölnir


Mjölnir - 29.11.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 29.11.1950, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIB — VIEIIDKAM — Útgefandi: SOSlALISXA££LAfi SíGLUFJAJÍÐAJv Rítstipiá og ábyrgO&rmaður: BeaeáMst Sigiurðeson BfaÖið Bjbbxut út afia» uúövikuúftga ÁskriftargjaM kr. 20,00 áirg. — A%rei0sla Saðnr$$tií/Í0iríl lJ Símar 194 og 210 £3r{ iöri Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Alþýðusambandsþingi er nú nýlo'kið. Um þetta þing er það eitt að segja, að þar gerðist fátt, sem í frásögur er færandi, og éklkert, sem líklegt er til að hafa neina verulega jákvæða þýðingu fyrir þau þúsundir karla og kvenna, sem mynda Aiþýðusamband- ið í baráttu þeirra fyrir hag sínum og iífskjörum. Hinsvegar mun þingið hafa opnað augu margra fyrir því, í hvílíkt niður- lægingarástand Alþýðusambandið er komið. Kjör verkalýðsinS1 hafa aldrei versnað eins stórlega á jafnskömmu tímabili og í stjórnartíð Helga Hannessonar og Co. Orsökin er að verulegii leyti, jafnvel að öllu leyti sú, að stjórn heildarsamtakanna hefur gersamlega svikizt um að veita nokkurt viðnám gegn hinni sí- vaxandi ágengni atvinnurekendavaldsins í landinu, og ekki nóg með það, heldur hefur stjórn Alþýðusambandsins haft beint samstarf við atvinnurekendur og afturhald við að jafna niður byrðum verðbólgu, atvinnuleysis, kaupskerðingar og dýrtíðar á hina fátækustu í landinu. Hvað víkur stjóm samba-ndsins inn á við, hefur lika allt sigið stöðugt lengra á ógæfuhlið fyrir núverandi stjóm A.S.I. —i Hagur sambandsins hefur versnað um allmikið á annað hundrað þúsund krónur. Erindrekstur hefur fallið niður, þ.e. erindreki sambandsins hefur verið notaður í pólitískt snatt fyrir Alþýðu- flokkinn, en tekið fyrir laun úr sjóðum sambandsins, og annað, er eftir þessu. Eitt kom þó í ljós á þessu þingi, sem gefur nokkra von um að betri tímar eigi eftir að fara í hönd, sem sé það, að ýmsir þeirra manna, sem hafa látið hafa sig til skemmdarverka á al- þýðusamtökunum vegna pólitísks ofstæikis, em famir að líta málin öðrum augum en þeir gerðu fyrir tveimur árum, og spyma nú við fótum þegar reynt er að knýja þá áfram á sömu braut. Það kom sem sé margsinnis í ljós á þinginu, við atkvæðagreiðslur og ýmis önnur tilefni, að stjóm Alþýðusambandsins naut ékki trausts allra s©m hún hafði talið sér vísa, og varð jafnvel fyrir árásum úr þeim áttum, sem hún vænti þeirra sízt úr, svo sem sprengiframboðið gegn Ingimundi Gestssyni ber glöggt vitni um. 1 fáum orðum mætti gera grein fyrir þeirri hugarfarsbreyt^ ingu, sem koma fram á þessu Alþýðusambandsþingi með því að segja, að það væri nú að renna upp fyrir ýmsum, sem ekki hafa hugsað áður um verkalýðsmál í alvöm, en sem alvara yfirstand- andi sóknarskeiðs afturhaldsins hefur kennt ýmislegt, að verka- lýðsbaráttu verður að heyja á stéttarlegum grundvelli, en ékki flokltspólitískum. Er [vonandi, að framhald iverði á þeirri þróun. Unprska hveitið því sem Þjóðviljinn hefur umbúðir voru til utan um það, Málgögn Bandaríkjamanna hér á landi, einkum þó Alþýðu- iúaðið, hafa undanfarið verið að hneykslast á hveitikaupum, sem gerð hafa verið í Ungverja andi fyrir tilstilli Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna, er hefur getað selt þar álitlegt magn af „óseljanlegum" freðfiski, þ. e. freðfiski, sem ekki er hægt að koma út í marsjall-löndunum eða í Ameríku, gegn því að keypt verði þaðan hveiti fyrir andvirðið. Þjóðviljinn ræðir þetta mál nýlega í ritstjómar- grein, og segir m. a.: „Hveitikaupin í Ungverja- landi eru liagstæðustu hveiti kaup, sem gerð hafa verið um langa hríð. Hveitið er greitt með freðfiski og það fæst meira hveiti fyrir hvert Idló af freÍ! iski en fáanlegt er nokkur iaðar annarstað- ar. Hveiti er þannig það ó- dýrasta, f sm völ er á. — Hitt er síðan framkvæmda- atriði ríkisstj. hvemig hún verðleggur hvort fyrir sig, freðfiskinn og hveitið. Eftir komizt næst mun framkv. verða sú, að ungverska hveit ið muii verða selt hér á að lieita má sama verði og það hveiti, sem verið hefur á boðstólum undanfarið, keypt fyrir marsjalldollara. Sá flugufótur er hinsvegar fyrír áróðri Alþýðublaðsins um verðhækkim á hveitinu að Islendingar munu nú eiga þess kost að kaupa í Kana- da hveiti fyrir frjálsa doll- ara, og yrði það eitthvað ódýrara en það sem hingað til hefur fengizt. Hinsvegar er þess enginn kostur að selja Iiraðfryst þorskflök, samsvarandi þeim sem Ung- verjar kaupa, fyrir frjálsa dollara. Miðað við freðfisk- inn er því Kanadahveitið ó- endanlega dýrt.“ Það skiptir meginmáli fyrir almenning, hvemig vömskipta- verzlun er framkvæmd. Þess- vegna hafa sósíalistar lagt til á Alþingi, að strangar skorður yrðu settar við slíkri verzlun, ★ Fertugsafmæli. — Sigurður Bjömsson, skipasmiður, Eyrar- götu 3b átti fertugsafmæli þ. 25. nóv. s. 1. ★ Sextíu og fimm ára afmæli átti frú Theodóra Pálsdóttir, ekkja Guðm. heitins Hafliða- sonar þann 15. nóv. s.i. ★ lijónahand. — S.l. laugardag vom gefm j. li.ionaband ungfrú Sigriðúr Albertsdóttir óg' Jón Hjálmarsson,1 skósmíðameistári Hafnargötu 10. , ★ Athyglisverður greinarflokk 3nrr ~D^<Mní&rií Tfféftir fibtrzt í Þjóðviljánúm gréinarflokkur, sem nefndist Hringurinn, eftir Sigfús A. Sigurhjartarson. — 1 þessum greinaflokki er öllum gert auðskilið hlutverk íhalds- ins og þjóna þess innan verka- lýðshreyfingarinnar, — bemsku skeið og þroSkaár auðskipu- lagsins og einnig hnignunar- skeið þess, — eðli og orsakir byltinga í þjóðfélaginu og út- skýrt á einfaldan og glöggan hátt hve sjálfsögð og eðlileg ibyltingin er í raim og veru. — En blaðabullur auðvaldsins hafa lengst af notað þetta orð og hugtak til þess að rugla og hræða fólk frá sósíalismanum, tengt það blóði og hverskonar kvalræði, en gleyma að geta þess að franska stjórnarbylt- ingin, sem borgarastéttin og auðvaldsskipulagið em sprottin upp úr, er einhvef sú blóði- drifnasta og kvalafyllsta bylt- ing, sem sagan getur um. Að sjálfsögðu ber ekki að saika borgarastéttina um blóð það, sem þá var úthellt, heldur það skipulag, sem þá var að hnjga í valinn og vildi ekki viður- kenna ósigur sinn. — 1 greinar flokki Sigfúsar er margt að finna, sem hverjum verka- lýðssinna má að gagni verða í dægurmálabaráttunni og ættu því sem allra flestir að halda þessum greinum saman. Þær em tíu alls. ★ Hitt og þetta. — Ef Mtið er yfir vettvang hinna íslenzku þjóðmála og dægurmála þá er ýmislegt, sem fyrir' augu ber. Og alltaf bætast við hin marg- váslegustu mál, t.d. erjur hinna stóm manna í útvarpinu, salt- fisksöluhneyksli Thorsaralýðs- ins, sem þannig stelur milljón- um króna af íslendingum með einokun sinni. AUtaf em að koma í ljós afleiðingar hinnar dásamlegu viðreisnar íhalds og framsóknar, gengislækkunar- innar, — þær birtast í vöntun á allskonar vörum, matvælum, fatnaði, byggingavömm, iðnað- arvörum, rekstursvömm til framleiðslunnar o.fl. o.fl. Kven fólkið vantar sokka, karlmenn skyrtur; kaffilaust er heilu tím ana, jafnvel svo vikum skiptir, þvottaefni hefur ekki fengist um tíma vegna þess að engar sett lágmarksverð á útfluttu vörurnar og hámarksverð á þær innfluttu.' 1í!n slíkt fyrir- komulag mega einokúnárherr- arnir, sem eiga ríkisstjórnina, ekki heyra nefnt. Þeir vilja fá að halda áfram að stela milljón iim eða tugum milljóna af al- njenningi árlega með faktúm- fölsunum, saltfiskeinokun og öðrum bellibrögðum, eins og þeir hafa gert undanfarin ár. og þannig mætti halda áfram lengi 'að télja. En alltaf er samt sömu söguna að segja, þegar einhver vörutegund, - hefur ekki fengist um tíma og kemur aft- ur, þá er hún margfallt dýrari en áður. Enda er nú svo koniið að visitalan er komin í 123 stig þótt kaup sé ékki greitt nema eftir vísitölu 115. Fólk ætti að reyna að gera sér 1 hugarlund hVáð'þáð héfúr koStað állt vinn andi fólk á íslandi þetta ár, sein. liðið er sáðan kosið var tií Alþingis, að fulltrúum aftur- 1<þáldsifíé^1 ÖMlds, krötum og framsókn var veitt það. brautar gengi, sem þeim var veitt í okt. 1949. Það er satt að atkvæði hvers manns er dýrmæ-tt, það getur fólk séð nú. Þeir sem nú kvarta undan dýrtíð og vand- ræðum með að lifa, ættu augna bMk og hugsa sig um og at- huga: hvern kaus ég í síðustu kosningum? Hafi þeir kosið sósíalista, þá geta þeir í sann- leika sagt, að þeir hafi gert það sem í þeirra valdi stóð til að afstýra þessum ósköpum, en hafi þeir kosið afturhaldssinna, þá hafa þeir við engan að sak- ast nema sjálfan sig, og þá sem þeir kusu, því allt er þetta eymdarástand tilkomið vegna vel síldarleysið getur ekki gert ráðabreytni afturhaldsins. Jafn hlut þess betri, því hefði stjóm landsins verið góð og samkvæm hagsmunum þjóðarinnar, þá hefði síldarleysið ekki orðið neitt tilfiimanlegt, það hefði orðið eins og harðindakafM á sæmilega góðum vetri, og hverj um gðgnum bónda hefði tekist að firra bú sitt tjóni hans vegna. Ef íslenzka þjóðin væri nú ekki að rogast með hin sísjúg- andi snýkjudýr á bakinu, þess- ar auðvaldskMkur, sem hrifsáð hafa til sín yfirráð yfir helztu málum hennar, þá :gæti hún vissulega vel lifað góðu Mfi. — Þessvegna þarf hún sem fyrst að þurrka út áhrif kMkna þess- ara á málefni sín en fela þau í hendur mönnum, sem hún getur treyst til hins ítrasta. Og þetta mun hin islenzka þjóð gera fyrr en síðar, hún mun reynast sjálfri sér trú. Saumanámskeið Held saumanámskeið (í krakkafatnaði) þann 1.—15. des. n.k. — Væntanlegir iþátttakendur geta fengið nánari upplýsingar í Hólaveg 18. ÍBO0 TIL SÖLU Byggingarfélag iverkamanna, Siglufirði, auglýsir tveggja lierbergja íbúð til sölu í verkamannabústöðunum við Hvann- eyrarbraut. Meðlimir Byggingafélagsins hafa forgangsrétt. — Umsóknir um íbúðina skulu sendar til Þórlialls Bjömssonar, Norðurgötu 13, fyrir 7. des. n. k. og gefur hann allar nánari upplýsingar. j Siglufirði, 23. nóv. 1950. Byggingarfélag verkamanna, Siglufirði. TILKYNKING nr.49/1950. Ákveðið hefur verið, að hvorki fomverzlunum né öðrum verzlunum sé heimilt að selja (notaðar vörur og muni hærra verði en samskonar Iilutir mættu kosta nýir, nema með sérstöku leyfi verðlagsyfirvalda. Reykjavík, 13. nóv. 1950. FJÁRHAGSRÁÐ bref til laru er komið út sem félagsbók Máls og Meuningar. Notið itæki- færið til ,þess að eignast þetta sígilda Verk. Gerist félagsmenn í Mál og Menning, iþar gerið þið beztu íbókakaupin. Fjrír aðeins 50 króna ársgjáld fáið þið þrjár bækur og þrjú Timarit Máls og Menningar. Auk þess þau hlunnindi, að fá allar útgáfubækur Heimskringlu með 10% afslætti hjá umhoðsmönn- um félagsins. — Gerist áskrifendur að bókum Máls og Menn- ingar. Hringið í síma 270, og þá verða bækumar sendar heim. KRISTMAR ÓLAFSSON Kaupið happdrættismiða Þjóðviljans

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.