Mjölnir


Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 1
35. tölublað. Miðvikudagur 13. des. 1950. 13. árgangur. Vélbáturinn „Skrúður“ íerst Með bátnum fórust tveir meim, Gestur Vigfús- son, 30 ára, og Ólafur Kristjánsson, 28 ára, — báðir héðan frá Siglufirði. Nú er hver siðastur að kaupa miða i happ- drætti Þjóðviljans! Dregið verður á föstudaginn kenftur. Eftir er því aðeins tveir dagar og enginn má láta þetta tækifæri ónotað frá sér fara, því hvenær igefast aftur tækifæri til að kaupa miða í jafn glæsilegu happdrætti og þessu, og styrkja um leið gott málefni? — Vinningar í liappdrættinu eru þessir: 1. Stofusett kr. 15.000,00 2. Stofuskápur — 7.000,00 3. ísskápur — 6.000,00 4. Málverk 5.000,00 5. Þvottavél — 4.000,00 6. Saumavél — 3.000,00 7. Kaffistell 12m. (úr ísl. leir) .... — 2.000,00 8. Gólfteppi — 2.000,00 9. Rafhavél — 1.000,00 10. Ryksuga — 1.000,00 11. Kaffistell 6 m. (úr ísl. leir) .... — 1.000,00 12. Matarstell — 1.000,00 13. Heildarútg. af verkum Kiljans — 800,00 14. Hrærivél — 600,00 15. Hrærivél — 600,00 Hver miði kostar FIMM KRÓNUR. Allir sós alistar og aðrir þeir, sem tryggja vilja örugga útkomu Þjóðviljans á komandi tímum ættu nú að sameinast í öfhigu átaki og selja þá miða sem eftir eru hér óseldir. Komið í dag og á morgun í skrifstofu Sósíalistafélagsins og takið þátt í lokasókninni. Athugið það, að ávalt reynist bezt að selja miða dagana áður en dregið verður. Seljum alla miðana! Það er takmarkið! Stórtjón af völdum sjávarflóðs m 1 ofveðrinu um s.l. helgi gekk sjór inn yfir flóð- varnargarðinn norðan á Þormóðseyri og flæddi yfir stórt svæði á ©yrinni, rann inn í f jölda húsa og olli miklu tjóni. Sá sorglegi atburður gerðist 'i ofveðrinu 30. nóv. s.l., að vél- báturinn Skrúður héðan frá Siglufirði, týndist, og hefur ékkert af honum spurzt síðan. Á bátnum voru tveir menn, Gestur Vigfússon, 30 ára og Ólafur Kristjánsson, 28 ára, báðir héðan úr bænum. Skrúður fór í róður 26. nóv., sama dag og Þormóður rammi fórst. Lagði hann lóðir sinar skammt utan við venjulega bátaleið út af Almenningum, og tókst að ná nokkru af þeim áður en óveðrið komst í al- gleyming, og náði til Haganes- víkur við illan leik um kvöldið. Var báturinn tekinn þar á land, og hrotnaði hann þá lítillega. Var gert við það í Haganesvík, en ekki tókst að fá nógan mannafla til að koma bátnum fram aftur fyrr en árdegis á fimmtudag. Lagði hann frá landi seint á tólfta tímanum, og var um stund á syeimi úti á víkinni, eins og bátverjar væru á báðum áttum um, hvort þeir ættu að fara, en um kl. 12 lögðu þeir af stað út. Um kl. 12,45 var hringt hingað til Siglufjarðar frá Haganesvík, og sagt, að sjór væri farinn að ganga mikið upp, og um sama leyti spurðust frá Sauðanesi, að komið væri haugabrim. — Var m.b. Nói þá fenginn til að fara út til að leita að bátnum, en um tvö- leytið var komið afspyrnurok af norðaustri og ófært með öllu út úr firðinum. Þegar var hafin leit að bátnum með ströndum fram, nálæg skip beð in að leita hans, og björgunar- flugvél fengin til að leita hans daginn eftir, en án árangurs. K. S.nlaðið kemur út ámorgun.Erblaðið að þessu sinni 16 s'íður, prýtt mörgum myndum og með Ut- prentaðri kápu. Af efni þess má nefna: grein um Björn Jóns son, Firði; Bernskuár K.S. eftir Aage Schiöth; Fimleikaför út á land, eftir Helga Sveinsson; Keppnisför til H.S.Þ., eftir Alfreð Jónsson; Bæjakeppni Is firðinga og Siglifrðinga; ísa- fjarðarför K.S. í sumar; grein um för 3. fl. á íslandsmót 1950 Félagslífið o. fl. — Er frágang ur blaðsins hinn vandaðisti og ekki að efa að margan fýsi að eignast það. Þeir Gestur og Ólafur voru kunnir og vinsæiir dugnaðar- menn, báðir sjómenn að aðal- starfi, þaulreynir og harðfeng- ir, og er að þeim hinn mesti Fyrir alllöngu síðan bar Magnús Kjartansson fram á A1 þingi fyrirspurnir um Keflavík- urílugvöll. Leið nokkur tími svo, að Björn Ólafsson flug- málaráðherra hliðraði sér hjá að afgreiða þær. Hinn 6. þ.m. voru fyrirspurnirnar teknar á dagskrá sameinaðs þings eftir ósk forseta um formlega af- greiðslu á þeim. Tók þá Björn Ólafsson til máls og lýsti yfir þv'i, að hann mundi engri fyrir spurninni svara, því tilgangur- fyrirspyrjandans væri sá einn að hagnýta svörin til að þyrla upp rógi um þá erlendu þjóð, sem starfar á vellinum! Er þessi neitun ráðherrans uni að gefa svar við fyrirspurnunum hreint brot á þingsköpum, en jafnframt játning um það, að framferði herraþjóðarinnar á flugvellinum og leppa hennar, sé mál, sem Bandaríkjaagent- unum sé hollast að þjóðin viti sem minnst um. „RÓGSEFNIГ Fyrirspurnirnar sem ekki má svara vegna þess að svörin eru ,,rógur“ um herrafólkið, eru svohljóðandi: 1. Hve margir menn starfa nú á Keflavíkurflugvelli? Hve margir þeirra eru íslending ar og hve margir útlend- ingar? 2. Hversu margir íslendingar vinna tæknileg störf á vell- inum, og hver eru þau störf? 3. Hversu margar íbúðir hafa verið byggðar á vellinum síðan Keflavíkursamningur inn var gerður? 4. Hverjar aðrar byggingar liafa verið reistar, og hver er stærð þeirra? 5. Hverjar hafa verið helztar atvinnuframkvæmdir aðrar á Keflavíkurvelh? 6. Hversu miklu liefur inn- mannskaði. Þeir voru báðir ókvæntir, en áttu systkini og aldraða foreldra á lífi. Eigandi Skrúðs var Pétur Stefánsson frá Nöf. Báturinn var opinn trillubátur með nýrri vél. Báturinn, veiðarfæri hans og annar útbúnaður var óvá- tryggt, og er því tjón eigand- ans verulegt. flutningur til Keflavíkur- flugvallar numið að magni og verðmæti síðan flugvall arsamningurinn við Banda- ríkin var gerður? 7. Hversu miklu luifa verið tolltekjur ríkissjóðs af þess um innfiutningi ? 8. Hversu mikið hefur verið flutt inn til vallarins á þessu tímabili af tóbaki, áfengi og áfengu öli? 9. Hversu mikið fé hafa hinir erlendu starfsmenn og fyrir tæki á Keflavíkurflugvelli greitt í tekjuskatt liér á þessu tímabili? 10. Hversu mikið fé liafa aðil- ar greitt í útsvör til sveitar félaga? 11. Hversu miklar gjaldeyris- tékjur liafa bankarnir haft á Keflavíkurflugvelli á þessu tímabili, og livernig sundurliðast þær tekjur? 12. Hversu mikill liluti af um- ferðinni mn völlinn stafar af samgöngum bandaríska hersins við hemámssvæði sitt í Þýzkalandi? 13. Hverjar ráðstafanir hefur ríkisstjómin gert til að undirbúa, að íslendingar taki sjálfir við allri starf- rækslu á vellinum 1953? Bandaríkin hamstra hráefni Brezk blöð kvarta sáran yfir því, að Bandaríkin gíni nú svo yfir öllum hráefnum að hin- um Vesturveldunum stafi stór- hætta af. Veldur þessu hamst- ur Bandaríkjastjórnar á mikil vægum hernaðarhráefnum. — segir ,,News Chronicle" að skortur á hráefnum, svo sem zinki, kopar og aluminium sé nú orðinn svo tilfinnanlegur í Um síðustu helgi var ofsa- veður af norðri um allt Norður land og urðu víða miklar skemmdir af stormi og sjávar- gangi. Mest hefur tjónið þó sennilega orðið hér á Siglufirði, er sjór féll á sunnudagsmorg- uninn inn yfir brimvarnargarð- inn norðan við Þormóseyri og flæddi yfir stórt svæði. Rann vatn inn í kjallara og neðri hæðir ca. 30 húsa og olli mikl- um spjöllum. Háflóð var um kl. hálf ellefu á sunnudagsmorgun, en þá var ca. sólarhringur til stórstraums — og um það leyti tók sjór að falla í nærri óslitnum straumi inn yfir brimvarnargarðinn, og var norðurhlutieyrarinnar,milli Túngötu og Norðurgötu, norð- an Eyrargötu,bráttyfirflotinn, en þar að auki rann yfir Eyrar- götu á allstóru svæði og inn 'i Lækjargötu. Fanhkoma var og hið versta veður, og þar að auki rafmagnslaust, og munu flestir því hafa farið með seinna mótiáfætur.ogfáirverið Bretlandi vegna hamsturs Bandar'íkjamanna, að hergagna framleiðsla Breta hljóti að drag ast saman og jafnvel hljótast af atvinnuleysi verði ekki úr bætt. á ferli. Vissu sumir varla fyrr en vatn var tekið að flæða inn í hús þeirra. Var víða alldjúpt vatn inni í húsum, t.d. 70—80 cm. djúpt í gullsmíðaverkstæði Kristins Björnssonar við Eyrar götu, og íbúð Jðns Frímanns- sonar á neðri hæð hússins Eyrargata 15, en margir aðrir urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni á húsum, húsgögnum, búsáhöld- um, matvælum o.fl. Vatn flóði inn á gólf stóru mjölskemm- unnar, og munu um 1000 pok- ar af ufsa- og karfamjöli hafa blotnað. Stórt ræsi, sem opnast til sjávar sunnan við öldubrjótinn á norðausturhorni eyrarinnar, stíflaðist af ýmiskonar braki í flóðinu. Tókst að hreinsa það á tólfta tímanum, og var því síðan haldið opnu. Rénaði flóð- ið þá skjótt. Veðrið tók einnig að lægja nokkru fyrir hádegi. Allmikill snjór var á jörðu, þegar flóðið kom, og veitti hann því talsverða fyrirstöðu. Hefði sennilega orðið miklu meira tjón af völdum þess, ef jörð hefði verið auð. Tvö skörð brotnuðu í brim- varnargarðinn í ofveðrinu, og óttast er, að brimið hafi grafið undan öldubrjótnum. Vélbát, (Framhald á 2. síðu) Björn Ólafsson neitar aii svara fyrir- spumum um KeflavíkurfiugvölL Upplýsingar um flugvöllinn „rógsefni“ um Bandaríkjamenn

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.