Mjölnir


Mjölnir - 29.11.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 29.11.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIB S ÍS- í síðasta blaði Siglfirðings, sem út kom hinn 16. nóv. s. 1., birtist smá greinarstúfur með nafninu „Stöndum vörð um ls- lendingseðlið." Örverpið er á stað þeim Iblaðinu, sem haargir kalla „undir ránfuglinum." 1 fyrri hluta þessarar greinar er aðallega leitast við að sýna, fram á, að sðsíalistar og krat- ar, séu eitt og hið sama; „þetta erujú kvistar af sama meiði,“ segir blaðið. (leturbr. Mjölnis). Ég vil táka það fram strax, að þegar ég. ræði um krata, þá geri ég ávallt mjög skýran greinarmun á leiðtogum þeirra, og þeim heiðarlegu alþýðumönn um og konum, sem þessum leið togum hefur auðnast að blekkja til fylgis við sig, og hér skulum við fyrst lítillega athuga um foringjana. Það er kunnugt öllum þeim, sem eitthvað hafa gluggað í sögu stéttarbaráttunnar um heim allan, að þá er samtök hins vinnandi fjölda eru sterk orðin og traust í baráttu sinni við auðvaldið ,og þar með hættuleg aðstöðu þess til arð- ráns, þá grípur það ávalt til hinna sömu úrræða. Það fyrsta sem það gerir er að beita hin- um gífurlega mætti þess auðs, sem það hefur ranglega haft af hinum vinnandi f jölda, til að kaupa upp ótryggustu og met- orðagjörnustu foringja verka- lýðsins, stundum með beinum fjárframlögum úr eigin vasa, eða þá með bitlingum, sem greiddir eru af almannafé. — Þetta er nákvæmlega það sem gerzt hefur hér í okkar fá- menna landi . Auðvaldið ís- lenzka hefur keypt upp fjölda þeirra manna, sem það eitt sinn hataði og smáði í áróðurs- málgögnum sínum, og þeir menn eru einmitt flestir for- ingjar Alþýðuflokksins. Hlut- verk það, sem þeir inna af höndum er svo að sundra verka lýðnum, og viðhalda innbyrðis deilum og árekstrum, og tefja þann veg baráttu hans til betra og meir mannsæmandi lífs, — þess lífs, sem auðvald allra tíma og allra landa hefur ávallt barizt gegn að hann lifði, með öllimi þeim meðulum, sem það hefur átt yfir að ráða (og þar í kratabroddunum). Það hefði því verið nær, að 'greinarritarinn í „Siglfirðingi“ hefði líkt krataforustimni við rýting í hendi auðvaldsins, sem það sí og æ rekur í bák öllum rerkalýð, hvort sem hann er blindaður af lygaáróðri auð- valdsins og bundinn í einhverj- um flokka þess, eða hann hefur iborið gæfu til að skynja af- stöðu sína í þjóðfélaginu, og fylgir hinum róttækari öflum í baráttunni ,og styður þar með uþpruna? sjálfs síns hagsmuni gegn hags munum arðræningjanna. Að líkja krötimum (þ.e. broddunum) við sósíalistana er því hin mesta f jarstæða og á- móta og að líkja t.d. Vidkun Quisling við Nordahl Grieg. 1 seinni hluta greinarinnar er svo farið að nálgast það sem fyrirsögnin bendir til, sem sé sambands ungra sósíalista Forseti sambandsins kjörinn íngi K. Helgason. Níunda þing Æskulýðsfylk- ingarinnar, sambands ungra sósíalista, var háð í Reykjavík dagana 10.—-12. þ. m. Forseti þingsins var kosinn Böðvar Pétursson. Þihgið gerði margar ályktanir um öll helztu frarn- fara- og menningarmál íslenzki4 ar æsku, og baráttu hennar á næstu árum. Stjóm sambandisns næsta ár skipa: Ingi R. Helgason, for- seti; Guðlaugur Jónsson, vara- forseti; meðstjómendur: Bjami Benediktsson frá Hofteigi; Bjöm Júlíusson, Jónas Áma- son, Sigurður Guðgeirsson og Stefán Finnbogason. Varastjórn skipa; Ragnar Gunnarsson, Svanhvít Skúladóttir; ísak öm Hringsson og Böðvar Péturs- son. Á þinginu fluttu þeir Einar Olgeirsson, formaður Sósíalista flokksins og Eggert Þorbjam- arson ræðu og ávarp, þar sem þeir hvöttu æskuna til dáð- ríkra starfa og baráttu í þágu lands og þjóðar, og í þeirri bar áttu yrði hin sósíalistíska kenn ing að vera leiðandi kraftur. Hér á eftir birtist stjómmála ávarp Æ.F. þingsins: ATVINNA - MENNING - SGSIAUSMI Ungir sósíalistar hvetja æsku landsins að rísa gegn landráðum, óstjórn og eymdar- stjórn afturhaldsins Níunda þing Æskulýðsfylkingarinnar vekur athygli íslenzkr- ar alþýðuæsku á eftirfarandi staðreyndum: Landinu er stjómað af fámennri og harðvítugri yfirstétt, sem í öllum höfuðmálum lýtur boði og hanni Bandaiíkjaauðvalds- ins, eins og merkin sýna. Með Keflavíkursamningnum var komið hér upp dulbúinni herstöð handa Bandaríkjaher. Arið 1948 skrifuðum við undir þá nýlendustefnuskrá Bandaríkjanna sem heitir marsjalláætlun. Á síðastliðnu ári vorum við gerð að þátt- takendum í xmdirbúningi vestræns auðvalds undir herför á hendur sósialistísku ríkjunum. . Þessi ár hefur iimanlandspóIitQdn fylli- Iega verið hliðstæð utauríkispólitíkiimi, allt frá því er kaup- greiðsluvisitalan var bundin í öndverðri stjómartíð Alþýðuflokks- ins og þar til togararnir voru bundnir við haJfnarbakkana í snmar. Einn höfuðáfanginn á iþeirri leið er gengislækkunin í fyrra. Og nú er svo komið að atvinnuskortur og atvinnuleysi hefur enn á ný knúið að dyrum íslenzkra alþýðuheimila fyrir beint tilstilli þeirrar ríkisstjórnar, sem m.a. einokar útflutningsverzlunina og slitið hefur nær öllum viðskiptum við hin sósíalistísku ríki. — En þar sem neyð og atvinnuleysi hefur ekki þegar haldið innreið sína, minnkar jafnt og stöðugt kaupmáttur greiddra launa. — Nú þegar hefur einhver hluti æskufólks af alþýðuheimilum orðið að endurskoða fyrirætlanir sínar um framtíðina, m.a. orðið að fresta skólagöngu éða jafnvel hætta henni með öllu. Enda er óupplýst og fátækt þ.jóð anðveldara verkfæri í höndum auðstétt- arinnar en auðug þjóð og menntuð. .. ..... L . Níunda þmg Æskulýðsfylkingarinnar mótmælir þessu stjóm- arfari, mótmælir þeirri misnotkun lýðræðisihs, þar sem löggjafar valdinu er fyrst og fremst beitt til þess að kúga fólkið í landinu og svipta það Iraunverolegu frelsi sínu. Þingið flytur þau mótmæli í nafni allra þeirra íslendinga, fyrr og síðar, sem nnnið hafa að hættum k.jörum og auknu frelsi þjððarinnar. Þingið flytur þau mótmæli í nafni sósíalismans, sem bendir okknr á leiðimar til að gera alþýðuna áuðuga og frjálsa, í hverri grein, og öllum merkingum. Þingið hrýnir þann sannleik fyrir íslenzkri æsku, að það er lýgi að þessi þjóð geti ekki framar staðið á eigin fótum, efnahagslega né stjómmálalega; að fátæktin se óhjákvæmileg; að atvinnuleysið sé náttúrulögmál; að alþýðuæskan megi ekki stunda það nám, sem hún vill og þau störf, sem hún þarf; að krafan um mannsæmandi lífskjör só ósvífin og að engu hafandi.l Níunda þing Æskulýðsfylkingarinnar heitir á æsku þessa lands að rísa öndverð gegn þeirri stjóm og því stjómarfari, sem nú ríkir í landinu, og gegn þeim hugsunarhætti eymdarinnar, sem með öllum ráðum er areynt að gagnsýra þjóðina af. Jafnframt' minnir þingið á þá sannreynd, að því staðbetri þekldngar ,sem æskan aflar sér á lögmálum þjóðfélagsins, því meiri líkur eru fyrir því, að sú barátta verði háð með ára/ngri, leidd til sigurs. Þeim, sem mnna nýsköpunarárin má vera það I.jóst, að ýmsnm árangri er hægt að ná innan þeirra takmarka, sem anðvalds- skipulagið, áf sjálfu eðli sínu, setur allrí velsæld og menningu. En himt oudaulegi gjgur hoitir sósialistíakt þjóðskipulag á Islandi. hið svokallaða „Islendingseðli." Þar er og stefrmskrá Sjálfstæð- isflokksins í tveim liðum, 6(4. lína, en henni mætti raúnar þjappa saman enn meira, eða í eitt orð, orðið: arðrænum. Ékki fá vanalegir menn séð, að það sé eittbvert séreðli Is- lendinga að þrá og óska eftir einstaklingsfrelsi og atvinnu- f relsi. Það þrá heiðarlegir menn um víða véröld, öllum til handa, en auðvald abra landa þráir ekki slíkt frelsi. Það þráir frelsi sjálfu sér til handa til að geta stundað sína atvinnu, en hún er að arðræna hinn vinn- andi fjölda. Það er það ein- staklings- og atvinnufrelsi sem auðvaldið íslenzka á við þá, er það ræðir um slíkt, og þetta eru engin sór-einkenni þess heldur. Þá er marxismanum fundið það til foráttu, að hann sé út- lend stjórnmálastefna, gagn- stætt steifnu Sjálfstæðisflokks- ins, sem samkvæmt greininni virðist eiga að vera íslenzk, og grundvölluð á „íslenzkum eðlis- einkennum." Ekki hefur sú Ikenning skotið áður upp koll- inum, að auðvaldsþjóðféiagið sé xslenzkt að uppruna, eða hvort vill „Siglfirðingur" breiða það út, að hymingarsteinar þess þjóðfélags: efnahagslegt ranglæti, arðrán, fátækt, kúg- un, fáfræði og hleypidómar, séu íslenzíkir að uppruna? Um stefnuskrána, sem áður getur, er fátt að segja. Hún kemur vægast sagt jafn hlá- lega fyrir sjónir og nafn þess flökks, sem hana ber fram. I fyrsta lið segir að hún grundvallist á: „Eflingu og verndun sjálfstæðis lands og þjóðar út á við.“ Þetta hljóm- ar sem naprasta háð, og hlýtur greinarhöfundi að vera það Ijóst, ef hann hefur i huga ó- happaverk undanfarinna ára, og það tjón, sem sjálfstæði landsins hefur verið unnið imdir forustu Sjálfstæðisfl. Fyrsti liðurinn var um þá hliðina, sem að umheimnum snýr, og í öðrum liðnum er svo rætt um þá er að landsfólkinu snýr. Þar segir að hún grund- valiist á: „Víðsýnni, þjóðhollri umbótastefnu inn á við, sem byggist á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ — lÁður hefur verið rætt um það frelsi sem afturhaldið í landinu berst fyrir, en það er sem sé frelsi hinna fáu ríku til að arð- ræna hina mörgu fátæku. — Þessi taglhnýtingur „með hags muni ailra stétta fyrir augum“ er eins og hver önnur mótsögn, sem meira að segja hver ein- asti arðræningi veit, að er vit- leysa. Hagsmunir tveggja stétta, þar sem önnur arðrænir hina, fara ekki frekar saman en t.d. hagsmunir kaupfélags- ins á Raufarhöfn og þeirra sem þar stálu. Og ekki heldur þessi taglhnýtingur er íslenzkur að uppruna, því hann hafa notað, langt á undan íslenzku auð- valdi, arðræningjar annara landa, og, af mestri leikni naz- istamir þýzku. Æ.F.S.-féIagi. Orðsending til kaupenda Þjóðviljans Þeir sem enn ékki hafa greitt ársgjald Þjóðviljans fyriri árfð 1950, eru vinsamlega þeðnir að gera skil, svo fljótt sem auðið er. . > Ef einhver jir kaupetndur f á ekki blaðið með sldlum, þá gerið afgreiðslunni í Suðurgötu 10 aðvart. ) 1 AFGrBEBÐSLAN LOGTAK Eftir kröfu ríkissjóðs og Tryggingarstofmmar ríkisins og að undangengnum úrskurði, fverða Jögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð lögtaksbeiðenda, að átta dögum liðnum frá Ibirtingu þessarrar auglýsingar, fyrir eftir töldum gjöldiun, er féllu í gjalddaga á manntalsþingum 1948, 1949 og 1950, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði: Tekjuskatti, tekjuskattsviðauka, eignarskatti, (stríðsgróða- skatti, skatti vegna eignakönnunar sbr. lög nr. 67 1947 og nr. 34 1950, fasteignasíkatti, slysatryggingariðgjaldi, námsbókagjaldi, mjólkureftirlitsgjaldi og almenns tryggingariðgjaldi, svo og lestar gjaldi, veitingaskatti, gjaldi af innlendum Itollvörum, útflutnings- gjaldi, vitagjaldi, skipaskoðunargjaldi, tryggingariðgjöldum af lögskráðum Sjómönuum og söluskatti. Bæjarfóetinn 1 Sigiufirði, 23. nóv. 1950. BJARNI BJABNASON LÖGIÖK Samkvæmt kröfu bæjargjaldkera úrskurðast hér með, að lögtak verður látið fram fara, að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, til innheimtu ógreiddra útsvara, kirkjugarðs- gjalds, fasteignaskatts, vatnsskatts og lóðargjalda, sem féllu í gjalddaga á árínu 1950 og fyrr. Bæjarfógetinn í Siglufirði, 22. nóv. 1950. BJABNI BJARNASON.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.