Mjölnir


Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 13.12.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIB 3 Vestrænt Eýðræði í Asíu Að undanförnu hafa birzt í sænska blaðinu Vecko-Journ- alen ferðapistlar frá Asíu eftir dr. Olle Strandberg, sænskan rithöfund, sem hefur ferðast um Asíu í sumar og haust. Dr. Strandberg er fylgismaður hins borgaralega þjóðskipulags, en svo laus við þá þröngsýni og hleypidóma, sem einkennir marga borgaralega mennta- menn, að hann dregur ekki fjöður yfir staðreyndir, sem eru óþægilegar fyrir skoðana- bræður hans í Evrópu. Og hann er athugull og skarpskyggn ferðamaður og segir oft frum- lega og skemmtilega frá því, sem fyrir augu hans og eyru ber. i 1 frumskógi í Indó-Kína, þar sem dauðinn biður hins hvíta manns í launsátri, gerist tákn- rænn atburður, smámynd af atferli hvíta kynstofnsins í Asíu. Tvær konur falla í árás á bifreið. Nokkrir hermenn hafa „hreinsað til á slysstaðnum". „Þetta voru ungir menn með svitastorkin andlit og ljós, hörkuleg augu. Þeir höfðu reyrt bæði tíkin við kælikassann á bílnum og héldu í áttina tíi Saigon í rökkrinu. Þegar beir fóru fram hjá bílalest okkar, voru þeir að syngja gamlan, al- kunnan söng: „Die Strasse frei der braun en Bataljonen, „SA marschiert mit ruhig, festem Schritt —" (Úr Horst-Wessel söngnum) Afturganga nazismans, leif- ar af úrvalshersveitum Hitlers, var þarna á ferðinni inni í miðj um frumskógi Indó-Kina, óhult fyrir réttlæti Potzdam-samn- ings og Núrnbergdóma. Draug- ur nazismans berst nú í fremstu víglínu í Asíu, við hlið forvígismanna vestræns frelsis og lýðræðis — og Sameinuðu þjóðanna, mætti bæta við — fyrir lýðræði, mannréttindum efnahagslegu jafnrétti og krist inni menningu, en gegn komm- únisma, að sögn vestrænna lýg- ræðispostula. Hefði sjálfsagt einhverjum þótt það skrítin spá, ef sagt hefði verið fyrir fimm árum, að eftirlætisher- sveitir Hitlers ættu eftir að komast í röð fremstu boðbera siðmenningar, réttlætis og mannúðar. En svona er það nú samt. Um 40 þúsund þýzkir nazistar, flestir úr SS og SA, hafa verið skráðir í útlendinga- her Frakka og sendir til Indó- Kííia til að sannfæra hinn fá- f róða iýð austur þar með vopna valdi um yfirburði frelsis, lýð- ræðis, kristinnar menningar og friðar yfir einræði og kúgun kommúnismans. • Dr. Strandberg talar í hálf- gerðum háðstón um baráttu hvíta mannsins í Asíu fyrir „kristinni menuingu, pólitísku lýðræði, friði og efnahagslegu jafnrétti". Hvað hefur aldalöng kynning Asíubúa af vestrænu lýðræði kennt þeim um þessa hluti? Hvað er kristin menning í augum Asíubúans ? Morð- tækni, gegndarlaus fégræðgi, sviksemi, harðýðgi og grimmd. Hvað er hið „pólitíska lýðræði" "hvíta mannsins í Austurlönd- um? Algert einræði hvítra ný- lendustjóra eða innlendra leppa á borð við Shang Kai Shek, Syngman Rhee, Bao Dai og Nehru, stjórnarfar, sem ein- göngu miðast við að stela sem mestum arði af vinnu klæð- lausra, sjúkra og sveltandi ör- eigamiljóna og ræna lönd þeirra sem mestum auðæfum á sem skemmstum tíma. Þetta lýðræði felur líka í sér bann við stéttabaráttu, bann við verka- lyðssamtökum, bann við að stofna til nokkurra þeirra sam- taka, sem gætu beint eða óbeint spillt aðstöðu valdhafanna til kúgunar óg arðráns. Hvernig er háttað þeim friði og þeirri reglu, sem hvíti maðurinn held- ur uppi í Asíu? Það er sá frið- ur, sem hnútasvipan og hlekk- irnir skapá í sambúð húsbænda og þrælalýðs, en friður axar- innar og jarðarinnar ef þrælarn ir sætta sig ekki möglunarlaust við okið. 'SHík friðarbarátta er það, sem Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn heyja nú á Malakkaskaga, í Burma, Indó- Kína, Kóreu og á Filippseyj- um. Og hver er reynsla Asíu- búans af baráttu hvíta manns- ins fyrir efnahagslegu jafn- rétti? Húsnæðisleysið, klæð- leysið, sulturinn, sjúkdómarnir og neyðin í SuðiusAsíu, ein- hverjum auðugasta og frjósam aista hluta heimsins, eru talandi tákn um mörg hundruð ára „efnahagsviðreisn" vestrænna þjóða í þessum löndum. • Dr. Strandberg virðist ekki vera sérlega trúaður á full- yrðingarnar um þakklæti o;g ástarþel Kóreubúa í garð vest- rænu þjóðanna, sem nú „að- stoða Kóreu í baráttunni gegn heimsveldisstefnu kommún- ista". í grein sinni frá Indó- Kina (segir hann m.a,; „1 umræðum um stjórnmála- ástand líðandi stundar er því oft slegið fram, að Indó-Kína geti orðið ný Kórea — ógnun við heimsf riðinn. Það alveg eins sennilegt, að Kórea dagsins í dag breytist í nýtt Indó-Kína — land, þar sem Bandarikiii — eða Sameinuðu þjóðirnar, ef menn vilja heldur orða það þannig — heyja grhnmdarfulla baráttu gegn hernuminni þjóð. En það er sWk baratta, sem nú er háð í Viet-Nam". Frakkar fóma að meðaltali fimmtíu mannslífum á dag og 10.000 frönkum á hvern skatt- greiðanda árlega í hinni göf- ugu baráttu gegn kommúnism- anum, sem þeir heyja í Indó- Kína með aðstoð þýzkra naz- ista, en fá næsta lítið í aðra hönd. Bandaríkin „hjálpa" þeim og taka ríflega borgun fyrir: „Útflutningurinm frá Viet- Nam hefur minnkað geysi- mikið, og innflutningsverzlunin er að komast algerlega í hend- ur Bandaríkjamanna — það er verðið, sem Frakkland verður að greiða fyrir vopnasending- arnar. Bandaríkin gleyma ekki að.gera góða verzlun jafnframt því, sem þau verja Vesturlónd fyrir kommúnismanum. I Sai- gon hafa amerlskir skraut- bílar leyst litla og yfiriætis- lausa Citroen- og Benault-bíla af hólmi, og hinir fögru anaa- mítísku búningar erii saumað- ir úr silki frá bandarískum verksmiðjum í Japan í stað efna frá Lyon. Já, það er meira að segja farið að nota dósaöl í staðinn fyrir frönsku matar- vínin." „Ef Bandaríkin gera átak, mun Frökkum hlotnast sá heið ur að koma á fót bardagasveit- um, sem með amerískum vopn- um og alþjóðlegum atvinnuher- mönnum — þ.á.m. 40.000 fyrv. SA- og SS-hermönnum — halda uppi orðstír hins hvíta manns í Asín. En menningar- Iegu og efnahagslegu hlutverid þeirra sjálfra (Frakka), verður um Ieið lokið." • Dr. Strandberg lýkur grein sinni frá Indó-Kína með hug- leiðingum um viðhorf í Asíu alimennt: „Asíuþjóðirnar búa sig nú undir úrslitaorustuna. Hvítu djöflarnir yfirgáfu heims álfu þeirra: Bretar huffu frá Indlandi og leyfðu Indverjum að þjast undir hinu nýfengna frelsi. Bandaríkjaincnn hóldu á brott frá Kína og Suður-Kóreu. HoIIendingar kvöddu índónes- íu. Það voru aðeins örfáir hvít- ir blettir eftir á kortinu — Malakkaskagi, Formósa, Burma Indó-Kína — og þeir lituðust rauðir eins og af blóði. Nú eru hvítu djöflarnir farnir að venija komur sínar tíl Asín að nýju, og koma nú í einni f ylkingu og undir fána Samoinuðu þjóð- anna." „Asíuþjóðirnar búa sig nú undir úrslitaorustuna." Styrj- öldin milli Asíuþjóðanna og hinna vestrænu nýlenduþjóða hófst þegar hinar síðarnefndu byrjuðu að seilast til valda í Asíu, og hefur staðið látlaUst síðan, þótt vopnaviðskipti hafi legið niðri um stundarsakir öðru hverju. Asíuþjóðirnar hafa' aldrei viðurkennt yfirráða rétt vestrænu ríkjanna í Asíu, og munu aldrei gera það. — Lokaátökin um yfirráðaréttinn yfir Asíu milli nýlenduveldanna og Asíubúa sjálfra eru þegar um garð gengin í Kína, víðlend asta og mannflesta ríki Asíu, standa yf ir í Burma, Malakka- skaga og Indó-Kína, og það virðist aðeins spurning um tiíma hvenær þau fara fram í Indlandi og Suðvestur-Asíu. — Úrslitaorustan verður sú orusta sem færir Asíuþjóðunum óskor uð yfirráð yfir löndum þeirra, því Asíuþjóðirnar munu ekki láta af baráttu sinni fyrr en fullur sigur hefur unnizt. — Atburðir síðustu mánaða og vikna, sem sýna, að Asíumenn ætla hvergi að hopa fyrir hin- um vestíænu ikúgurum, jafnvel ekki þótt þeir sendi þeim ógn- andi tóninn frá aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna og sýni þeim klærnar undir fána þeúra — gefa fyrirheit um að útslita- orustan, sem mun verða bana- sár nýlenduimperíalismans og þýðingarmikill nagli í Mkkístu heimskapitalismans, só ekki mjög langt undan. Tilvalin jólagjöf Crefið vinum yðar og kunningjum bókina „Samsærið mikla gegn Sovétríkjunum." Bókin er ómetanleg heimildarlind öllum beim, sem sannleik- ans leita um það ástand, sem nú rikir í alþjóðamálum, og orsakir þess. — Bókin fæst á SKRIFSTOFU SÓSlALISTAFLOKKSINS, Suðurg. 10. Kærkomin jólagjöf er Karlamagnússaga, þrjú bindi, fyrir aðeins 142 krónur (áskriftagjald). — Get afgreitt bækumar af lager hér. KRISTIÆAR ÓLAFSSON Efnalaug Siglufjarðar verðnr lokuð frá 30. ðes. að telja, um óákveðiiin tíma. EFNALAUG SIGLUFJARBAR. Tilkynning Fjárhagsráð hefur akveðið oftirfarandi hámarksverð & brauðum: Franskbrauð 500 gr............. kr. 2,18 kr. 2,25 Heilhveitibrauð 500 gr..... — 2,18 — 2,25 Vínarbrauð pr. stk............. —. 0,58 — 0,60 Kringlur pr. kg..................... —i 5,58 — 5,75 Tvíbökúr pr. kg..................... — 9,70 — 10,00 Séu nefnd brauð bökuð með anaiari þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð £ hlutfalli við ofangroint verð. Á þeim stöðum, sem br&uðgerðir eru ekM starfandi, má bœ% sannanlegum flutningsköstnaði yið hámarksverðið. Ef kringlur era soldar f ettykkjatali, er óheimilt að selja þær hærra verði em sem svarar kr. 8,00 pr. kg. i Reykjavík, 30. nóv. 1950. ... VERÐLAOSSKRIFSTOFAN Þeir, mcðlunir Sjikrasamlags Siglufjarðar, sem vilja hafa læknasldftí frá nscstu áramótum, verða oð tUkynna það f ekrif- stofu samlagsins fyrir ZL des. n. k. Siglufirðij 30. nóv, 1950. SJUKRASAMLAG SIGLUFJARÖAR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.