Mjölnir


Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 2
M J Ö L N I R -VIKIBtlD- Útgefandi: SGSlALISTAFELAG SÍGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson lílaðið kemux út alla miðvikudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg, — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Súnar 194 og 210 S Siglufjarðarprentsmiðja h/f. ,- „Stjórnarandstaða" Alþýðuflokksbroddanna Foringjalið Alþýðuflokksins er nú í einhverjum þeim mesta vanda statt, er að höndum þess hefur borið. Og um þennan vanda bera ályktanir hins nýafstaðna Alþýðuflokksþings gleggst vitni. „Slepptu mér — haltu mér" var hin óbjörgulega afstaða, er þar var tekin. Vandi Alþýðuflokksins nú stafar af hinni neyðarlegu aðstöðu foringjaliðsins, sem er mestallt fætt og fóðrað á bitlingajötu ríkisvalds gengislækkunarflokkanna. Annarsvegar togar í hin hraðvaxandi fátækt og óánægja vinn- andi stéttanna, sem kref jast róttækrar baráttu einnig af Alþýðu- tflokknum. Hinsvegar eru stanslausar hótanir gengislækkunarhúsbænd- anna, sem kref jast algerrar þægðar af Alþýðuflokknum í innan- landsmáium sem utanríkis. Stjórnmálaályktun 22. þings Alþýðuflokksins ber yfirskrif tina: „Einbeitt andstaða við núverandi ríkisstjórn í innanlandsmál- um". ! i;. | i: | j i Ályktun þessi einkennist fuHkomlega af tvístigi Alþýðuflokks- foringjanna. ! í I Fyrst er staðhæft, að Alþýðuflokkurinn sé í einbeittri andstöðu við ríkisstjórnina í innanlandsmálum. En síðan er staðhæft, að Alþýðuflokkurinn eigi ekki og geti ekki haft neitt samstarf við Sósíalistaflokkinn. Út úr þessu dæmi er ekki hægt að fá neina útkomu nema ósig- ur Alþýðuflokksins í einhverri mynd. í fyrsta lagi eru það hrein ósannindi, að Alþýðuflokkurinn sé í einbettri stjórnarandstöðu í innanlandsmálum, m.a. vegna þess, að stuðningur við ríkisstjórnina í utanríkismálum, t.d. Marshall- pólitíkinni, sem setur nú svip sinn á allt atvinnuiíf landsins, er einnig stuðningur við innanlandsstefnu hennar. En fyrst og fremst eru það hrein ósannindi og blekking, vegna þess, að á þýðingarmesta vettvangi innanlandsmálanna, í verka- lýðssamtökunum, þ.e. á sviðí kaup- og kjaramála, er Alþýðu- flokkurinn ekki aðeins í engri stjórnarandstöðu, heldur beinlínis í samningsbundinni samvinnu við ríkisstjórnina. Á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins, gaf Sæmundur Ólafs- son þá athyglisverðu yfirlýsingu í ræðu, að Alþýðuflokkurinn hefði gert bindandi samuiiig við gengislækkúnarflokkana um verðalýðsmál og ajð þeim samningi yrði að framfylgja. Svo kemur foringjalið Alþýðuflokksins og segist vera ii „ein- beittri" andstöðu við ríkisstjórnina í innanlandsmálum. 1 öðru lagi sannar bann Alþýðuflokksforingjanna við samvinnu sósíalista og Alþýðuflokksmanna, að stjórnarandstaðan er síður en svo „einbeitt". Bann Alþýðuflokksforingjanna við þessari samv. er framkv. á samningi þeirra við gengislækkunarflokkanna. Það er loforð bitl- ingamannanna til stjórnarflokkanna um að vera góðu börnin til þess að þeim verði ekki stuggað frá jötunni. Helzt myndu þeir kjósa að geta farið strax> í ríkisstjórn undir því yfirskyni, að bjarga þyrfti öryggismáhnn landsins! En þetta bann samrýmist ekki þróuninni. Þetta bann er þegar farið að bila. Það tók að bila þegar á verkalýðsráðstefnunni í vetur, 1. maí í vor, í Alþýðusambandskosningunum og á sjálfu Alþýðusambandsþinginu. Þessar staðreyndir sýna, að þróunin heldur sinn gang. Islenzk- ur verkalýður mun brjóta niður til grunna bann Alþýðuflokks- foringjanna við samvinnu Alþýðuflokksmanna og sósíalista í bar- áttunni fyrir lífskjörum alþýðunnar. Og vei þeim foringjum, sem lenda utangarðs við þá samfylk- _ngu verkalýðsins. ^ Til athugunar íyrir auglýsendur! Síðasta tölublað Mjölnis á þessu ári kemur út næsta miðviku- dag 20. desember. ' Þeir, sem ætla að auglýsa í blaðinu og senda jólakveðjur, eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum sínum til afgreiðslu blaðsins f yrir 19. þ.m. Aígreiðslan * Þnn 10. þ.m. átti frú Guð- b.iörg Sæmundsdóttir fertugs- afmæli. Blaðið færir henni sínar beztu árnaðaróskir. ^r Leiðrétting. — I frásögn af Þormóðs-strandinu í síðasta tbl. Mjölnis, féll niður nafn eins af meðlimum björgunar- sveitarinnar Þóris Konráðsson- ar, sem er varaformaður sveit- arinnar. Biður blaðið afsökunar á þessu. * Jólin fara að nálgast. Um það bera útvarpsauglýsingarn- ar órækastan vottinn, svo og fjörkippirnir, sem verzlanirnar taka, þ.e.a.s. þær sem með skran og glingur verzla. Hinar hafa ekki svo miklu úr að spila, að þær geti tekið nokkra fjörkippi. Á undanförnum ár- um hefur verzlunargleðin í sam bandi við jólin yfirgnæft al- gerlega þá gleði, sem frá fornu fari hefur verið þeim tengd, jólagjafafarganið, veizluhöldin og önnur Mammonsdýrkun hef ur yfirgnæft og afmáð helgi jólanna, en þau notuð sem tæki færi til að auglýsa auðlegð hinna ríku og fyrir prangarana tækifæri til fljóttekins gróða. Á undanförnum jólum hafa sem betur fer færri íslending- ar þurft að l'íða skort, eins og áður, í sögu þjóðarinnar. Nú er hinsveagr búið að leiða fá- tæktina aftur að dyrum fjölda heimila í landinu og því allar líkur til þess að hinir ríku fái fleiri tækifæri nú en á undan- förnum jólum til að auglýsa ríkidóm sinn fyrir hinum fá- tæku með smávegis molum af borðum sínum. Og mikið skelf- ing geta menn lifað gleðileg l'ól, sem sært hafa síðustu aur- ana út úr fátæku barni fyrir ómerkitegt leikfang, en gefa þvi svo máske helmínginn af aurunum sem jólaglaðning á að fangadagskvöld. Slíkir menn eru typiskir fyrir auðvaldsskipu lagið og tilheyra þvi 100% * Örlitlu skilað aftur. Þegar þetta er skrifað er enginn sér- stakur maður hafður í huga, heldur það f orm, sem hinir ríku hafa komið á hjá sér til að geta upphafið sjálfa sig í aug- um fátæklinganna. Þegar skort urinn er orðinn áberandi, f.ipldi heimila er farinn að líða skort, þá er tími til kominn að láta ljós sitt skína. Þá setur prang- aralýðurinn í gang prangara- „góðgerðarfélög" sín. Það eru hafnar safnanir og samskot og svo er tilkynnt að þessi kaup- maður hafi gefið svona og svona stóra upphæð til þessar- ar og hinnar söfnunar. Og það stendur ekki á lofsyrðunum og vegsemdinni, fólk býsnast yfir gjafmildinni og góðseminni, já, það er mikill guðs maður hann Pétur heildsali eða þá hann Páll kaupmaður. En fólk at- hugar ekki, að þegar þessir „guðsmenn" þykjast vera að gefa, þá eru þeír aðeins að skila aftur örlitlu af illafengn- um gróða. Arðræning.iar hafa oft efni á því að skila hinum arðrændu aftur örlitlu af ráns- fénu, en þeir gera það helst aldrei nema nauðugir. Á sama hátt og fátæktin er try?? fylgikona auðvaldsins, er góðgerðarstarfsemi slík og hér þekkist það einnig. Góðgerðar- starfsemin er gkki afleiðing af fátæktinni, heídur er hún eitt af mörgum tækjum auðvalds- ins til að viðhalda fátæktinni, því ef auðvaldinu dytti í hug að útrýma f átækt og skorti, þá yrðu valdadagar þess ekki margir eftir það. * En jólin nálgast með degi hverium. Alþýðuheimilin, sem úr litlu hafa að spila, ættu nú að gæta vel síns litla fjár. Það tilheyrir ekki þeim smáa að hafa siði hinna stóru. Sönn jólagleði gistir oftar hjá þeim, sem í einlægni og samstarfi hjálpast að við að gera heimilið vistlegt, undirbúa jólahaldið af litlum efnum, — en hjá hin-; um, sem af óhófi og íburði !Í mat, fatnaði og skreytingu, und irbúa jólin, en eru kannske inn birgðis ósamlindir og óánægðir. Og þegar helgi jólanna er hugleidd og í minningu hvers þau eru haldin, þá mega hinir fátæku vel hugsa um það, að sá, sem sagður er hafa fæðst í .iörðu suður í löndum fyrir um tvöþúsund árum, hann hóf strax er hann komst á Iegg, baráttu gegn þeirra tíma prang aralýð, en með hinum fátæku. Hann helgaði líf sitt baráttu og líknarstarfi í þágu hinna fá- tæku og boðaði þeim fagnaðar- erindi, sem sé það, að þeir væru rétthærri, verðugri og mætari menn í augum guðs en hinir riku. Og hann sagði þeim að ríkum manni yrði eins eriftt að komast í guðsríki og úlfalda í gegn um nálarauga. Prangið hefur því ekki verið betur þokk að í þá daga en nú, þó vitan- lega sé beitt fínni brögðum nú til að hafa fé út úr fólki. 1 hinni sönnustu merkingu eru jóUn því hátíð hinna fá- tæku og því skyldu þeir ekki á slíkri hátíð hugsa um orsakir fátækrar sinnar og herða hug sinn til baráttu gegn þeim, sem valdir eru að henni. Myndu þeir þá ekki feta í fótspor Krists ef þeir tækju upp skelegga bar áttu gegn auðhyggiumönnun- um, sem viðhalda og lifa í fá- tækt þeirra? * Verða kaffilaus jól? AUt út- lit er fyrir að kaffilítið verði um iólin, en hinsvegar mun verða til nóg brennivín. Ber hér enn að sama brunni hjá innflutningsyfirvöldunum, að þau láta kaffið sitja á hakan- um, en brennivínið er látið sitja fyrir öllu. Ýmsan annan nauðsynjavarning vantar til- finnanlega, en nóg virðist vera til af allskonar glingri og fölsk- um skrautmunum. Ekki er hægt vegna gj'aldeyrisskorts, að flytja inn klósettpappír og mnbúðapappír, en þó er stöð- ugt verið að gefa þjóðinni milliónatugi og það í erl. gj'ald eyri ? Hvað verður af öllu þessu fé? Eru Marshallistarnir hér búnir að læra af mönnum Sjang Kai-seks varðveizlu banda- rískra dollara? Hverskonar „viðreisn" er þetta hjá íhaldinu og framsókn? Og Siglfirðingur er hættur að vegsama gengis- lækkunina. Hversvegna ? Sigl- firðingur sagði um daginn: „1 dag ræður þjóðin yfir stærri og glæstari atvinnutækjum til lands og sjávar en fyrr. í dag býr þ.ióðin við betri kjör og meiri menntun en áður." og hann segir Hka, að þjóðin eigi glæsilegri möguleika en nokkru sinni fyrr, láti hún ekki innan- landsdeilur tefja för sína fram á við. Hvað á þetta að þýða? Hversvegna þennan skort og þessa eymd, fyrst þjóðin er svo rík og hún á svo glæsta möguleika? Hvaða innanlands- deilur talar blaðið um? Er þjóðin ekki elskusátt með það að Thorsararnir ög Bjarni Ben. stjórni öllum hennar helstu málum Hversvegna gera þeir það ekki betur, eða hvaða öfl eru það í landinu, sem eru svo sterk að þeir geti truflað þá í að stiórna vel? Hefur ekki Bjarni Ben. sett met í dugnaði við afurðasölu í sinni utanríkis ráðherratíð ? Hafaekki þægustu verkfæri þeirra í íhaldsflokkn- um haft með fiármál þjóðar- innar að gera um langan tíma, og hafa ekki viðskiptamálin um lanagn tíma verið undir meiriháttar ums.iá íhaldsins, og hafa ekki sjávarútvegsmál haft íhaldsherra yfir sér um Iangan tíma? Allra þessara spurninga spyr sá sem ekki veitHann skilur ekki yfir hver.i'u Sigl- firðingur er að fárast. Hvers- vegna notar ekki íhaldið, sem mestu ræður, hin glæstu tæki- færi til stór sóknar „götuna fram á veg" til hagsældar þjóð inni? Enn spyr sásem ekki veit. *k Eftir tvo daga verður dreg- ið í happdrætti Sósíalistaflokks ins. Allir sem eiga eftir að kaupa miða ættu ekki að draga það, heldur gera það strax í dag, svo tækifærið gangi þehn ekki úr greipum. Athugið hina glæsilegu vinn- inga og hugsið um hversu gam an það væri að eiga einhvern þeirra núna rétt fyrir jólin. Ef þið kaupið miða, eignist þið sömu möguleika og aðrir, sem miða eiga, til að eignast mun- ma, og um leið styrkið þið Þjóðviliann, málgagn íslenzkr- ar alþýðu. — Munið happdrætti Þióðviljans. Ofviðrið (Framh. af 1. siðu) sem staðið hafði uppi sunnan við íshús Ásgeirs Péturssonar, tók út og rak suður undir nýju uppfyllinguna í innri-höfninni á staura, sem réknir höfðu verið niður þar undir vinnupall Qg braut f jórar samstæður. — Staura, sem lágu uppi á upp- fyllingunni, tók út, og bafa nokkrir þeirra nú fundizt á Langeyri. Togarinn Elliði, sem lá við löndunarbryggjur fram- an við S.R., þar sem verið var að landa úr honum karfa, og spænskt fisktökuskip, sem lá við Hafnarbryggjuna, slitnuðu frá. Vitað er um ýmsar minni háttar skemmdir á bátum og bryggjum, en ef til vili eiga meiri skemmdir eftir að koma í ljós. Tjónið af völdum þessa flóðs nemur tugum eða ef til vill hundruðum þúsunda króna. Fæðimgar ojfl. (Frh. af 4. síðu) Árið 1949 fædddust alls lif- andi 3.890 börn, eða 27,8 á hvert þúsund landsmanna. Er þaðsama hlutfall og árið áund- an, en hefur ekki verið svo hátt síðan 1920, en þá var það 28,1^0. Af öllum börnum fædd- um árið 1949 voru25,l %óskil- getin, og er það heldur lægra en árið á undan. Arið 1949 dóu hér á landi 1.110 manns, eða 9,7 af hverju þúsundi landsmanna. Er það lægra manndauðahlufefall en nokkurt ár undanfarið, en árið 1948 var hið minnsta mann- dauðaár, sem komið haf ði áður. Hin eðlilega mannf jölgun, — eða mismunurinn á tölu lifandi fæddra og dáinna, var 2.780 árið 1949, eða 19,9 af þúsundi miðað við meðalmannf jölda árs ins. Auk þess hafa tæplega 600 manns fleiri flutzt til landsins árin 194fj—1949 en frá því.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.